Þjóðviljinn - 20.10.1951, Page 4

Þjóðviljinn - 20.10.1951, Page 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. október 1951 lUÓÐVIUINN Útgefandi: Samciningarflokkur alþýðu — Sósíaligtaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fróttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari ICárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Áuglýsingastjóri: Jónsteinn Hataldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 7500 (3 línur), Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Tvö hundruð íbíðir Á bæjarsíjórnarfundi í fyrradag flutti Guömundur Vigfússon, bæjarfulltrúi Sósíalistafokksins, tillögu um að bæjarstjórnin leitaöi eftir leyfum tií að hefja smíöi eigi færri en 200 íbúða á næsta ári og yrðu íbúöirnar, þegar þær væi’u komnar upp, leigöar því fólki ssm býr í b'rögg- um og ööfu heilsuspillandi húsnæði. Meirihluti íhaldsins í bæjarstjórn vísaöi tillögunni Irá — til kistulagningai í bæjarráöi — eins og- svo'mörg- um tillögum öðrum, sem fulltrúar Sósíalistaflolcksins" í bæjarstjórn hafa flutt á undanfornum árum til þess aö bæta úr húsnæöisskortinum i bænum. Enginn sem til þekkir efast rnn aö brýn og aðkall- andi nauösyn ber -til þcss aö hafizt verði handa um inark- vissar aögeröir til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Vegna aðgeröarleysis ihaldsmeirihlutans í bæjarstjórn í húsnæöismálunum fer því fólki fjölgandi 'ár frá ári sem verður aö sætta .sig vi'ö-■ þann kost að búa í gjörsamlega óviöunandi húsnæði, bröggum, saggakjöllurum og skúi'- um. Af skiljanlegum ástæöum er það fyi-st og fremst fá- tækasta fólkiö sem býr í versta húsnæöinu, og eins og verölagi og iáiiastarfsemi er nú háttaö hefur þetta fólk enga möguleika til að koma sér upp eigin íbúöum. kaupa íbúðir né borga þá okuileigu, sem nú viðgengst á þeim í.varta markaði, sem íhald og Framsókn hafa skapaö. meö afnámi bindingarákvæÖJs húsaleigulaganna. Það eina sem getur oröiö þeim til bjargar, sem fá- tækastir eru og búa í óhæfu og heilsuspillandi húsnæöi, er myndarlegt átak af hálfu bæjarfélagsins. sjálfs. Bærinn þarf að byggja hentugar sambyggingar, meö öllum nauð- synlsigum þægindum og leigja þær þeim sem brýnasta hafa þörfina og geta ekk' komið sér upp íbúðum af eigin ramleik. Þaö er smánarblettur á höfuöborginni aó þús- undir íbúa hennar skuli neyðast til aö búa í hermanna- skálum, þægindasnauöum skúrum og saggakjöllurum, og jafnvel standa meö öilu á götunni með heimili sín sundr- uö. En þetta er árangurinn af.þeim stefnu sem Íhaldíö hsfur fylgt í húsnæðismálum Reykjavíkur á undanförn- um árum, þrátt fyrir ailar aövaranir Sósíalistaflokksins og baráttu hans fyrir raunhæfum aðgeröum til úrbóta í húsnæðismálunum. Rannsókn hagfræöings bæjarins eem framkvæmd var 1948 sýndi aö þá bjuggu 2114 manns í bröggum. Þar af voru 836 börn. Samkvæmt upplýsingum formanns Leigj- endafélags Reykjavíkur, sem birta'r voru hér í' blaöinu fyrir skömmu, búa nú í bröggum 1300 fullorönir og 900 börn eða samtals 2200 manns. íbúum bragganna hefur því sízt fækkaö síðustu árin enda flutt jafnskjótt inn og braggi losnar þótt til þess væri ætlast að braggarnir yröu rifnir jafnóöum og úr þeim væri fíutt. í 1884 kjallaraíbúðum, sem skoðað'ar voru og rætt er um í skýrslu hagfræöingsins frá 1948, bjuggR þá 6085 manns og þar af 27% börn. Af þessum kjallaraíbúö- um dæmdu trúnaöarmenn bæjarins 38% lélegar til íbúö- ar og 12%. mjög lélegar og óhæfar meö öllu. 20% kjall- araíbúanna hafði til umráöa eins herbergisíbúö. Um þessar nauöalélegu og heilsuspillandi kjallaraíbúðir er ná- kvæmlega sama aö segja og um braggana, fólki þar hefur sízt fækkaö á undanfömum árum, hin skipu lögðu höft á byggingariðnaöinum og aögeröaleysi bæjar stj órnarfhaldsins hefur neytt almenning til að þakka fyrir hversu auman skúta ssm hann hcfur átt kost á yf- ir höfuö sér. Þaö er því ekki ofmælt þótt sagt sé aö algjört neyö- arástand sé ríkjandi í húsnæöismálum Reykvíkinga. En þrátt fyrir þá ómótmælanlegu staðreynd hvarflar það ekki að íhaldinu í bæjarstjórn aö þörf sé á forgöngu bæjarfélagsins til þess aö útrýma heilsuspillandi hús- næöi og gera öllum bæjarbúum kleift að búa í mann- sæmandi vistarverum. AfstaÖa þess til þessa mikla vanda- máls eýnir að’ enn sem fyrr lítur þaö á þaö sem sitt höfuðhlutverk að vernda hagsmuni húsabraskáranna og alveg jafnt þótt þaö kalli vaxandi neyö yfir fjölmennan hóp bæjarbúa og ofurselji lífellt fleiri fjölskyldur íéflett- ingu húsnæöisokvaranna. LESSTOFA holtsstræti daglega frá kl. 5—7 og 8—10 e. h. MIR. Allir uppdrœttirnir verði birtir S.B.K. skrifar: „Kæri Bæj- a,rpástur! Eins og kunnugt er fór fram samkeppni milli arki- tekta bæjarins um hagkvæm- ustu teikningar að smáibúða- liúsum þeim, sem fyrirhugað er að reisa í nágrenni Bústaða- vegshúsanna eða nánar. tilgreint milli Grensásvegar og Réttar- holtsvegar. Þrenn verðlaun voru veitt ög fjórða teikning- in keypt að auki og geta menu valið miili þessara teikninga, auk þess sem mönnum er heim- ilt að byggja eftir öðrum teikn- ingum samkvæmt eigin vaii. Aðeins ein þessara umræddu verðlaunateikninga hefur ve.rið birt í dagblaði. Nú eru ýmSir sem vildu geta athugað allar teikningarnar í ró og næði áð- ur en þeir taka ákvörðun um hverja þéir velja sér. Og þött menn eigi aðgang að teikning- unum í bæjarskrifstofiuúim þykir mér og mörgum öðrúm það ekki fullnægjandi. Þar .«r margt sem trufiár og margýis- legum störfum að sinna í skrif- stofutima. Ég vildi því biðja þig, Bæjarpóstur góður, að korna þeim tilmælum á fram- færi við þau vfirvöld bæjarins sem þessi mál hafa með hönd- um, að allar teikningamar sem verðlaun hlutu og einnig sú sem keypt var verði birtar í dagblöðunum. Með því móli ættu menn þægilegan aðgang að þeim öllum og auðveldara að ákveða eftir hverjum upp- drættinum þeir kysu að býggja. — S B. K.“. ★ Þakldr til Jónasar Móðir skiifar: „Ég er þaltk- lát Jónasi Árnasyni fyrir til- iöguna sem hann hefur flutt á þingi um æskulýðshöll í Reykja- vík, og þá skilmerkilegu grein- argerð sem fylgir henni og birt var í blaðinu 'á miðvikudag- inn. Aldrei liefur verið brýnni nauðsyn en nú að hef jast handa um raunhæfar aðgerðir til bjargar æskunni, sem margs- konar og geigvænlegar hættur ógna í sambandi við hið nýja. hernám. Á því er enginn vafi að bvgging og rekstur mynd- arlegrar æskulýðshallar yr'ði æskunni mikil og dýrmæt vörn í því hafróti upplausnar og spillingar sem jafnan fvlgir í kjölfar dvalar hermanna í frani- andi landi. Hér vantar unga fólkið eitthvert pthvarf, þar sem það getur komið saman sér til fróðleiks og skemmtunar og á hollan og upplýsandi hátt. Meðan svo er getur ekki verið við góðu að búast enda á sér nú stað ömurleg þróun í þess- um efnum, sem sannarlega er mörgum foreldrum og aðstand- endum unglinga milcið og vax- andi áhyggjuefni. ★ Augu almennings hvíla á Alþingi Ég veit ekki hverjar undir- tektir þessi sjálfsagða og nau'ð- synlega tillaga Jónasar Árna- sonar fær á þingi. Á það hefur ekki enn reynt. En ég vil full- vissa háttvirta alþingismenn um það, að því verður nú fylgt með mikilli og vökulli athygli af foreldrum og forráðamönnum re.ykvúskra ungmenna hverja afstöðu þeir talra' til æskuiýðs- hallarmálsing og hverja af- greifslu til’agan hlýtur af hendi þiingmanna. Það var illt verk og óverjandi að kalla á er- lendan hor inn í landið en eltki mvndi það bæta hlut ríkis- stjórnar og stuðningsmanna hennar ef daufheyrzt yrði i þokkabót við öllum raunhæf- um tillögum um aðgerðir til þess að vernda hálfvaxin börn okkar og unglinga fyrir aug- ljósum hættum í sambandi við hersetu í landinu. ■k Óskriljanleg afstaða Mig undrar stórlega það skilningsleysi sem kom fram í afstöðu meirihluta bæjarstjórn- ar til tillögu Sigríðar Eiríks- dóttur og Inga R. Helgasonar á síðasta bæjarstjórnarfundi um að skora á Alþingi að sam- þykkja .þessa gagnmerku og bráðnauðsynlegu tillögu Jónas- ar Árnasonar. Það er eins og það fólk sém skipar meirihluta bæjarstjórnar sé algjörlega sof- andi eða loki viljandi augum fyrir hættum sem bíða ungling- anna við hvert fótmál. Ætti þó bæjarstjórnin að vera vit- andi um skyldu sína til þess að gera allar þær ráðstafanir scm að gagni mega verða æsk- unni til bjargar. En þessi dæmalausa afstaða sýnir að mikið vantar á að svo sé og að mikil nauðsyn ér á vaxandi þrýstingi og kröfum frá al- menningi í bænum til þess að ráðamennimir rumski af svefni sinnuleysisins um brýnustu vel- ferðarmál hinnar uppvaxandi kynslóðar. — Móðir“. ★ Næturvöi-ður er í lyfjabúð Iðunn- ar. —' Sími 7911. Næturlæknir er i læknavarðstof- unni,. Austurbæjarskólanum. - Sími 5030. ,S. 1. föstudag- voru gefin sam- j an í hjónaband * af sr. Sigurði Ó. I.árussyni í Stykkishó’mi ungfrú Helga Jóhahnsdóttir, Sunnuhvoli, Stykkishólmi og Guð- finnur Bergsson, Suðurgötu 9, Hafnarfirði. — í dag verða' gefin saman í hjónaband í Reykjavík, af séra Sigurjóni Þ. Árnasyni, ungfrú Sigriður Guðmundsdóttir, Hringbiaut 58, og hr. Sigurgeir Jóhannsson, Urðaveg 18,' -■‘Viest- mannaeyjum. Heimili ungu hjón- anna verður á Uröarveg 13, Vest- mannaeyjum. — Nýlega voru gef- in saman í hjónaband.á Akureýri, Ásdis Eva Jónsdóttir og, Gísli Jónsson Eyla.nd, skipstjóri. Heim- ili þeirra er að Munkaþverárstræti 16, Akureyri. — Nýlega voru gef- in saman í hjónaband af stv Gisla Brynjólfssyr.i, Guðrún Sveinsdótt- ir og Jóhann Albertsson frá Læk- árnesi. — Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Svöva. Agnarsdóttii' og Garðar’ Péturssön, X'afvirki, ísafirði. .—. Nýlega voru gefin saman í hjónaband- af sr. Þorsteini Björnssyni, Brýnhildur Björgvinsdóttir, Egilsgötu 28 . og GÚðmundur Snorri Guðlaugsson, sama stað, — ennfremur Sigríður H. Andrésdóttir, Víðimel 45, og Þórður Ágústsson, loftskeytamað- ur sama stað. Ríkisskip Hekla er í Reykjavík. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herðu- breið er í Reykjavík. Skjaldhreið cr á Vestfjöröum á norðuileið. Þyrill er í Reykjavik. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Loftleiðir li. f.: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Isafjarðar og Vestm,- eyja. 8,00—900 Morgun- útvarp. 10,10 Veð- urfr. 1210—13,15 Hádegisútv1. 15,30 Miðdegisútvarp. — 16,25 Veðurí'r.. 1925 Veðurfr. 19,30 Tónleikar: 'Sam- söngur (pl.) 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Leikrit; „Á leið til Dover" eftir Alan Aiex- ander Milne. — „Sumargestif" flytja. Leikendur Erna-Sigurleii's- dóttir, Sigrún Magnúsdóttir,, Hauk- ur Óskarsson, Klemenz Jónsson, Róbert Arnfinnsson og Valdimar Lárusson. Leikstj:. Indriði Waage. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (p’.) 24,00 Dagskrárlok. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Amsterdam 17. þm. fer þaðan til Hamborgar. Dettifoss kom til Reykjavíkur 13. þm. frá Leith. Goðafoss fór vænt- anlega frá N.T. í gær 19. þm. til Reykjavíkur. Gullfoss kom til Kaupmannahafnar í gærmorgun 19. þm, frá Leith. Lagarfoss er á Köpaskeri. Reykjafoss er í Ham- borg. Selfoss fór frá Reykjavík kl. 14.00 í gær 19. þm. til Ólafs- vikur, Bílduda's, Þingeyrar, Ól- afsfjarðar og I-Iúsavíkur. Trölla- foss fór frá Halifax 18. þm. til Reýkjavíkur. Bravo er í Hull fer þaðan til Reykjavíkur. Vatnajök- ull fór frá Antverpen 17. þm. til Reykja.víkur. SKIPABEILD /fí.í.S.: Hvassafeil ’estar kol í Gdansk. Arnarfell lestar salt í Ibiza. Jök- uifell fór frá Guayaquil 15. þm. áleiðis til New Orleans, með við- komu í Ermera'das, 17. þm. Nýl. hafa opinber^ að trúlofun sína, ungfrú Guðrún Ól- áfsdóttir, starfs- stúlka á EUiheim- ilinu og Magnús Jóhannsson, sjómaður, Isafirði. D ýray e inda r i m i, 5. tbl. ci' komið út. Éfrii: Vinii'nir í Dalseli (Leifur Auðunsson segir f'ra),. F’ótti, kvæði eftir Óskar M. Ólafsson frá Haga- vik. Fargað vegna mæðiveikinnar. Fjárflutningar. Ósamræmi, eftir vegfaranda. Ákært fyrir hryllilegt athæfi. — Víðförli, 2. hefti 1951, er . komið út. Efni: í Skálholti, eftir Þorleif Bjarnason, námstjóra. Glej'md orð en gi’d (Orð Jesú utan guðsspjal’anna), eftir Sigur- bjprn Einarsson, prófessor. Heilög jörð, eftir Friðrik J. Rafnar, vigslubiskup. Skálholt, köllun- tækifæri, eftir. Sigurbjörn Einarsr- son, prófessor. Hugleiðingar um framtið Skálholtsstaðar, eftir Ei- rík Helgason, prófast. Hvernig á Skálholtskirkja að yéra? eftir Sig- urbjöin Einarssön og Hallgrím Pétufsson á Suðurnesjum, eftir MESSUR Á MORGUN: Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h., séra Óskar Þor- láksson prédikar og .messa kl. 5, séra Jón Auðuns prédikar.Eríklrkjan. Messa kl. 2 séra C. H. Hal’esby prédikar. — Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. — Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 f. h. — Sr. Garðai' Sva.varsson. — Ó- háði fríkirkjusöfiiuðurinn. Messa í Háskólakapellunni kl. 11 f. h., ferming' og altarisganga. Séra Jón Thorarensen flytur stólræð- una og safnaðarprestur ferniing- arræðuna. Fermingarhörn: Ottó Tynes, Defensor v. Borgartún. Sig rún Þorsteinsdóttir, Skipasundi 31. Soffia Katla Leifsdóttir, Berg- þórugötu 37. —- Ilallgiímskirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra Jakob Jóns son. Ræðuefni: Siðgæðisþróunin og æskan. Kl. 1.30 barnaguðsþjón- usta séra Jakob Jónsson. ICi. 5 e.h. síðdegismessa, séra Sigurjón. Þ. Árnason. Ungbarnavernd Líknar Templara sundi 3. Opið þriðjudaga 3,15—4 og fimmtudaga 1,30—2,30.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.