Þjóðviljinn - 15.11.1951, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. nóvember 1951 —
ÍIIÓÐVILIINN
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fróttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
lö. — Simi 7500 (3 línur).
Aakriítarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Samningar borgarstjérans
Atvinnuleyísisskráningin sem fram fór um mánaða-
mótin síðustu sýndi aö' a. m. k. 270 menn eru atvinnu-
lausir í Reykjavík og aö þeir hafa 228 börn á framfæri
sínu. Samtals náði hið skráöa atvinnuleysi til 618 ein-
staklinga. Mikiö vantaöi þó á aö allir sem atvinnulausir
eru mættu til skráningar, því réöi rótgróin andúð á
Ráöningarstofu íhaldsins og vantrú á aö nokkuð fengizt
að gert til úrbóta.
Þetta ástand hrópar á aögerðir. Sulturinn og alls-
leysið er óhjákvæmilegt hlutskipti þess verkamannaheim-
ilis, sem býr viö atvinnuleysi í þeirri ægilegu dýrtíð sem
afturhaldið hefur leitt yfir þjóðina.
Verkalýðssamtökin hafa gert sínar kröfur og bent
á auövelda og sjálfsagða leið til lausnar á vandanum.
Verkamannafélagið Dagsbrún hefur krafizt þess að tog-
ararnir leggi afla sinn upp hér og skorað á bæjarstjórn
að hafa forgöngu um þetta og nýta þannig þá mögu-
leika á aukinni atvinnu og framleiðslu, sem frystihúsin
og verkunarstöðvamar í bænum búa yfir.
★
Þegar þessi krafa Dagsbrúnar var borin fram í bæj-
arstjórn af Hannesi Stephensen svaraöi borgarstjóri
íhaldsins því til að þetta væri mál sern hann og togara-
eigendur væru aö vinna aö, og flutningur tillögunnar
vm það í bæjarstjórn því óþarfur. Lét borgarstjórinn
leikbrúöur sínar vísa framborinni tillögu frá á þeim
forsendum.
Y Síöan er liðinn hálfur mánuöur og enn bólar ekkert
á lausn málsins. Ekkert hefur heyrzt um samninga borg-
arstjórans og frystihúsanna. Enn ganga hundmö reyk-
vískra verkamanna atvinnulauisir og heimili þeirra eru
bjargarlaus mitt í ægilegustu dýrtíð, sem yfir íslenzka
alþýöu hefur gengiö. En borgarstjórinn er rólegur og er
vafalaust alltaf aö semja!
;v r?
Það hefur áöur komið glöggt í Ijós, að þaö getm'
tekiö borgarstjóra íhaldsins býsna langan tíma aö semja
þsgar lífshagsmunir reykvískra alþýðuheimila eru annaris
vegar. Það tók borgarstjórann ekki skemmri tíma en
röska tvo mánuði að „semja“ einn gamlan togara á
veiðar í atvinnuleysinu mikla í fyrra vetur!
En meöan borgarstjóri íhaldsins afsakar aögeröa-
leysi sitt og flokks síns með því að hann standi í samn-
ingum um að togararnir leggi upp afla sinn í frystihúsin
og atvinnulausum mönnum þannig skapaðir lífsmögu-
leikar, sverfur skorturinn æ sárar og sárar að heimilum
etvinnuleysingjanna. ÞaÖ er því krafa verkalýösins að
athafnir komi tafarlaust í staö afsakana og blekkinga.
ÞaÖ eru engin rök til fyrir því aö togaramir haldi áfram
aö sigla meö afla sinn út óunninn meðan atvinnuskort-
urinn herjar heimili verkamanna. Þaö er ekkert auöveld-
ara en útrýma atvinnuleysi reykvískra verkamanna meö
því aö láta ca. 5 togara leggja aflann hér á land til verk-
unar. Og það er auðvelt fyrir bæinn að láta sína eigin
togara leysa vandann og það ber honum að' gera án
tafar og undanbragðalaust.
★
Verkamenn eru ráönir í þvf nú að láta ekki leiða
skortinn og allsleysiö yfir heimili sín þegjandi og hljóöa-
laust. Ganga tijl Björns Ólafssonar getur endurtekist í
annami og stækkaðri mynd og þarf aö gera þaö geti
ekki annað vakiö forráðamenn bæjarins af svefni. Kraf-
an um atvinnu verður borin fram af fullri alvöru og
sívaxandi þunga þar til undan veröur látið og hverjum
manni fengið verk að vinna.
Dúfnadrápið.
i—
J. Ásg. skrifar: „Ef gengið
er meðfram tjörninni við Von-
arstræti bregst það varla að
maður sjái þar börn og ung-
linga að gefa fuglunum brauð
o. fl. bæði öndum og dúfum.
Eru börnin mjög ánægjuleg og
broshýr að sjá þegar fuglarnir
fljúga til þeirra til þess að tína
brauðmola. Ég varð því ekki
lítið hissa, þegar ég heyrði að
farið væri að drepa niður dúf-
urnar, þessa skrautlegu og
yndislegu fugla, þessa fugla
sem eru orðnir eins konar
hluti af þeim börnum og ung-
lingum, sem umgangast þá, gefa
þeim eða beinlínis ala þá upp
sér til skemmtunar og sálu-
bótar.
Hvað taka þeir
til bragðs?
Einhver hollustu og þroska-
vænlegustu uppeldisáhrif á
börn eru þau að umgangast
dýrin. Og sérstaklega er þess
þörf í kaupstöðum, þar sem
lítið eða ekkert er af húsdýr-
um. Ég vildi beina þeirri spurn-
ingu til þeirra sem ráða slíkum
hlutum sem að láta drepa niður
dúfurnar hér í Reykjavík, hvort
þeir hafi gert sér það fyllilega
Ijóst, hvaða ábyrgð þeir taka
á sig með slíkum aðgerðum
gagnvart æskulýðnum í bænum.
Hvað taka þeir unglingar til
bragðs, sem sviftir eru ánægj-
unni af því að gefa dúfunum
og umgangast þær? I flestum
tilfellum munu þeir leita sér
skemmtana á þeim vettvangi
sem óhollari er og getur jafn-
vel leitt þau út á glapstigu.
Hór er beinlínis verið að vega
að einum mikilvægasta menn-
ingar- og uppeldisþætti í bæj-
arlífi Reykjavíkur.
spennum kostaði 90 aura í
verzlun upp á Skólavörðustíg,
en þar voru 12 spennur í bréf-
inu. M. ö. o.: Hefði cg keypt
spennurnar' í Bankastræti hefði
ég fengið 11 fyrir kr. 2,75 en
fékk 36 fyrir lægri upphæð af
því ég keypti spennurnar í
verzluninni á Skólavörðustígn-
um. Af þessu má öllum vera
ljóst að almenningi ber að við-
hafa fyllstu aðgætni í innkaup-
um sínum og gæta þess eftir
föngum að láta ekki verzlan-
irnar féfletta sig. Margar verzl-
anir virðast hafa svo ríka til-
hneyingu til að okra á fólkinu
að nauðsynlegt er að vera á
verði og gæta þess að sniðganga
þær þeirra, sem uppvísar eru
að því að stunda rán í stað
heiðarlegrar vörudreifingar og
viðskipta. — Maggh.“
★
Nætui’vörður er í Ingó'fsapóteki.
— Sími 1330.
Næturlæknlr er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum. —
Sími 5030.
Illáa rltið, 7. hefti er komið út.
Ritið flytur ýmsar skemmtisögur
og skrítlur. Ný framhaldssaga
hefst í þessu hefti, nefnist hún
„Sigur að lokum", og er eftir
Vicky Baum.
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur
hafa borizt eftirfarandi gjafir til
kaupa á geislalækningatækjum:
Frú Valgerður og Frímann Tjörfa-
son, Reynimel 48 minningargjöf
um dóttir þeirra Bjarnheiði kr.
1000,00 Almennar Tryggingar h.
h., kr. 2000,00., kennarar í Miðbæj-
arskólanum kr. 735,00 og A.H. á-
heit kr. 50.00. — Innilegar þakkir
færi ég öllum gefendunum. f. h.
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Gísli Sigurbjörnsson, gjaldkeri.
i I j Hjónunum Huldu
Ólafsdóttur og Jón
^ asi Hallgrímssyni,
Dreifðar lun allan
bæinn.
Foreldrar barna þeirra og
unglinga, sem hér eiga sér-
staklega hlut að máli og hafa
haft mikla ánægju af því að
umgangast fuglana, ættu að
skrifa áskorun og birta i blöð-
unum, til þeirra sem hafa aðal-
lega staðið að og ráðið þessu
dúfnadrápi, um að því sé taf-
arlaust hætt og sýna fram á
það um leið, hvað slíkar að-
farir geti haft alvarlegar af-
leiðingar í för með sér fyrir
ihina uppvaxandi kynslóð þessa
bæjar. Sumir myndu kannski
segja að nóg sé af fuglum á
tjörninni þó dúfurnar hverfi í
bænum, en það er engin afsök-
un vegna þess að fjöldinn allur
af börnum sem eiga heima
langt frá miðbænum, koma
sjaldan eða aldrei að tjöm-
inni, en aftur á móti eru dúf-
urnar hér og hvar út um allan
bæ og börnin eiga því kost á
að umgangast þær daglega og
gera það, en vitanlega tekur
það nú enda ef meiningin er að
drepa niður alla þessa fallegu
fugla. — J. Ásg.“
Rán í stað heiðarlegrar
vörudreifingar.
Magga skrifar: „Það er ekki
ofsögum af því sagt að verð-
lagið er misjafnt í búðunum,
um það gekk ég úr skugga í
gær þegar ég þurfti að kaupa
mér spennur í hárið. í verzlun
niður í Bankastræti kostaði
bréf með 4 spennum 1 kr. en
nákvæmlega sama tegund af
Skipadeiíd SIS
Hvassafell er í Hafnarfirði. Arn-
arfell fer væntanleg-a i kvöld fiú
Hafnarfirði til Spánar. Jökulfell
fór frá New York 9. þm. til Rvík-
ur.
Ríkisskip
Hekla fór frá Reykjavík í gær
austur um land í hringferð. Esja
var væntanleg til Reykjavíkur
snemma í morgun að vestan úr
hringferð. Herðubreið fer frá R-
vík í dag til Breiðafjarðar og
Vestfjarða. Skjaldbreið er í R-
vík; fer þaðan á laugardaginn til
Húnaflóahafna. Þyrill var á Vest-
fjörðum í gær á norðurleið. Ár-
mann fór frá Reykjavík í gærkv.
til Vestmannaeyja.
Eimsklp
Brúarfoss fór frá Ólafsfirði um
hádegi í gær til Hríseyjar og
Austfjarða. Dettifoss fer frá Ham-
borg í dag til Rotterdam, Ant-
werpen og Hull. Goðafoss fór
frá Patreksfirði í gær til Akraness
og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn 13. þm. til Leith
og Rvíkur. Lagarfoss kom til New
York 8. þm. frá Rvík. Reykja-
foss er í Hamborg. Selfoss fór frá
Hull í gærkvöld til Rvíkur. Trölla-
foss fór frá Rvík 9. þm. til New
York.
Loftleiðir h.f.:
1 dag verður flogið til Akui'eyr-
ar og Vestmannaeyja. — Á morg-
un er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar, Hellisands, Sauðárkróks,
Siglufjarðar og Vestmannaeyja.
Flugfélag Islands:
1 dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Vestmanriáeyja, Reyð-
arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Biöndu
óss og Sauðárkróks. — Á morgun
er áætlað að fljúíga til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Kirkjubæjarklaust
urs, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð-
ar og Siglufjarðar.
/ff 18.30 Dönskuk.; II.
fl. 19.00 Enskuk.;
I. fl. 19.25 Þing-
fréttir. Tónleikar.
19,40 Lesin dagski'.
næstu viku. 20,20
Islenzkt mál (Björn Sigfússon há-
skólabókavörður). 20.35 Tónleikar:
„Mors et Vitae" (Dauði og líf),
strengjakvartett eftir Jón Leifs
(Björn Ólafsson, Josef Felzmann,
Jón Sen og Einar Vigfússon leika),
20.55 Skólaþátturinn (Helgi Þur-
láksson kennari.) 21.20 Einsöngur:
Mario Lanza syngur (plötur). 21.40
Upplestur: Jón Norðfjörð leikari
Ies kvæði. 22.10 Sinfónískir tón-
leikar (plötur): Sinfónía nr. 3
(Eroica) eftir Beethoven (New
Queen’s Hall hljómsveitin leikur;
Sir Henry Wood stjórnar). 23.05
Dagskrárlok.
[ V** Hólmgarði 27, fædd
\. ist 15 marka dótt-
ir þriðjudaginn 13.
nóvember. — Hjónunum Þóru Sig-
urbjörnsdóttur og Atla Ágústssyni,
Suðurgötu 69. Hafnarfirði, fæddist
14 marka dóttir, föstudaginn 19.
þ.m. — Hjónunum Brynju Borg
Þórsdóttur og Júlíusi Helgasyni,
Skúlaskeiði 14, fæddist 15 marka.
sveinbarn, fimmtudaginn 8. þ.m.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína
ungfrú Hólmfriður
Pálsdóttir, skála
við Kaplaskjólsveg
og Páll Sigurðs-
son, Nauteyri við Isafjarðardjúp.
Náttúrulfekningafélag Reykja-
Víkur heldur fund i Guðspekifé-
lagshúsinu, Ingólfsstræti 22,
fimrritudaginn 15. nóvember 1951
kl. 20.30. Fundarefni: Viggó Nat-
hanaelsson sýnir fræðslukvikmynd
ina meltinguna.
Sextíu ára er í dag Sigríður
Guðmundsdóttir frá Stapaseli
Guðmundsdóttir frá Blapaseli
Hún dveist nú á heimili dóttiu
sinnar í Skipasundi 9.
Nýtí veik eSfiisf Iók Leifs
verður flutt í Ríkisútvarpinu í
kvöld (fimmtudag), og er það
strengjakvartett um tvísöngs-
lagið við vísu 'Bólu-Hjálmars
„Húmar að mitt liinnsta
kvöld“. Verk þetta er ætlað til
flutnings á norræna tónlistar-
mótinu í Kaupmannahöfn að
vori komanda. Björn Ólafsson
fiðluleikari hefur undanfarið
æft verkið með kvartett sinum
mjög rækilega til þessa fyrsta.
flutnings.
Sendihesra í friandi
Mánudaginn, 12. nóvember
afhenti Pétur Benediktsson,
sendiherra, forseta írska lýð-
veldisins trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands í írlandi
með aðsetri í París.
(Fréttatilkynning frá utan-
ríkisráðuneytinu).
Leiðréttine: frá
1 blöíum hefur veri'ð birt
tillaga, sem samþykkt var á
síðasta aðalfundi Landssamb.
ísl. útvegsmanna, þar sem skor-
að er á Alþingi að gera ráðstaf
anir til kaupa á nýjum bátavél-
um. í greinarg. fyrir þessari til
lögu er sagt að flestir þessara.
vélarvana báta hafi verið
keyptir á vegum ríkisstjórnar-
innar á árunum 1946—’47. Þar
sem hér er ekki rétt með farið,
vill Landssambandið taka það
fram, að ekki var sami'ð um
kaup á vélum í þessa báta á
árunum 1946—’47, heldur um
haustið 1944 af utanþings-
stjórninni.