Þjóðviljinn - 12.12.1951, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.12.1951, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. desember 1952 > plÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjorar: Magnús Kjartansson, SigurOur GuSmundsson (áb.) Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason, Rlaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Atburð'ir þeir sem gerzt hafa í Hafnarfirði í sambandi við átökin um slökkviliðið hafa vakið athygli um land allt. Það er ekki aðeins hinn furðulegi söguþráður sem athyglina vekur, heldur fyrst og fremst sú lýsing sem hann gefur á Alþýðuflokksbroddunum og starfsaðferö- um þeiiTa. Sagan hefst á því að Emil Jónsson þarf að koma einum smáþjóni sínum, búsettum á Akranesi, í starf í Hafnar- firöí. Hann gerir sér lítið fyrir og ræður manninn í slökkviliðið, án nokkurs samráðs við slökkviliösstjóra og þvert ofan í ákvæði gildandi laga. Hvað varðar hinn mikla mann Emil Jónsson um lög og viðhorf annarra: hánn hefur talað. En svo illa stóð á að í starfi slökkvi- liðsstjóra var maður, en ekki leikbrúða. Hann neitaði að láta skipa sér þannig fyrir verkum og að taka við óhæfum manni í mikilvægt starf, kærði íramferði Emils fyrir félagrmálaráðuneytinu og fékk ráðningu hans á smáþjóninum dæmda ólöglega. Og þar með var málið komið á nýtt stig. Nú þurfti Emil Jónsson að sýna vald sitt og auglýsa fyrir öllum Hafnfirðingum að hver sá sem leyfði sér að hafa sjálf- stæða skoðun skyldi hundeltur og ofsóttur. Hófst nú hin furðulegasta saga sem óður hefur verið rakin ýtarlega hér í blaðinu, en henni lauk með því að slökkviliðsistjóri vaf rekinn úr starfi af Emil Jónssyni, en smáþjóninum auðvitað komiö inn á ný. Hver var þessi Haraldur Kristj- ánsson, að hann skyldi leyfa sér að vilja hafa hæfa og reynda menn í slökkviliði Hafnarfjarðar, þegar smáþjón- ar voru í boði! Og Emil Jónsson leit yfir bæinn og sagði; svo skal hverjum þeim fara sem dirfist að mótmæla mér. En í mikilmennskuæði sínu og ofstæki var Emil Jóns- son kominn úr þeim litlu tengslum sem hann hefur haft við hafnfirzkan almenning, og hann fékk því það svar sem hann hafði sízt búizt við. Að heita má allt slökkvi- liðið hefur nú sagt af sér til að mótmæla ofbeldinu. Hfnn valdsjúki maður hafði gengið feti of langt. Nú er eftir að sjá hvert niðurlag þessarar sögu verður. En það er vissulega ærin ástæða fyrir brunavarnaeftirlit ríkisins að taka nú í taumana, því nú eru állar horfur á að brunavarnir í Hafnarfirði verði í algerum ólestri eftir áramótin með afleiðingum sem enginn sér fyrir, ef hin annarlegu sjónarmið verða ekki látin víkja. Og hvað skyldu hafnfirzkir verkamenn, sem ævinlega heyra um peningaskort bæjarins þegar þeir eru atvinnulausir, segja um það ef Emil Jónsson ætlar nú að henda á annað hundrað þúsund krónum í nýtt slökkviliö til þess eins að þjóna valdafýkn sinni. Og ríkisstjórnin glúpnaði Niðurhellingur bjórsins í Ölgerðinni Agli Skallagríms- syni er nýtt, sérstætt dæmi um viðskipti ríkisstjórnar- innar og hernámsliðsins. Hún gefur út sérstök bráða- birgðalög í sumar um heimild til að brugga sterkan bjór — þó aðeins handa hemámsliðinu, væntanlega vegna þess að siögæðisþroski þess sé talinn svo sterkur að jafnvel sterkur bjór fái þar engu um þokað. Við skulum gera ráð fyrir að hvatir ríkisstjómarinnar í þessu máli hafi verið hinar'ákjósanlegustu: sem sé að efla innlendan iðnað, auka atvinnu í ölgerðinni, fá skatta í ríkissjóð af drykkjuskap hinna erlendu — og síðast en ekki sízt að binda endi á bjórsmygl hernámsliðsins, sem er a. m. k. þrefalt brot á íslenzkum lögum. Og ölgeröin hóf fram- leiðslu sína og bruggaði bjór á nokkrar tugþúsundir af flöskum og hóf töppun á um 10.000 flöskum. En þá kom til kasta hins; erlenda liðs. Og það þver- neitaði, þegar á átti aö herða, aö borga nokkra skatta í ríkissjóð af bjórdrykkju sinni. Það hafði vanizt á smygl og þar með ódýran bjór og vildi halda sparneytninni á- fram. Og þá þurfti auðvitað ekki meira til að ríkisstjórn- in glúpnaði. Hernámsliðið heldur smyglí sínu áfrám en 10.000 flöskum af Agli sterka hefur verið hellt í ræsin. Skyldu síðustu leifarnar af sjálfsvirðingu ríkisstjórnar- innar ekki hafa horfið í ræsin með bjómum? Menn vita hvað gert er við íslendinga sem heldur vilja smygla en sætta sig við skattaáþjánina. En íslendingar eru líka innborinn nýlendulýður en engin herraþjóð’. Líf bókarinnar. Jólin hafa ■ lengi verið nefnd hátíð barnanna. En Islendingar hafa lengi haft sitt lag á hlut- unum, og þess vegna hafa þeir líka gert jólin að hátíð bók- anna. Enda er það sannast sagna að til lítils er að ala upp börn hafi maður ekki bækur handa þeim. Á sama hátt er bam fyrir framan bókaskáp tákn hugsjónar vorrar um framtíðina. Og nú em jólin að koma — og bækurnar flæða á markaðinn til að vera við- búnar þegar kall jólabjöllunnar kemur. Lítið t. d. í Þjóðviljann á sunnudaginn var. Hann hefur nú aldrei fengið orð á sig sem sérstakt auglýsingablað, en samt sem áður eru þar aug- lýstar þennan eina dag milli þrjátíu og fjörutíu nýjar eða nýlegar bækur, og þar að auki kaupir ein bókaverzlun heila tvo dálka til að nefna nöfn nokkurra þeirra bóka sem hún hefur á boðstólum. Það er dæmi um hið auðuga- og lifandi líf bókarinnar á Islandi — þrátt fyrir allan svartadauða og mæðiveiki í mönnum og skepnum. hvorki við né okkar bók mun- vm leggja árar í bát, heldur róa sterklega gegn straumnum eins og vera ber. Við munnm bjarga bókinni okkar yfir kreppuna, eins og hún bjarg- aði okkur um aldir frá bana. Þó skipulag þrenginganna sé andvígt bókum er hjarta okk- ar hlynnt þeim. Islendingurir.n og bókin fylgja hvort öðru að málum í lífinu og baráttu þess. Þau eiga sömu framtíð, b-xði í blíðu og stríðu. Bókin er hinn sígildi málstaður Islendingsins. Við verðum að halda vel á málstað okkar. ★ Lausn gátunnar í gær: Skip. Spakmæli: Vinir eru algengir, tryggð sjald- gæf. Sókrates. ★ Um gæði fram- leiðslunnar. t Hvernig eru þessar bækur ? Þær eru auðvitað bæði marg- vislegar og misjafnar. Bæjar- pósturinn er afskaplega hlynnt- ur góðum bókum, enda koma þær honum fyrst í hug. Ungir höfundar eiga iþví miður nokk- uð erfitt nppdráttar um þessar mundir. Þeir gömlu standa einna styrkustum fótum. Þann- ig er fyrsti ráðherrann okkar nýkominn með stóra ljóðabók, þrjátíu árum eftir andlát sitt. Benedikt Gröndal sendir frá sér Heljarslóðarorustu enn einu sinni, og alltaf við sömu við- tökurnar. Sigurður Breiðfjörð góði er líka í þann veginn að senda frá sér nýtt kvæðasafn, og vér hlökkum mjög til að komast í kynni við það. Svo eigum vér kost á því að endur- nýja ástir okkar á ungfrú Sölku Völku á Öseyri, en henn- ar líka höfum vér sjaldan fyrirfundið. Og þoku tímans hefur svifað frá Kirkjunni á fjallinu, mesta guðshúsi á Is- landi, og þar blasir hún við í allri sinnj dýrð hátt yfir byggð- um, og meira að segja ný- skreytt af skapandi lista- mennsku. Þetta eru allt verk sem þegar hafa komið undir sig fótum í íslenzkri bókara- mennt — og munu standa héð- an af. Eimskip Brúarfoss fór frá Rotterdam í gærkvöldi til Leith og Rvíkur. Dettifoss fór frá Akureyri 10. þm til Hjalteyrar. Hríseviar, Dalvíkur. Ólafsfiarðar. Húsa- víkur og Siglufiarðar. Goðafoss fór frá Hull 10. þm. til Rvíkur. Gullfoss er í Reykiavík. Lag- arfoss fór frá Rvík. í gærkvöldi til Vestmannaevia og vestur- og norðurlands. Reykiafoss fór frá Hamborg' 9. þm. til Gdynia, Gautaborgar, Sarpsborg. Osló og Reykiavíkur. Selfoss kom til Rotterdam 9. þm. frá Dal- vík. Tröllafoss fór frá Davis- ville 8. þm. til Reykjavíkur. Skipadeild SlS Hvassafell fór frá Stettin 8.12., áleiðis til Akureyrar, með við- komu í Kbh. Arnarfell fór frá Al- mería 10. þm. áleiðis til Reykja- víkur. Jökulfell átti að koma til N.Y. s.l. nótt frá Reykjavík. Skipaútgerð ríkisins Hekla var væntanleg til Akur- eyrar í gærkv. á vesturleið. Esja er í Álaborg. Herðubreið fór frá Reykjavík kl. 21.00 í gærkvöld til Bréiðafjarðar og Vestfj. Skjald- breið fór frá Reykjavík kl 20.00 í gærkvöld til Húnaflóa- Skagafj.- og Eyjafjarðarhafna.. Þyrill verður væntanlega í Reykjavik í dag. Loftlelðir h.f.: í dag verður flogið til Akureyr- ar, Hólmavikur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og V estmannaeyj a. fslentlingurinn og bókin En sem betur fer eru bók- menntir íslendinga ekki ein- vörðungu gamlar. Þær eru líka nýjar, ungar á hverju ári. Jó- hannes úr Kötlum er kominn með nýja skáldsögu upp á vas- ann, niðurlag „siglingarinnar miklu“ og heitir nú ekki ,leng- ur Dauðsmannsey heldur Frels- isálfan, enda er maður kominn til Ameríku, þar sem svo mörg- um íslendingasögum lýkur nú. Ólaf Jóhann dreymir enn um fjgllið sitt á Vorkaldri jörð, og lætur sér hvergi bregða. Og svona gætum við haldið áfram lengi lengi, og kannski tökum við áftur upp þráðinn. Það er engin uppdráttarsýki í íslenzkri bókaútgáfu. Það kreppir raun- ar ofurlítið að henni nú um sinn, eins og okkur öllum. En 18.00 Frönskuk. 18.30 íslénzkuk. I. fl. 19.00 Þýzkuk. II. fl. 19.25 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 19.45 Auglýsíngar. 20.00 Fréttir. 20.15 Útvarp frá Al- þingi; Almennar stjórnmálaum- ræður; eldhúsdagsumræður (fyrra kvöld). Ein umferð: 45 mín. til handa hverjum flokki. Dagskrár- lok um kl 23.30. Bláa ritið, desem- berheftið, ' flytur þéssar , ,skemmti- sögur“: Leyfist kettinum að líta á kónginn? Sigur að lokum. Ferðalangur. Yfir úthafið. Brottnámið. — IMannréttindaskráin Ríkisstjórnin hefur látið þýða og gefa út Mannréttindaskrá sam- einuðu þjóðanna, er samþykkt var á allsherjarþinginu 1948. Það er sérprentun úr Andvara, 8 bls. að stærð í þrjátíu greinum. — Læknablaðið, 3. tbl. þessa árgangs er komið út. Efni blaðsins er þetta: Um svæfingar, eftir Elías Eyvindsson; Minningarorð um Richard Kristmundsson, lækni, eftir J. R. Frá Læknafélagi Is- lands; Úr erlendum læknaritum, Erlend rit; Frá læknum. Aðalrit- stjóri Læknablaðsins er Ólafur Geirsson. vj Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Borghildur Á. Jóns- dóttir, Hringbraut 111, og Þórarinn Samúelsson, Aðal- stræti 18. — Laugardaginn 8. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ung- frú Hannesína Tyrfingsd., Lang- holtsveg 19, og Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli, Rang. Ilúsmæðradeild MIR biður þess getið, að vegna rafmagnsskömmt- unar síðastl. sunnudag varð að fresta bamasýningunni sem vera átti í Stjörnubíói. Verður sýning- in haldin næstkomandi sunnudag á sama tíma og gilda aðgöngu- miðarnir að henni. Jafnframt skal þess getið, að þeir sem ekki geta komið þá, geta fengið miða sína endurgreidda á lesstofu MIR Þing holtsstræti 27, föstudag og laugar- dag kl. 4—7. Listasafn Einars Jónssonar verð- ur lokað yfir vetrarmánuðina. Skrifstofa Vetrarhjálþarinnar er í Hafnarstr. 20 (Hótel Heklu), gengið inn frá Lækjartorgi. — Opin kl. 10—12, og 1—5. Simi 80785. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ung- frú Ólöf Sig- tryggsdóttir og Jóhann Guðmundsson, málari. —■ Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af séra Benjamin Kristjáns- syni ungfrú Sigríður Garðarsdótt- ir, Uppsölum, og Jónas Þór Jó- hannesson, Akureyri, Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunni. — Sími 7911. Næturlæknir er í Jæknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — Sími 5030. Leiðrétting. Um daginn var sagt hér i blaðinu frá nýstofnuðu ætt- arfélagi, og þess getið jafnframt að hér mundi vera um fyrsta ættarfélag á Islandi að ræða. Nú hefur borizt leiðrétting við þessa fregn. 1 mörg ár hefur starfað á Akureyri félag sem nefnist Upp- salaættin, og hefur það m. a. gengizt fyrir samkomum og ferða- lögum félaga sinna. Gjafir tll Vetrarhjálparinnar. Starfsfólk Búnaðarbankans kr. 350,00. S.S. kr. 100,00. Sendibíla- stöðin Ingólfsstræti og starfsfólk kr. 135,00. Opal h.f. og starfsfóllc 350,00. Shell h.f. 500,00. Starfsfólk hjá h.f. Eimskip 822,00. Starfs- fólk hjá Brunabótafélagi Islands 100,00. Starfsmenn Alþingis 503 00. Starfsfólk hjá H. Benediktssyni & Co. 400,00. H. Benediktsson & Co. 500,00. — Samtals kr, 3.960,60. Með kæru þakklæti Vetrarhjálpin. Bikarglíma Armanns Bikarglíma Ármanns var háð í íþróttáhúsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu s. 1. mánudagskvöld. Hlutskarp- astur varð Rúnar Guðmunds- son og hlaut hann 98 stig. Annar varð Steinn Guðmunds- son með 91 stig og Pétur Sig- urðsson þriðji með 66,5 stig. Keppendur voru allir úr Glímu félaginu Ármann, eins og lög mæla fyrir um. I sama skiptið var háð Drengjaglíma Ármanns og varð þar hlutslcarpastur Kristmund- ur Guðmundsson, sem einnig vann skjöldinn í fyrra. Annar varð Ölafur Óskarsson, þriðji Baldur Kristinsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.