Þjóðviljinn - 02.02.1952, Blaðsíða 1
f' ** m fi »'
- - »
Laugardagur 2. febrúar 1952 — 17. árgangur — 27. tölublað
¥egna úfíarar forseta
Islands verður ekki
unnið í PreutsmiSju
Þjóðviljans í dag- og
skrifstofur blaðsins
íokaðar. Næsta blað
kemur úf á þriðjudag.
Þjóðin kveður í dag fyrsta forseta lýðveldlsins
Þjóð vor kveður í dag þjóðhöfðingja sinn, fyrsita viður-
kennda innlenda þjóðhöfðingjann, sem hún hefur eign-
azt eftir sex alda erlenda áþján.
Með honum sem fyrsta forseta sjálfstæðs íslamds steig
lýðveldi vort sín fyrstu spor, imgt og veikt, í veröld
grárri fyrir járnum.
Með honum lifði þjóðin þá ógleymanlegár stundir ein-
ingar og trúar á framtíð og frelsi lands vors.
Látum þau orð, er hann mælti á hátíðleguistu stund
lífs síns, á fagnaðardegi þjóðarinnar, 17. júní 1944, að
Lögbergi, vera hinztu kveðju hans til þjóðar sirmar. Og
látum oss minnast hans á þessari kveðjustund í anda
þeirrar ræðu:
„Á þessum fornhelga stað, sem svo ótal minningar eru
bundnar við, um atburði sem markað hafa sögu og heill
þjóðarinnar, vil ég minnast atburðar sem skeði hér fyr-
ir 944 árum. Þá voru viðsjár með mönnum sennilega
meiri en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóðveldið
h*afði starfað þá. Og ágreiningsefnið var nokkuð sem er
öllum efnum viðkvæmara og hefur komið á ótal styrj-
öldum í heiminum. Það voru trúarskoðanir manna. For-
feður vorir höfðu haídið fast viö hina fornu trú, Ása-
trúna, sem flutzt hafði méð þeim til landsins. Nú var
boðaður annar átrúnaöur, kristindómurinn. Lá við full-
kominni innanlandsstyrjöld milli heiðinna manna og
kristinna.
Alþingi tókst að leysa þetta mikla vandamál hér á
Lögbergi. — Um þctta segir svo í Njálu:
„Um daginn eftir gengu hvárirtveggja til Lögbergs,
ok nefndu hvárir Vátta, kristnir menn ok heiðnir, ok
sögðust hvárir ór lögum annarra. Ok varð þá svá mikit
óhljóð at Lögbergi, at engi nám annars mál. Síðan gengu
menn í braut ok þótti öllum horfa til inna mestu óefna“.
Forustumaður kiástinna manna fól nú andstæðingi
sínum, hinum heiðna höfðingja, Þorgeiri Ljósvetninga-
goða, að ráða fram tu* vandi'æðunum. Hann gerhugsaði
málið. — Um endalok segir m. a. svo í Njálu:
„En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi
Þorgeir sér hljóðs ok mælti: „Svá lízt mér senx máluhi
vánxm sé komit í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir.
En ef sundur er skipt lögunumj þá mun sundxir skipt
friðnum, ok mun eigi við þat mega búa“.
Sveinn Björnsson vinnur forsetaeið sinn að Lögbergi 17. júní 1944.
Forseti íslamds og kona hans, frú Georgia Björnsson, að
beimili sínu á Bessastöðum.
Frá forsíetisráðuneytinu
barst Þjóðviljanum í gær eft-
irfarandi tilkynning um útför
forseta íslands:
Eins og áður hefur verið
auglýst fer útför herra Sveins
Björnssonar, forseta, f ram
í dag.
Að Bessastöðum fer fram
húskveðja, en þangað fara
ekki aðrir en nánustu vanda-
menn. — Athöfninni verður út-
varpað.
Kl. 2,15 hefst kveðjuathöfn
í Alþingishúsinu, að viðstaddri
ríkisstjórn, alþingismönnum og
fulltrúum erlendra ríkja.
Porsætisráðherra, Steingrím-
ur Steinþórsson, og forseti sam
éinaðs Alþingis, Jón Pálmason,
flytja kveðjuorð.
Karlakór Reykjavíkur syng-
ur.
Síðan verður gengið í Dóm-
kirkjuna. Biskupinn, lierra Sig-
urgeir Sigurðsson, fer með
ritual og flytur basn. Dóm-
ikirkjukórinn undir stjórn dr.
Páls Isólfssonar og Karlakór-
inn Fóstbræður undir stjórn
Jóns Þórarinssonar syngja.
Frá dómkirkju verður farið
til kapellunnar í Fossvogi og
lýkur athöfninni þar með þjóð-
söngnum.
Allri athöfninni verður út-
varpað og gjallarhornum komið
fyrir á þinghúsi, dcmkirkju og
kapellu.
Þegar líkfyigdin kemur frá
Bessastöðum mun hún fara um
Hringbraut, Sóleyjargötu, Frí-
kirkjuveg, Laakjargötu,*Austur-
stræti, Aðaistræti og Kirkju-
stræti að Alþingishúsinu.
★
Leiðán frá Miklatorgi í Rvík
um Reykjanesbraut og Álfta-
nesveg að Bessastöðum verður
lokuð fyrir umferð ökutækja
i dag frá kl. 13.15 til kl. 14.00.
★
Frikirkjan verður opin í dag,
meðan á útför forsétans stend-
ur. Verður gjailarhornum kom-
ið fyrir í kirkjunni, og getur
fóik setzt þar inn og fylgzt
með athöfninni.
Heiðinginn Þcrgeir Ljósvetningagoði segir því næst
svo: „Þat er upphaf laga várra at menn skuli allir kristn-
ir hér á Iandi“.
Undu allir þessum málalokum með þeim árangri að af
leiddi blómaöld íslands, unz sundurþykkið varð þjóðveld-
inu að fjörtjóni.
Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíðaxstund
bið ég þann sama eilífa guð, sem þá hélt verndarhexidi
yfir íslenzku þjóðinni, að halda sömu verndarhendi yf-
ir íslandi og þjóð þess á þeim tímum sem vér nú eig-
unx fram undan.“
Svo sé það og líka hinzta ósk íslands til fyrsta for-
seta lýðveldisins að þessi fagra, hlýja bæn hans um
einingu þjóðarinnar megi rætast, þegar Fróni Iiggur
allra mest á.