Þjóðviljinn - 22.01.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1952, Blaðsíða 6
6)e — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. janúar 1952 Indvsrskir komm- á Framhald af 1. síðu. af óháðu þingmönnunum séu stuðningsmenn þeirra. Kosningaúrslit berast smátt og smátt úr öðrum hlutum Ind lands. I ríkjunum Hyderabad, Madras og Bihar er sömu sögu að segja og í Travancore, Þjóð þingsflokkurinn tapar til kommúnista. I Bombay hefur Þjóðþingsflokkurinn hinsvegar haldið sínu fyrir ýmsum af þekktustu forustumönnum kom- múnista, sósíaldemókrata og flokks óhreinu stéttanna. Þar var f jöldi atkvæða lýstur ógild- ur og hafa frambjóðendurnir, sem töpuðu, við orð að krefj- ast rannsóknar vegna gruns um kosningasvik. Þegar kunnugt var um 500 af 4000 sætum á fylkisþingun- um hafði þjóðþingsflokkurinn fengið 283, kommúnistar og bandamenn þeirra 12 og sósí- aldemókratar 26. Bretar saka... Framhald af 8. síðu. kemur saman og þingmenn úr vinstra armi Verkamanna- flokksins hafa lagt til, að Bret- ar svari aðförum Bandaríkja- manna með því að segja upp friðarsamningnum við Japan. ÞjóSverjar gefa íslendingum epli Með Goðafossi komu til Reykjavíkur frá Hamborg 258 kassar af eplum, sem er gjöf til Islendinga frá Odenwald- schule i Heppenheim, Deuts- chen Landfrauenbund, Hilfs- werk der Evangel. Kirche in Hessen und Nassau í Frank- furt og Arbeiterwohlfahrt í Hamborg. Gefendur láta þess getið, að þieir’vilji með sendingu þessari sýna þakklætisvott fyrir hjáip- semi íslendinga í garð Þjóð- verja eftir styrjöldina. Eplasendingunni hefur verið Ekipt og mun verða send út um iand svo fljótt sem ferðir falla. (Frá forsætisráðuneytinu). Krossgáta Lárétt: 1 torsóttur — 7 friður — 8 óska — 9 maðk — 11 ekki gömul — 12 snæði — 14 gan — 15 stör 17 tveir skyldir — 18 nokkuð 20 eyvi. ✓ Lóðrétt: 1 svipur — 2 rólegur — 3 á fæti — 4 von — 5 elska — 6 bölva — 10 virði — 13 bindi — 15 sjón — 16 drýkkur — 17 sveil — 19 tveir eins. Lausn 7. krossgátu: Lárétt: 1 hunda — 4 fæ — 5 kr — 7 brú — 9 iða — 10 lás — 11 kóf — 13 ap — 15 el —; 16 óskir. Lóðrétt: 1 hæ — 2 nær — 3 ak — 4 friða — 6 rusli — 7 bak — 8 úlf — 12 ósk — 14 Pó — 15 er. 81. DAGUR „Já, en þú manst hvað mamma sagði okkur um daginn í sambandi við pabba hans. Hún heldur að pabbi álíti að hann hafi aldrej fengið möguleika til að sýna hvað í honum býr. Hann gerir sennilega eitthvað fyrir hann, hvort sem hann lætur hann vera áfram í verksmiðjunni eða ekki. Hún sagðist halda að pabba fyndist faðir hans hafa verið órétti beittur af föður þeirra.“ Myra þagnaði, og Gilbert, sem hafði heyrt ávæning af þessu áður, leiddi það hjá sér. „Jæja, það mál kemur ekki við mig,“ hólt hann áfram. „Ef gamli maðurinn vill hafa hann hér, hvort sem hann dugar til nokkurs eða ekki, þá ræður hann því. En hann er alltaf sjálfur að tala um dugnað og afk.öst, brottrekstur ónytjunga og því um líkt.“ Þegar hann hitti móður sina og Bellu síðar gaf hann þeim óbeðinn sömu upplýsingar. Frú Griffiths andvarpaði; því að í bæ eins og Lycurgus urðu allir sem báru þeirra virðulega nafn að gæta þegðunar sinn'ar og framkomu í hvívetna. Það var ó- viturlegt af manni hennar að verða til þess að þessi frændi hans kæmj til borgarinnar, fyrst framkoma hans var óheppileg. Aftúr á móti var Bella vantrúaðri á þessa lýsingu bróður hennar á Clyde. Hún þekkti Clyde ekki, en hún þekkti Gilbert, og hún vissi að hann var býsna fljótur að fella dóma um fólk, og hún var ekki ævinlega sammála dómum hans. „Jæja þá,“ sagði hún loks, eftir að hún hafði hlustað á lýs- ingar Gilbérts á frænda sínum við 'kvöldverðarborðið. „ííf pabbi yill að hann verði kyrr, þá verður hann kyrr.“ Gilbert móðgaðist lítið eitt við þessa athugasemd, því að honum fannst lítið gert úr valdi sinu í verksmiðjunni, enda var það sjálfsagt ætlun systur hans. En morguninn eftir þegar Clyde hélt aftur til verksmiðjunn- ar, komst hann að raun um það að nafn hans eða útlit, eða ef til vill hvort tveggja — sú staðreynd, að hann var svo áþekk- ur herra Gilbert Griffiths — var honum til mikils gagns, þótt hann skildi ekki hvers vegna. Þegar hann kom að dyrum númer eitt, kom undrunarsvipur á dyravörðinn. „Já, þér eruð auðvitað herra Clyde Griffiths?" spurði hann. „Þér eigið að vinna hjá herra Kiemerer, er það ekki? Já, óg veit það. Maðurinn þarna fyrir handan er með lykilinn yðar,“ og hann benti honum á feitan og þunglamalegan gamlan mann, sem Clyde kjnmtist síðar undir nafninu „Jeff gamli,“ tímavörðurinn, sem stóð við borð innar í ganginum, afhenti alla lykla og tók við þeim aftur milli kl. 7,30 og 7,40. Þegar Clyde kom til hans og sagði: Ég heiti Clyde Griffiths og ég er að byrja að vinna hjá herra Kemerer," þá hrökk hann einnig við og sagði síðan: „Já, alveg rétt. Já. Gerið þcr svo vel, herra Griffiths. Herra Kemerer sagði mér frá yður í gær. Þér fáið nr. sjötíu og eitt. Þér fáið gamla lykilinn hans herra Duvenys.“ Þegar Clyde var farinn niður stigann sneri hann sér að dyraverðinum sem var kominn til hans og sagði: ,,Er þetta ekki makalaust ? Er hann ekki feikn líkur honum herra Gilbert Griffiths? Hann er bara lifandi eftirmynd hans. Hvort skyldi hann heldur vera, bróðir eða frændi eða hvað?“ „Það má hamingjan vita,“ svaraði dyravörðurinn. „Eg hef ekki séð hann fyrr. En ættarsvipurinn leynir sér ekki. Þegar óg kom auga á hann, þá hélt ég að hann væri herra Gilbert. Ég var að því kominn að taka ofan fyrir honum, þegar ég sá að það var ekki hann.“ Og þegar Clyde kom inn i þæfingasalinn, þá var herra Kemerer auðmjúkur og á varðbergi eins og daginn áður. Það var eins með hann og Whiggam, að hann var ékki búinn að átta sig á því, hver raunveruleg staða Clydes í verksmiðjunni væri. Eins og Whiggam hafði sagt Kemerer daginn áður, þá hafði herra Gilbert ekkert sagt ,sem gæti bent til þess, að meðhöndla bæri Clyde á einhvern. sérstakan hátt. Þvert á móti hafði herra Gilbert sagt: „Það á að fara með hann eins og venjulega verkamenn, bæði hvað snertir vinnu og vinnutíma.“ En þegar hann kynnti Clyde fyrir honum hafði hann sagt: „Þetta er frændi minn og hann ætlar að reyna að læra þessa iðn,“ og það gat gefið til kynna, að þegar frá liði ætti að flytja Clyde á milli deildana, þangað til hann hefði kynnt sér allan verksmiðjureksturinn. Og þess vegna hafði Whiggam, þegar Clyde var farinn, hvíslað að Kemerer og ýmsum öðrum, að verið gæti að Clyde yrði nokkurs konar skjólstæðingur húsbóndans — og af þeim sökum ákváðu þeir að vera varfærnir, að minnsta kosti þar til þeir vissu til fulls, hver staða hans yrði. Og þegar Clyde tók eftir því, varð hann mjög hrifinn, því að honum var ljóst að þetta gat orðið til þess, að föðurbróðir hans gerði honum hærra undir höfði, hvað svo sem Gilbert frændi hans kynni að segja. Og þegar Kemerér fór áð fræða h’ánn um það, að hann skyidi ekki halda, að vinnan væri sérlega erfið eða flókin, þá hlustaði Clyde á hann með þóttasvip. Og við það varð Kemerer enn lotningar- fyllri. „Þér skulið hengja hattinn yðar og frakkann inn í einn skáp- inn,“ hélt hann áfram blíðlega og ísmeygilega. „Svo getið þér farið með einum vagnanna inn í salinn og farið upp á næstu hæð til að sækja vefi. Þeir sýna yður, hvar þér getið náð í þá.“ Næstu dagar voru nýstárlegir en um 'leið allerfiðir fyrir Clyde, sem átti fyrst í stað erfitt með að átta sig á þessum undarlega og hversdagslega heimi sem hann var kominn í. Hann hefði ekki getað hugsað sér að velja sér vini úr hópi þeirra manna, sem voru starfsfólagar hans þarna í verksmiðjunni — þeir stóðu langt að baki vikapiltum, ökumönnum og skrifstofumönnum. Þeir voru ekki annað en kjöt, andlega og líkamlega. Þeir gengu til fara eins og aumustu eyrarvinnumenn — þeim virtist standa hjartanlega á sama um útlit sitt — starf þeirra og daglegt brauð var aðalatriðið. Og auk þess voru þeir varkárir og tor- tryggnir gagnvart honum, af því að þeir vissu ekki hver staða Clydes var eða hvaða áhrif, koma hans gæti haft á þá. En þegar ein eða tvær vikur voru liðnar, og þeim var orðið Ijóst, að CHyde var bróðursonur forstjórans og náfrændi ritarans og yrði því sennilega ekki lengi í þessari stöðu, urðu þeir vin- gjarnlegri en um leið afbrýðisamir, því að þeim fannst þeir vera undir hann settir. Því að Clyde var ekki úr þeirra hópi og yrði það sennilega aldrei. Hann gæti brosað og verið kurteis — samt stæði hann alltaf í sambandi við þá sem voru þeirra yfirmenn — eða það héldu þeir. Þeir álitu að hann tilheyrði stétt hinna ríku og háttsettu og allir fáækir menn vissu, hvaða þýðingu það hafði. Fátæklingarnir urðu alltaf að standa samæn. Fyrstu dagana þegar hann sat í þessu herbergi og borðaði —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—— BARNASAGAN Sagan af Kolrössu krókríðandi 7. DAGUR Nú er bar til máls að taka, að Helga fer að þrifa til í hellinum og undirbúa allt til brúðkaupsveizl- unnar, eins og risinn hafði fyrir mælt. Hraðar hún sér nú að öllu sem mest hún má og ber á borð. Þeg- ar hún hefur lokið öllu, sem hún átti að gjöra, tek- ur hún staur, sem lá í hellinum, og færir hann í brúðarskart sitt oa setur þar, sem hún bjóst við, að sér mundi ætlað sæti. Eftir það nýr hún framan í sig alla pottahrími og atar klæði sín í kolum og ösku, tekur eldhússkörunginn, sezt á bak og ríður og stefnir í gagnstæða átt frá hellinum því, sem vissi að karlskoti. Skamma stund hafði hún farið, áður en hún mætti risanum með miklum flokki boðsmanna; voru þar í fylgd með honum jötnar og bergrisar, en brúðguminn var í fararbroddi. Hann yrti á Helgu og spurði, hvað hún héti. Hún kvaðst heita Kolrassa krókríðandi. Hann ávarpar hana. enn á þessa leið: „Komstu að Melshöfða, kolskörin þín?“ Hún mælti: „Kom eg þar. Brieitt var á bekki; brúöur sat á stól; full voru öll ker, svo út úr fló.“ Þá mælti risinn: „Hó,hó, ríðum hart, brúðurin bíð- ur," og boðsmenn hans tóku undir og sögðu: „Hó, hó, ríðum hart, sveinar." Síðan skildist Helga við þá og mætti öðrum flokki boðsmannanna; voru þar í skessur einar og tröllkonur. Þær yrtu á hana sem risinn: „Komstu að Melshöfða, kolskörin þí.n?“ Hún svaraði: „Kom eg þar. Bneitt var á bekki; brúður sat á stól; full voru öll ker, svo út úr fló.“ ,:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.