Þjóðviljinn - 23.12.1951, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. desember 1951
þióoyiuiNN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjorar: Magnús Kjartansson, SigurOur Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri. Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Simi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 16 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. elnt.
Prentsmiðja Þjóðviljans h:f.
V--------------------------------------------------------------------
Friður á jörðu
Friður á jörðu.
Boöskapur jólanna er óbrotinn, en að sama skapi hug-
stæður, og aldrei hefur hann verið nærtækari en nú.
Friður á jörðu er dýrmaglasta ósk. alls mannkyns, en
hvernig er háttað friði á jörðu í dag?
í Kóreu -halda hersveitir Bandaríkjanna og fylgiríkja
þeirra áfram að drepa og limlesta íbúa landsins, eyða
eignum þeirra pg gera líf þeirra að samfelldri kvöl.
Kínverskt land hefur verið hemumið af Bandaríkja-
mönnum og þar er sjóræninginn Sjang Kaisék sfuddur
til árása og morða gegn þjóð sinni.
í Indókína heyja franskir leiguherir, vopnaðir banda-
rískum vopnum, harðvítugt stríð við íbúa landsins.
Á Malakkaskaga láta Bretar brenna þorþin ofan af
íbúunum, myrða þá sjálfa eða hneppa þá í fangelsi sam-
kvæmt fordæmi þýzku nazi^tanna.
í Indlandi er hungur ennþá algengasta dauðamein-
cemdin, eftir nýlendukúgun brezka heimsveldisins.
í Grikklandi,. Spáni og Tyrklandi bíða tug þúsundir
manna dauðans í fangelsum undir brezkri og banda-
rískri yfirstjórn, en neyð almennings htópar. til himins.
í Suðurafríku drottnar grímulaus fasistastjórn í inni-
legustu samvinnu við Breta, og í Afríku allri er íbúunum
haldið í sárustu fátækt og miðaldafáfræði. • .
í Vesturevrópu er milljónaher atvinnuléysingja og öll
alþýða býr við síversnandi lífskjör, lækkandi kaup, hækk-
andi verðlag.
Um Suðurameríku drottna erlendir auðhringir yfir
auölindum fólksins, en því er haldið í fáfræöi og skorti.
í Bandaríkjunum býr verulegur hluti landsmanna við
algert réttleysi, en vígbúnaðaræðið hvílir æ þungbærar á
allri alþýðu.
Um auðvaldsheiminn allan búa hundrúð milljóna við
næringarskort, hafa ekki einu sinni nægan mat til að
draga fram lífið og hafa engan aðgang að öðrum gæðum
jarðarinnar.
Og á íslandi, meðal þeirrar þjóðar sem taldi það aðals-
merki sitt að rjóða aldrei sverð af banablóði, dveljast nú
menn sem hafa dráp að atvinnu og fengu sem jólasend-
ingu morðtól og drápstæki, en æ fleiri íslendingar búa
viö atvinnuleysi og sárustu neyð.
Þessi fáu dæmi langtum stærri myndar sameinast svo
í markvissum undirbúningi nýrrar heimsstyrjaldar, .styrj-
aldar sem gæti tortímt miklum hluta mannkyns og
hrundið þeim sem eftir lifa aldir aftur 1 tímann.
Þannig er ástatt um frið .á jörðu u.m miðja tuttug-
ustu öld.
Þess vegna er hinn hefðbundni texti jólahátíðarinnar
um frið á jörð engin fögur en fjarlæg helgisetning, ekki
svæfandi spakmæli, heldur ví'gorð og baráttuhvöt. Friður
á jörðu er nærtækasta stjórnmálakrafa nútímans, há-
pólitísk krafa sem mótar átökin í heiminum í ríkara
mæli nú en nokkru sinni fyrr.
Því er það svo að þeir menn sem bera áþyrgð á styrj-
öldum þeim sem nú geysa, þeir menn sem bera ábyrgð
á neyðinni og hungrinu, hafa lýst yfir því að orðið friöur
sé bannhelgt, krafan um frið glæpamennska, barátta
fyrir friði öllum sökum þyngri. Einasta undantekningin
eru prestar á jólum, þeim leyfist að vísu enn að hafa
yfir guðspjall dagsins, en þó því aðeins að þeir einskorði
það við tveggja árþúsunda gamla atburði og forðist aö
tengja það lífi hins rúmhelga dags.
En þótt ráðamenn styrjalda og hungurs vilji gera
texta jólanna útlægan, er baráttan fyrir friöi á jörð þó
öflugri og almennari en nokkm sinni. Samtökin til varn-
ar friði eru víðtækari og þróttmeiri en nokkur samtök
fyrr og síðar, og þau hafa þegar unnið kraftaverk. Og
vfst munu þau ná hinu göfuga markmiði sínu, að útrýma
styrjöldum, kúgun og hungri.
í fullvissu um sigur friðar á jörðu óskar Þjóðviljinn
öllum íslendingum
GIEÐILEGRA JÓLA.
Atvik frá liðnu hausti
„Þakklátur“ skrifar:
Þegar ég les í blöðunum, að
við Íslendingar verðum að
neita okkur um erlend jólatré
á þessum jólum, kemur mér
í hug atvik frá síðastliðnu
hausti. — Starfsfólk Þjóðvilj-
ans fór í skemmtiferð austur í
sveitir og átti leið um Grafn-
ing. En áður hafði verið talað
við dr. Hejga Tómasson og beð
ið um leyfi til að skoða trjá-
rækt hans. Leyfið var meir en
auðsótt og er við komum á
staðinn, var Helgi þar fyrir
ásamt syni sínum. Viðkynning-
in hófst með stuttri kennslu-
stund við bíl Helga, þar sem
hann hafði raðað sýnishornum
greniplantna, allt frá eins árs
öngum. Síðan fylgdu þeir feðg-
ar okkur um margra hektara
afgirt landsvæði. Og 'sjá. Um
hæðir og dalverpi innan um
gras og lyng teygði sig urmull
af trjátoppum — vérðandi
grenitrjám og furu. —
•
140 þúsund á 13 árum
Þessar litlu sígrænu trjá-
plöntur voru að vísu ekki fam-
ar að setja verulega svip á
landslagið, sumar svo litlar,
að maður varð að ganga um
með varúð, aðrar náðu kannske
í hné, enn aðrar í mitti. — En
eftir nokkur ár munu dökk-
grænar, víðlendar skógarbreið-
ur blasa við ferðamanninum —
sígrænar sumar sem vetur. —
Hve margar trjáplöntur hafið
þér sett niður? spurðum við
140 þúsund er svarið. — 140
þúsund! hugsum við, það er eitt
tré á hvern íslending! Aðspurð-
ur segir Helgi okkur að þetta
mikla verk hafi hann byrjað
fyrir 13 árum, að þáð hafi ver-
ið unnið því nær eingöngu af
honum sjálfum og fjölskyldu
hans, að vanhöld á plöntunum
séu ekki meir en 5%, að hann
gefi trjánum ekki áburð að
fuglarnir brjóti stundum topp-
ana á rauðgreni, en ekki blá-
greninu o. fl. o. fl.
Jólatré úr íslenzkum
barrskógum
Loks leiðir hann okkur á
stóra flöt, framan við bústað
hans, rétt við þjóðveginn. —
Þar standa hundruð hinna
skrautlegustu blágrenitrjáa,
sum allt að mannhæð, glæsileg-
ur vitnisburður um hæfileika
íslenzkrar moldar og loftslags.
— Við þökkum fyrir og kveðj-
um og tíu þátttakendur í för-
inni ákveða að ganga í.Skóg-
ræktarfélag Reykjavikur. Afrék
þessarar fjölskyldu er þess vert
að því sé á lofti haldið. Hún
myndi að mínum dómi vera of-
arlega, ef ekki efst á skrá, ef
íslenzk skógrækt hefði þann
æskilega sið, að sæma fremstu
áhugamenn sína heiðursmerkj-
um. — Skógur hinna 140 þús-
und sígrænu trjáa í Grafningn-
um leiðir huga manns að því,
hvenær íslenzkir barrskógar
geti gefið íslenzkum börnum
jólatré að ganga kringum.
Þaklilátur.
Að jólum
Skátaheimilinu munu varpa
öndinni léttar. Og það slokkn-
ar undir jólapottum Hjálpræðis-
hersins í Auisturstræti. Allt
þetta betl, allar þessar „hjá’.p-
ir“, allar þessar „styrkjanefnd-
ir“, sem blómstra svo glæsilega
fyrir jólin — allt þetta mun
hvílast í fögnuði yfir unnum
afrekum. En þeir sem neyðast
til að þiggja þessar gjafir og
styrki — þeir munu eiga enn
sem fyrr erfiða daga og þunga.
Þeirra jól eru aðeins gerviein-
tak af jólum, eins og allt iíf
fatækra manna í hváða þjóð-
félagi sem um er að ræða, er
ekki annað en reykur af rétt-
um, gervieintak af lífi. Þjóð-
skipulag vort er ekki í jo’.a-
skápi gagnvart fátækum manni
— enda væri hann þá ekki
iengur snauður. Við þurfum
að koma á félagslegri jólahátíð
sem varir árið um kring,
Gleðileg jól!
Rískisskip
Hekla er væntanleg' til Rvíkur
5 dag að vestan og norðan. Esja
er í Álaborg. Herðubreið er vænt-
anleg til Reykjavikur í kvöld
að austan og norðan. Skjaldbreið
kom til Reykjavíkur í gærkvöldi
frá Breiðafirði. Þyrill er norðan-
lands. Ármann er i Vestmanna-
eyjum.
... 1 gær voru
gefin saman í
hjónabarid af
séra Þorsteini
Björnssyni ung-
frú Sigrún Eil-
---- . ertsdóttir, Raf-
stöðinni við Elliðaár, og Guðlaug-
ur Jóhannesson, Nesvegi 72. -—
Á jóladag verða gefin saman í
hjónaband á Akranesi ungfrú
.Gujðrún Vilhjálmsdóttir og Hallur
Bjarnason. Heimili ungu hjón-
anna verður að Kirkjubraut 11.
Loftlelðir
1. dag verður flogið til Vest-
mannaeyja. Á morgun verður
flogið til Akureyrai-, Bildudals,
Isafjarðar, Patreksfjarðar Vest-
mannaeyja og Þingeyrar.
Norræn jól, 11. ár-
gangur, eru komin
út. Efni ritsins er
að þessu sinni:
„Myndir frá Is-
landi og umsögn
um myndirnar".
Eru skýringarnar ýmist á sænsku,
dönsku eða norsku. Norrænu fé-
lögin í Danmörku og Noregi gefa
ritið út í sameiningu, og er það
hugsað sem almennt fræðslurit
úm Island. En stjórn Norræna fé-
lagsins hér ákvað að panta nógu
mörg eintök af ritinu að það
nægði öllum félagsmönnum þess,
og setti síðan á það ofangreint
nafn. — Margar góðar myndir eru
í ritinu.
Næturlæknir er i læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum. —
Sími 5030.
Næturvörður verður í Laugavegs-
apóteki um jólin. — Sími 1616.
Helgidagslæknir í dag er Þórarinn
Sveinsson, Reykjavikurvegi 24. —
Sími 2714. — Á morgun, aðfanga-
dag, Gunnar Cortesp. Barníahlíð
27. Sími 5095. — Jóladag: Gunnar
Benjamínsson, Sigtúni 23. Sími
1065. — Annan í jólum: Jón Ei-
ríksson, Ásvallagötu 28. Sími 7587.
Barnaföt vantar.
Mæðrastyrksnefnd, Þingholts-
stræti 18, biður þéss getið 'að hún
sé langoftast beðin um barnaföt.
Öll barnaföt koma í góðar þarfir.
Jólaglaðningur til biindra
Einá og að undanförnu tekur
Blindravinafélag Isiánds á.. móti
jólagjöfum til blinúrá — Gjöfum
er veitt móttaka á skrifstofir fé-
lagsins Ingólfsstræti 16.
Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í
Hafnarstræti 20 (Hótel Heklu),
gengið inn frá Lækjartorgi. —
Opin í dag kl. 10—22. Sími 80785.
Sólheimadrengurinn. 50 kr. frá
A.E.G. óg 100 kr. frá S.K.
Sf
s
•o
M
Það eru jól annað kvöld.
Mestu heimiíisannadögnm árs- !j?
ins er að ljúka. Og það munu
margir halla sér þreyttir eftir i*s
kvöldmatinn á morgun. Þeir jg
í Vetrarhjálpinni munu fagna j!|
langþreyðri hvíld eftir mikið
erfiði. — Gjafaeplastjórarnir í
iémannafélag
Beykjavikur
JÓLATRÉSSKEMMTUN fyrir börn félagsnianna
verður í Iönó dagana 29. des. 1951 og 3. janúar
1952, og hefst kl. 3,30 ef.tir hádegi báða dagana.
Aðgöngumiöar veröa seldir í skrifstofu félagsins
föstudaginn 28. des. 1951 kl. 10 f. h. til kl. 18.
Ef eitthvað verður eftir, v.erður þaö selt mið-
vikudaginn 2. janúar frá kl. 10 f. h. til kl. 18
e. h. í skrifstofunni.
DANSLEIKUR fyrir fullorðna á laugardaginn
29. des. 1951 og nýju og gömlu dansarnir fimmtu-
dagimi 3. jan.
Dansleikirnir hefjast kl. 9 s.d.
Aögöngumiðar í skrifstofu félagsins og í Iönó
frá kl. 5 e. h. báða dagana.
Skeæmfiiiefiidin.
-0 •r.*í'«ooo*o#o*o«o*o«o*o#o«o#o#o*1-.«o*o*oi
io«o*o«i.i»í.«»o«o#G«oeo«o»oa<i*o«o«G«o»oi*oi»o»a«o*o«o*o«o«o«o»t')«o*ci~4
- 1
Kiddabúð
s5
•o
ct •
^2S^S^S!SS52!K52ISS£SSSS5S(52^SS22