Þjóðviljinn - 10.01.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.01.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. jánúar 1952 Koreuskýrslan Framhald af 5. &íðu. hiýtur fyllsta ábyrgð þess- ara verka að falla á þær stjórnir' sem sent hafa her- sveitir til Kóreu og greitt ijafa atkvæði með stríði gegn Kóreu á þingi Samein- uðu Þjóðanna. Nefndin lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að þeir menn, sem ábyrgir eru fyrir glæp- um þeim, sem framdir eru gegn kóreönsku þjóðinni, skuli ákærðir fyrir stríðs- giæpi, svo sem kveðið er á um í Yfirlýsingu Banda- manna 1943 og skuli dregn- ir fyrir alþjóðarétt, svo sem ákveðið er i sömu yfirlýs- ingu. Nefndin skorar á allar þjóðir heimsing að hvetja til þess, í nafni mannúðarinnar, að hem- aðaraðgerðir verði stöðvaðar í Kóreu og erlendur her verði fluttur á brott úr landinu. Nefndin vill einnig hvetja aliar þjóðir heims til þess, að skipuleggja Ihjálp til handa kóreönsku þjóðinni, sem nú er ógnað með hungursneyð og sjúkdómum, en hvorttveggja er afleiðing þeirra glæpsam- legu hryðjuverka er amerískir innrásarherir hafa framið í Kóreu. Nofndin biður Alþjóðasam- band lýðræðissinnaðra kvenna, að senda framanritaða skýrslu tii allra stjórna í heimi, til alira kvenfélagasambanda í heimmum, án tillits livort þau eru í Sambandi iýðræðissinn- aðra kvenna eða ekki. Einnig til Heimsfriðarnefndarinnar, til allra félagssamtaka ,sem berj- ast fyrir friði, til allra mann- úðarfélaga og forustumanna al- mennings, án tillits til stjóm- mála eða trúarskoðana, til alira þeirra, sem unna friði- Nefndin biður W.I.D.F. um að þessi „Skýrsla Alþjóðanefnd- ar kvenna til rannsóknar á hryðjuverkum er hersveitir Bandaríkjamaima og Syngman Bhec hafa framið í Kóreu“, verði send til sameinuðu þjóð- anna. • JB Skýrslan var samin á fimm tungumálunf v ensku, frönsku, rússnesku, kínversku og kór- esku. Formaður nefndarinnar: Nora K. Bodd, Kanada. Varaformenn nefndarinnar: Liu Ching-yang, Kína og Ida Bachmann, Danmörk. Ritarar: Miluse Svatosova, Tékkósióvakíu. Tress Soenito Heyligers, Hollandi. Aðrir nefndarmeðiimir: Monica Felton, Engl. María Ovsyannikova, Ráðstjóraarríkj- ú(num. Bai Lang, Kína. Li Keng, Kína. Gilette Ziegler Frakklandi. Elisabetta Gallo, Italíu, Eva Priester, Aust- urríki, Hilde Chan, Austur- þýzka lýðveldinu. Lilly Wacht- er, Vestur-Þýzkalandi- Dr. Ger. maine Hannevard, Beigj'u. Li thi Qué, Viet-Nam. Ganelaria Rodrigues, Kúbu. Leonor Ag- uiar Vay.ques, Argentínu. Fat- ma hen Sliman, Túnis. Abassia Fodil, Alsír.“ 1 Til f liggur leiðin 71. DAGUR börn, ekki sízt unglinga eins og þig. Ó, sonur minn, ef þú vissir hvað þú þarft að gæta þín vel fyrir þessum snörum. Og þú átt svo iariga leið fyrir höndum. Vertu ávallt á verði og hafðu hugfast hvað frelsarinn kennir ikkur, mundu hvað móðir þín hbfur ævinlega rejmt að innræta þér og systkinum þínum. Reyndu að hlusta á rödd frelsara þíns, sem er alltaf með okkur, stýrir fæti okkar á hinum þrönga vegi sem liggur til hins eilífa sæluríkis, sem er yndislegra en við getum gert okkur í hugarlund. Lofaðu mér iþví, barnið mitt, að þú gieymir ekki barnatrúnni þinni, og hafir alltaf hugfast að „réttlæti er máttur“ og elsku drengurinn minn, bragðaðu aldrei vín, hver sem býður þér það. Því að í því ríkir djöfullinn í allri dýrð sinni, og bíður færis á að sigrast á hinum veiklundaða. Mundu hvað ég hef sagt þér: „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur11, og það er innileg von mín að þessi orð megi hljóma í eyrum þér í hvert skipti sem þú freistast — því nú er ég þess fullviss, að það var hin raunverulega ástæða til óláns þíns. Eg þjáðist mikið vegiia þess, Clyde, og einmitt um það leyti átti ég við mikla erfiðleika að stríða vegna Estu. Ég var næstum búin að missa hana. Hún var óttalega veik. Veslings bamið varð að gjalda synd sína dýru verði. Við urðum að stofna okkur í miklar skuldir og það tók lang- an tíma að losna við þær — en loks tókst okkur það, og nú erum við ekki alveg eins illa stödd og við vorum. Eins og þú sérð, þá cigum við nú heima í Denever. Við rekum okskar. eigið trúboð hér, og höfum íbúð handa okkur öllum. Auk iþess leigjum við út nokkur herbergi, og Esta, sem nú er frú Nixon, heldur þeim hreinum. Hún á indælan, lítinn dreng, sem minnir mig og föður iþinn oft á þig, þegar þú varst lítill. Hann gerir ýmislegt sem þú várst vanur að gera, og okikur finnst stundum að þú sért kominn til okkar aftur. Okkur er. stundum huggun að því. Frank og Júlíá hafa stækkað mikið og eru mér til mikillar hjálpar. Frank selur blöð og vinnur sér dálítið inn og það er betra en ekki. Estu finnst að þau eigi að ’igánga í skóla eins lengi og mögulegt er. Föður þínum líður ekki mjög vel, en hann er líka farimi að eldast, og hann gerir það sem hann getur til hjálpar. Mér er mikil ánægja að því, Clyde, að þú skulir vera að reyna að búa í haginn fyrir þig, og i gærkvöld minnt- ist faðir þinn'á, að föðúrbróðir þinn, Samúel Griffiths í Lycurgus, væri svo ríkur og mikils metinn, og mér var að detta í hug, að þú gætir skrifað honum og beðið hann um atvinnu, því ekki það? Þú ert þó bróðursonur hans. Þú veizt að hann á stóra flibbaverksmiðju í Lycurgus og það er aagt, að hann sé mjög ríkur. Þú ættir að skrifa honum og sjá hvað setur. Eg er viss um að hann gæti látið þig hafa eitthvað að gera, og þá gætirðu unnið þig úpp. Láttu mig vita, hvort þú gerir það og hvað hann segir. Ég vil að þú skrifir oft, Clyde. Segðu mér allt um sjálf- an þig og h.vernig þér gengur. Gerðu það. Auðvitað elsk- um við þig eins heitt og við höfum ævinlega gert og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að beina þér á rétta braut. Við óskum þess líka að þú sért góður piltur og lifir. hreinu og heiðvirðu lífi, því að, sonur minn, hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni? Skrifaðu móður þinni, Clyde, og mundu það að kær- leiikur hennar umlykur þig alltaf — styrkir þig — og bið- ur þér blessunar í guðs heilaga nafni. Þín einlæg mamma. Þess vegna var það, sem Clyde fór að hugsa um Samúel frænda sinn og atvinnurekstur hans, löngu áður en liann hitti hann sjálfan. Honuu, hafði létt mikið þegar hann komst að því, að foreldrar hans voru ekki í eins miklum fjárhagskröggum og þau höfðu verið og höfðu nu fastar tekjur af gistihúsi eða leiguherbergjum, í sambandi við þetta nýja trúboð. í tvo mánuði eftir að hann hafði fengið fyrsta bréfið frá móður sinni, hugsaði hann um það á hverjum degi að hann yrði að gera eitthváð og það sem fyrst. Einn daginn þurfti hann að afhenda pakka með bindum og vasaiklútum, sem gestur í Chicago hafði keypt í verzluninni, sem hann vann í núna, í Dnion League klúbbinn við Jaekson Boulevard. Þegar hann kom inn, gekk hann beint í flasið á Ratterer í einkennis- búningi starfsmanna klúbbsins. Hann svaraði fyrirspurnum við dyrnar og tók á móti öllum pökkum. Fyrst í stað áttaði hvor- ugur sig á því að þeir stæðu þarna augliti til auglitis, en eftir andarta'r hrópaði Ratterer: ,,Clyde.“ Svo greip hann í hand- legg hans og sagðj hrifinn en í lágum hljóðum: ;.Nei, nú hef ég aldrei. — Skollinn sjálfur. Þetta var svei mér sniðugt. Legðu pakkann þarna. Hvaðan kemurðu eiginlega?“ Clyde varð jafnforviða og hrópaði: ,,Nei, svei mér þá alla daga ef þetta er elcki Tom. Ja, hérna. Vinnur þú hérna?“ Ratterer (og Clyde líka) vár alveg búinn að gleyma hinú óþægilega leýndarmali sem þeir áttu sameiginlegt, og bætti við: „Já já,, ég yinn hérna.. Ég er bráðum búinn að vera héma ár.“ Svo linippti hár.n skyndilega í Clyde, eins og hann vildi segja: „Hafðu ekki hátt,“ og dró hann afsíðis, svo að enginn gat heyrt til þeirra og bætti við: „Uss. Ég vinn hérna undir mínu eigin nafni, cn ég vil ekki að þeir viti að ég er frá Kansas City, skilurðu. Þeir halda að ég sé frá Cleveland." Og svo þrýsti hann handlegg Clydes einu sinni enn og virti hann fyrir sór. Og Clyde var jafn snortinn og bætti við: „Auð- vitað slkil ég vel. Ég er feginn að þú gazt náð þér á strik. Ég heiti Tenet. Henry Tenet. Mundu það.“ Og báðir voru í sjöunda himni. Þegar Ratterer tók eftir einkennisbúningi Clydes sagði hann: „Ertu bílstjóri eða ökmnaður, ha? Það er svei mér snið- ugt. Þú ekill. Að hugsa sér. Ég get ekki annað en hlegið. Hvers vegna ertu það?“ En svo sá hann á andlitssvip Clydes, að hann var ekki beinlínis hrifinn af þessari stöðu sinni, og Clyde svaraði: ,,Já, ég hef átt í dálitlum erfiðleikum.“ Og Ratterer bættá við: „Ég þarf endilega að mæla mér mót við þig. Hvar áttu heima?“ (Clyde sagði honum það.) „Fínt er. Ég er búinn að vinna klukkan sex. Við gætum liitzt þegar þú ert búinn að vinna. Við skulum Sjá — eigum við okki að hittast hjá — já, til dæmis hjá Henrici í Randolph stræti ? Hvað segirðu um það ? Klukkan sjö. Ég losna klukkan sex og ég get verið kominn þangað klukkan sjö, ef þú getur það.“ Clyde var himinlifandi yfir því að hitta Rattcrer aftur og kinkaði ikolli til samþykkis. —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo-oOo— —oOo— BARNASAGAN SKESSAN Á STEINNÖIÍKVANUM 6. DAGUR Daginn eítir kom kóngur í herbergi barníóstr- mnar litlu íyrir bennan tíma, sem ákveðinn var, og settist þar á stól með brugðið sverð í hendi. Því næst spruttu upp fjalirnar í gólfinu sem fyrri, og kom konan þar upp hvítklædda með járn- spöngina og hlekkjafestina, sem áður er getið. Kóngur þekkir þar þegar konu sína, og verður honum það fyrst fyrir, að hann hegaur sundur hlekkjafestina, sem niður lá úr járnspönginni. En við það urðu dunur svo miklar og dvnkir að heyra niðri í jörðinni, að kóngshöllin lék öll á reiði- skjálfi, og hugði enginn annað en hvert bús mundi hrapa í borginni og um koll keyra. Loksins leið þessi ókyrrleiki og undirgangur af, svo menn koma til sjálfs sín. Féllu þau kóngur og drottning í faðma. Síðan sagði hún honum upp alla sögu, hvernig tröllkonan kom að skininu á nökkvanum, er allir sváfu, og færði sig úr drottningarskrúðanum og frá ummælum hennar og álögum. Hún sagði frá bví, er hún var komin svo langt á nökkvanum, er leið sjálfkrafa áíram undir henni, að hún sá ekki skipið lengur, hefði sér fundizt hún fara gegnum svo sem myrkva nokkurn, unz ríökkvinn lefíti hjá bríhöfðuoum þussa; og viljað þegar sofa hiá sér. En hún kvaðst hafa aftekið það í allá staði. Hún sagði, að þussinn hefði sett sig þá í einhýsi um hríð og hótað ser, að hún skyldi þaðan aldrei út fára, nemá hún héti sér blíðu sirrni, en vitjað hefðí hann um sig öðru hverju. Þegar nokkuð leið frá, kvaðst hún hafa farið að hugsa sig um, hvað hún skyldi nú til bragðs taka til að losna úr trölla höndum. Sagðisi hún þá hafa gefið honum kost á að sofa hjá, sér, ef hún mætti áður sjá son sinn ofanjarðar þrjá daga í beit; hefði hann lofað sér því, en látið þó • um sig járnspöng béssa með hlekkjáfestinni úr, og hefði hann bundið öðrum epda festarinnar um sig miðjan, og bví mundu hinir miklu dynkir haia orðið, er kóngur hjó á festina, að risinn hefði hlunkað niður allan undir- ganginn, er svo snögglega slaknaði á festinni, bví bústaður. risans væri rétt undir "borginni; og því hefði ókyrrieikinn orðið svo mikill, er hann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.