Þjóðviljinn - 20.10.1951, Page 3

Þjóðviljinn - 20.10.1951, Page 3
— Laugardagur 20. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3 [Ritstjóri: ÞÖRA VIGFÚSDÓTTIR Sérsköttun allra giftra kveima knýjaiicli nauðsyn Á þessu hausti í þingbyrjun lagði Gylfi Þ. Gíslason fram frumvarp í neðri deiid Alþing- is til breytinga á tekjuskatts- lögunum svohljóðandi: 1. gr. 1. málsgr. 11. gr. laganna skal orða svo: Hvort hjóna um sig er sjálf- stæður skattþegn og greiðir skatt af þeim tekjum, sem það aflar. Hafi annað hjóna engar tekjur eða lægri tekjur en hitt, skal því reiknaður til skatts allt að helmingur tekna hins, en þó aidrei hærri upphæð en 18000 kr, miðað við meðalvísi- tölu ársins 1951, né heldur meira en svo, að tekjur þess fari fram úr tekjum hins. Breytist meðalvísitaian skal fyrr nefnd upphæð hækka eða lækka í samræmi við það. Tekj- ur, sem annað hjóna aflar með vinnu hjá hinu eða í fyrirtæki, sem það á eða er meðeigandi að, skulu þó ekki taldar sér- tekjur í þessu sambandi. 2. gr. Orðin ,,fyrir hjón 1800 kr.“ á tveim stöðum í 5. gr. 1. nr. 20 20. maí 1942, um breyting á 1. nr. 6 9. jan. 1935, um tekjuskattog eignaskatt, falii niður. Hjónum er i sjálfsvald sett, hvort þeirra skuli njóta barnafrádráttar vegna hvers um sig af börnum þeirra. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Aðalkrafan er sérsköttun allra giftra kvenna Þegar á fulltrúafundi KRFÍ sumarið 1946 móta kvennasam- tökin kröfu sína og fara fram á breytingu á skattalögunum um „að konan haldi áfram áð vera sjálfstæður skattþegn þótt hún gifti sig“. Segir í fundar- gerð: „Gift kona er talin á framfæri manns síns, og hafi hún tekjur af sj'álfstæðri at- vinnu er tekjum hennar bætt við tekjur mannsins, sem þar af leiðandi lendir í miklu hærri skattstiga en ella“. Á Alþingi 1946 flytur Katrín Thorodd- sen og síðan Gylfi Þ. Gísla- son frumvarp til breytingar á skattalögunum um sérsköttun giftra kvenna, sem stunda laun- aða atvinnu, og Soffía Ingvars- dóttir á þinginu 1950 um sama efni; en í 11. gr. skattalaganna er svohljóðandi ákvæði: „Tekj- ur hjóna er samvistum eru, skulu saman taldar til skatta- gjalds, enda þótt séreign sé eða sératvinna, enda ábyrgist bæði skattgreiðslu". Þess má geta í þessu sambandi, að 75% kvenna hér á landi giftast. Er það Iiegningarvert að stofna heimili með giftingu? Við giftingu hverfur konan sem sjálfstæður skattþegn — og skálkaskjólið í orðaleiknum að sama sé hvort tekjum eigin- mannsins eða eiginkonunnar sé bætt ofan á er lítilmótleg blekk- ing — þar sem skattseðillinn hljóðar alltaf á nafn eigin- mannsins. Tekjum þeirrar konu sem vinnur launaða atvinnu er því bætt ofan á tekjur manns- ins, en við samruna teknanna verður þetta alvarleg;ur tekju- missir vegna ört hækkandi skattstiga fyrir það heimili þar sem bæði hjónin afla tekna ut- an heimilis. Skattalögin leggja þannig í einelti sérstaklega heimili verkamanna og milli- stéttafólks, sem virðast þó vera nógu hart leikin fyrir af úreltum skatta- og útsvarslög- um, en það mun almennt viður- kennt að skattalögin koma harðast niður á launafólki. Dæmin eru deginum ljósari Gift kona sem unni'ð hefur að barnakennslu undanfarin ár hér í Reykjavík var síðastliðið ár komin á full laun, og hafði fyrir skólaárið 1950 29.657,55 kr. Maður hennar vinnur einnig við kennslu í barnaskóla og er einnig kominn á full laun, kr. 29.657,55. Þau eru barnlaus. —- Sem einstaklingar hvort um sig mundu þau borga í skatt og útsvar 4127 árlega. En sem hjón neyðir löggjöfin þau til að telja tekjurnar fram sam- eiginlega og þá versnar nú hag- ur þeirra alvarlega. -— Sameig- inlega borga þau í skatt til ríkisins 6.079 og í útsvar til bæjarins 8430; eða samtals kr. 14.509,00. Löghelgun hjóna- bandsins kostar þau því kr. 10.382.00 kr. árlega. Eftir 10 ár er ríkið búið að hafa af þeim me'ð samsköttuninni og útsvari að óbreyttum aðstæð- um — yfir 100 þúsund kr. eða sem svarar til lítillar tveggja herbergja íbúðar. Er nú engin þörf á lagfæringu, eða hvað segir Skúli Guðmundsson um það? Annað dæmi: Méðallaun verkamanns voru síðastliðið ár 24.000,00. Eftir gildandi reglum borgar verka- ma'ður einsog nú er í skatt og útsvar af þessum tekjum 2761 kr. Ef tekjunum er nú skipt í tvennt borga þau hvort um sig 854 kr. eða samtals 1608 kr. Við það verðuy árlegur liagnaður þeirra 1.153 kr. Ég held að það fari ekki hjá því að þessari fjölskyldu mundi muna um röskar þúsund krónur árlega. Ég þekki unga elskendur, sem hafa hvort um sig 20.000,00 kr. í árstekjur, einsog er hafa þau sem einstaklingar í skatta og útsvar 2337 kr. og samtals sem slíkir 4674. en ef þau nú gifta sig og tekjunum er skellt saman liækkar skattur og út- svar upp í 6717 kr. Árlegt ,,tap“ áf giftingunni mundi vera 2043 kr. Hvað vill Skúli Guðmundsson ? „Vill hann ekkert nema humma keriingamar fram af sér“ Ég held að úr þessu verði málið ekki afgreitt með því einu. Við umræður um málið hefur það skýrzt og það er orð- ið ljóst hve mikill fjöldi fólks býr við óviðunandi kjör af hendi löggjafans í þessu efni. Hvernig væri nú það, ef Framsóknarfl. með Skúla í far- arbroddi bæri fram frumvarp, þar sem afnuminn væri réttur kvenna til menntunar. Væri það ekki í fullu samræmi við af- stöðu flokksins í þessu aðkall- andi vandamáli. Hvernig væri það fyrir flokkinn að hafa það sem kosningabeitu næst? Ragnheiður Möller. Stöndum á verði . , .. i Dökkhlár kjóll úr mjúku efni með ísettum hvítum röndum. Dlússan er llaus, hnepþt að framan. — Fallegt að eiga hvíta blússu við til tilbreytingar. STUNDUM finnst okkur hús- mæðrunum, sem höfum hvorki getu né tíma til að taka þátt í opinberum málum að kvenfélög- in okkar séu ekki nógu her- ská í baráttunni móti dýrtíð og allskonar álögum, sem skoll- ið hafa yfir nú á síðustu árum og er þó oft sannarlega högg- i'ð nærri okkur konunum og heimilunum í landinu. Hvers- vegna hafa konurnar t. d. ekki í samtökum sínum farið herferð á móti söluskattinum illræmda, sem arðrænir landsmenn og heimili okkar um þúsundir og aftur þúsundir árlega. Og hvers vegna halda hin f jölmennu kven félög í Reykjavík ekki opin- bera mótmælafundi móti hinni sivaxandi dýrtíð ? ENDA þótt ég sé nú farin að deila á, greip ég samt pennann til að láta ánægju mína í ljós yfir því að islenzkar kon- ur hafa samt sem áður ekki sofnað á verðinum. FYRIR nokkrum dögum barst mér í hendur nýtt hefti af Hús- freyjunni þar sem birtar eru ályktanir og samþykktir níunda landsþings Kvenfélagasamb. Is- lands. A þingi þessu sátu yfir 40 fulltrúar víðsvegar að af landinu svo að á bak við sam- þykktir þingsins stendur all- stór hluti landskvenna. ÞAÐ sem gladdi mig og mér finnst mega halda á lofti er ályktun og samþykkt þingsins varðandi setu bandaríska her- liðsins í landinu. Konum er á- reiðanlega 1 jóst hvaða hætta vofir yfir þjóð og menningu í sambandi við hið nýja hernám Bandaríkjanna. Kaldar tölur, í nýútkomnu tímariti, þar sem vitnað er í lögregluskýrslur, frá hernámsárunum 1940—1945 sýna að þá hafi unglingstelpur á aldrinum frá 15—17 ára haft mest samneyti við hermennina og stúlkubörn á aldrinum 12— 14 ára voru fleiri en konur 24 til 26 ára. EFTIKFARANDI ályktun Kven félagasambandsins i vor, sem ég leyfi mér að birta í heild ætti að verða öllum kvenfélög- um í landinu hvöt til aukinnar baráttu fyrir sjálfstæði og menningu þjóðarinnar. „Vegna aukinna samskipta Islendinga vi'ð aðrar þjóðir og setu erlends herliðs í landinu um óákveðinn tima, beinir 9. landsþing Kvenfélagasambands íslands þeirri áskorun til þjóð- arinnar: á) að standa traustan vörð um tungu, sögu og bókmenntir þjóðarinnar, svo og önnur þjóðleg verðmæti. b) að vinna að því af fremsda megni, að meðal æskulýðs landsins vakni sá heilbrigði metnáður, að telja sér van- sæmd að hvers konar ó- þörfum samskiptum við hið erlenda setulið. c) að gæta sjálfsvirðingar og stillingar í ölíum viðskipt- um við setuliðið. Ennfremur beinir þingið þeirri áskorun til ríkisstjórn- arinnar, að hún hefji nú þegar raunhæfar ráðstafanir til auk- innar barna- og unglingavernd- ar“. ÉG vil aðeins benda á á'ður en ég lýk þessum línum að í Kvenfélagasambandi Islands eru konur af öllum pólitískum floklc um, til skýringar þeim sem telja allt kommúnistískan áróður ef málstaður íslands er annarsveg- ar. Húsmóðir, M.4TAR- UPP- SKRIFTIR Beinlausir fuglar 600—800 gr kindakjöt (beinlaust) 50 gr reykt flesk 50 gr smjörlíki 1 tesk. sykur Y-2, tesk. salt pipar á hnífsoddi /4 1 vatn Sósan E Vi 1 steikarasoð 10 gr hveiti salt \. [ sósulitur Kjötið er skorið í frekar stórar sneiðar, þversum á þræð- ina og barið. Á aðra hliðina á. kjötsneiðina er strá'ð krydd- inu. Fleskið er skorið í 8 ræm- ur, 1 ræma sett á hverja kjöt- sneið og sneiðinni vafið þétt saman. Eldspýtu, sem brenni- steinninn er tekinn af, er stungið í gegnum rúlluna. Einn- ig má binda utan um hana segl- garni. Kjötrúllurnar brúnaðar í smjörlíki. Heitu vatni hellt yf- ir þær og þær soðnar við heit- an eld í 2—3 stundarfjórðunga, síðan teknar upp úr. Hveitið er hrært út í köldu vatni. Steik- arsoðið jafnað með hveiti- jafningnum. Salt og sósuhtur sett í eftir smekk. Það bætir sósuna, að láta i hana þsytt- an rjóma. Kjötrúllunum raðað á fat. Eldspítan tekin úr áð- ur. Soðnar og franskar kavt- öflur bornar með og grænmeti, súrt og sætt. Steiktar kartöflur (franskar kartöflur) 1 kg kartöflur Salt feiti Kartöflurnar eru þvegnar, flysjaðar og látnar í skál mcð loki yfir. Skornar á grænmet- isjárni eða með kartöfluflysj- ara í mjög þunnar sneiðar. Einnig má skera þær í ræmiu* á stærð vi'ð eldspýtu. Kartöflu- sneiðarnar látnar í stykki. Feit- in hituð. Bezt er að nota plöntu- feiti, tólg eða svínafeiti. Feit- in er höfð sjó'ðandi heit. Láta má kartöflusneiðarnar í sjóð- andi vatn, þerra þær og láta þær síðan vel sundurlausnr í sjóðandi feitina. Hræra skal í pottinum þar til kartöfliunar eru móbrúnar. Látnar á pappír sem dregur feitina vel í sig. Salti stráð yfir þær. Kartöfl- ur sem skornar eru eins og eld- spýtur verður að tvísjó’ða. Hica, má þessar kartöflur upp í fcak- araofni. Það má geyma þær í nokkra daga í lokuðu íláti. mjög ljúffengai með mörgum. Kartöflur þesSJZT eru einnig steiktum fiskréttum. . 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.