Þjóðviljinn - 12.12.1951, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. dosember 1952
Hernámið grímulaust
framkvæmd . . .
Framhald af 8. síðu.
l'i'á íslandi, nema landið hafi
áður orðið fyrir slíkri árás.
Vilja þeir kjarnorkuárásir
frá íslandi?
58. DAGUR
niðri í snjónum, alveg eins og hún biði eftir flengingu, og hann
gat ckki varizt hlátri. Og Maida Axelrod lá á bakinu rétt hjá
Ratterer og teygðí fæturna beint upp í loftið; viljandi, hélt
hann. Hún var of gróf og ruddaleg til þess að honum gæti
geðjazt að henni. Og þessu fylgdu hróp, köll og hlátrasköll, sem
bergmáluðu um allt nágrennið. Og Hegglund sem var mikið
fyrir glens og gaman, skreiddist upp á fjóra fætur, sló á lær-
in og öskraði af hlátri. Og Sparser opnaði rúmgóðan munninn
og hló og gretti sig, þangað til hann var orðinn eldrauður í
andliti. Og kátínan var svo smitandi, að Clyde gleymdi afbrýði-
semi sinni um stund. Hann liorfðj á og skellihló. En í hjarta
sínu var hann engu glaðari en áður. Honum fannst hún enn
j af nósanng j öm.
Loks urðu Lucille Nickolas og Tína Kogel þreyttar og hættu
leiknum. Og Horter.se sömuleiðis. Clyde skarst undir eins úr leik
og gekk til hennar. Ratterer hélt í humátt til Lucille. Þegar
hópurinn dreifðist, ýtti Hegglund Maidu Axelrod á undan sér
niður eftir ánni og þau hurfu bak við hæð. Higby fór að dæmi
hans og dró Tínu Kogel á eftir sér upp eftir ánni og Ratterer
og Lucille hurfu hlæjandi inn í skógarþykkni. Jafnvel Sparser
og Lára röltu nú af stað og skildu Clyde og Hortense eftir ein.
Þau gengu í áttina að föllnum trjástofni sem lá þvert yfir
ána og hún settist. En Clyde var enn gagntekinn þjáningu og
stóð kyrr um stund, en þegar henni var ljóst hvað var að
brjótast um í honum, þreif hún um beltið á frakkanum hans og
fór að hotta á hann.
„Hott, hott, hesturinn minn,“ sagði hún hlæjandi. „Hott,
hótt. Nú á hesturinn minn að draga mig eftir ísnum.“
Clyde horfði þungbrýnn á hana og átti ekki auðvelt með að
gleyma þeim órétti, sem hann hafði verið beittur.
„Af hverju læturðu þennan Sparser alltaf vera að flangsa
utaní þér?“ spurði hann. „Ég sá að þú fórst áðan með honum
upp fyrir hæðina þama. Hvað var hann að segja við þig þá?“
„Hann sagði ekki neitt.“
„Nei, auðvitað ekki,“ sagði hann hæðnislega. „Og hann
hefur auðvitað ekki kysst þig heldur.“
„Nei, þó ekki væri,“ svaraði hún fyrirlitlega. „Hvað heldurðu
ciginlega að ég sé. Ég leyfi möinnum ekki að kyssa mig í fyrsta
skipti sem þeir sjá mig, það get ég sagt þér. Leyfði ég þér
það, eða hvað?“
„Nei, nei, mikil ósköp,“ sagði Clyde. „En þú varst ekki eins
brifin af mér og honum.“
„Einmitt það? Jæja, það getur vel verið, en hvað átt þú með
að segja að ég sé hrifin af honum. Má ég ekki einu > sinni
skemmta mér smávegis, án þess að þú sért sí og æ að njósna
um mig, ég er orðin dauðleið á þér, svei mér þá.“ Nú var hún
orðin reið við hann fyrir alvöm, vegna þess að hann talaði
eins og hann ætti hana með húð og hári.
En Clyde varð skefldur við þessa mótspymu hennar, og þorði
ekki annað en lækka seglin. Hún hafði aldrei sagt að henni
þætti vænt um hann, þótt hún hefði gefið honum loforð í
ákveðna átt. «
„Jæja,“ sagði hann þungum rómi eftir örlitla þögn og hann
var mjög dapur á svip. „Eitt veit ég. Ef ég gæfi í skyn að
mér þætti jafnvænt um einhvem, eins og þú hefur látið á þér
heyra við mig, þá mundi mér ekki koma til hugar að daðra
svona mikið við aðra, eins og þú hefur gert í þessari ferð.“
„Ekki það?“
„Ónei.“
„En mér þætti gaman að vita, hver er eiginlega að daðra?“
; „Þú sjálf.“
| „Nei, það cr ekki satt, og ég vildi óska að þú færir burt og
íétir mig í friði, fyrst þú getur ekkert gert annað en rifast.
Þótt ég hafi dansað við harin uppi í kránni, þá er ástæðulaust
að halda að ég só að gefa honum undir fótinn. Mikið geturðu
verið leiðinlegur.“ «
„Er ég það?“
„Já það ertu.“
„Jæja, þá er víst bezt að ég fari og láti þig i friði fram-
vegis,“ svaraði liann og nokkuð af hugrekki móðurinnar kom
upp í honum.
„Já, ætli það ekki, ef þú ætlar að halda áfram að láta svona
við mig,“ sagði hún og barði tánum illskulega niður í ísimi. En
Clyde var farinn að finna, að hann gat ekki haldið þessu til
streitu — hann var alltof ástfanginn af lienni —• of háður
henni. Hann missti móðinn og hoifði á hana óstyrkum augum.
Og henni datt pelsinn í liug og ákvað að vera alúðleg við hann.
„Horfðirðu ekki djúpt i augun á honum?“ spurði hann og
og var að hugsa um dans hennar og Sparsers.
„Hvenær?“
„Þegar þú varst að dansa við hann?“
„Ónei, ég gerði það ekki mér vitanlega. En þó svo væri?
Hvað um það? Það lá ekkert á bak við það. Almáttugur minn,
má maður ekki horfa í augun á fólki ef manni dettur það
í hug?“ \
„Ekki á þennan hátt. Nei, ekki ef þér þykir vænt um ein-
livern annan.“ Og enni Clydes hrukkaðist í sifellu og hann
linykklaði brýrnar. En Hortense skellti í góm, móðguð og
óþolinmóð á svip.
„Tst, tst, tst. Þetta gengur nú nokkuð langt —“
„Og svo á ísnum rétt áðan,“ hélt Clyde áfram með ákefð í
rómnum. „Þegar þú kpmst aftur til okkar, ,þá kornstu ekki
beint til min heldur fórstu aftast í röðina með honum. Ég
sá til þín. Og þú leiddir liann alla leiðina. Og þegar þú datzt,
þá lástu hjá honum og lézt hann halda í höndina á þér. Hvað
er þetta annað en daður? Mér er spurn. Hann getur að
minnsta kosti elcki haldið annað.“
,Jæja, mér er sama.hvað þú segir, ég var alls ekkert að
—oöo—— —oOo— ——oOo— —oOo— —oOo— —oOo— ——oOo——
BARNASAGAN
MÆRÞALLAR SACA
1. DAGUR
Það var einhverju sinni hertogi, og átti hann
unga írú. Þau unnust vel, en áttu þó lengi engin
börn, og undu þau því illa. Eitt sinn gekk írúin að
skemmta sér með þernum sínum í fagran lund. Sigr-
aði hana þá svo mikill svefn, að hún gat eigi hrært
sig úr stað þaðan, og er hún var sofnuð, dreymdi
hana, að þrjár konur í bláum klæðum kæmu til sín
og segðu: „Við vitum, að það evkur þér ógleði, að
bú átt engin börn; nú erum við komnar hér að ráð-
leggia þér, hvað þú skalt gjöra, er þú vaknar; gakk
þú að læk einum, er rennur skammt héðan; í honum
muntu sjá silung. Þú skalt leggja þig niður að lækn-
um, þar sem silungurinn er, og drekka úr honum og
sjá svo til, að hann renni um leið í munn þér, og
muntu strax eftir fá getnað með manni þínum; við
munum heimsækja þig um þann tíma, er þú fæðir
barnið, því vio viljum ráða því, hvað það skal
heita." Síðan hurfu þær burtu. Þegar hún vaknaði,
íhugaði hún drauminn, gekk að læknum og sá sil-
unginn; hún fór að öllu eins og henni var sagt og
fór síðan heim. Þegar fram liðu stundir, fann hún,
að hún var orðin þyngri, og urðu þau bæði glöð mjög
við það.
Skammt þar frá var lítill húsbær; þar bjuggu karl
Um þessa tillögu var haft
nafnakall. Þessir alþingismenn
tóku á-sig þann þunga ábyrgð-
arliluta að fella þessa sjálf-
sögðu vafnarráðstöfun::
Ilaraldur Guðmunclsson
Jóhann Þ. Jósefsson
Karl Kristjánsson
Lárus Jóhannesson
Gísli Jónsson
Bernharð Stelansson
liannveig Þorsteinsdóttir
Sigurður Ólafsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Bjarni Bencdiktsson
Með tillögunni greiddu ein-
ungis þingmenn sósíalista atkv.
— Frumvarpinu var síðan vís-
að til þriðju umræðu gegn at-
kvæðum þeirra, og þriðja um-
ræðan hespuð af með aíbrigð-
um á fundi efrideildar í gær.
Verndarar söluskattsins
Fl-amhald af 3. síðu.
hausti, hafa einróma krafizt af-
náms söluskattsins. Svo eindregjn
og afdráttarlaus er afstaða al-
mennings til þessa máls. Afnám
skattsins- er óumdeilanlega sam-
eiginlegt hagsmunamál almenn-
ings í Reykjavík og bæjarfélags-
ins. Mér fannst því sjál'fsagt að
flytja málið inn í bæjarstjórn
og freista þess að fá fylgi bæjar-
stjórnarinnar við kröfur hinna
ýmsu félagasamtaka og beina •
hagsmuni bæjarins. Lagði ég á
síðasta bæjarstjórnarfundi fram
svohljóðandi tillögu:
„Þar sem bæjarstjórn ólitur
að framlenging og innheimta
söluskattsins sé með öllu óþörf
vegna fjárhagsafkomu ríkis-
sjóðs, en skatturinn hvíli hins
vegar með vaxandi þunga á at-
vinnurekstrinum, auki dýrtíð-
ina ag torveidi stórlega inn-
heimtu útsvara og annarra ,
skatttekna bæjarsjóðs, skorar
bæjarstjórnln á Alþingi að
innheimta söluskattsins verði
felld niður og að ekki verði
reikpáð með honum við af-
greiðslu fjárlaga fyrir árið
1952“.
★
ÞaÐ kom nokkurt hik á hina
vigreifu bardagamenn gegn skatta
áþján ríkisvaldsins, bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins. En eftir að
hafa borið saman ráð sín varð .
niðurstaðan sú að þelm bæri að
slá skjaldborg uin söluskattinn.
I samræmi við það flutti Jóhann
Hafstein frávísunartiilögu, sem
samþykkt var með 8 atkv. meiri-
hlutans gegn 5 atkv. sósía'ista
og þess bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokksins sem mættur var á fundi.
Fulltrú! Framsóknar sat hjá. —
Þannig reyndist varðstaða Sjálf-
stæðisflokksins um hagsmuni al-
mennings, atvinnufvrirtækjanna
og bæjarsjóðsins, þegar þeim gafst
kostur á að sýna viljann í verki.
Fulltrúar hans gerðust vernd-
arar söluskattsins og þeirrar ráns-
herferðar sem rikisstiórn Fram-
sóknar og Siálfstæðisflokksins
heldur uppi á hendur almenningi
og atvinnurekstrinum i bænum.
G. V.
GnltfössiRQRn vimtA
J Ji ... -
biÞar
Gullfop'mpnn korau í fyrrad.
helm með farandbikar þann er
beir unnu í sumar í knatt-
spyrnukeprcni við skipshafnir
annarra skipa er sigla til Kaup
mannahafnar.
Kenpnin fór fram í sumar og
sigruðu Gullfossmenn alia
kenninauta sínn, áhafnir tólf
skirva.
Wf da*s1agakemmi
SkemmHfé’aa góðtemplara
cfpir nú aftur í ár til danslaga-
keponi.
Ðomnefnd verður s»ma og
á"ur. Aðalverðlaún verða 600.
00. 400 00- ocr 300.00 kr. Dmir 3
bezfu lögin, en auk þess 200, kr.
f'mir hvert bað lag scm leik-
ið verður op!nberlegg; Keppnin
or nú samms'in’og fvrir bæði
gömiu og nýju dansnna.