Þjóðviljinn - 23.01.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. janúar 1952
Miðvikudagur 23. janúar 1952 — ÞJÖÐVILJINN — (5
s~
þióoyiyiNN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16
annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Einingarsipr í Iðjn
Um Iðju, fólag verksmiðjufólks, hefur undanfarin ár verið
heldur ófriðlegt. Andstæðingar verkalýðssamtakanna hafa lagt
mikið kapp á að ná félaginu undir sig, og tókst að ná fulltrú-
um fólagsins á síðasta AJþýðusambandsþing. Voru þá skrifað-
ar í blöð svörtu samfylkingarinnar hver greinin eftir aðra og
fagnað yfir því að ekki þyrfti annað en bíða næstu stjórnar-
kosninga til að útilokaðir yrðu frá trúnaðarstöðum í félaginu
þeir menn sem borið hafa hita og þunga baráttunnar í þessu
verkalýðsfélagi frá fyrstu árum þess.
Þetta fór á annan veg. Við stjórnarkjör í félaginu sigraði
listi einingarmanna, að vísu ekki með mikliun atkvæðamun.
Reiði afturhaldsins sem taldi sér vísa eins konar ,,sjómanna
félagsstjórn“ í Iðju varð ekkert smáræði, og þegar tilkynnt var
um ,,heimboð“ verkalýðsleiðtoga svörtu fylkingarinnar til
Bandaríkjanna, lögðu þeir á borð með sér svokallaðan brott-
rekstur Iðju úr Alþýðusambandinu. Undirtektir iðnverkafól'ks-
ins og annarra verkalýðsfélaga við þessa skattgreiðslu til banda
rísku húsbændanna voru með þeim hætti að Alþýðusambands-
stjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflökksins og Framsóknar,
mun ekki hafa talið ráðlegt að halda lengra á þeirri braut að
kljúfa Alþýðusambandið með brottrekstrum félaga fyrir upp-
lognar sakir. Formaður Iðju, einn traustasti baráttumaður
reykvísks verkalýðs,Björn Bjamason, hefur: einmitt nú í haust
staðið í fremstu röð atvinnu]eysisbaráttunnar,ekki einungis
sem formaður félags síns heldur einnig sem meðlimur atvinnu-
málanefndar Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík.
Það segir sína sögu að á aðalfundi Iðju í fyrrakvöld skyldi
einingarstjórn undir forystu Björns Bjarnasonar verða sjálfkjör
in. Það er enn ein sönnun þe'ss, að verkamenn s'kilja nú betur
en áður hve mikilsvert er að tryggja einingu félags síns og
styrka stjórn í átökunum sem nú eru háð um lífsafkomu verka-
manna.
Kékakélabrugg
Björn Ólafsson er einn þeirra manna, sem hefur mjög óljósa
vitneskju um takmarkanir sínar. Hann virðist ekki skilja það
sem nær allir landsmenn aðrir skilja, að það er í senn brandari
og hneyksli að gróðabrallsheildsali eins og Björn Ólafsson
skuli eiga að heita menntamálaráðherra Islands. Þó virðist sem
ekki sé hann alveg öruggur um hæfni sína í þetta virðulega
embætti því 'hann hefur undanfarið skrifað og látið skrifa
margar greinar í blað sitt Vísi þar sepi nefndum kókakólagróða-
manni er lýst sem hinum mesta menningarfrömuði, einum trú-
andi til að vernda íslenzkt mál og menningu. Björn, hefur bor-
ið fram frumvarp um Akademíu Islands, og þegar meirihluti
þingnefndar taldi akademíu kókakólasalans ekki nægilega vel
Undirbúna til að lögfesta hana, heldur heildsalinn langa ræðu og
lætur þess þar getið með venjulegri hógværð að hann viti allt
sem vita þurfi um akademíur, nefndarmenn menntamálanefndar
hefðu bara átt að koma á skrifstofu kókakólaverzlunarinnar,
þar hefðu þeir verið leiddir í allan sannleika um akademíur!
I ræðu þessari og ótal greinum í Vísi undanfarið er tekið und
ir margra ára gagnrýni sósíalista á fyrrkomulagi úthlutunar
listamannalauna sem Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Al-
þýðuflökkurinn komu á. Á Björn þar mikið starf óunnið að
sannfæra flokk sinn um að sá flokkur og elsku samstárfsflokk-
arnir séu og hafi verið á villigötum í þessum efnum. Þing eftir
þing hafa sósíalstar flutt á Alþingi frumvarp um fyrirkomulag
á úthlutun listamannalauna sem samið var að tílhlutan Banda-
lags íslenzkra listamanna og samþykki hafði náðst um í öllum
deildum bandalagsins. I úthlutunarnefndinni hefur fulltrúi Sósí-
alistaflokksins hváð eftir annað flutt um það tillögu að út-
hlutunin færi fram samkvæmt reglum þess frumvarps, er sam-
tök listamannanna sjálfra hafði þannig talið æskilegt. Flokk-
ur Kókakólaráðherrans og samstarfsflökkarhans hafa alltaf
hindrað framgang þeirra tillagna á þingi og í nefndinni. Ádeila
láðherrans og Vísis hitta þvi einvörðungu1 þessa flbk!ka.
Búbbiddi bibbiddi bú
,,Útnesjamaður“ skrifar: —
Einu sinni í vor var strand-
ferðaskip að leggja frá landi
í Reykjavík. Dýrð vorkvölds-
ins vakti ,,söngsins englamál“ í
brjóstum tveggja ungra manna
með hvítar skólahúfur, og þeir
hófu upp rödd sína:
„Stelpurnar syngja. Strákarnir
syngja.
Búbbiddi bibbiddi bú.
Strákarnir kyssa. Stelpurnar
flyssa.
Búbbiddi bibbiddi bú“.
Stúlka, sem stóð spölkorn frá
þeim, endurtók, lágt sönglandi:
„Búbbiddi bibbiddi bú“.
Víst er það, að unga kyn-
slóðin er bráðþroskaðri, bein-
vaxnari og hraustari en sú,
sem ól hana. Hún þjáist minna
af kirtlaveiki og kvefi en við,
sem fæddumst á fyrsta tug
aldarinnar. Og leiðin til bók-
,1'egs og /verkltegs náms er
henni auðveldari en okkur. —
Hvernig, í ósköpunum stendur
á því, að hún er okkur ekki
langtum fremri að andlegu at-
gervi? Allir vita, að kuldi og
slæm birta örvar ekki sálar-
gáfurnar.
•
Danskan og orgelið
Fyrir þrjátíu, fjörutíu árum
áttu efnilegir unglingar í átt-
högum mínum völ á tveimur
úrræðum, til að auðga anda
sinn umfram barnafræðsluna.
Það var hægt að læra dönsku
hjá barnakennaranum og „læra
á orgel hjá Pétri“.
Sá, sem lauk byrjendabók í
dönsku, hélt áfram náminu af
sjálfsdáðum, og þá var fenginn
lykill að bókmenntum Norð-
urlanda. Til þess var líka leik-
urinn gerður. Hinn, sem sá
þann draum rætast, að „kom-
ast til Péturs“, bar, ef til vill,
gæfu til að egnast hljóðfæri,
jafnvel, þó að efnin leyfðu
sumum það aldrei, mun eng-
inn hafa iðrazt námsins.
Nýlega sá ég gamalt orgel
í fátæklegri baðstofu og spurði
bóndann, hvort ekki væri lít-
ill áhugi fyrir því, meðal unga
fólksins, áð læra að leika á
orgel.
„Lítill! Hann er enginn“,
svaraði hann. „Hér um slóð-
ir lcann einn ungur maður-að
spiia á orgel. Og reyndar er
hann ekki ungur, tuttugu og
átta ára“.
Þannig mun það vera víða í
sveitum landsins núorðdð. Pétur
er löngu dáinn, einyrkinn, sem
gaf sér tíma til þess á vetr-
arkvöldum að auðga menningu
syeitunga sinna. Sömu leið eru
horfnir margir óþekktir alþýðu-
menn, sem unnu þjóð sinni ó-
metanlegt gagn á fyrstu tug-
um íiidarinnar.
©
i íþróttaæðl og"
glæpamyndir
Enginn velviljaður maður
syrgir þá tíma, þegar námfús
börn lærðu að skrifa í laumi
með sótbleki. Fræðslulögin, sem
gengu í gildi 1907, reyndust
vel og urðu vinsæl. Nýja
fræðslulöggjöfin er líka allrar
virðingar verð, þó að eitthvað
megi að henni finna. og vand-
ræðaleg skýring er það, þegar
reynt er að kenna langri skólar
sþyldu um alla flónsku æsk-
unnar. Orsakirnar eru vissulega
hvorki föng V.kó’pganga né
bætt lífskjör, heldur peninga-
dýrkun og sálardrepandi á-
hugaefni, svo sem íþróttaæði
og amerískar glæpakvikmyndir.
norðurleið. Skjaldbreið er í„Rvík.
Þyrill er í Rvik. Oddur lestar í
Rvík í dag á Húnaflóahafnir.
Skipadeild SIS
Hvassafeil losar kol á Vestfjörð-
um. Arnarfell fer væntanlega frá
Stettin í dag, áleiðis til Islands.
Jökulfeli lestar freðfisk á Akra-
nesi. Fer væntanlega í kvöld á-
leiðis til Hult.
Eimskip
Brúarfoss, Gullfoss, Lagarfbss
og Reykjafoss eru í Reykjavík.
Ðettifoss fór frá New York 18.
þm. til ttvíkur. Goðafoss fór frá
Siglufirði 21. þm.; væntanlegur til
Seyðisfjarðar í dag; fer þaðan
tU Norðfjarðar, Reyðarfjarðar og
Vestmannaeyja. Selfoss fór frá
Immingham 21. þm. til Antwerp-
en og Gautaborgar. Tröllafoss fór
frá Reykjavík 10. þm. tii N.ew
York. —
Lofieiðir h.f.:
1 dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, tsafjarðar, Sauðár-
króks og Vestmannaeyjá: Á morg-
un verður flogið til AkureyraN
og Vestmannaeyja.
Fiugfélag lslands:
1 dag verður flogið tii Akureyr-
ar, Vestmannaeyja, Hellissands,
tsafjarðar og Hólmavíkur. ' — Á
morgun er fyrirhugað að fljúga
til Akureyrar, Vestmannaeyja,
Blönduóss og Sauðárkróks.
Rafmagnstakmörkimin í dag:
Vesturbærinn frá. Aðaþ}tr*ti.
Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel-
arnir, Grímsstaðaholtið með flug-
vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með
Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn-
arnes fram eftir.
Rafmagnstakmörkun í kvöld
KI. 17.45—19.15 má búast við
að rafmagnið verði' tekið af í þess-
um bæjarhluta: — Hlíðarnar,
Norðurmýri, Rauðarárholtið, Tún-
in, Teigarnir, íbúðarhverfið við
Laugarnesveg að KleppsvQgi og
svæðið þar norðaustur af.
Læknavarðstofan í Austurbæjar-
skólanum. Sími 5030. Kvöldvörð-
ur: Þórður Þórðarson. Næturvörð-
ur: Kolbeinn Kristófersson.
Næturvörður er í Laugavegsapó-
teki. — Sími 1618.
55 ára er í dag frú María Jóns-
dóttir, Arnarhóli' við. Breiðholts-
veg.
Síðastliðinn
laugardag. yoru
gefin saman í
hjónaband af
séra Garðari
'Þorsteinssyni
Sigríður Friðfinnsdóttir og Gest-
ur Árnason málari. Heimili þeirra
er að Háteigsvegi 22.
8.00 Morgunút.varp.
9.10 Veðui'fr. 18.00
Frönskukennsla.
18.25 Veðurfr. 18.30
Islenzkukennsla;
I. f 1. 19.00 Þýzku-
kennsla; II. fL 20.30 Útvarpssag-
an: „Morgunn lífsins" eftir Krisb-
Skipaútgerð ríkisins: mann Guðmundssón (höf. les). —
Hekla verður væntanlega á Ak- IX. 21.00 Isienzk tónlist: Þættir
ureyri í dag. Esja er í Álaborg. úr kórverkum eftir Björgvin
Herðubreið er á Skagafirði á Framhald á 7. síðu.
Ég þekki tuttugu og þriggja
ára gamlan pilt, sem notið hef-
ur venjulegrar unglingafræðslu.
Við skulum kalla hann Dadda.
Hann er ágætur námsmaður.
Að öðru leyti vekur fáfræði
piltsins undrun mína. Það, sem
Daddi veit, er þetta:
•
Það sem Daddi veit
Hann man, hvað Huseby jók
met sitt um marga þumluhga,
hvað Clausenbræður stukku
hátt og hlupu geist í fyrra,
hitteðfyrra og árið þar áður.
Nöfn og afrek erlendra spark-
og spyrningamanna hefur hann
kynnt sér í tugatali. Þá veit
hann og töluvert hrafl um her-
foringja og uppfvndingamenn,
einkum þó, hvað þeir hafa
grætt á uppfyndingum sínum.
1 tímaritum hefur hann lesið
um einkalíf Japanskeisara, A1
Capóni og aðra merkismenn
ameríska. Hann á ljóð Þor-
steins Erlingssonar. en segist
aldrei hafa litið í þau. Ekkert
hefur hann lesið eftir Einar
Kvaran og Jón Trausta. Bækur
Kiljans heldur hann, að fjalli
aðailega um lús, svo að ekki
verður ætlazt til með sann-
girni, að hann lesi þær. Ægeng-
ar kenningar í skáldskap skilur
hann ekki. Dönsku hefur hann
lært, en lítur aldrei í danska
bók, segir, að enska sé mál
framtíðarinnar, en nennir þó
ekki að glíma við enskar bæk-
ur. Bláa stjarnan fullnægir
kröfum hans til leikmenningar.
Haukur Mortens er eftirlætis-
söngvari hans. Ekki finnur
hann hvort ferhenda er rétt
rimuð. Það hátíðlegasta í fari
Dadda er dýrkun hans á
tækni Ameríkumanna.
Hástökk hjá mannæíura
Þessi lýsing á við fjölda
greindra unglinga nú á tim-
um og sýnir, að þeir fara á
hundavaði yfir námsefni sitt í
skólunum og eru innantómari
en foreidrar þeirra voru i
æsku.
Framh. á 6. síðu
Lausn gátunnar í gær:
• Hverfisteinn.
Slysin á togurunum eru orð-
in eitt af alvarlegustu vanda-
málum sjómannastéttarinnar,
eða réttara sagt þjóðarinnar
ajllrar.
Við komu nýju togaranna
varð sú breyting á að nú má
heita algengt það sem áður
var sjaldgæft að menn taki
fyrir borð og drukkni. Orsak-
irnar eru fyrst og fremst þær
að nýju skipin eru stærri og
taka á sig kraftmeiri og hættu-
legri sjóa og eins hefur sjó-
sókn aukizt mjög við komu
hinna nýju skipa.
í desembermánuði síðastliðn-
um tók 4 menn út af togurun-
um, 3 voru famir áður á ár-
inu. Sjö menn féllu fyrir borð
af togurum á síðastliðnu ári
og drukknuðu. — Talan er
ískyggilega há. Á fjórum árum
með sama áframhaldi færi
þannnig ein togaraskipshöfn í
'hafið. Nú virðist engin trygg-
ing fyrir því að stórsjóir sem
ríða á skip og taka með sér
mann gætu ekki alveg eins
skolað með sér fleiri mönnúm.
Það má því gera ráð fyrir að
dánartala vegna slvsa á tog-
ururmm geti eitthvert árið
orðið mikið hærri en s. 1.
ár, séu ekki gerðar ráðstafan-
ir sém miða að auknu öryggi
fyrir sjómenn.
Ég vil með þessum línum
leitast við að' vekja athygli á
ýmsum öryggisráðstöfunum, • er
ég tel framkvæmanlegar og
þýðingarmiklar , í sambandi
við slysahættuna, sem stöðugt
fylgir hinu erfiða starfi togara-
sjómannsins.
Afturvængur botnvörpunnar
hífður út áður en hægt
er á ferð skipsins
Það mun vera algengt þegar
komið er að því að láta trollið
útfyrir að afturvængurinn er
látinn út meðan skipið er á
fullri ferð. Ef sjór er þung-
ur getur þetta auðveldlega
valdið slysum. Bobbingarnir
eru hífðir á loft og f jórir,
fimm menn eða jafnvel fleiri
ýta á þá útfyrir borðstokkinn
um leið og slakað er. Nú þarf
ekki annað en skipið hallist
á þá síðuna og. fylli ganginn
til þess að mennirnir fari á flot
og ei- þá skammt í milli lífs
og dauða. Engin ástæða virð-
ist vera til þess að stofna
mönnura í slíka hættu, því
varla getur verið um meira en
tveggja til þriggja mínútna
timasparnað að ræða að hifa
vænginn útfyrir áður en stopp-
að cr.
Þegar trollið er hift 'út fyrir
er mesta hættan sú að menn
festist í því með fæturna eða
standi innan í tógunum sem
bobbingarnir eru halaðir upp
með. Það verður að gera þá
kröfu til yfirmanna skipanna
að þeir hafi vakandi auga á
mönnum og sérstaklega ef um
viðvaninga er að ræða. Eins.er
það skylda hásetanna. að hafa
vakandi auga hver með öðrum
og vara við yfirvofandi hætt-
um.
Togað í vondu
veðri
Á flestumf skipum mun það
vera siður að hafa einn mann
á trollvakt. Trollvakt er sett,
þegar engin vinna er á dekki.
— Trollvaktarmaðurinn stendur
oftast við spilið og hefur gát
á ef slaknar á bremsunum og
virarnir renna út. Hann er eini
maðurinn sem er ofanþilja, því
félagar hans notfæra sér hina
óvæntu hvíld og leggja sig. I
brúnni er skipstjóri eða stýri-
maður eða jafnvel báðir.
Þeir geta ekki alltaf fylgzt
með því hvar trollvaktin held-
ur sig. I vondum veðrum er oft
reynt að standa í skjóli því
kalt er að norpa í frosti og
hvassviðri á grindinni við spil-
ið. — En fátt segir af einum.
Ekki þarf nema skipið taki á
sig sjó og maðurinn er horf-
inn.
í vondum veðrum ætti það
að vera skylda að trollvaktar-
maðurinn væri kallaður upp í
brú. Þaðan getur hann fylgzt
með vírunum og ekki tekur
það langan tíma að hlaupa úr
brúnni og niður á spilgrind, ef
eitthvað þarf að lagfæra.
Sumir gætnir og góðir skip-
stjórar hafa þennan sið, en
þeir eru því miður of fáir.
Fiskaðgerð í vondum veðrum
er oft hættuleg og sérstaklega
þegar vindur og sjór standa
á þá síðuna þar sem menn
eru við vinnu. Oft taka skíp-
in á sig stórsjói, brjóta skilr
rúmsplanka sem eru 3 þuml.
að þykkt eins og væru eldspýt-
ur, dreifa fiskinum út um þil-
fariff og í sjóinn og fleyta
mönnum með sveðjur og hnífa
eftir þiifarinu. Þegar slíkt kem-
ur fyrir er sýnilegt að ekki
er um neitt fiskiveður að ræða
lengur. Þá er það undir skip-
stjóra komið hvernig hann
bregzt við, hvort hann lætur
taka trollið innfyrir og hætt-
ir að toga • eða hvort liann kýs
að stofna mönnum ., í frekari
hættu.
í slíkum tilfellum ætti triin-
affnrmaður viðkomandi sjó-
mannafélags að vekja athygli
yfirmanna á að hann teldi ekki
forsvaranlegt að hafa menn
við vinnu lengur.
Trúnaðarmaður er lögvernd-
aður í sinu starfi og gæti að-
vörun frá honum orðið þýð-
ingartnikið aðhald fyrir yfir-
menn skipanna svo framarlega
sem tillit yrffi tekið til henn-
ar í sambandi við rannsóknir
á orsökum slysa.
Trollið tekið inn fyrir
I vondu veðri
•
Þegar* trollið er tekið inn
fyrir vegna óveðurs og meðan
verið er að binda það upp er
mikil hætta á að menn taki
fyrir borð eða slasist vegna
brotsjóa sem ríða yfir skipin.
Veltur þá á miklu að vökui
ur og sjór geta spillzt á það
stuttum tíma.
Um það má deila hvernig
halda eigi skipi til meðan troll-
ið er bundið upp og það verð-
ur alltaf að falla í hlut skip-
stjórnarmanns að ákveða það,
því það sem vel reynist á
öðru skipinu er illmögulegt á
hinu. En umfram allt þarf
þarna aðgæzlu og viðvaranir
þeirra sem í brúnni eru.
Netabæting á síðunni í vondu
veðri meðan skipið er
á fullri ferð
Netabæting á sdðunni í
vondu veðri meðan skipið er
á fullri ferð er algjörlega ó-
forsvaranleg. Margir skipstjór-
Tveir reyndir sjómenn haía skrifað í Þjóð-
viljann nýlega um sjóslysin og orsakir
þeirra, og hafa greinarnar vakið mikla at-
hygli. — Hér kemur enn ein grein um
orsakir togaraslysanna og varnir gegn þeim,
og er höfundur hennar einnig þaulreyndur
sjómaður.
a ugu fylgist með bárunum og
aðvari menn, ef sýnilegt þykir
að stórsjór muni ríða yfir
skipið. Nokkur dæmi mætti tii-
færa um að menn hafi tekið
fyrir borð undir þessum kring-
umstæðum og einnig að menn
hafi slasazt vegna sjóa það al-
varlega að þeir bíði þess aldrei
bætur.
Skipunum er í flestum tilfell-
um haldið uþp í veðrið meðan
trollið er bundið upp. I ofviffri
og stórsjó þarf vélin að knýja
skipið það mikið að það láti að
stjórn. Hnútar sem skipið tek-
ur á sig í þessu tiifelli verða
þvi kraftmiklir og snöggir. Sá
sem hífar í afturgils stendur
fyrir framan spilkopp, snýr
baki í vindinn og horfir aftur
eftir skipinu. Sjóhnútur ríður
yfir borðstokkinn og stefnir
aftur eftir skipinu og lendir á
baki mannsins viff koppinn og
skellir honum á spilið. 1 slík-
um tilfellum er vel sloppið með
rifbrot eða handleggsbrot og
má kallast lán ef höfuðið er
heilt eftir. Tvö slík dæmi mætti
benda á frá s. 1. ári.
Hvað þarf að gera til að af-
stýra slysum sem þessum?
Ekki er hægt að koma í
veg fyrir að trollið sé tekið
innfyrir í vondu veffri því veð-
ar eru aðgætnir méð betta og
láta menn hætta vinnu á síð-
unni meðan skipið er á mikilli
ferð og vont er í sjóinn. En
því miður eru dæmin mörg um
hið gagnstæða. Vinna á síðunni
undir þessum kringumstæðum
er mjög hættuleg. Ef skipið
leggur sig og fyllir ganginn
eins og. algengt er á togururc
er hætta á að mönnum sem
þarna eru við vinnu skoli fyrir
borð.
Hér þarf trúnaðarmaður að
láta til sín taka, ef þörf gerist.
Farið i milli í vond-
um veðrum
Sérstaka aðgæzlu þarf, þegar
menn fara á milli í vondum
veðrum um vaktaskipti og mál-
tíðir. Oft er þá myrkur á þil-
fari og hálka, skipið kastast
til og stórsjóir ríða yfir með
stuttu millibili.
Mikil hætta er á að menn
taki fyrir borð eða hrasi á
þilfarinu og renni út að borð-
stokknum þar sem sjórinn gæti
auðveldlega náð til þeirra og
fleytt þeim út fyrir. Varúðar-
ráðstafanir þær sem gera þarf
í þessu tilfelli eru, að banna
mönnum að fara i milli nema
mörgum saman. Kveikt er þá
á þilfarsljósum og skipinu snú-
ið undan sjóum eða hægt á
ferðinni meðan farið er í miili.
Þessar sjálfsögðu varúöarráð-
stafanir ætti að viðhafa á
hverjum togara.
Hiutverk trúnaðarmanna OR
eftirlit með vírum og ör-
yggi skipverja
Engum dylst að hlutverk
trúnaðarmanns um borð í tog-
ara er umfangsmikið starf og
mikið nndir því komið að vald-
ir séu gætnir og athugulir
menn sem trúnaffarmenn. En
verksviðið er fremur takmark-
að og þarf að rýmka það svo
að þeir hafi fullkominn rétt til
að koma með aðvaranir til yf-
irmanna skipsins, ef sýnilegt
er að mönnum er stefnt í þein-
an voða vegna fiskveiða í vondu
veðri effa ófullkomins útbún-
aðar.
Það virðist vera eina leiðin
sem fær er til að skapa eftirlit
sem haft gæti í för með sér
meira örvggi fyrir sjómenn.
Fi'amhald af 7. síðu.
Misnotaður maður
Loks kom toilheimtumaðurinn, feitur og
syfjulegur, út úr kránni, siapandi andlitið
bar greinileg merki um óhóf og lastafullt
líferni.
Hann starði ágirndaraugum á kaupmenn-
ina og mæiti: Komið heilir kaupmenn, en
vitið að emírinn hefur svo fyrirlágti að
hver sá, sem nokltuð reynir, að fela.'.skúli
hýddur til bana. ,
Ringlaðir og skelfdir struku kaup.mennirnir
þegjandi sín marglitu skegg, Tollheimtu-
maðurinn sneri sér að varðmönnunum, sem
fyrir löngiu voru farnir að tvistíga af
óþolinmæði.
Hann hreyfði feita fingurna lítillega. Það
var merkið. Með ópum og óhljóðum þustu
varðmennirnir þangað, sem úlfaldarnir
stóðu.
I Tímanum 12. þ. m. getur
að líta feitletraða ritstjóra-
grein, sem ber öll einkenni þess,
að þar haldi á penna maður
með sektartilfinningu.
Ummæli Tímaritstjórans um
konur, jafnt erlendar sem inn-
lendar, ætla ég að leiða hjá
mér, þær bera aðeins vitni um
sjúklegt og ómenningariegt
hugarfar, samfara trausti höf-
undar á því, aff íslenzkar kon-
ur standi á líku andlegu stigi
og hann sjálfur.
Þessari ósmekklegu, en e. t.
v. táknrænu grein Timaritstj.,
veldur útkoma skýrslu, sem
vakið hefur mikla athygli hugs-
andi manna um heim allan, og
þýdd hefur verið á fjöida
tungumála. Skýrsla þessi er
kennd við Kóreu og er vitnis-
burður 20 kvenna frá 17 lönd-
i;m heims, sem ferðuðust til
Kóreu til liess að kynna sér af
elgin raun hvað satt væri í
þeim orðrómi sem uppi er, um
hryðjuverk bandarískra her-
manna á óbreyttum borgurum
i Kóreu, m. a. konum og börn-
um.
Á Norðurlöndum mun þó
Ifyrirlestrarferð dönsku kon-
unnar, K. Fleron um atburðina
í Kóreu, hafa vakiff engu
minni athygli en skýrslan
sjálf. Frú K. Fleron, sem tók
þátt í Iióreuferð kvennanefnd-
arinnar sem blaðamaður frá
blaðinu Frit Danmark, er milc-
i’svirt og vel þekkt kona í
Danmörku.
Það voru m. a. greinar sem
birtust í norskum blöðum um
þessa fyrirlestra K. Fleron í
Noregi, sem fyrst vöktu at-
hygli mina á þessari örlaga-
riku ferð kvennanefndarinnar
tii Kóreu: og varð iuár þá for-
vitni á að lesa skýrsluna sjálfa,
ekki sízt þar sem hér var um
að ræða frásögn svo margra
kvenna af ólíkustu stjórn- og
trúmálaskoðunum.
Viff lestur umræddrar grein-
ar Tímaritstj. jókst forvitni
mín og aflaði ég mér því
skýrslunnar, sem hin nýstofn-
uðu Menningar- og friðarsam-
tök íslenzkra kvenna hafa ný-
lega gefið út í íslenzkri þýð-
ingu.
Þeim sem les vandlega þessa
óhugnanlegu skýrslu, hlýtur að
ver'ða ljóst, að þar er hver frá-
sögn vandlega vottfest. Stað-
revndirnar byggðar á því er
nefndarkonur sáu sjálfar eða
heimildum sem þær öfluðu sér
í opinberum skýrslum embætt-
ismanna, er sjálfir höfffu ver-
ið sjónarvottar að atburðun-
um, og ennfremur hjá almenn-
ingi sem nefndarkonur töluðu
við.
íslenzkar konur eru ekki svo
„einfaldar“, að þeim sé ekki
fullkomlega ljóst hVers vegna
Timaritstj. þykist ekki vita bet-
ur en fram kemur í umræddri
grein hans, þar sem hann jafn-
framt notar tækifærið til þess
að láta í ljósi álit sitt á
íslenzkum konum. íslenzkar
„kvensálir" eru með hveijum
deginum sem líður aff fá
gieggri hugmynd, já vissu um
þsð, hverjir þeir eru, sem vís-
vitandi láta „misnota" sig og
svífast ekki að beita „and-
stvggilegum“ aðferðum í þágu
yfirboðara sinna og húsbænda.
Þær íslenzltar konur eru á-
reiðanlega í meirihluta, se-m
óáreittar af áróðurskenndpm
og ómerkilegum blaðagreinum
nota sina eigin dómgreind og
Framh&ld á 7. síðu.