Þjóðviljinn - 27.01.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.01.1952, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 27. janúar 1952 Bæjarfréttir Framhald af 4. siðu. Barnatimi (Þorsteinn Ö. Stephen- sen). 19.30 Tónleikar: Alfred Cort- ot leikur lög eftir Chopin. 20.15 Tónleikar. Vióla-konsert í h-moll eftir Hándel, Primrose og hljóm- sveit undir stjórn Walters Goehr). 20.35 Erindi: Dómkirkjan í Skál- liolti; síðara erindi (Magnús Már Lárusson prófessor). 21.00 Óska- stundin (Benedikt Gröndal rit- stjóri). 22.05 Dagskrárlok. tJtvarpið á morgun: 18.10 Framburðarkennsla í ensku. — 18.30 Islenzkukennsla; I. fl. — 19.00 Þýzkukennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. —- Tónleikar. 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar: a) Nor- rœn þjóðlög. b) Mazurka eftir Benjamin Godard. 20.45 Um dag- inn og veginn (Ólafur Jóhannes- son prófessor). 21.05 Samfelld dag- skrá Iþróttasambands íslands. —- Flytjendur: Ben. G. Waage for- seti sambandsins, Þorgeir Svein- bjarnarson, Frímann Helgason, Gunnlaugur Briem, Þorsteinn Ein- arsson og Herm. Guðmundsson. 22.10 Dagskráriok. Bafmagnstakmörkunin í dag Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalstræt- is, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Kafmagustakmörkunin í kvöld Nágrenni Reykjav'kur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi, Laugarnes, meðfram Kleppsrvegi, Mosfelissveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Haf nf irðingar! Bókmenntakynningin verður i Bæjarbíói kl. 3 í dag, þrátt fyrir rafmagnstakmörkunina. Handlmattleiksmóti islands, sem hefjast átti í kvöld, er frestað um eina viku. Aðalfundi Blaðamannafélags Islands, sem vera átti í dag, er frestáð um viku og verður hann sunnudaginn 3. febrúar n.k. að Hótel Borg og hefst kl. 2 e.h. Krossgáta 13. Lárétt: 1 undir bagga — 4 heimili — 5 snæddi — 7 ósýnilega veru — 9 skrá — 10 títt — 11 svik — 13 jarmur — 15 tímabi! — 16 skessa. Lóðrétt: 1 húsdýr — kraft — 3 staf — 4 rúmum — 6 rífur — 7 tilfinn- ing -— 8 aíhenti — 12 ála — 14 með skilyrði — 15 numið staðar. Lausn 12. krossgátu. Lárétt: 1 hrifuna — 7 rá — 8 ásar — 9 ósa — 11 sum — 12 lá 14 M.A. — 15 bali — 17 ar — 18 ana — 20 púrruna. Lóðrétt: 1 hróf — 2 rás — 3 fá — 4 uss — 5 naum — 6 armar — 10 ala — 13 álar — 15 brú — 16 inu — 17 ap — 19 gan. ---------------------------> Saumaskapur Tek að mér að sníða og sauma barnafatnað og kven- k jóla. Móttaka á miðvikudögum og föstudögum. Slgriður Þóroddsdóttír, Kársnesbraut 10 '.1 86. DAGUR Dillard fór strax að róta. í grammófónplötum, sem hann virt- ist þrautþekkja, og fjarlægja tvö, stór gólfteppi, svo að fall- egt parketgólf kom í sljÓ3. „Það er einn kostur við þetta hús og þessi tré og þessar góðu nálar,“ sagði hann til að hughreysta Clyde, því að honum fannst Clyde varkár og gætinn um hegðun sína. „Það er ekki hægt að heyra nokkUrt hljóð út á götuna, er það Zell? Og upp á loft heyrist ekkert heldur. Við höfum oft spilað á fón- inn og dansað hérna til klukkan þrjú og fjögur um morguninn og þau liöfðu ekki hugmynd um það uppi. Er það ekki ^satt, Zell ?“ „Jú, alveg satt. En pabbi lieyrir ekkert mjög vel. Og mamma heyrir ekkert iheldur þegar hún er komin inn til sín og farin að lesa. Enda heyrist það varla.“ „Hvers vegna er fólkið héma svona mikið á móti dansi?“ spurði Clyde. „Það er það alls e;kki -— ekki verkafólkið," greip Dillard fram í, „en flest kirkjurækna fólkið er andvígt dansi. Til dæmis frændi minn og kona hans. Og næstum allir sem við hittum í kirkjunni í kvöld, nema Zell og Ríta.“ Hann leit liýrlega til þeirra. „Og þær kippa sér ekki upp við slíka smámuni. Er það Zell ?“ Unga stúlkan, sem virtist mjög hrifin af honum, hló og kinkaði Eíolli. „Það er nolekuð til í því. Mér finnst það mein- laus skemmtun.“ „Og mér líka,“ skaut Ríta inn í „og foreldrum minum líka. En þau tala aldrei um það og hvetja mig ekki til að dansa.“ Dillard var nú búinn að setja á plötu, sem hét „Brúnu augun“ og Clyde og Ríta og Dillard og Zella fóm strax að dansa, og Clyde fann að hann var að komast í einhver náin tengsl við þessa stúlku, og hann vissi varla livað það boðaði. Hún dansaði svo mjúklega og innilega, leið áfram á einlivem vaggandi og rafmagnaðan hátt, sem gaf til kynna niðurbældar tilfinningar. Og það var einhver dúlin þrá í hinu óljósa brosi sem lék um varir hennar. Og hún var mjög falleg, fallegust þegar hún dansaði og brosti. „Hún er yndisleg," hugsaði Clyde. „þótt hún sá helzti viljug. Hún er sjálfsagt svona við alla, en heimi lízt vel á mig, af því að hún heldur að ég sé maður með mönnum.“ Um leið sagði hún: „Er þetta ekki dásamlegt? Og svo dansið þér svo vel, herra Griffiths.“ „Nei, alls ekki,“ svaraði hann og Iiorfði brosandi inn í augu hennar. „Það eruð þér sem dansið vel. Ég get dansað, af því að ég er að dansa við yðiir.“ Hann fann nú að handleggir hennar voru mjúkir og þrýstnir og brjóstin stór og þroskuð. Dansinn ihafði örvað hana og nú var hún orðin töfrandi, næstum eggjandi. „Nú setjum við „Ástarbátinn“ á,“ hrópaði Dillard um leið og „Brúnu augun“ voru á enda, „og þá getið þið Zella dansað saman og við Ríta 'tökum einn snúning, er það ekki Ríta ?“ Hann var svo heillaður af danseikni sjálfs sín og naut þess svo mjög að dansa, að hann gat ekki beðið eftir næsta lagi, heldur greip Rítu í fangið, áður en næsta plata var komin á, sneri henni á alla vegu og tók ýms dansspor, sem Clyde gat ekki leilldð eftir honum, svo að hann var sjálfkjörinn dans- meistari. Síðan kallaði hann til Clyde og bað hann að setja „Ástarskipið" á fóninn. En þegar Clyde var búinn að dansa við Zellu var honum ljóst, að ætlunin var að góður félagsandi ríkti á milli þessara tveggja hjónaleysa, án þess að þau stæðu í vegi hvort fyrir öðni á nokkurn hátt. Á meðan 2Sella dansaði við Clyde, dansaði vel og talaði mikið, þá fann hann greinilega að það var Dillard og Dillard einn sem hún hafði áhuga á, og kaus helzt að vera með honum. Og eftir nokkra dansa, meðan hann og Ríta sátu á sófa og röbbúðu saman, fóru Zella og Dillard út úr herberg- inu og fram í eldhús til þess að fá sér að drekka. En Clyde tók eftir því, að þau voru miklu lengur í burtu en nauðsynlegt var til að drekka úr einu glasi. Og þessa stund var eins og Ríta hefði gert ráð fyrir að þau drægjust hvort að öðru. Þegar hún varð vör við að samræður þeirra lognuðust út af, reig hún á fætur af er.gu tilefni — og benti honum að dansa meira við sig. Hún hafði stigið nokkur dansspor með Dillard og nú vildi hún kenna Clyde þau. En þau voru þannig löguð að snerting þeirra varð nánari en áður *í- miklu nánari. Og meðan þau stóðu þannig þétt hvort að öðru og hún sýndi Clyde með olnboganum og handleggnum hvað hann ætti að gera, kom ándlit ihennar og kinn svo nálægt honum — avo nálægt að öll hin góðu áförm hans runnu úí^íi veður og vind. Hann þrýsti kinn sinni að kinn liennar og ihún leit- á hann brosandí og'uppörvandi augum. Um leið hvarf' sjálfsstjórn lians og liann 'kyssti varir hennar. Og síðan aftur — og aftur. Og í stað þess að hörfa frá honum, eins og hann liafði búizt við, þá leyfði ihún honum það — stóð kyrr, svo að hann gæti kysst hana emi meira. Og meðan hann fann hlýjan og auðsveipan líkama hennar við sinn og mjúkar varir hennar endurgjalda kossa hans, varð honum Ijóst að ihann var búinn að stofna til sambands, sem ef til vill yrði torvelt að rjúfa. Og hann fann líka að það yrði erfitt að streitast á móti, því að honum geðjaðist vel að henni, og hún var áreiðanlega hrifin af honum. NÍUNDI KAFLI Auk augnabliks ánægju og hrifningar hafði þetta þau áhrif á Clyde, að hann fór aftur að liugsa um, hvaða stefnu honum bæi'i að taka. Þarna var stúlkan og hún nálgaðist hann á þennan töfrandi og heillandi ihátt. Og liann var nýbúinn að telja sjálfum sér og móður sinni trú um, að nú ætlaði hann að breyta um lífemi — ætlaði að leiða ihjá sór allt það, sem hafði orðið honum að falli í Kansas City. Og þó — og þó — Nú var freistingin sterik, því að hann hafði hugboð um að Ríta byggist við að hann stigi skrefi lengra og það mjög bráð- lega. En hvar og hvemig? Ekki 'þó í þessu stóra og framandi húsi. Það voru ömiur lierbergi auk eldhússins, sem Ðillard og Zella virtust hafa leitað skjóls í. En þegar slíkt samband var komið í kring. Hvað þá? Byggist hún þá ekki við, að það héldi áfram og gat hann e!kki búizt við ýmsmn vandræðum ef hann sliti því? Hann dansaði við hana og gældi við hana á djarf- legan og nærgöngúlan hátt um leið og hahn hugsaði: „Þetta sæmir mér ekki. Ég er í Lyeurgus. Ég er af Griffitshættmni. Ég veit hvaða álit þetta fólk hefur á mér — jafnvel foreldr- amir. Er ég í rauninni hrifinn af henni? Er hún ekki of laus á kostunum —- of fljót til ásta?“ Honum var ekki ólíkt innan- brjósts og á hómhúsinu í Kansas City _ hann var bæði hrifinn —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN Bukolla. 4. DAGUR dingull og kveðst muni hiálpa henni, eí hún kyssi sig í kvöld. Helga kveðst íeain vilja ganga að þeim kostum og þó meira væri. Síðan ganaa þau írá hell- inum og ganga nú lengi, bangað til þau sjá höll mikla nokkuð langt írá. „í þessari höll,” segir Dordingull, „býr nú Daladrottning. Skaltu nú íara bangað, og mun hún taka bér vel og fá þér taflið. Hún mun bera fyrir þia mat, en þú skalt engan bita borða, en þrjá bita skaltu taka oa stinga í vasa þinn, og vel skaltu signa borðbúnaðinn, þegar þú ert sezt undir borð. Þegar þú ert komin á stað, mun hún senda á eftir þér þrjá varga, og skaltu þá íleygja sínum bitanum í hvern." Fer nú Helga til hallarinnar. Daladrottning tekur henni vel og ber fyrir hana mat á borð. Kveðst hún vita í hVaða erindum hún sé. En þegar allt er á borð borið, segir Daladrottning: „Skerðu hana, gaffall,. sting þú hana, hnífur, og gleyntu hana, dúkur." Þá svaraði hnífurinn, gaf fallirm og dúkurinn: „Við getum þaóT ekki, hún Helaa signdi okkur svo vel." Nú fór Daladrottning frá Helgu um stund; tekur hún þá þrjá bita og stinaur þeim í vasa sinn, en ekkert borðaði hún sjálf. Daladrottn- ing fær nú Helgu taflið, oa fer hún síðan af stað. Þegar hún er komin nokkuð frá höllinni, koma þrír vargar á eftir henni, og telur hún víst,- að þeir muni eiga að ráða sér bana. Helga tekurjbitana og kastar fyrif þá, en vargarnir éta sinn hver, og detta þegar dauðir niður. Helga fer nú leiðar sinnar og í hellinn. og leggur taflið á rúm skessunnar. Um kVöldið læínur skessan heim og spyr Helgu, hvar taflið sé. Hún-segir það sé í rúminu. „Vel er unn- ið," mælti skessan, „en það grunar migí,4ð,.M,^ért ek.ki ein í ráðum."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.