Þjóðviljinn - 15.11.1951, Page 3

Þjóðviljinn - 15.11.1951, Page 3
Fimmtudagur 15. nóvember 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3: Haraldur Jóhannsson: LÍNUR FRÁ LUNDÚNUM: BREZKU K0SNIN6ARNAR III Hinn nýi „sósía3ismi“ Verkamannaflokksins. Þótt kosningaávarpi flokks- ins væri lítt hampað, hélt Verkamannaflokkurinn öðrúm bæklingi mjög á loft, Réttlát'u þjóðfélagi, eftir John Strachey, stríðsmálaráðherra, er var rit- aður til sóknar og vamar Verkamannaflokknum 1951. Val höfundarins orsakar þó tvímælis. Straehey á einstæðan feril að baki sér. Alþjóðlega frægð gat hann sér fyrir sígild- ar bækur sínar' um hlutverk þau, sem sósíaldemokratar gegna nú orðið í stjórnmálum vesturlanda, en í þeirri merk- ustu þeirra, Komandi barátta um völdin, segir hann á einum stað: „Sannleikurinn er sá, að jafnvel þær ihreyfingar upp- reistar verkalýðsins, er alþýðan hefur hægt og bítandi og með erfiðismunum skapað sér um hálfrar aldar skeið, hafa nú snúizt nær algerlega í lið með auðvaldinu, Fjarri því að vera verkalýðnum stoð og stytta í líísbaráttu hans, eru þær nú orönar langmesta tálmunin á ieið hans til skjótunnins sig- urs.“ (bls. 338). Og eins og góðum sósíalista sæmir, lætur Strachey orð og verk haldast í liendur. Senni- lega er það til að sanna kenn- ingar sínar á sjálfum sér sem tilraunadýri, c/ns og sagt hefur verið um hann, að ihann gengur nú erinda auðvaldsins. Þjóðfélagslegt réttlæti kveð- ur hann vera takmark Verka- mannaflokksins. (Kann nokkur að nefna þann flokk, sem ekki hefur þótzt berjast fyrir þjóð félagslegu réttlæti ekki síður en friði?). Með þjóðfélagslegu réttlæti á hann við, að upp- sprettur auðs án vinnu verði skertar, en þó ekki upprættar, þar eð „brezka þjóðin kann að vilja halda við um ófyrir- sjáanlega framtíð nokkrum kvíslum tekna án vinnu.“ Síðan er vikið að því, að þjóðnýting- ar sé ekki lengur þörf: „Hægfara þróun í átt til sósíalisma mun eiga sér stað, ekki með því að gera litinn hiuta hagkerfis landsins að þjóðareign, heldur með því að veit álum þjóðarreksturs inn í hagkerfið í heild“. Átt er við ríkisrekstur á afmörkuðum sviðum, einsog t. d. samgöngu- kerfi Lundúna, mjólkureinka sölunni, og sennilega ríkisrekst- ur fyrirtækja til þess að keppa við einkafyrirtæki. Slikar stofn anir eiga í sjálfu sér ekkert skylt við sósíalisma. Eins og Engels benti á, þegar svipaðar skoðanir voru uppi á teningn- um í Þýzkalandi, er Bismark hóf íhlutun ríkisins um atvinnu mál, mætti telja Napóleon og Metternich meðal brautryðj- enda sósíalismans, ef t. d. ríkis- einkasala á tóbaki væri spor í átt til hans. Með þessu Imóti hyggst Verkamannaflokkurinn koma á jafnaðri skiptingu þjóðartekn- anna. Máli sínu til stuðnings vitnar Strachey í „Hvíta bók um þjóöartekjur og gjöld 1946 —1950“. Samkvæmt henni hafa breytingar á skiptingu þjóðar- teknanna átt sér stað alþýð- unni í vil síðan Verkamanna- flokkurinn komst til valda. En í þeim útreikningum er ekki gert ráð fyrir óbeinum sköttum- Ef þeir eru teknir með i reikninginn, verður nið- urstaðan hins vegar þessi sam kvæmt útreikningum Labour Research Department: Skipting brezku þjóðartekn f -MjO 1 íííi Forsætisráðherra Irans biður Nahas Pasha, forsætisráðherra Egyptalands, að fyígja dæmi sínu í sldptum við brezka ljónið. (Teikning eftir Illingworth í ,,Punch“). anna eftir skattgreiðslu, beint og óbeint. (I hundraðstölum). Laun og 1938 1946 1949 1950 af Churchill, hafi öllu öðm máli 35 47 45 43 fremur komið í veg fyrir, að Tekjur Ihaldsflokkurinn bæri rauu- af auði verulegan sigur af hólmi í og arður 43 32 33 35 kosningunum. Sá var hlutur Öllum helztu blöðum landsins og brezka útvarpinu kom sam- an um, að ófriðarorð það, er fór Eins og af þessu má sjá, átti endurskipting þjóðarteknanna sér stað á stríðsárunum. Það er því sönnu nær áð f jár- málastefna Verkamannaflokks- ins hafi ekki komið í veg fyr- ir, að skipting þjóðarteknanna snerist aftur alþýðunni í óhag. Hitt er hins vegar ekki vafa- má!, að fljótlega hefði sótt í sama horf og 1938, ef íhalds- flokkurinn hefði farið með völd. En jafnvel þó það, sem á hefur unnizt frá 1935, er í hættu. Strachey heldur áfram: „Við munum, að ég er hræddur um, komast áð raun um í árs- lok, að áhrif (verðbólgunnar) hafa snúið við, að nokkru leyti að minnsta kosti, þeirri endur- skiptingu þjóðarteknanna, er við höfum fengið áorkað.“ Ekki eru umbætur sósíaldemokrata varanlegri en það. Kosningabókin og friðurinn Um utanríkismál og endur- vígbúnað er furðu hljótt í bæk- lingi Stravheys. Ekki er heldur minnzt á vígbúnaðinn, kjarn orkusprengjuna, né stríðið Kóreu. íhaldsflokkurinn er aft- ur á móti ekki eins fátalaður um þau mál- Olíudeilan og upp- sögn Egypta á brezk-egypzka samningnum frá 1936 urðu meðal helztu kosningamála hans. Leikur það á tveim tungum, hvort þessi mál hafa orðio honum til framdráttar. Eden og Salisbury lávarður tóku þnu mjög óstinnt upp og kröfðust þess, að Bretar tækju olíu- bæinn Abadan herskildi. Það mæltist yfirleitt illa fyrir uö sýndi fram á |sannleiksgilcii þess málflutnings kommúnista, að friðnum væri hætta búin af íhaldsflokknum. Vinstri ann- ur Verkamannaflokksins tók sama strenginn og síðan flokk- uriun allur. Stefnuyfirlýsinga flokksins var meira að segja gefið heitið: „Fyrsta sky'.da vor: friðun“ — þótt friðurværi þar vart nefndur á nafii' kommúnista í kosningabarátt- unni. Skömmu fyrir kosningarnar barst samt hvalreki á strendur Ihaldsflokksins. Manchester Gu- ardian, hið gamla og forðum mikla, frjálslynda stórblað, komst yfir bréf, er fóru milli Persakeisara og brezka utan- ríkisráðuneytisins- Af þeim varð ráðið, að brezka stjórnin rauf samningaumleitanirnar án þess að raunveruleg ástæða væri fyrir hendi og birti upplogna greinargerð um málið. Áður var vitað, að brezka stjórnin reyndi þráfaldlega að fara á bak við persnesku stjórnina og semja beint við keisarann. — Miðaði Morrison þannig stefnu sína við það að bola Mossadegh frá. Þegar það tókst ekki var ósig- ur vís. En sér grefur gröf þótt grafi. — Manchester Guardian réðst síðan heiftarlega á stjórn ina og einkum Morrison, sem raunar var þó úti á reginhafi, er þetta gerðist. Hafa þær árásir vafalaust haft talsverð áhrif á frjálslynda kjósendur sem voru í odda-áðstöðu í kosningunum, eins og fyrr var sagt. Kosningadagurinn 1 samanburði við það sem við eigum að venjast á íslandi, fara brezkar kosningar rólega fram. Þær fara fram á virk- um degi og sinna allir vinnu sinni að vanda, en bregða sér frá stutta stund til þess að kjósa. Fáir bílar sjást með merlci flokkanna, og þéir sem bera merki fiokkanna eru ekki margir. I gluggum sjást þó sumsstaðar myndir frambjóð- enda og kjósið flokkana. Mikið þykir velta á þvi, hvernig viðrar kosningadaginn. Sá bjart veður og fagurt má vænta mikillar kjörsóknar, sem almennt er talið vera Verka- mannaflokknum i vil. I þetta sinn er hann hinn ákjósanleg- asti. Þokuslæöingnum, sem iá yfir suðurhluta landsins árla morguns létti fyrir hádegi og Framhald á 7. síðu, ísland í hernaðarbandalagi við fasistaríki í Asíu! Með 32 atkv. samþykktu bandarísku flokkarnir aðild Grikklands og Tyrklands að Norður- Atlanzhafssamningnum í j Þingmenn bandarísku flolikanna 32 að tölu, afgreiddu í gær endanlega frá Alþingi þingsályktunartillögu um að ísland gangi í hernaðabandalag við tvö fasistaríki Grikkland og Tyrk-- land. Samþykktin varðaði aðild þessara ríkja að Noröur- Atlanzhaíssamningi (!) enda þótt annað þeirra sé að megin-- liluta í Asíu! Einn þingmaður stjórnarflokkanna, Páll Zophóníasson, greiddi ekki atkvæði. Móti tillögunni greiddu einungis atkvæði þingmenn Sósíal-- istaflokksins. Þrefalt hefti af LÍF og LIST með nýrri sögu eftir Ástu Sigurðardóttur Nýtt hefti af Lífi og list er nýkomið út. Er þetta þrefalt hefti fyrir mánuðina ágúst, september og október en kemur í einu lagi vegna dvalar ritstj. erlendis. Flytur það kvæði og teikning- ar eftir Kjarval, grein um Lax- nes og Nils Hellenes. Alpa- ljóð, sögu, eftir Hemingway, greinina Æskuljóð fulltíða skálds eftir Leif Haralds, grein um Austurvöll eftir Kjarval, grein um sýningu Haröar Á- gústssonar eftir ritstj., Rit um sögu fauvismans, Síðgotungur um list sem gíeymist, eftir Drífu Thoroddsen. Að gera ekki neitt, sögu eftir Priestley, Gata í regninu, ný saga eftir Ástu Sigurðardóttur, en jafn- framt boðuð eftir hana ný bók. Þá eru greinar um gamanleik- inn Dóra, svo og kvikmyndir og ritstj. skrifar Stiklað á stóru frá París og víðar. Nokkur kvæði eru í heftinu, ennfremur þátturinn kaffihúsarabb. Á for- síðu er konumynd eftir franska málarann Manet. Ný bók Læknir af lífi og sál heitir ný bók sem blaðinu hefur bor- izt. Höfundur er bandarísk kona, Mary Roberts Rinehart að nafni; þýð. Andrés Krist- jánsson, útgefandi Setberg- Bókin er nær 500 bls. í stóru broti. Efnisútdráttur fylgdi sög unni til blaðsins. Er aðalper- sónan læknir, eins og nafnið gefur líka til kynna, en sögu- þráðurinn spunninn af störfum hans, erfiðleikum, ástum — og lokasigri. ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR Kvöldvaka I0GT er í kvöld Góðtemplarareglan hefur uncl anfarin kvöld efnt til fræðslu- og skemmtikvölda í Góðtempl- arahúsinu. Hófst fyrsta fræðslu kvöldið s.l. mánudagskvöld. en það síðasta verður í kvöld. I kvöld flytur Njáll Þórarinsson, ávarp, kvartett syngur, Þor- steinn Þorsteinsson, kaupmað- ur og Indriði Indriðason fullr- trúi flytur stuttar ræður, Guð- mundur G. Hagalín rithöfundur- les upp nýja frumsamda sögu. Þá er leikþáttur og Ari Gísla- son kennari flytur lokaorð; Hljómsveit leikur í upphaíi fundarins og milli atriða. Öll- um heimill ókeypis aðgangur. s L.S.Ú. um söluskattinn: Afmmtdir verði skattar vegna fiskábyrgðarinnar — eða leifar þéirra nofaðar til að lækka i kaupgjaldsvísitöluna!! Landsfundur L.I.U. samþykkti eftirfarandi varð- andi söluskattinn: „Aðalfund'ur L.I.Ú. telur óeðlilegt að innhejmta þá skatta, sem á voru lagðir vegna fiskábyrgðarinnar, þar sem liún er nú úr sögunni og skorar því á alþingi að afnema þá svo fljótt sem verða má. Verði eitthvað af þeim innheimt áfram, þá verði það fé notað til niður- greiðslu á þeim nauðsynjum almennings, sem mest á- hrif liafa á kaupgjaldsvísitöluna. Þá telur fundurinn brýna nauðsyn á því, að alþingi gæti fyllsta sparnaðar á rekstri þjóðarbiisins.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.