Þjóðviljinn - 30.10.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.10.1951, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. október 1951 — ÞJÓÐVILJINN' — (5 Listaáhuginn er sagður mik- ill. Samkvæmt því er manni skipað að vera þakkiátur. En við hvað er miðað? Við núll? Við það að listsýningar standi auðar, séu einskonar sérvizka eða hobbý, fyrir vissa tegund manna, sem enginn man lengur samheiti á, að þarfir dýrsins séu þarfir mannsins? Ef ekki, hvað á. þá að halda ? Á Islandi lifir mikill lista- maður, myndhöggvari, og eins og persónugervingur fyrir beztu kosti þjóðarinnar, sem þar býr, þrautseigur, þurftarlítill, and- lega vakandi, gáfaður, frumleg- ur, genial. Hvað viíl ein þjóð meira? I tuttugu til þrjátíu 'ár hefur hann starfað meðal okk- ar, misskilinn, hundeltur, pínd- ur og hæddur. Hann heídur í fyrsta. skipti sýningu á verkum sínum eftir öil þessi ár og þjóð- in er söm við sig, enginn kem- ur. Það er listaáhugi hennar. Höggmyndalist er ásamt byggingarlist sú listgreina sem mest er sameign okkar allra, ‘þessvegna 'á þjóðfélagið og sér- staklega. menn þeir, er út- deila ávöxtum vinnu þess, að vaka yfir henni alveg eins og heilbrigðismálum eða skóla- málum. Án listar ekkert upp- eldi, engin heilsa. Nú. Hver er svo raunin? Hvar eru hin skreyttu torg, hinar prýddu húshliðar. Var kannske enginn peningur af- gangs, eða fór hann ef til vill 'allur í bíla og brennivín? Hugs- ið ykkur, þið forstjórar ríkis og bæjarfélaga, komið með mér í huganum eitt andartak fram í tímann og eg skal sýna ykkur einkennilega mynd. Eg vona að þið hafið inanndóm í ykkur til að viðurkenna að ykkur hryllir við: Á tslandi er blómgandi atvinnulíf, mörg hús eru byggð, fleiri munir smíðaðir en nokk- urntíma áður í sögu þess. (Eg verð a'ð skjóta því inn svo að öruggt sé að þið misskiljið mig ekki, að lilutur hefur tvemis- lconar skyldur gagnvart okkur og við gagnvart honurn auðvit- að: Not og fegurð). Eg efast ekki um a’ð þið gerðuð allt til þess ao eins vel færi um ykkur i húsum. ykkar og mögulegt var, að g'ögn ykkar og gripir þjónuðu þörfum ykkar í fyllstu auðmýkt. Bílarnir þutu með ykkur um landið. Það var þægi- legt. Verksmiðjurnar voru að vísu ekki til fyrirmyndar, en þær gáfu þó atvinúularjium mahni mat. En hvernig var það með hina hliðina, hvernig var það með fegurðina og annan atvinnulausan mann, þann, sem átti a'ð móta húsin ykkar, hlut- ina ybkar já, og við skulum segja verksmiðjuna okkar, af því að bið voruð sagðir í þjón- ■ustu ríkis og bæjar, hvað gerð- uð þið við þann, sem átti að ,,hefja hug okkar“, eins og prestarnir segja, sem átti að minna okkur á að við vorum herrar á jorðunni, sem átti að gera lífsstríðið að ljóði þótt ekki væri r.ema augnabhk? Lítið þið á hann Ásmund. Þarna hafið þið þrælað honum út í húsbyggingum, hálfsvelt liann, hálfdrepið hann svo að rétt sé a'ð orði komist. Einu- sinni kom ykkur til hugar að setja eina mynd hans upp á almenningsfæri, en lýðurinn í horginni æpti þ'á að ykkur og þá var lcjarkurinn ekki meiri en svo að þið stunguð myndinni út í horn. Þið haldið að iiann komi ykk- ur ekkert við? Þið eigið enga sök ? Örlög. Gott. En mér er spurn, hvenær ætlið þið þá a’ð hætta að hundelta þennan mann, sem er sómi ykkar, oklt- ar, einn af fáum. Eða haldið þið kannske að heiður ykkar sé svo mikill að ykkur muni ekkert um það að einum mesta myndhöggvara íslands sé bara kastað fyrir borð. HELREIÐ — (eign ríkisins). — Þetta listaverk er skorið í eik. eins og svo margar af mynd- um Ásmundar er, að hver get- ur dregið sína eigin ályktun og bundið við þær sínar eigin minningahugmyndir (associat- ed ideas). Ég varð dálítið hissa að sjá Vatnsberami þarna, því það var yfir henni svo mikil klassísk ró innan um allan liamaganginn í hinum myndunum. Mér er alveg óskiljaniegur sá úlfaþytur, sem hún vakti, er setja átti hana upp í Lækjargötu. Ég má segja að það var Guínar Einarsson, sem fann henni það til foráttu, sem mér finnst hin beztu með- mæli: að hann hafði hvergi séð aðra eins mynd í borgum er- lendis. Okkur vantar einmitt eitthvað frumlegt, eitthvað nýtt, citthvað sem áðrir ekki hafa. Mér finnst það t. d. gall- inn á þorra þeirra höggmynda sem prýða hina óviðjafnanlegu Parísarborg, að það er eins og þær séu aiiar eftir sania mann- nillingurinn og þjóðfélag List Ásmundar Sveinssonar Ásmundur Sveinsson hefur þolað heimsku ykkar og blindni svo að einhver smáglóra, ein- hver ofurlítil týra af sóma gæti borizt fram í tímann, út í lönd- in, eða inn að þeirri samvizku, sem enn er eftir með þessari þjóð. Ásmundur, þú hefur ver- ið brimbrjótur okkar, sönn fyr- irmynd, við munum ekki gleyma þér Hörður Ágmstsson. Ásmundur! Mig langar í tiiefni af þessari fallegu sýningu, sem, án efa, verður öllum, sem hana sjá, ógleymanleg, allt frá elztu myndinni, Sæmundi á selnum, 1927, síðan hina samfelldu, stórbrotnu þróun að síðustu myndinni, I tröilahöndum, 1951, að þakka þér þann stóra skcrf scm þú hefur lagt til lista í þessu landi. Á ég þar ekki að- eins við höggmyndalistina, sem þú hefur glætt áhuga almenn- ings á, bæði sem kennari við Myndlistaskólann undanfarin ár og með myndum þeim, sem þú me'ð dirfsku og trú á fólkið hefur stækkað og stillt upp fyr- ir utan hús þitt almenningi til þroska og yndis. en nokkrum úrillum, klámfengnum náung- um til hneykslunar. Það er ekki síður máiaralist- in, sem þú hefur tekið upp 'á þína arma með því að opna málurunum hús þitt við Freyju- götu, og þar með gefið þeim tækifæri til að komast i sem nánast samband við fólkið, og er það von mín og trú að al- menningur sýni viðleitni þess- ari verðugan skilning með því að koma og skoða; fylgjast með framvindu íslenzkrar myndlistar. Það er orðið svo algengt, þeg- ar ungir og efnilegir listamenn, sem ekki fara gamlar og troín- ar slóðir, sýna myndir sínar, að uppvekist menn, sem finna sig tilknúna að ófrægja verk þeirra og rangsnúa hugsunar- hætti almennings til myndlist- ar. Þessir ungti listamenn, sem miklar vonir eru tengdar við, sækja þig heim; við þig geta þeir rætt, síimgan og sifrjóan, opinn fyrir öllu nýju, sem gerist í listum. og með óskeikult auga. Þú blæst þeim bjartsýni og von í brjóst. . Það fer einlæg ósk ahra að- dáenda þinna, að hið opinbera gangist fyrir sýningu á verk- þínum erlendis, (París — Lon- don) þar sem þau munii metin að verðleikum. Lifðu heill. Gunnar Signrðsson. Það er tvennt sem mér finnst mest áberanai á þessari sýn- ingu Ásmundar: hversu jöfn- um og háum mælikvarða hann nær og hreyfingin í öllum mynd- um hans. Sýningin er lauslegt yfirlit yfir þróun listar hans síðastliðin tuttugu og fimm ár, hann hefur á þeim tíma farið i gegnum þrjú þróunarstig, en þessi tvö einkenni haldast í gegnum allar breytingar, allt frá Konu tneð bikar til í trölla- höndum. Hver mynd er svo þaul hugsuð, að það er virði þess að skoía hverja einustu þeirra og skoða rækilega. Ég held að þetta sé einhver heilsteyptasta sýning, sem ég hefi séð á Islandi. Hreyfingin, sem ég minntist á, einkennir næstum hverja mynd. Hún er oftast nær upp á við og út á við og líkist þann- ig ákalli en ekki bæn, ákalli þeirrar tegundar sem kemur fram í hinu einstæða erindi Bólu-Hjálmars: ,,En viljirðu ekki orð mín lieyra •—■“ Þróunarstigin eru natúral- isminn og það sem ég vildi kalla hin egypzku áhrif, sem voru nokkurnveginn samferða, og nú síðast það sem nálgast að vera abstraktismi, sem nær þó ekki lengra en það, að hver maour getur séð ,,af hverju myndin á að vera“, en hefur samt veitt iistnmannimun frjáls ræci til aS láta hvert form þjóna sínum eina tilgangi: að skapa heiisteypt listaverk. I Það er tilgangslaust að lýsa jeinstökum listaverkum á þess- ari sýningu, best fyrir hvern og einn að fara sjálfur að skoða og njóta. Þó langar mi'g að minnast á noklfrar myndir. Ég sá þess cinhversstaðar getið um Malarann, að „hver hefði nokkurntíma séð nokkurn mann bera sig þannig að ,viS að mala lcvörn". Hér kemuf fram nokkuð algengur misskiln- ingur. Listaverk þarf ekki að vera skýringarmynd (illu- stration) á einhverju hugtaki. Þessi mynd minnti mig á Grótta söng eftir St. G. St. „Kvörninni snúum, kreist við höfum fast möndul unz balc okkar brast. Þessar hendur ha'fa unnið heimsins þunga mannlífs- starf“. Og þó er óvíst að iistamaður- kin hafi haft nokkuð svo drarna- jtískt í huga, því það er kímni , í myndinni, sem minnir ef til 'vill frekar á að „'salt er hið rauða korn, er fjandinn mól“ hjá H. K. L. Það sem er skemmtilegast við þessa niynd inn. Að vísu á veðrun og elli nokkra sök á því, en frumleik- ann vantar. Ég segi því: upp með Vatnsberan undir eins! Ég gat þess áður, að mér þætn aliar myndirnar góðar á þessari sýningu. En þó finnst mér list Ásmundar hafa risið hæst á hinu síðasta þróunar- stigi hans. Ég vil aðeins minna á Svarta dýrið, Helrelðm, Tónar hafsins og Maternité. En lengst hefur hann komist í I tröila- höndum. Það vill svo til að hún stendur á stöpli með hringskífu, svo maður getur snúið henni fyrir sér eftir viid og iátið ljós og skugga leika hringdans um hin óendanlega fjölbreyttu form, sem hverfa hvert inn í annað, vefjast hvert um annað, skerast og stangast á, en línufe og skuggar hlykkjast og liðast í dillandi hrynjandi. Þetta er ’nin fulikomnasta hljómkviða — skorin í eik. Og efnið — þjóðsaga? — eða gæti það ver- ið Island og Amerika kannske ? En hvað sem því líður, þá kem- JÁRNSMIÐUR ur hér fram hið sanna lista- mannseðii: samúð með lítil- mögnum og ofsóttum. Magnús Á. Árnason: 'k Engar myndir eigum við Is- lendingar jafn hlaðnar spennu þessarar aldar og nýjustu verk Ásmundar Sveinssonar. Þs.r eru segulmögnun tveggja póla: Beiskju tortímingarinnar og gleði lífsins, — trúarinnar '4 manninn, þrátt fyrir allt. Og þó eru þær aðeins að hálfu af þessari öld. Sá rammi safi, sem þenur formin og gefur þeim líf, er safi ísiands frá þúsund myrkum vetrum Það er kynngi þjóðsögu og rímu, innfjáig og dul, holdguð formi nýrra tíma. Andspænis þessum myndum finnst okkur þáð hafa verið i gær, sem Sæmund bar a'ð landi, ef>a í nótt að tröliið kvað: Fögur þylíir mér iiönd þín, suör mín hin suarpa oj dillidó — Fortíð og nútíð renna sam- an í deigiu þessa meistara, þjóð og heimur verða eitt. Iiinan stundar verða verk Ás- mundar Sveinssonar sameign evrópskrar listmenningar og fósturgjöld íslenzkrar myndlist- ar goldin. En hin mikla skuld okkar , sjálfra við Ásmund stendur ógreidd. Okkur ber að vaka yfir því, að hver einasta mynd hans komist í varanlegt efni, og hver einasta beirra, sem stærð hef- ur til, komizt á almannavett- vang. Það er af anda og blóði ís- lenzku þjóðarinnar, sem þessar myndir eru orðnar til, og það er hún, sem á að búa þeim stað um ókomna tíð. Bregðis. hún þessu hiutverki sínu, vería aðrir menn til þess að rækja það, aðrár þjóðir. Og sá blettur yrði aldrei af oklfur þvegi’.m. En það er nýr gróður í land- inu, nýtt fólk að koma. Þótt §15 bregðist, sem nú eigið láoinítil þess að hlú að íslenzkri meiín- ingu, bá mun Nýtt ístánd end- urgjalda Ásmundi Sveinssyni þúsundfalt. Það mun búa snill- ingum framtíðarinnar betri hag en þá erfiðisbraut, sem hann hefur sjálfur orðið aö ganga,. Og þannig veit ég að Ásmundi Svéinssyni þætti verk sitt bezt þakkað. Björn Th. Björnssoa. * \ \ i T® > -•■ ,3.x t' 'Jt .. “•jR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.