Þjóðviljinn - 14.11.1951, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. nóvember 1951
lllÓÐVIUINN
. m
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Próttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
1S. — Síml 7500 (3 línur).
Áakriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöiuverð 75 aur. elnt.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
VeriS að drepa íslenzkan iðnað
Landsfundur Sjálfstæöisí'lokksins gerðist svo djarfur
að sam’pykkja ályktun um iðnað'armál og lýsa yfir um-
hyggju flokksins fyrir íslenzkum iðnaði og viðgangi hans.
Á sama tíma og slík hræsni er viöhöfð og lesin yfir lans-
lýðnum í útvarpi er ríkisstjórnin •— undir forustu Sjálf-
stæðisflokksins — markvisst að vinna aö því að drepa
— bókstaflega mælt — íslenzkan iðnrekstur á öllum
sviðum þjóðlífsins.
Mikilvægasta grein íslenzks iðnaðar er auðvitað fisk-
iðnaðurinn, vinnsla úr sjávarafurðum. Sá iðnaður á að
færa stórfelldar gjaldeyristekjur og breyta íslenzku vinnu-
afli í erlendan gjaldeyri. Iðnaður þessi er allvel búinn
tækni, frystihús, fiskiðjuver, þurrkhús og aörar verk-
smiðjur eru víða um land með góða afkastamöguleika.
En iðnaður þessi er ekki starfræktur lengur nema að
sáralitlu leyti. Frystihúsin og þurrkhúsin standa auð og
ónotuð, verkafólkið hefur ekkert að gera, en togararnir
sigla með afla sinn fram hjá landinu til Danmerkur, og
síðan eru Danir látnir um að salta hann og pakka og
hirða verulegan hluta þess gjaldeyris sem íslendingar
gætu aflað.
Ástæðan til þessa furöulega glæpsamlega öfugstreymis
er eins og allir vita lánsfjárbann ríkisstjórnarinnar og
bankanna. Framleiðendur hafa ekki — jafnvel þó auð-
ugir séu að eignum — lausafé handa á milli til að græöa
á þvi að fullvinna aflann innanlands! Þetta er vissulega
ráðsmennska sem tekur út yfir allan þjófabálk, og svo
leyfir landsfundur Sjálfstæðisflokksins sér að tala um
umhvggju sína fyrir iðnaöinum.
Önnur mikilvæg grein iönaöarins er sú sem fram-
leiöir ýmiskonar nevzluvörur handa landsmönnum sjálf-
um. Einnig verulegur hluti þessa iðnaöar er vel búinn
tækni og samkeppnisfær við samskonar starfrækslu er-
lenda. En hvernig er ástandið nú í þessari mikilvægu at-
vinnugrein, undir forustu Sjálfstæöisflokksins?:
Um síðustu áramót var tala starfandi verkafólks í
Reykjavík á vegum Iðju og Félags íslenzkra iðnrekenda
um 1000 manns.
Um næstu áramót munu aðeins veröa starfandi 5—600
manns við þennan iðnað.
Á Akureyri hefur slíku iðnáðarverkafólki fækkaö um
fjórðung á þessu ári og mun auk þess í vændum stór-
felld fækkun ennbá í lok ársins.
Einstakar iðngréinar, eins og skóiðjan í Reykjavík, eru
að heita má horfnar. í henni voru starfandi 120 manns í
byrjun ársins, en munu verða 10 í lok þess.
í ullariðnaðinum mun verkafólki fækka um %—% á
árinu.
í prentsmiðjum eru þegar hafnar og yfirvofandi stór-
felldar uppsagnir á starfsfólki, og þannig mætti lengi
telja, eina starfsgreinina af annarri.
★
Þetta er engin tilviljun, heldur afleiðing markvissrar,
gerhugsaðrar stefnu. Lánsfjárbannið bitnar mjög hart
á létta iðnaðinum, og í þokkabót er enn haldiö uppi inn-
flutningehöftum á nauösynlegu hráefni til þess að kverka-
takið sé algert. Á sama tíma er svo heimilt aö flytja inn
ótakmarkaö magn af fullunnum erlendum iönaöarvörum
og verzlunum heimilað að selja þær með ótakmarkaðri á-
lagningu , þótt hámarksálagning sé á hinni innlendu
framleiðslu, en það veldur því að verzlanir kjósa fremur
að verzla með hina erlendu vöni en innlendu. Og síðast
en ekki sízt bitnar skipulagning fátæktarinnar á alþýðu-
heimilunum mjög á hinni innlendu neyzluvörufram-
leiðslu.
Allt eru þetta afrek og sérstök stefnumál Sjálfstæðis-
flokksins, enda hældi Ólafur Thors eér af því á lands-
fundinum að nú réði íhaldið-öllu. Og svo halda þessir
menn að. þeir geti leyft sér að halda uppi innantómu
oröagjálfri um umhyggju sína fyrir þeim iðnaði sem þeir
em sjálfir að muxka úr lífið!
‘j. Hallvard Magcröy, sendikennari
flytur fyrirlestur' í I. kennslustofu
háskólans fimmtudaginn 15. nóv.
kl. 8.15 e.h. Efni: „Hovuddrag i
Herman Wildenvey’s lyrikk".
Öllum er heimill aðgangur.
rrrrn rt rt itritrr
Anægjulegt þing
Allir sem sátu hið nýafstaðna
þing Sósíalistaflokksins eru
sammála um það, að það sé eitt
hið ánægjulegast.a og merkasta
þing, sem flokkurinn hefur háð
alllt frá stofnun sinni 1938.
Þetta þing var haldið við nýj-
ar og óvenjulegar kringuum-
stæður. Landið er hernumið af
framandi stórveldi og borgar.a-
flokkarnir allir hafa gerzt op-
inber handbendi og málalið hins
erlenda ofbeldisrikis. Samtimis
er fyrir forgöngu hins banda-
ríska auðvalds þrengt svo að
íslenzku athafnalífi, atvinnu-
framkvæmdum 0? framleiðslu
að við landauðn liggur víða ura
land. Örbirgð atvinnuleysis og
bjargarskorts er að hefja irm-
reið sína að nýju á þúsuudir
íslenzkra alþýðuheimila, á sama
tíma og þjóðin ræður yfir fieiri
og afkastameiri framleiðslu-
tækjum en nokkru sinni fyrr í
sögu sinni. Atvinnutækin eru
ekki nýtt nema að litlu leyti,
ekki framleitt nema brot af því
sem hægt væri að framlelða,
vegna þess að hin dauða hönd
lánsfjárkreppunnar. tilbúi uiar
og fyrirskipaðrar að vestan,
hvílir af öllum þunga á fram-
leiðslu þjóðarinnar.
★
Leiðin út úr
ógöngunum
Þing Sósíalistaflokksins ræddi
ýtarlega þau margháttuðu
vandamál sem steðja að þjóð-
inni um þessar mundir. Og
þingið ræddi ekki síður á hvern
hátt væri unnt að brjóta hlekki
hinnar bandarísku kúgunar af
athafnalífi landsmanna og
skapa þjóðinni almenna velmeg-
un og batnandi lífskjör í stað
þeirrar niðurlægingar og eymd-
ar, sem nú blasir við sé ekki
breytt um stefnu og markmið
í tíma. Leiðin sem flokksþingið
bendir þjóðinni á, er þjóðfylk-
ing allra framfarasinnaðr'a Is-
lendinga, sem vilja berjast fyrir
sjálfstæði íslands og gegn þeim
..— - .._ jj,
ir af Sósíalistaflokknum og við
lienni varað. Reynslan hefur
sannað þjóðinni að flokkurinn
sá rétt og sagði sannleikann um
hvert það leiddi að sýna svik-
ulum forsprökkum bandarísku
flokkanna þann trúnað, sem
hefur gert þeim fært að svikja
sjálfstæði landsins og stefna
efnahagslífi þess í öngþveiti og
niðurlægingu.
★ .
Fram til nýrra sígra
Fulltrúarnir á áttunda flokks-
þingi Sósíalistaflokksins halda
nú hver til sinna heimkynna
staðráðnir í því að hefja nýja
og öfluga sókn á öllum vig-
stöðvum í starfi og baráttu
flokksins, verkalýðsstéttarinnar
og þjóðarinnar í heild. Þeim er
ljóst, ekki sizt eftir þetta flokks
þing, að möguleikarnir eru
miklir og verkefnin stórvaxin
sem flokksins biða- En einhuga
flokkur, eins og Sósíalistaflokk-
urinn, getur lyft Grettistökum,
enda hefur liann oft sýnt það
þegar mest hefur á riðið að
hann er hlutverki sinu vaxinn.
Sú bjartsýni seiti einkenndi hið
nýafstaðna þing mun móta allt
starfið í flokksfélögunum ’á
næstunni og verða þeim sú lyfti-
stöng, sem með þarf til þess
að herða sóknina að því marki
sem flokksþingið setti sér : Að
skapa nauðsynl'ega forsendu
fyrir nýrri og öflugri sókn Is-
lendinga til þjóðfrelsis og vel-
megunar. _____
it
Ríliisskip
Hekla fer frá Reykjavík um há-
degi i dag austur um land í hring-
ferð. Esja er væntanleg til Reykja
yyf , Kl. 18.00 Frönsku-
1^. kennsla; I. fl. 19.00
Þýzkukennsla; II.
»X y-fl. 19.25 Þing-frétt-
-\ \ ir. — Tónleikar.
20.30 .Útvarpssag-
an: „Morgun lífsins" eftir Krist-
mann Guðmundsson (höfundur
les). — I. 21.00 Kórsöngur: Vínar-
drengirnir syngja. 21.15. Upplest-
ur: Ljóð úr ieikritinu „Draumur
dalastúlkunnar” eftir Þorbjörgu
Árnadóttur (höfundur les). 21.35
Vettvangur kvenna. — Erindi:
Kynni mín af landi og þjóð (frú
Gréta 'Ásgeirsson). 22.10 „Fram á
elleftu stund”, saga eftir Agöthu
Christie; VIII. (Sverrir Kristjáns-
son sagnfi-æðingur). 22.30 Svavar
Gests kynnir djassmúsik. 23.00
Dagskrárlok.
Næturvörður er i Ingó'fsapóteki.
— Simi 1330.
‘HTfc'JBtjr Fundur kl. 8,30 i kvöld
“® á venjul. stað. Stundvísi.
•<$— g] laugardag opin-
beruðu trúlofun
sina, ungfrú Hek
ena Magnúsdóttir,
Sauðárkróki og
Agnar Sveinsson,
tti ' Sauðárkróki.
Forseti fslands hefur sæmt
Pálma Hannesson rektor mennta-
skólans í Reykjavík riddarakrossi
fálkaorðunnar.
Saga Isleiidinga í
Vesturheimi
Út er komið 4. bindið af Sögu
Islendinga í Vesturheimi. Þjóð-
ræknisfélag Islendinga vestan
hafs gaf út 1.—3. bindi þessa
ritverks á árunum 1940-—’45.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur frá öndverðu ánnazt að-
alútsölu þessara þriggja binda
hér á landi. — Árið 1948 voru
horfur á að útgáfa þessa sér-
stæða sagnfræðiverks tcfðist
eða félli niður, m. a. vegna erf-
iðleika, sem voru á þvi, að hægt
væri að greiða Þjóðræknisfélag-
víkur í dag að vestan úr hring-
ferð. Herðubreið var væntanleg til inu l erlendum gjaldeyri þau
seigdrepandi einokunarfjötrum, Reykjavíkur í morgun að austan eintök sögunnar, sem seldust
er ís'enzkt atvinnu- og fjár- og norðan. Skjaldbreið er í Reykja hér. — Útgáfunefnd Þjóðrækn-
málalíf hefur verið lagt í fyr- vík. Þyrill er á-Vestfjörðum á norð isfélagsins æskti þess þá, að
ir atbeina bandarísks auðvalds urleið. Ármarra fer frá Reykjavík Menntamálaráð héldi Afram út-
og með fulltingi innlendra leppa síðdegis í dag tii Vestmannaeyja. gáfu gögunnar. Menntamálaráð
þess og erindreka. Þinginu var
ljóst áð því aðeins að takast
megi að fylkja sívaxandi fiölda
þjóðarinnar gegn fjötrunum og
kúguninni en fyrir frelsi og
framförum í landinu, getur Is-
lendingum verið lífs auðið í
bsss orðs eiginiega skilningi.
Þess vegna fól þingið forustu
flokksins að vinna að því af
efldum krafti og auknu áræði
að f.ylkjn saman öllu því ís-
lenzku fólki, sem ann íslandi
og frnmförum þess, hvar í
flokki eða stétt sem það kann
að standa.
★
Flokkur í sókn
Áttunda þing Sósíalistaflokks
ins bar það greinilega með sér
að fulltrúarnir voru sér þess
meðvitandi að flokkurinn hefur
ekki aðeins unnið það þrekvirki
að halda velli og standa af
sér sameiginlegar árásir mar-
sjallflokkabandalagsins, heldur
er hann nú kominn í öfluga og
markvissa sókn um allt land.
Stefna flokksihs í vandamálum
dagsins og höfuðþjóðmálum öll-
um er í svo lífrænu samhandi
við brýnustu hagsmuni a'þýð-
unnar og þjóðarinnar, í heild
að þar verður ekki í miili skil-
ið. Öll sú öfugþtróun, sem hér
á sér stað undir liugsjóna-
lausri ieppstjórn bandarísks
auðyalds, hefur; verið; sögð fyi’;
Skipadeild SIS
Hvassafell er í Hafnarfirði. Arn-
arfell er í Hafnarfirði. Jökuifeli
fór frá N. Y. 9. þm. áleiðis til R-
víkur.
EIMSKIP:
Brúarfoss fór frá Akureyri síð-
degis í gær 13.11. til Dalvíkur,
Hríseyjar, Ólafsfjarðar og Austfj.
Dettifoss er í Hamborg, fer þaðan
til Rotterdam, Antverpen og Hull.
Goðafoss er á Patreksfirði fer
þaðan i dag 14.11. til Akraness og
Reykjavíkur. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn á hádegi í gær
13.11. til Leith og Reykjavíkur.
Lagai'foss kom til N.Y. 8. þm. frá
Reykjavík. Reykjafoss er i Ham-
borg. Selfoss kom til Huii 12.11.
fer þaðan til Reykjavíkur. Trölla-
foss fór frá Reykjavík 9.11. til
New York.
Fiugfélag íslands:
t dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Vestmannaeyja, Helli-
sands, ísafjarðar og H'ólmavíkur.
— Á morgun eru áætlaðar flug-
ferðir tii Akureyrar, Vestmanna-
eyja, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarð
ar, Blönduóss og Sauðárkróks.
Loftleiðir h.f.:
1 dag verður flogið/til Akureyr-
ar, Hólmavíkur, tsafjarðar og
Vestmannaeyja. — Á morgun er
áætlað að fijúga til Akureyrar og
Vestmannaeyjá.
Næturlæknlr er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum. —
Sjmi 5030.
taldi rétt að verða við þessum
óskum og voru til þess fyrst
og fremst tvær ástæður: Marg-
ir höfðu þegar keypt hin Jþrjú
bindi sögunnar og áttu fiví að
vissu leyti rétt á að fá tækifæri
til að eignast þau bindi, er eft-
ir voru- Menntamálaráð taidi
sér enn fremur skylt, að greiða
fyrir því eftir beztu getu, að
landnámssaga íslendinga vest-
an hafs yrði öll rituð og prent-
uð, svo sem fyrirhugað hafði
verið, og merkum og margvís-
legum fróðleik þar með bjargað
frá glötun. Menntamálaráð á-
kvað því að gefa út þau tvö
bindi sögunnar, sem eftir voru,
en gert hafði verið ráð fyrir
því, að hún yrði alls í fimm
bindum. — Þorsteinn Þ. Þor-
steinsson, rithöfundur samdi
þrjú fvrstu bindi sögunnar.
Var því fyrst leitað til hans
um að semia framhaidsbindin,
en hann óskaði ekki áð takast
það á hendur. Menntamá'aráð
réði þá dr. Tryggva J. O'eson,
prófessor við Manitoba-háskóla,
tii að liafa umsjón með að’
semja þau tvö bindi, sem eftir
voru.
Fjórða bindið er nú komið
út. Það er 423 bls- að st.ærð í
sama broti og fyrri bindin, —
Það er í þremur höfuðbáttum,
er nefnast: Argylenýiendan,
lumdúnabyggðin og Winnipeg-
íslenðiagfuv>>— .Mwgwr (ísteflfc.