Þjóðviljinn - 02.02.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1952, Blaðsíða 3
iN MEMOUIAM Yfir vöggu Sveins Björns- sonar gnauðuðu mililir storm- ar íslenzks stjórnmálalífs. Fað- ir hans, Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar,. var einn umsvifa- mesti bardagamaður íslenzkra stjórnmála um sína daga, og hóf blaðamennskuferil sinn 1874, sama árið og alþingi fékk löggjafarvald. Sveinn sonur hans fæddist um það leyti, er baráttan hófst fyrir islenzkri heimastjórn. Hann varð stúd- ent aldamótaárið og lauk em- bættisprófi í lögum við Hafnar- háskóla þegar öldur sjálfstæð- isbaráttunnar risu hæst. Þegar ísland var viðurkennt sjálf- stætt ríki 1918 og æ&sta dóms- valdið var aftur flutt inn í iandið, varð Sveinn Björnsson fyrsti starfandi málafærslu- maður við Hæstarétt. Tveimur árum eftir sambandslagasátt- málann varð Sveinn Björnsson fyrsti sendiherra Islands i Kaupmannahöfn, og hafði því forustu um skipulagningu ís- ienzkrar utanríkisþjónustu. Tveimur áratugum síðar hvarf hann aftur heim til íslands og var gerður ríkisstjóri, er konungur vor, Krístján X.. fékk ekki gegnt störfum þjóð- höfðingja þessa lands vegna liernáms Danmerkur. Hinn 17 júni 1944 var Sveinn Björns- son kjörinn forseti hins is- lenzka lýðveldis, og skipaði hann þann sess til dauðadags Sveinn Bjömsson var alda- mótanna barn liðsinaður hinnar bjartsýnu kynslóðar, sem fékk leyst ‘hina löngu deilu við Dani. Þessi kynsióð kom einnig í atvinnuiegum efnum fótum undir þáð Island, sem vér þekkjum í dag. Sveinn Bjöms- son starfaði að samtökum ýmsum og stofnunum, er hin íslenzka aldamótakj'nslóð ýtti úr vör og voru snar þáttur í efnahagslegri sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Fram á annan áratug þessarar aldar var Island einangrað og veg- laust land, og því var það eng- in tilviljun, að Sveinn Bjöms- son léti samgöngumál þjóðar- innar á öllum sviðum mikið til sín taka. Starfs hans í þeim efnum mun lengi verða minnzt. En það átti ekki fyrir honum að liggjá að sinna íslenzkum innanlandsmálum til langframa. Þótt hann um stund tæki all- mikinn þátt í stjórnmálabar- áttu landsins og ætti sæti bæði á alþingi og í bæjarstjórn Reykjavíkur, þá mun hann að skapgerð allri hafa veríð frem- ur frábitinn daglegum pólitísk- um erli, dægurþrasinu, sem fæddir stjómmálamenn hafa hið mesta yndi af. En hann var ekki fæddur pólitískur slagsmálamaður. Því varð það bæði gifta hans og íslands, að honum gafst kostur á að starfa fyrir hið unga íslenzka ríki á þeim vettvangi, er átti betur við skap hans en reykvísk stjómmál. Fyrir margra hluta sakir var Sveinn Björnsson til- valinn sendiherra. Virðuleg framkoma og persónuleg ljúf- mennska öfluðu honum vin- sælda og vöktu traust á hon- um hjá háum sem lágum. Á Hafnarárum mínum kynntist ég Sveini Bjömssyni. Við Hafnarstúdentar heyrðum und- ir íslenzk „utanríkismál“ á þeim árum.og þá eins og jafnan áður og síðar, vom fjármál okkar stúdentanna hið eilífa vandræðamál á þeim vettvangi. Þegar fjármál okkar voru sér- staklega vandleyst var það jafnan viðkvæðið: Þá verður að fara. í Svein! Og það var oft „farið i Svein“. Ég minnist þess ekki, að hann hafi ekki leyst úr vanda okkar stúdent- anna, og hann gerði það jafn- an á svo ljúfmannlegan hátt, Forseti Islands setur fyrsta listamannaþing á Islandi í hátíða- að ekki kom við okkar fín- gerðari akademísku taugar. Kona hans, frú Georgia Björnsson, var honum samhent- ur lífsförunautur, er átti sinn mikla þátt í að marka embætti hans, sendiherrastarf hans jafnt sem forsetatignina, blæ alúðar og látleysi. Embættisframi Sveins Bjöms- sonar var mjög fastbundinn þróun hins íslenzka sjálfstæð- ismáls. Þegar að því kom, að Island skyldi velja sér innlend- an þjóðhöfðingja, var það tæp- ast álitamál, að Sveinn Björns- son yrði fyrir valinu. Jafn- vel þeir, sem af sérstökum á- stæðurn vildu ekki greiða hon- um atkvæði, vom á einu máli um, að hann væri lieppilegast- ur til að skipa öndvegissess- inn í hinu íslenzka lýðveldi, svo sem högum var háttað. Hjá fámennum þjóðum vill það oft við breima, að hinn póli- tíski ofsi er í öfugu hlutfalli við mannfjöldann. Pólitíkin hleypur í alla hluti, jafnvel hina ólíklegustu. Þá er oft heppilegt að til sé einhver frið- aður blettur í þjóðf&laginu, þar sem sandstormar stjórnmál- anna fá ekki að geisa. For- setaembættið varð slíkur reitur á fyrstu ámm íslenzka lýðveld- isins. Sveinn Björnsson var sá Islendingur okkar daga, sem flestir landsmenn, úr öllum stéttum og flokkum, gátu sætt sig við að hafa að þjóðhöfð- ingja, án þess að lagt yrði til kosningabaráttu um embættið. Á því er enginn vafi, að ís- lenzka lýðveldinu var mikill hagur að þeim friði og kyrrð, sem persóna Sveins Björnsson- ar fékk skapað um hið æðsta embætti landsins. Vegna persónulegra og pólitiskra mannkosta sinna gat Sveinn Bjömsson skipað þennan sess með þeim hætti, sem fáum nú- lifandi Islendingum var gefinn. Og þvi ríkir í dag harmur i landi þegar hinn fyrsti íslenzki þjóðhöfðingi er kvaddur í hinzta sinn. Sverrir Kristjánsson. Forseti Islands leggur blómsveig við minnismerki Jóns Signrðssonar 17. júní. Forseti Islands á Snorraháííðinni í Reykholti, ásamt Ólafi konungsefni Norðmanna. Forseti Islands á sjóminjasýningunni í Listamannaskálanum. Til vinstri Áki Jakobsson, þá- sal Háskóla Islands. Til hægri I)a\ið Stefánsson forsetj þingsins ' * ■ 1 . \ verandi at\'iniiumálaráðherra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.