Þjóðviljinn - 06.11.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. nóvember 1951
munu fyrst um sinn verða á þriðju
dögum og hefjast kl. 20,30.
þlÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistafloklturinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
PréttEritstjóri: Jón Ejarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Aakriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Siúdentaráðskosningarnar
Kosningarnar til stúdentaráðs háskólans vekja ævin-
lega athygli og þykja nokkur vísbending um styrk flokk-
anna í landinu og þær breytingar sem orðið hafa á fylgi
þeirra. Að þessu sinni varð' vísbending þessara kosninga
óvenjulega ótvíræð og athyglisverð. Alþýðublaðsmenn
íengu 57 atkvæði og töpuðu 2, Framsóknarmenn fengu
61 atkvæði og unnu eitt, íhaldsmenn fengu 295 atkvæði
og unnu 9 (höfðu tvo lista f fyrra) og róttækir fengu
132 atkvæði, unnu 26. Hefur fylgi rótttækra þannig auk-
izt um fjórðung frá því á síðasta ári.
AuÖvitað er flokkaskiptingin í háskólanum engin
rétt mynd af þjóöfélaginu. Það er alkunna að verulegur
hluti stúdentanna kemur úr auðmannastétt, sem veitt
getur börnum sínum hina beztu fjárliagslegu aðstööu til
mennta, og á meöan svo er nýtur hinn opinberi flokkur
auðmannastéttarinnar auðvitað langmests fylgis. Engu
að síður kemur hér á landi stæiri hópur stúdenta úr al-
þýöustéttununi en í flestum ef ekki öllum öðrum kapít-
alistískum löndum — enda verður skipulag mennta-
málanna hér afturhaldinu æ meiri þyrnir í augum.
Kosningarnar sýna nú eins og fyrr að meginþorri þeirra
stúdenta úr alþýöustétt sem brýzt til mennta meö harö-
íylgi og atorku fylgir sósíalistum að málum. Fjórði hver
stúdent í háskólanum fylgir nú sósíalistum þrátt fyrir
hin erfiöu fjárhagsskilyrði til meimtunar, og sá hóp-
ur vex ört; það er staðreynd sem bendir fram á viö.
Geðbilanarskrif Vaitýs
Fyrir nokkrum dögum skýröi MorgunblaöTð frá því
aö það væru til tvennslags kommúnistar: A-kommúnistar
og B-kommúnistar. B-kommúnistar eru hinir flokks-
bundnu, A-kommúnistar eni þeir fylgismenn sem af ýms
um ástæðum hafa ekki gerzt ílokksmenn. Og Morgun-
blaðið skýrði einnig frá því aö A-kommúnistarnir, þeir
óflokksbundnu, væru hinir eiginlegu skaðræðismenn, þeir
væni nefnilega yfirleitt njósnarar og landráömenn fyrír
Hússa, en B-kommúnistar, þeir flokksbundnu, forðuðust
.ilík verk. Er þessi skilgreining af mörgum ástæöum at-
hyglisverð og skemmtileg.
Eftir þessa skilgreiningu hóf Valtýr Stefánsson að
draga menn í dilka í Reykjavíkurbréfi sínu 1 fyrrada_g
og hefur þegar fundið tvo hættulegustu A-kommúnista.
landráðamenn og njósnara landsins. Það eru Jón Magn-
usson, fréttastjóri ríkisútvarpsins, og Bolli Thoroddsen,
verkfræðingur Reykjavíkurbæjar. Báðir þessir þjóðkunnu
menn hafa nú afhjúpað sig opinberlega, gengið , í þjón-
ustu“ Tass og „gerzt starfsmenn“ VOKS. Hins vegar hafa
þeir forðazt að gerast flokksbundnir vegna þess að þeir
..eiga svo miklum og áríðandi skyldustörfum að gegna
fyrir Sovétríkin, að þeir mega með engu móti láta vitnast
eða láta á því bera, að þeir séu kommúnistar. — Sé hægt
að stimpla þá scm konunúnista, má búast við því, eftir
því sem stjóm þeirra lítur á málið að þeir eigi erfiðara
með að framkvæma illvirki sín ... En einkennilegt má
það heita, ef íslenzkur almenningur skilur ekki betur
en áður eðli og starf kommúnistaflokksins, þegar það
er komið á daginn, að þeir sem mikilvirkastir em í flokkn-
um, verða fyrir hvern mun að leyna floklisþjónustu sinni,
svo þeir eigi auðveldara með að inna af höndum svonefnd
„skyldustörf“ sín.“
Mörg gerast nú geöbilunarskrífin á íslandi, en fjól-
ur þessar bera fööurnum órækt vitni sem mestum meist-
ara á þessu svió'i að Stefáni Péturssyni ekki undanskild-
um. Þaö er að sjálfsögðu óþarft að ræða þau ummæli
sem að framan greinir, þau tala sínu skýra máli sjálf.
Og þó leynist vitglóra í geðbiluninni. Ætlun Valtýs
Stefánssonar er að reyna að bæta gloppurnar sem rif-
izt hafa í járntjaldið, meö því að hóta öllum mönnum
linnulausum og trylltum fúkyrðaáustri sem dirfast að
sækja Sovétríkin heim. Það sýnir svo aftur trú Valtýs
Stefánssonar á sínum eigin staöhæfingum um Sovétríkin.
Cirkus ZOO.
Mörgum þótti djarft teflt af
SlBS þegar það réðist í það
fyrirtæki að fá Cirkus Zoo
hingað til lands. Ég heyrði
marga spá því að samtök
berklasjúklinga myndu koll-
sigla sig á þessari ofdirfsku.
Öllum var ljóst að kostnaður-
inn hlaut að vera mikill og út-
heimta gífurlega aðsókn- Og því
er ekki að leyna að aðsóknin
var fremur treg á fyrstu sýn-
ingarnar, meðan konungur dýr-
anna var enn ókominn. En síð-
an hefur alveg skipt um. Og
nú um helgina var cirkusinn
sóttur af slíkum fjölda að a.nn-
að eins hefur aldrei þekkst hér
áður. Á sunnudaginn fóru fram
þrjár sýningar og allir aðgöngu
miðar seldust upp á skömir.nm
tíma. 6500 manns sáu cirkus-
inn þann dag og þar af mun
a. m. k. Ys hluti hafa veriS
utanbæjarfólk. Það er sem
sagt kominn fullur skriður á
aðsóknina og engar líkur til
annars en þetta djarfa spor for-
ráðamanna SÍBS ætli að henpn-
ast með ágætum og þjóðin að
sanna einu sinni enn að þessum
þjóðnytjafélagsslcap sé óhætt
að sigla fullum segium. Encia
mun leitun á félagsskap sem
nýtur eins almennrar velvildar
og stuðnings allrar þjóðarirmar
eins og SÍBS gerir og er það
vissulega að verðleikum, siíkt
starf sem það vinnur fyrir
þjóðarheildina.
Afbragðs skemmtun.
En jafnvel þótt sleppt væri
verðleikum félagsskaparins sern
stendur að þessari óvenjulegu
skemmtun og á að njóta á-
góðans af henni til eflingar
starfsemi sinni, er enginn vafi
á því að hún hefði hlotið mikl-
ar vinsældir og gífurlega að-
sókn- Öllum ber saman um að
þessi cirkus sé óvenjulega ’full-
kominn og fjölbreyttur að allri
gerð. Fimleikarnir eru með
slíkum afbrigðum að annað
eins hefur hér aldrei sést enda
taldir með því allra bezta sem
bocið er upp á erlendis og sum
atriðin hlotið heimsfrægð. Ég
trúi því t. d. ekki að nokkur
sýningargestur gleymi leik
dönsku hjónanna og barnanna
þeirra eða stúlknanna tveggja
sem sýndu listir sínar á slán-
um uppi í rjáfri sýningartjalds-
ins, og þá ber ekki að vanmeta
bjarndýrin, filinn og ljónin,
sem flestir cirkus-gestir sjá
þarna í fyrsta skipti, enda
leyndi það sér ekki á sýning-
unni sem ég sótti að eftirvænt-
ingin var mikil og einlæg, ekki
sízt lijá börnunum og ungling-
unum. Og ég er sannfærður um
að enginn fullorðinn varð held-
ur fyrir vonbrigðum af því sem
fyrir augun bar.
Bjartsýni sem lyftir
Grettistökum-
Það er áreiðanlega algjör
óþarfi að hvetja fólk til að
sækja Cirkus Zoo. Hróður þess-
arar ógieymanlegu sýninga suð-
ur á Reykjavíkurflugvelli berst
frá manni til manns og enginn
sem á þess nokkurn kost mun
láta þessa skemintun fram lijá
•sér fara. Og það verða ekki að-
eins Reykvíkingar sem sækja
þessar nýningar, eins og reynsl-
an sýndi s. I. sunnudag- Þær
verða sóttar einnig af fólki úr
nágrenninu og jafnvel utan af
landsbyggðinni haldist vegir
opnir eins og allar horfur eru
á. Enginn mun sjá eftir þeirr;
stund éða þeim aurum sem til
þess er varið. Sýningargestir
njóta óvenjulegrar og ágætrar
skemmtunar og leggja jafn-
framt lið málefni Sem öllum er
annt um og verðskuldar ótrauð
an stuðning allrar þjóðarinnar.
— Djarft tafl forráðamanna
SlBS heppnast því áreiðanlega
nú eins og áður og vel sé þeim
fyrir þá bjartsýni og trú á
stuðning almennings sem þetta
fyrirtæki ber vott um. Það er
slík dirfska og bjartsýni sem
lyftir Grettistckum á hvaða
vettvangi sem hennar gætir.
líjalti kemur heim.
Gagnfræðasikólanemandi skrif
ar: „Kæri Bæjarpóstur: Vilt
þú ekki vera svo góður og koma
þeim tilmælum á framfæri við
iþá sem sjá um dagskrá útvarps-
ins að sagan hans Stefáns
Jónssonar, Hjalti kemur heim,
verði lesin á hentugri tíma fyr
ir okkur skólakrakkana. Höfund
ur hóf lestur sögunnar kl. 6 s.l.
laugardag og ég reikna með að
sá tími sé ætlaður sögunni
framvegis. Minn befikur í skól-
anum losnar aldrei fyrr en kl.
6, 6,30 eöa 7. Við höfum flest
fylgzt með Iijalta litla frá
byrjun og þykir slæmt að verða
af framhaldinu. Gæti nú útvarp
ið ekki fært lestur sögunnar til
þannig að vio ættum kost á að
fylgjast með henni? — Gagn-
fræðaskólanemandi.“ — Ég tek
undir ósk nemandang og trúi
elcki öðru en forráðamenn út-
varpsins vilji liliðra .svo til að
sem allra flestir unglingar geti
notið lesturs Stefáns á fram-
lialdi hinnar vinsælu barnasögu.
Ekkert efni útvarpsing er jafn
vinsælt og eftirsótt af börnum
og unglingum og þessi saga
Stefáns og því skylt að haga
lestri hennar þannig að sem
flest barnanna geti notið.
Alliancc Francaise
Skemmtifundur var háldinn í
Alliance Francaise í Sjálfstæðis-
húsinu mánudaginn 29. október s.
1. Hófst fundurinn kl. hálf níu
um kvöldið með fyrirlestri, er
franski sendikénnarinn M. E. Sc-
hydlowsky, flutti. Fjallaði erindi
þetta um franska rithöfunda og‘
bækur sem komið hafa út í Frakk-
landi á þessu ári og var hið fróð-
legasta. Því næst var sýnd franska
kvilcmyndin Bim og að lokum var
stiginn dans til ki. I e. m. — Sam-
koma þessi var fjölmenn mjög og
fór hið bezta fram. Var einkum
margt af ungu fólki og fer á-
hugi æskunnar vaxandi fyrir fé-
laginu, enda meira líf í því nú
en nokkru sinni fyrr. Á þessum
oina fundi bættust um tuttugu
nýir meðlimir við félagatöluna,
enda hefur hún aldrei verið jafn
há og liún er nú.
v 18,15 Framburðai'-
kennsla í esperantó
18,30 Dönskuk.;
II. fl. 19,00 Ensku-
kennsla; I. fl. 19,25
Þingfréttir. Tón-
leikar. 20,30 Erindi: Huldufólk og
annað fólk (Martin Larsen; flutt
af plötum). 20,45 O'ónleikar Sin-
fóníuhljómsveitarinnar (teknir á.
segulband í Þjóðleikhúsinu 30.
okt.) Stjórnandi: Olav Kielland. a)
„Hjalar-ljóð“, forleikur eftir Ei-
vind Groven. b) „Frá Holbergs
dögum", svíta op. 40 eftir Grieg.
c) Sinfónía nr. 7 í A-dúr op. 92
eftir Beethoven. 22,10 Upplestur.
22,30 Tónleikar: Jane Froman og
Kay Armen syngja (pl.) 23,00 Dag-
skrárlok.
Esperantistafélagið heldur l'und í
Aðalstræti 12 í kvö'.d kl. 9.
S. i. laugardag'
voru gefin sam-
an í hjónaband
hjá borgardóm-
ara ungfrú Þor-
björg Ándrés-
dóttir (Eyjólfssonar, alþm.) og'
Axol Ólafsson íLárusSonar héraðs-
læfcnis frá ve.stmannaeyjum). -
Hjnnunum Krist-
v\.
^ \ r runu Karlsdottur
/if C" Asm. Bjarna-
IA
s.vni, skrifstofum.,
fæddist 16 marka
dóttir í gær, 5. nóv.
Kikisskip
Hekla var á Isafirði i gærkv.
á norðurleið. Esja fer frá Reykja-
vík á morgun austur um land í
hringferð. Herðubreið er á Aust-
fjörðum á norðurleið. SkjaJdbreið
er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill
er i Holiandi. Ármann var í Vest-
mannaeyjum í gær.
Skipadeild SÍS
Hvassafell lcstar saltfisk á Ak-
ureyn. Arnarfell lestar saltfisk í
Kefiávík. Jökulfell er í New York.
Xoftleiðir li.f.:
I dag verður fiogið til Akur-
eyrar og Vestmannaeyja. Á morg-
un er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar, Hóimavíkur, Isafjarðar og
Vestmannaeyja.
Elniskip
Bi'úarfoss og Goðafoss eru í R-
víki Dettifoss fór frá Rvík 3. þm.
til Boulogne og Hamborgar. Gull-
foss fór frá Rvík 3. þm. ti! Lcith
og Kaupmannahafnar. Lagarfoss
fór frá Rvík 31. f.m. til New
York. Reykjafoss er í Hamborg.
Selfpss er i Delfzyl í Hollandi;
fer þaðan í dag til Antwerpen.
Tröllafoss fór frá Rvík síðdegis i
gær til Akraness og Hafnarfjarð-
ar. —
Biblíulestrar
í kvöld kl. 20,30 hefur séra- Sig-
urbjörn Einarsson próf. bibliu-
lestur fyrir almenning í kristni-
boðshúsinu Laufásvegi 13. Þeir
Saumanámskeið Mæðrafélagsins
hefst föstudaginn 9. nóv. Nám-
skeiðið vei'ður í Stýrimannaskól-
anum við Stýrim-annastíg. Uiiplýs-
ingar í síma 80349.
Iðjuíélögum skal bont á auglýs-
ingu i blaðinu í dag varðandi at-
Vinnuleysisskráninguna.
Þegar landsfundi,
Sjáifstæðisflokks-
ins var slitið meö
pomp og pragt í
Holstein i fyrrakv.
fengu allii' fulltrú-
arnii"-gjöf eina í hendur. Flokks-
stjórnin skeHkti þeim bókina
„Guðinn sem brást“ og mun þetta
niðrit um sósíalismann eiga að
skoðast sem einskonar uppbót á
glamurræður foringjanna þriggja,
Ólafs Thórs, Bjarna Ben. og co-
cacoiabjörns, sem sagt er að fuil-
trúunum utan af landi hafi þótt
með afbrigðum þunnar. Með þess-
ari ráðstöfun hefur Sjálfstæðis-
fiokkurinn komizt hjá að þurfa aö
láta keyra allt upplagið af „Guð-
inn sem brást“ út á öskuhauga
eins og fyrirhugað var, því þrátt
fyrir endurteknar auglýsingar um
ágæti bókarinnar hefur almenn-
ingur ekki litið við skruddunni,
ekki einu sinni sanntrúaðir íhalds-
menn. Og svo ei' sagt að íhaldið
hafi i undirbúningi útgáfu ann-
arrar svipaðrar bókar nú fyrir
jólin! Þeir sem sækja næsta lands-
fund geta þvi vænzt þess emnig
að fá þá aðra smágjöf í töskuna
áður en þeir halda heim.
— Söngæfin*;' í
kvöld í Edduhiis-,
inu við Lindargötu. Tenór og bassi
mæti kl. 8, sópran og alt ki. 8.30.
Mætið öll stundvis’ega.
Bólusetning gegu harnaveiki
Pöntunum veitt móttaka í dag,
6. nóv. lcl. 10—12 f. h. í síma 2781,