Þjóðviljinn - 23.12.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1951, Blaðsíða 8
Ein afleiðmgm a! bjargráðum eysteinskunnar: alan mmnkar rjómasala um allt að f jórðung VersnandL lífskjör almennings eru þegar farin að koma fram í því áð fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur mjólkursalan minnkað um 8% og rjómasalan um 20—25%. Tíminn, höfuðmálgagn ey- steinskunnar, ræddi þetta mál í leiðara í gær, en upplýsing- arnar um málið er að finna í nýlegu hefti af Árbók landbún- aðarins. Fyrstu 9 mánuði ársins var nýmj^lkursalan 552 þús. lítra minni en á sama tíma í fyrra og rjómasalan 122 þús. 1 minni. Á þessum tíma hefur neytend- um þó fjölgað um 3 þúsund. Tíminn segir orðrétt um þetta: „Vegna þessarar fjölg- unar neytendanna hefði mjólk- ursalan átt að vera 550—600 þús. lítrum meiri fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. — Kaunveruleg minnkun mjólkursölunnar á ])essum tínia er því um 1—1,2 millj. lítrar eða allt að 8%. Kýrnun rjómasölunnar er þó enn meiri, jafnvel allt að 20 til 25% þegar miðað er við fjölgun neytenda“. 1 Árbók landbúnaðarins eru 350 lestir brenni- steinn Húsavik. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á s. 1. hausti voru fluttar til Húsavíkur 350 smálestir af brennisteini frá Námaskarði, austan Mývatnssveitar. Mjög lítil óhreinka er í brennisteininum, eða vart meira en 5—10%. — Brenni- steinsvinnslu er fyrir alllöngu hætt nú, en ráðgert er að hefja hana að nýju svo fljótt sem unnt er á vori komanda. Brennisteinninn verður fluttur til Englands. Eltingaleikur við dmkkinn ökamann Lögreglan Ienti í löngum og hörðum eltingaleik í fyrrinótt við drukkinn bílstjóra og lauk svo að hann slapp, en lög- regían náði honum í gær og játaði hann sekt sína. Lögregluþjónum er staddir voru á horni Laugavegar og Klappastígs um hálftólf í fyrra kvöld þótti akstur bílsins R- 4036 athugaverður og fór þvi annar lögregluþjónninn út á götuna og gaf honum stöðv- uiiarmerki. Þegar lögregluþjónn jnti ætlaði að opna bílinn ók bílstjórinn af stað. Stöðvaði lögregluþjónninn næsta bíl og elti R-4036. Barst sá eltinga- leikur víða um bæinn og lauk evo að sökudólgurinn slapp. Nokkru síðar sá lögreglu- þjónninn mann þann er setið hafði hjá hinum flýjandi .bíl- stjóra, var hann þá á gangi niðri i bæ, ölvaður. Var hann tekinn fastur og skýrði þá frá hver hefði ok'ið bílnum. Þessi handtekni maður var einmitt sá er bilnum ekur að jafnaði. Játaði hann að hafa verið drukkinn, en mann þann er bílnum ók — og flýði, taldi hann hafa verið drukkinn. 1 gær náði lögreglan bílstjóra þeim er flýði? Játaði hann að hafa drukkið áður en hann fór að aka, og auk þess hafa sopið tvisvar til þrisvar á hjá félaga sínum eftir að hann fór að aka bílnum. raktar ástæðurnar fyrir hinni minnkandi mjólkursölu og seg- ir þar m. a. svo: „En aðal- skýringin hlýtur að vera sú að kaupgeta neytendanna hafi minnkað, eða það sem réttara mun hún hefur ekki verið jafn almenn á þessu ári sem 1950“. Árum saman hafa sósíalistar verið að reyna að troða því inn í hausana á blindingjum ey- steinskunnar að með því að skipuleggja atvinnuleysi í bæj- unum, lækka lífskjör almenn- ings með sívaxandi dýrtíð og öðrum fáránlegum ráðstöfun- um, væri verið að grafa grunn- inn undan afkomu bænda, því í bæjunum við sjóinn ættu þeir sinn öruggasta markað. Þetta hefur þó engan árangur borið. Fyrir nokkrum árum uppgötv- aði höfuðspekingur Framsókn- ar, Eysteinn, að allt sem aflaga færi í þjóðfélaginu væri að kenna „of mikilli kaupgetu“. Síðan hafa Ihöldin tvö látlaust verið að bjarga þjóðinni með því að minnka kaupgetuna. Og öll hirðin hefur jarmað í kór rjm bjargráð eysteinskunnar. Einni afleiðingunni af bjarg- ráðum eysteinskunnar': minnk- andi. mjólkursölu, lýsti Tíminn í gær, — og segir að lokum: „Það er hagur fyrir bændur að ekki sé atvinnuleysi í bæjum og afkoma verltamanna sæmi- leg. Það tryggir afurðasöluna.“ Það væri of mikill barnaskap ur að halda að þessi orð þýddu það að blindingjar eysteinsk- unnar hafi nú fengið sýn. Þeir munu eftir sem á'ður halda áfram að gera ráðstafanir til að þrengja kóst'i álþýðunnar ennme'ir. Strætisvagna- ferðir um jólin Um jólin verða strætisvagna- ferðirnar eins og hér segir: Á aðfangadag er síðasta ferð kl. 5.30. Vagnar sem eiga að fara 5 mínútur yfir hálf sex fara ekki. Á jóladag er fyrsta ferð kl. 2 e. h. og verður eki'ð til 12 á miðnætti. Á annan jóladag er fyrsta ferð kl. 9 f. h., ekið til miðnættis. Viðskiptasamn- ingur við Spán framlengdur til ársloka 1952 Núgildandi viðskiptasamning- ur milli Islands og Spánar var hinn 12. þ. m. framlengdur í Madrid til ársloka 1952 með erindaskiptum milli Péturs Benediktssonar sendiherra og Seiior Jaime Álba aðstoðar- verzlunarmálaráðherra Spánar. (Frá utanríkisnáðuneytinu.) þlÓÐVILIINN Sunnudagur 23. desember 1951 — 16. árgangur —• 291. tölublað Sjómenn vinna mál fyrir Félagsdómi Sjómenn unnu í fyrradag mál fyrir Félagsdómi, um það hvernig skilja bæri ákvæði samninga um útreikning á hlut sjómanna af söluverði saltfisks í erlendum höfnum. Samkvæmt 3. gr. samnings-' ins skulu sjómenn fá 19% af heildarsöluverði fisksins. Tog- araeigendum skal hinsvegar heimilt að draga áður frá 20% af söluverði fisksins, til að greiða með útflutningsgjöld, löndunarkostnað, tolla og sölu- kostnað. Húsvíkingar vilja fá togara Húsavík. — Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt einróma á fundi Verka- mannafélags Húsavíkur 19. des. 1951: . Þar sem augljóst er að hér í Húsavík verður stórfellt at- vinnuleysi og ])rengingar meðal almennings í vetur ef hrað- frystihús Fiskiðjusamlags Húsa víkur fær ekki starfað sökum skorts á hráefni, þá skorar fundur í Verkamannafélagi Húsavíkur haldinn 19. des. 1951 á stjórn Alþýðusambands Islands að lilutast til um að hingað komi togari til að Ieggja upp afla í vetur. Ennfremur skorar fundurinn á þingmann kjördæmisins að leggja þess'u máli allt það lið sem lionum er unnt. 4 nýir bátar til Vestmannaeyja Vestmannaeyjum. Frá fróttaritara Þjóðviljans. Nýlega kom hingað nýr bátur frá Danmörku, Hannes lóðs. Hafa þá 3 nýir vélbátar bætzt í skipastól Vestmannaeyinga frá því s.I. vor. Hannes lóðs er 50 tonn, keyptur í Danmörku. Eigendur hans eru Ágúst Matthíasson og Jóhannes Pálmason er verður skipstjóri. I haust bættist í skipastól- inn Erlingur III. 60 tonna bát- ur, keyptur í Danmörku. Eig- andi Sighvatur Bjarnason. Seint á s. I. sumri var Sigurfari, 50 tonna bátur, einnig keypt- ur frá Danmörku. Eigendur Öskar Ölafsson skipstjóri o. fl. Fjórði báturinn, Sjöstjarnan, er á leiðinni frá Danmörku, en þar hefur hann verið end- urbyggður og sett í hann ný vél. Fiskiðjusamlag Hiisavíkur hefur greitt 450 þús. kr r 1 arfiörður Ferðir milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur verða sem hér segir: Aðfangadag jóla: fyrsta ferð kl. 7, síðasta ferð kl. 17 frá báðum endastöðvum. Jóla- daginn: fyrsta ferð kl. 14. Síð- asta ferð ld, 0,30. Annan jóla- dag: fýfstá ferð kl. 10. Síð- asta ferð kl. 0,30. Jélamat stolið I fyrrinótt voru framin tvö innbrot í bænum. Á báðum stöðunum var tekið það sama': jólamatur, þ. e. rjúpur og hangikjöt. 1 gær var stolið tösku frá konu. Lagði hún töskujia frá sér á búðarborð og varð liti'ð af henni. Þegar hún leit við var taskan horfin. Lögreglan skorar á fólk að vera vel á verði gegn slíkum þjófnuðum. Húsavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Áðalfundur Fiskiðjusamlags Húsavíkur var haldinn 24. nóv. s.l. Fiskiðjusamlagið hefur á þessu ári keypt hráefni fyrir um 1 250 000 kr. og greitt 450 þús kr. í vinnulaun. Gjöf til Þjóðininja safnsios Á síðast liðnu sumri var dr. Paul Szenkovits, aðalræðismað- ur íslandg í Wien, í heimsókn hér á landi og kom þá meðal annars á Þjóðminjasafni'ð. Dr. Szenkovits er mikill áhugamað- ur um söfnun þjóðfræðigripa og tjáði þjóðminjaverði, að hann mundi senda þjóðminja- Framleiðslan frá því um miðjan maí að húsið tók til starfa er 7150 kassar af þórsk- flökum, 5490 kassar af ýsu og auk þess 130 sm'álestir af full- stöðnum saltfiski. Þá hefur fisk sölusamlagið rekið fisksölubúð og þar hefur verið selt veru- legt magn af fiski. í stjórn Fisksölusamlagsins voru kosnir: Friðfinnur Árna- son, bæjarstjóri; Björn Krist- jánsson, sjómaður og Þórhall- Sigtryggsson, kaupfélagsstjóri. . A " <* j Kpij-, j'fogööwii, AdUpivldgablJUll. safninu nokkra gripi að gjöf! Allmargt manna, eða 60—70 ur einkasafni sínu. Þessir grip- ir eru nú komnir og hafa verið fluttir í Þjóðminjasafnið. Þeir eru fjórir talsins: Útskorin og máluð mynd af goði frá Su'ðurhafseyjum (Bismarck-haf inu), og hefur goðið nokkuð af báðum kynjum, karls og konu. Líkneski frjósemisgyðju, frá sama menning'arsvæði. Ara- bísk stríðskylfá úr járni. Tyrk- neskt svipuskaft úr íbenviði með innlögðu silfurskrautverki. Allir þessir gripir eru mikils verðir sem sáfngripir, enda átti safnið ekki sams konar áður. 1 safnnu er að vísu þjóðfræði- deild, smá að vöxtum, en nú verður þessari góðu gjöf dr. Szenkovits bætt við hana. manns, munu fara til Su'ður- lands á vertíð. Togararnir Skúli Magnússon seldi afla sinn í (Jrimsby í gær, rúml. 4300 kit fyrir 10064 pund. Ingólfur Arnarson og Egill Skallagrímsson fóru á ísfisk- veiðar í gær. Landa hér næst. Jón forseti fer á ísfiskveiðar í dag. Siglir með aflann. Karls- efni verður hér um jólin. Júní kom úr slipp í gær. Akurey landaði á Akranesi og kom hingað í gær. — Fimm brezkir togarar eru í höfninni. Togaraeigendur hafa fram- kvæmt samninginn þannig að þeir hafa selt fiskinn í höfn og dregið 20% frá söluverði hans þar, áður en þeir greiddu sjómönnum þau 19% er þeim ber að fá af heilarverði fisks- ins. Sjómannafélagið fór í mál út af þessari framkvæmd samn- ingsins og kvað félagsdómur upp þann úrskurð, að það væri réttur skilningur á samningum að heildsöluverð fisksins í erlendri höfn væri verð hans þar, að viðbættum útflutnings- gjöldum, löndunarkostnaði toll- um og sölukostnaði. Hafa sjó- menn því unnið málið. Styrkið Vetrar- hjálpina Hún tekur á móti gjöfum á aðfangadag Þegar blaðið átti tal við starfsmenn Vetrarhjálparinnar í gær höfðu alls safnazt rúm- lega 90 þús. kr. í dag, kl. 1,30, hefst úthlut- un á eplum til }>eirra sem hafa fengið hjálp hjá Vetrarhjálp- inni. Reykvíkingar! Athugið að á morgun, aðfangad., tekur Vetr. arhjálpin enn á móti gjöfum. Skærur halda áfram Skærur halda áfram á Súes- svæðinu. Brezk járnbfautarlest var stöðvuð í gær skammt frá Ismailia með því að lagður var járnbútur á teinana. I brezkum fregnum segir að skotið hafi verið á brezka hermenn úr launsátri, en þá ekki sakað. Tilkynnt var í gær að Egypt ar hyggist ekki leggja deiluna við Breta fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Dolansky varafor- sætisráðherra " Nokkrar breytíngar hafa verið gerðar á ríkisstjórn Tékkóslóvakíu. Dr. Jaromir Dolansky hefur verið slcipaður einn hinna fjög- urra varaforsætisráðherra óg tekur sæti Rudolfs Slanskys, Dolansky var fjármálaráð- herra í stjórninni sem mynduð var í febrúar 1948 og var áríð eftir skipaður forseti áætlunar- nefndar ríkisdris. Lagarfoss fœr á sig sjó Á leiðinni vestan um land fékk Lagarfoss á sig sjó og köstuðust vörurnar út í aðra hlið hans og hallaðist hann töluvert þegar hann kom hing- að.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.