Þjóðviljinn - 23.01.1952, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.01.1952, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. janúár 1952 Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. íþróttaæðið og dekur útvarps og blaða við spark og spyrn- ingar kæfir mörg þroskandi á- bugaefiii. íþróttakappleikir eru ekkert menningaratriði. Kapp- leikir ofreyna þá, sem iðka þá, og vekja hjá áhorfendunum spíiafíflaæsingu. Hér er því hvorki um andlega né likam- lega mennihgu að ræða. (Öðni má Ji er auðvitað áð‘ gegna um leikfimi og líkamsæfingar.) Sumir telja, að íþróttamedn okkar séu fulltrúar íslenzkr- ar menningar. Einhversstaðar sá ég það, áð mannætukyn- flokkur nokkur sé svo þjálf- aður í hástökki, að hver fuil- tíða maður stökkvi hæð sína. Sýnir það, að hástökk er eng- inn mælikvarði á menningu við- komandi þjóðar. Hitt er ann- að, að íþróttamenn geta komið svo prúðmannlega fram erlend- is. að menn fái góðar hugmynd- ir um íslendinga, þar sem þeir fara. Það hefði líka verið gam- an. ef alþýðufulltrúarnir, sem fóm til Ameríku í sumar, hefðu haft frá einhverju öðru nð segja, en að persónuleg á- hugamál þeirra væri bridge. Til allrar hamingju nefndi þó emn, nð hann hefði gaman af liest- um. • Spark og spyrn- ingaþjóð Hingað til hafa útlehdingar kallað okkur söguþjóð. Verðui' ekki bráðum farið að kalla olckur bridgespilandi spark- og spyrningaþjðð ? . Ungir sósíalistar liafa með sér samtök, sem nefnast Æsku- jýðsfylking. Ekki þekki ég per- sónulega neinn í því félagi. En ég vona, að auk heilbrigðra þjoðfélagsskoðana, hafi þeir cinhvern bókmenntaáliuga og líti upp til einhverra nýtari manna en spjótkastara og dað- urkvæðasöngvara. Ungir sósí- alistar hafa miklu hlutverki að gegna og ættu að koma auga tá, að alþýðumenning Islendinga verður í hættu stödd í hönd- um þeirrar kjnslóðar, sem nú er að komast til vits og ára ef hún áttar sig ekki. „Ef æslian vill rétta þér örvondi hönd, þá ertu á framtíðarvegi", kvað Þorsteinn Erlingsson. Og æskan svarail: „Stelpurnar syngja. Strákarnir syngja. Búbbiddi bibbiddibú". Krossgáta !). Lárétt: 1 rit — 4 ná í — 5 í spílí — 7 úr rnjólk — 9 til að slá með — 10 von — 11 til að sauma méð — 13 verkfæri -— 15 förföður — 16 bandið. Lóðrétt: 1 planta — 2 jurt 3 eignast — 4 loftbólur — 6 kafa 7 eldstæði — 8 verkfæri — 12 púki — 14 uli — 15 afa. La'u&n. á 8. lcrossgátu. Lárétt: 1 brattur — 7 ró •— 8 árna — 9 orm — 11 ung— 12 et 14 an -— 15 strá — 17 iý * — 18 al) — 20 snefill. - Lóðrétt: 1 bros — 2 rór — 3 tá 4 trú — 5 unna — G ragna 10 met — 13 traf — 15 sýn — 16 áli 17 ís — 19 11. KlUr THEODORE 82. DAGUR hádegisverðinn sinn, var hann oft að furða sig á hvernig þessir menn gætu haft áhuga á svona hversdagslegum hlutum — svo sem gæðum vef janna, gölium í vefnaðinum og skekkjum í vigtinni — síðustu tuttugu vefirnir höfðu ekki þæfzt eins vel og hinir sextán þar á undan; og Cranston körfugerðin hafði ekki eins marga starfsmenn og í mánuðinum á undan — Anthon> timbur- verksmiðjan hafði tilkynnt a’ð sumarfríin í ár gætu ékki hafizt fyrr en fyrsta júní en í fyrra höfðu þau byrjað í maí. Þeir hugs- uðu ekki um annað en starf sitt og það sem varðaði það á ein- hvern hátt. Og hugur hans reikaði aftur í tímann. Hann óskaði þess stundum, að 'liann væri aftur. kominn til Chicago eða Kansas City. Hann liugsaði um Ratterer, Hegglund, Higby, Louisu Ratterer, Larry Doyle, herra Squires, Hortense — allan þenn- an fjörmikla og kærulausa hóp, sem hann liafði tilheyrt og var að velta fyrir sér, hvað þau hefðu nú fyrj.r stafni. Hvað hafði orðið um Hórtense ? Hún hafði eignazt loðfeldinn þrátt fyrir allt — sennilega hafði tóbakssalinn keyjit liann lianda •henn; og svo hafði hún stro'kið að heiman með honum, þrátt fyrir öll faguryrðin sem hún hafði viðhaft við Clyde -— 'kvik- indið litla. Að ógleymdu öllu því fé sem lxún hafði haaft út úr honum. Umhugsunin um hana og það sem hún hefði ef til vill verið honum, 'ef allt hefði farið á aðra lund, kvaldi hann oft og iðulega. Hverjum veitti hún blíðu sína núna? Hvernig liafði líf liennar verið, síðan hún fór frá Kansas City? Og hvað myndj hún hugsa núna, ef hún sæi hann og vissi um hina fínu ættingja hans? Hamingjan góða. Hún myndi sjálfsagt lækka seglin lítið eitt. En hún fengi enga ofbirtu í augun af núverandi stöðu hans. Það var áreiðanlegt. En ef til vill ykist virðing hennar, ef hún sæi föðurbróður hans og frændfólk, verksmiðjuna og íbúðarhús þeirra. Þá væri ekki ósennilegt að hún reyndi að vingast við hann. Jæja, hann skyldj svei mór sýna henni, ef hann rækist einhvem thna á hana — sýna lienni hver valdið hefði, Lítillæltíka hana. SJÖUNDI KAFLI Og í liúsakynnum frú Cuppy var hann ekki hamingjusamur heldur. Þetta var ekki annað, en venjulegt i>ensjónat og leigj- cndumir voru þegar bezt lét skrifstofumenn og verkamenn, sem álitu starf sitt, laun og trúarbrögð undirstöðu lieimsins. En hvað félagslíf og skemmtanir snerti, þá ríkti þar mikil deyfð. En þó fannst Clyde bænum ekki alls varnað og það var að þaíkka pilti að nafni Walter Dillard — .spjátrungslegum upp- skafningi, sem var nýkominn frá Fonda. Hann var á aldur við Clyde og jafn metnaðargjam en ekkj eins hlédrægur og fág- aður í framkomu og Clyde — og hann starfaði í herradeild- inni hjá Stark og Co. Hann var sterkbyggður, fjörmikill, sæmi- lega aðlaðandi í útliti, ljóshærður, með ljóst og þunnt yfirskegg og íramkoma hans sæmdi smábæjabósa. Hann hafði aldrei verið í neinum þjóðfélagslegum metum eða haft af velmegun að segja — faðir hans hafði vefið nýlenduvörukaupmaður í smá- bæ og farið á hausinn — en hann hafði mikía sjálfsbjargar- viðleitnj og vildi ákafur 'komast til einhverra þjóðfélagslegra ’netorða. En fram að þéssu liafði honum ekkert orðið ágengt, og liann háfði fyllzt áhuga Og öfund til þeirra sem höfðu þetta fram yfir hanií -— og í miklu ríkara mæli en Clyde. Sá dýrðarljómi sem gagntólc helztu fjölskyldurnar i þessafi borg gagntók liann -— Nicholsonana, Starkfjölsliylduna, Harrietfólkið, Griffiths- og Finchleysfjölskyldurnar. Og þegar hann nok'krum dögum éftir komu Clydes, frétti um liin lauslegu tengsli hans við yfirstctt- ina, fylltist liann forvitni. Hvað þá? Maður af Grifíiths ættinni. Bróðursonur hins auðuga Samúels Griffiths í Lycurgus. Á þessu pensjónati. Sessunautur 'hans við matarborðið. Áhugi hans varð að fastri ákvörðun um að komast í kynni við þennan ókunn- uga pilt, og það sem fyrst. Þarna beið tækifærið hans — tæki- íærið til að komast í samband við eina af hinum tignu fjöl- skyldum. Og var hann ekkj einmitt ungur og aðlaðandi og áreiðanlega eins metnaðargjarn og hann sjálfur —ákjósan- Legur félagi? Hann fór strax að leita hófanna hjá Clyde. Þetta var næstum of gott til að vera satt. Og brátt stakk. hann upp á gönguferð, að skemmtilegu kvik- myndahúsi, sem var rétt við Mohawk ána. Langaði Clyde ekki til að Ifoma með horium? Og hann var glæsilegur og vel búinn — virtist að einhverju leyti hafinn yfir hina gestina á matsölu- húsinu, svo að Clyde langaði til að þekkjast boðið. En svo datt honum í luig.að hann ’ætti tigið frændfólk í þess- um bæ og yrði að gæta isín. Ef til vill væri rangt -af lionum að vera svona aðgengilegur til kumiingsskapar. Griffiths fjölskyld- an —- og öll sú yfirstétt sem hann tilheyrði — hlaut að vera hátt hafin yfir allan almenning í þessum bæ, það var liðnum ljóst á öllu. Og fremur af eðlishvöt en íhugun fann Liann hjá sér hvöt til að vera fáskiptinn og óaðgengilegur — og einmitt þess vegna sýndu allir — og þessi piltur líka — honum virð- ingu. Og þótt hann slægist nú í för með unga manninum eftir áköf tilmæli lians, þá gætti hann ýtrustu varúðar. Og þessa hlédrægni hans áJeit Dillard strax stafa af fjölskyldumeðvitund og góðum samböndum. Og að hugsa sér, að 'hann skyldi hafa rekizt á hann í þessu dauflega greiðasöluhúsi, Og þegar hann var nýkominn til borgarinnar — þegar velgengni hans var á byrjunarstigi. Og fyrir bragðið var hann skriðdýrslegur í framkomu -ý- endajjótt hann hefði betri stöðu og hærri laun -en Clyde hafði enn sem komið var, tuttugu og tvo dollara á viku. „Þér eruð sjálfsagt mikið með ættingjum yðar og vinum hér í borginni,1- sagði hann ótilkvaddur í þessari fyrstu göngu- —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— •—oOo— —oOo— BARNASAGAN Sagan af Iíolrössu krókríðandi 8. DAGUR Þa mæltu skessurnar: I(Hó, hó, ríðum hart, meyj- ar." Eítir það skildu þær. Héldu skessurnar til hellisins að Melshöfða, en Helga sneri við, þegar íeiti bar á milli, og heim í karlskot og sagði for- eldrum sínum og systrum frá, hvemig komið væri. Dvaldi hún heima litla stund, því hún fór á stað aftur að vita, hvers hún yrði vör á Melshöfða. Nú víkur sögunni til risans og boðsmanna hans: Þegar þeir komu í hellinn, sjá þeir borð reist og bekki setta og allt fyrirbúið til fagnaðar; þar með sáu þeir brúðurina komna í sæti; gengu þeir því fyrir hana og heilsuðu henni; en hún leit hvorki við þeim né laut, og þótti þeira bað kynlegt og ekki sízt brúðgumanum. Fóru þeir þá og gættu betur að og sáu, hver umbúningur þar hafði verið veitt- ur. Fann risinn nú, að hann hafði verið gabbaður, og sumir gestirnir með honum, og hörmuðu hrak- fall hans. Sumum gestunum ]oótti aftur risinn hafa gabbað sig, er hann hafði boðið þeim til brúð- kaups, en ætlað að villa þeim siónir með trédrumb einum. Slóst þar í áílog, og því næst drápu hverir aðra, risinn og þeir, sem honum fyigdu, og hinir, er þóttu hann hafa gabbað sig. Er það skjótast frá að segja, að þar stóð enginn líís uppi, oa sá Helga á allan þeirra ófagra forgang. Þegar tröllin voru íallin, hljóp Helga heim í kot hið hraðasta og sótti allt hyski sitt. Drógu þaii síðan búkana út úr hell- inum, báru þar að viðú og kyntu bál mikið og brenndu upp allan þenna óþjóðalýð til kaldra kola. Að því búnu tóku þau allt, sem fémætt var í hell- inum/og flutiu heim í karlskot: Síðan fær Helga sér smiði marga og smíðaefni og lætur gjöra sér hús mikið og íagurt og settist þar að. Systur henn- ar urðu ekki að manni, því þær voru úrræðalausar, öllu óvanar og kunnu ekkert, sem nokkru var nýtt. En Helga giftist síðan vænum manni, og unnust þau vel og lengi, áttu börn og buru, grófu rætur og murur; smérið rann, roöið brann, * sagan upp á hvem mann, sem hlýöa kann; brenni þeim í kolli baun, ; - sem- ekki-gjalda mér sögulaun fyiT í dag en á morgun. Köttur út í mýri, • setti upp á sér stýri,. •_/.•;/' úti er ævintýri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.