Þjóðviljinn - 20.01.1952, Page 3

Þjóðviljinn - 20.01.1952, Page 3
Sunnudagur 20. janúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 /---------------------------------——•———-------' Minningar úr sumarferðalagi: SiBustu dagarnir i LONDON FRÁ LONDON Vondar frétrtir. Það voru sannarlega engin gleðitíðindi, sem lesa mátti í blöðunum daginn eftir að þá- verandi fjármálaráðh. Breta, Hugh Gaitskell, flutti yfirlits- ræðu sína í fulltrúadeildinni nm ástandið í fjármálum landsins. Boðskapurinn í ræou hans var nokkurnveginn þessi: „Brezka þjóðin sér fram á vöntun á stáli, kolum, gulli og dollurum. Verðlag á fæðuteg- undum, eldsneyti, ljósmeti, fatnaði og ýmsum heimilis- nauðsynjum mun fara hækk- andi. Við verðum að minnka við okkur kaup á flestu því, sem við notum í daglegu lífi. HaJda verður launum í sam'a horfinu". Þetta var í júlílok, og sums- staðar mátti heyra raddir um þa.ð, að ekki væri ólíklegt, að kosningar færu. fram í haust. Nú hafa þær orðið, og niður- staður þeirra hafa leitt í ljós, að engar stórfelldar breyting- ar höfðu orðið á fylgishlutföll- um stærstu flokkanna. Ástæð- an fyrir þingmeirihluta íhalds- ins er nefnilega sú, að kosn- ingafyrirkomulag hins brezka lýðræðis er í ýmsum atriðum ærið kindugt, og ætla ég mér ekki að fara nánar út í það hér. Hluturinn liggur í augum uppi. Og nú er eftir að sjá, hvort hægrimönnum tekst bet- ur hið miður öfundsverða verk að stjórna hnignandi nýlendu- veldi og ofþéttbýlu heimalandi ■þess. Beilarar. En svo ég víki aftur að frá- sögninni. — Ég tó!k einkum eftir því, hversu verð á fatn- aði hafði hækkað frá árinu áð- ur. Föt, sem haustið 1949 kost- uðu ca. 20 pund, voru nú kom- inn upp í 25—30 — að minnsta ikosti. Matur á veitingahúsum hafði að sjálfsögðu hækkað í sama hlutfalli. Og flest annað, sem kaúpa þurfti. Ferðamanni hættir til að leggja leið sína svo til einvörð- ungu um fremur þokkalegar götur helztu hverfanna, jafn- vel glysgöturnar, þar sem helzt gefur að líta prúðbúið fólk, en tctralýður, atvinnuleysingjar og annað fólk „lægri stétta“ á síður .erindi, Fyrir bragðið get- ur mánninum. algjörlega yfir- sézt sú staðreynd, að þúsundir. já, milljónir manna eiga við að' búa sárgrætilegustu eymd og niðurlægingu. Ein er þó stétt manna, sem ekki fyrir- finnst aðeins í skuggahverfum pg hliðargötum, heldur ryðst fram hvar sem hana lystir, en það eru betlararnir. Betlarar eru aumlegust.u mannfyrirbæri, sem ég hef séð. Óg þau eru ljótasta og afkára- légasta tepimd skyni gæddra vera, sem áúðvaldinu og fá- fýæðinni hefur á öllum tím- úm tekizt áð framleiða. Betl- arar eru á öllum aldri — og af báðum: .kjmjum, endaþótt ljarlmenn virðist í vfirgnæfandi hjeirih.Iu4a- :.Kyeúfólk, sem í að- stöðu karlmanna myndi kannske hafa lagt fyrir sig betl: opinberlega, {ekur oft og tíðum þann kost að standa heldur á götuhornum i augljós- um tiigangi, þar sem híði bless- unarlega ,,einstaklingsframtak“ má sín einhvers með hjálp og tilstilli þurfandi manna. Og þar er fegurð miklu oftar auka- atriði en óreyndan sveitamann grunar. Fjölmargir betlarar eru nið- urbrotnir og örkumla menn frá vígstöðvum einhverrar styrj- aldarinnar, menn, sem atvinnu- rekendur hafa alls enga þörf fyrir og ekki geta stundað neina vinnu sjálfstætt; einatt misheppnaðir listamenn, landa- flækingar eða afdankaðir tugt- húslimir. Þeir sem fá leyfi til að selja blöð á götunum, mega EFTIR Elías Mar ii <! ? hrósa happi. Þeir eru „æðri stétt“. En hitt er svo flestum ókunnugt, að jafnvel betlarar hafa sín saamtök, sín lög og fyrirmæli — sennilega óskráð. Þeir koma sér saman um stað- ina, þar sem þeir betla; sér- hver hefur ákveðið umráða- svæði, annaðhvort lengur eða skemur. I kvöld stendur A. með skemmda fiðlu fyrir utan Lon- don Pavillion, en B „syngur“ fyrir ríka fólkið, sem bíður i röðum eftir að komast inn á Warner. Annað kvöld skiptast þeir á. O.s.frv. Sama niáli gegn ir um vændiskonur. Þær hafa fllestar sérstök umráðasvæði, sem stallsystur þeirra virða með því að koma þar ekki nærri, utan nauðsyn beri til. Ófriðar, rosknar og fátæl:ar vændiskonur, sem ekki geta verið þekktar fyrir að láta sjá sig í nánd við Piccadilly Cirk- us hirast hinsvegar í myrkum skuggagötum, hafnarhverfum og krám, þar sem þær þurfa að ganga með opinn rakhníf í töskunni til að geta varizt jafnfátækum karlmönnum, sem ekki hafa efni á að borga þeim neitt en eru skapaðir með samskonar tilfinningar í blóð- inu og aðrir karlmenn — og reyna að beita afii, Ef þessar konur létu sjá sig í „fínum“ götum, myndu æðri stéttar hórur hlæja þær dauð,- ar — þær, sem enn eru á góðu aldursskeiði og ekki eru dottnar út úr rullunni í gleði- sölum og fyrsta flokks hótel- herbergjum. Tveir staðir. Ég gerði méf ferð inn í House of Cammons til þesS að skoða ■ hin nýju húsakynni deildarinnar, er kom mér fyrir sjónir sem yirðingarverð til- raun til að nota' sem bezt gam- aldags og óhentugt fyrirkomu- lag þinghallarinnar, sem er annars köld og óvistleg bygg- ing í gotneskum stíl frá Tudor- tímabilinu. Það er erfitt fyrir Breta að leggja niður byggingu eins og Palace of Westminster, þvi að um aldaraðir hafa minn- ingar tengst við þessa húsasam stæðu eða brot af henni. Þó ber nauðsyn til þess fyrr eða síðar, því að húsið er ekki hent ugt, endaþótt allt sé „í stíl“. - Ég var óheppinn með umræð- ur. Á bekkjunum sátu sárafáir þingmenn og voru flestir í móki. Liðið var að miðnætti. Umræður snerust um fjárhag- inn — einna helzt. Svartklædd- ir íhaldsmenn með hvíta flibba deildu á gráklædda jafnaðar- menn með mislita flibba, er sátu, að því er virtist fyrir ein- hverja slysni, stjórnarmegin i þessu fornlega húsi kyrrstöðu og nýlendupólitíkur, þar sem deildarforsetinn hefur spennur í skónum og grátt parruk nið- ur á herðar. Fátt var um Islendinga á Harrington-kránni um þessar mundir, en þar er helzti sam- komustaður þeirra landa, sem í London dveljast, einkum námsmanna og ferðafólks. Krá þessi er á engan hátt merki- leg — bezt að segja það strax, svo að enginn haldi, að hér sé um að ræða einhvern sögufræg- an stað eða glæsilegan. Það eina, sem krá þessi hefur sér til ágætis er það, að einstöku landar leggja þangað leið sína um helgar, einkum ef þeim leiðist og þeim finnst þeir hafi ekkert annað betra við tímann að gera. Það voru því áhöld um, hvor staðurinn var daufari og ó- þægilegri, House of Commons — eða Harringtonkráin i Kens- ington. . Rússi frá Ameríku. Fei’ð min frá London yfir til Danmerkur tafðist á síðustu stundu um einn sólarhring, sökum óviðráðanlegra orsaka. Ég hafði kvatt alla kunningja mína og meira að segja komið öllum farangri mínum fyrir á King’s-Cross-brautarstöðinni, nema léttri skjalatösku með nauðsynlegustu plöggum og hreinlætisáhöldum, þegar ég varð að fresta ferðinni. Mér þótti þetta háift í hvoru leiðinlegt, endaþótt ég sæý, að slíkt myndi borga sig eins og á stóð; og hváð farseðlana snerti, þá voru þeir í fullu gildi í heilan mánuð. Það var þó ekki laust við, að ég væri daufur í dálkinn þar sem ég stóð á gatnamótum Shaftes- bury Avenue og Glasshouse Street og líða tók að miðnætti án þess ég hefði fest mér nokk- urn samastað yfir nóttina — og orðinn heldur félítill í þokka bót. Ég stóð þarna upp við ljósa- staur og horfði á allt og ekk- ert, en veit ekki fyrr til en einhver, sem stóð við hliðina á mér, segir í fremur glaðleg- um tón: Er þetta fyrsta kvöld- ið þitt á Piccadiily? Ég leit við og sá, að þarna var ókunnur maður — vitan- lega bráðókunnur — á að gizka þritugur, fremur feitlaginn. snoðklipptur, með jakkann sinn í fanginu, og tugði epli. Ég sagði nei; ég hafði mjög oft verið þar áður. En þetta er fyrsta kvöldið mitt, hélt hann áfram. — Og er nú ekki að orðlengja það, að við tókum tal saman. Þetta var fjarska ræðinn náungi, barnalega opinskár, frjálslegur og skemmtilega nærgöngull í spurningum. Hann var Bandaríkjamáður, nánar tiltekið reiðhjólasmiður frá New York, og var þarna á „ódýru ferðalagi“, eins og hann orðaði það; hafði komizt með einhverjum dalli til Bretlands, ætlaði síðan að hjóla um land- ið og snúa heim eftir tvær vikur á sem ódýrastan hátt. I fyrstunni kvaðst hann af einhverjum ástæðum hafa hald- ið, að ég væri Ameríkani. Og ekki leið á löngu þar til ég sá, að eitthvert helzta gaman Fréttaritari .Reuters segir, að banda.rískir þingmenn hafi tekið málaleitun Trumans svo illa, að stjórnin gæti ekki orðið við henni, jafnvel þótt hún vildi, en þess sjáist engin merki. Fulitrúi Egypta hjá SÞ sagði í gær, að ef herlið frá Banda- ríkjunum kæmi til Súes myndi Egyptaland kæra Bandaríkiri fyr- ir árás fyrir öryggisráðinu. Loftárásir, hafnhaiin á Kína 1 Washíngton en skýrt frá því, að aðgerðir þær gegn Kína, sem Churchill dylgjaði um, séu loft- ársir á kínverskar borgir og hafnbann. á mgginland .Kí.na. Brezk biöð, svo sem Times og þessa barnslega og þægilega manns var það að gizka á, hverrar þjóðar ýmsir menn væru, sem þarna bar fyrir augu á einhverju fjölfarnasta götu- horni veraldarinnar. Og eins og frjálslegum, hispurslausum Ameríkana sæmir, þá taldi hann ekki eftir sér að stöðva menn á götunni, taka þá tali og spyrja þá, hvort þeir \'æru ekki af þessu og þessu þjóð- erni, sem hann tiltók. — Ég fylgdist með honum og hafði mikla skemmtun af því, hversu ágætlega honum tókst áð kjafta menn upp — og gizka rétt. Að vísu hafði hann tek- ið skakkan pól í hæðina, þegar hann hélt, að ég væri landi sinn. En hvernig átti rnann- auminginn að muna eftir smá- þjóð eins og íslendingum? Það var eklti hægt að ætlast til þess. En viti menn: Hann var ekki alveg eins ókunnugur því fólki og búast mátti við. Hann hafði semsagt kynnzt einhverj- um íslendingi úti í Ameríku fyrir nokkrum árum; spurði, hvort ég þekkti hann. Magnús Magnússon átti hann að heita, og hann bað mig skila til hans ágætri kveðju, sem ég geri hér með tilraun til. En Bandaríkja- maður þessi hét Martin Mogl- en. Eins og gefur að skilja, hlýtur maður jafnan að vera á verði gagnvart bláókunnugum mönnum, sem víkja sér að manni í stórborg að næturþeli; og það viðurkenni ég, að ef ég hefði haft nokkra peninga á mér sem heitið gat, eða ann- að verðmæti, myndi ég að lík- indum ekki hafa talið ráðlegt að eiga nokkur orðaskipti við náunga þennan; og þó leit hann eins sakleysislega út og smábam á vöggustofu. Eftir nokkra stund, þegar umferð götunnar var tekin að minnka til muna og verulegur næturblær að komast á hinn fjölfarna stað, varð Amerík- aninn sömuleiðis stilltur og kyrr, allt að því hugsi. Svo fór hann að tala um það, hvað hann kynni betur við sig þarna á Piccadilly en t.d. á Times ðquare í New York. Ég setti upp dálítinn furðusvip og vildi fá skýringu. Hann sagði ofur einfaldlega, að þama væri svo mikil ró og allir væm svo jafnvægisfullir og glaðlegir; það væri munur en í Ameríku. Ég starði á manninn. Það er víst ekki venjulegt, að Amerík- önum finnist til um útlönd eða útlendinga, sagði ég. Nei. En þó er eins og allir séu stöðugt á nálum í Ame- riku, allir að flýta sér, allir æstir — þurfi að keppa við Daily Herald eru áhyggjufull yfir ummælum Churchills um Kína og láta í ljós þá von að þau þýði ekki að hann hafi fallizt á brjál- aðar fyrirætlanir sumra Banda- ríkjamanna um stríð gegn Kína. Svartur sjór a( sðd við Noreg Síld óð í stórum torfum útaf Álasundi í gær og mátti sjór. heita svartur. Skipin fengu frá 2000 til 200 hektólítra 50 til 60 mílur undan landi. Framhaid á 7. síðu. Churchill fékk Iiryggbrot^ eiiginift IJSA-Iier til Snes Bandaríkjamenn taka illa beiðni Churchills um banda- rískan her til Súesskurðarins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.