Þjóðviljinn - 02.02.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1952, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. feb'rúar 1952 I n <y •»5 8.00 Morgunútvarp. 9.10 Veðurfr. 12.10 Hádegisútvarp. — 12.45 Hefst útvarp frá útför forseta Islands, hr. Sveins Björnssonar (útv. frá Bessastöð- um, Alþingishúsinu, Dómkirkj- unni og kapellunni í Fossvogi; kl. 13.15—14.15 eða þar um bil verður leikin klassísk tónlist af plötum). 19.25 Veðurfregnir. 19.25 Tónleikar: Nprrænir kórar syngja (pl.) 20.00 Fréttir. 20.15 Minning- arkvöld um herra Svein Björns- son, forseta íslands: a) Erindi: Ólafur Lárusson prófessor. h) Upplestrar úr ræðum og ritum Sveins Björnssonar: Vilhjálmur >. Gíslason o. fl. c) Islenzk tónlist (pl.) 22.00 Veðurfregnir. Dagskrár- lok. — Ctvarpið á inorgun Fastir liðir eins og venjulega. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (sr Jakob Jónsson). 13.00 Erindi: Is- Icnzlt orðatiltæki; I. (Halldór Halldórsson dósent). 15.15 Frétta- útvarp til Islendinga erlendis. 15.30 Miðdegistónleikar (pl.): a) Fiðlusónata í A-dúr op. 9 eftir Carl Nielsen (Emil Telmányi og Christian Christiansen leika). b) Heirich Schlusnus syngur. c) Fortónleikar, sinfónísk ljóð eftir Liszt (Frönsk sinfóníuhi jómsveit loikur; Meyrowitz stjórnar). 18.30 Ba.rnatími (Unglingaregian í R- vík sér um tímann). 19.30 Tón- leikar: Marcel Dupré leikur á org- el (pl.) 20.15 Einleikur á píanó: Jórunn Viðar leikur lög eftir Cho- pin: a) Ballade í As-dúr. b) Maz- urka í cis-moll. c) Mazurka í As- dúr. d) Scherzo í hi-moll. e) Et- ýða í es-moll op. 10 nr. 6. f) Etýða x a-moll op. 25. nr. 11. 20.45 Heyi-t og séð (Jónas Árnason alþm.) 21.00 Leikrit: „>eim, sem mikið elskar...." eftir Alex Brin- chmann. Leikstjóri: Einar H. Pálsson. Leikendur: Höskuldur Skagfjörð, Steindór Hjörleifsson, Gerður Hjörleifsdóttir og Einar Pálsson. 22.05 (pl. til 23.30. Ctvarpið á niánudaginn Fastir liðir eins og venjulega. 18.10 Fiamburðarkennsla í ensku. 18.30 Isjenzkukennsla; I. fl. 19.00 Þýzkukénnsla; II. fl. 19.25 Tón- Ieikar: Lög úr kvikmyndum (pl.) 20.20 Útvarpshljómsveitin; >órar- inn Guðmundsson stjórnar: a.) Þýzk þjóðlög. b) „Suðrænar rósjr“ vals eftir Johann Strauss. 20.45 Um daginn og veginn (Magnús Jónsson alþm.) 21.05 Einsöngur: Óla.fur Magnússon frá Mosfelli eyngur vinsæl alþýðulög; Fritz Weisshappel leikur undir. 21.20 Dagskrá Kvenfélagasambands Is- lands. Erindi: Börnin og sam- ferðafólkið (Svava Þórleifsdóttir). 21.45 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari);. 22.10 „Ferðin til Eldorado” saga eftir Earl Derr Biggers (Andi-és Krist- jánsson blaðamaður.) 22.30 Tón- leikar: Perry Como syngur (pl.) 23.00 Dagskrárlok. SJNDARlSE HARMSAGA THEODORE DREISER Krossgáta 18. t. 1 i 1 s- u 7 6 lO ii m m “ ‘Í /y m '7 Sfp' '8 <9 m lo Lárétt: 1 uppfræðari — 7 tveir eins — 8 úr mjóik — 9 heiisu- drykkur(i) — 11 ílát — 12 kom- ast — 15 valdi — 17 herra — 18 tré — 20 dálítið skemmd. Lóðrétt: 1 ferju — 2 stafur — 3 •komast — 4 áa — 5 jötunn — 6 kveður — 10 grejnir — 13 æst 15 augnalok — 16 uss — .17 tveir eins — 19 pú. Lausn 17. kross.gátu. Lárétt: 1 prest — 4 tó — 5 Ás 7 asi 9 ráp — 10 sóa — 11 alt — 13 il — 15 áa — 16 áttir. Lóðrétt: 1 Pó — 2 ess — 3 tá 4 Torfi — 6 skápa :— 7 a.pa — 8 fet — 12 lát — 14 lá — 15 ár. 91. DAGUR var minna borð, sem lagt var á fyrir sex. Þarna í þessu skoti áttu þau að borða, og af einhverjum ástæðum hafði Clyde búizt við öðru. Þegar hann var búinn að koma sér þægilega fýTÍr, varð hann að svara ótal spurningum, sem flestar snerust um fjölskyldu hans, fyrra líf hans, fortíð og nútíð; hvað var faðir hans orð- inn gamall? Og móðir lians? Hvar höfðu þau átt héima áður en þau fluttu til Denver? Hvað átti hann mörg systkini? Hvað var Esta, elzta systir hans gömul? Hvað starfaði hún? Og hin systkinin? Hvernig líkaði föður lians að sjá um gistihús? Hvað bafði faðir hans starfað í Kansas City? Hversu lengi hafði fjöl- skylda hans átt heima þar? Clyde komst í megnustu vandræði yfir þessum spumingum, sem Samúel Griffiths og kona hans létu dynja á lionum. Og vegna þess hve Clyde svaraði dræmt spumingunum um iíf fjölskyldunnar í Kansas City, varð þeim háðum ljóst að spurn- ingarnar voru honum óþægilegar. Þau héldu auðvitað að það stafaði af fátækt og eymd fjölskyldu hans. Því að þegar þau spurðu: „Þér hafið auðvitað bjrjað að starfa á hótelum í Kansas City, þegar þér voruð búinn í skólanum?“ þá eldroðnaði Clyde og fór að hugsa um stolna bílinn og hina slitróttu skóla- göngu sína. Honum var mjög óljúft að minnast á tengsl sín við hótel í Kansas City, Green Davidson hótelið. En til allrar hamingju opnuðust dymar í þessum svifum og Bella kom inn í fylgd með tveim stúlkum, sem Clyde sá ftrax að tillieyrðu þessum glæsilega heimi. En hvað þær vom ólíkar Ritu og Zellu sem hann iiafði fyrir skemmstu ihugsað svo mikið um. Hanri þekkti Bellu auðvitað ekki fyrr en hún fór að ávarpa fjölskyldu sína. En liinar — önnur var Sondra Finchley, sem Bella og móðir hennar höfðu oft talað um, svo glæsileg, fíngerð og falleg stúlka, að Clyde hafði aldrei séð neitt þvílíkt — svo gerólík öllum öðrum stúlkum sem hann hafði séð og þeim miklu fremri. Hún var í aðskomum, klæðskera- saumuðum göngubúningi, sem féll þétt að líkama hennar og á höfðinu var hún með lítinn, svartan leðurhatt, sem hún hafði dregið langt niður á ennið. Um hálsinn hafði hún leðurband í sama lit. 1 leðurreim teymdi hún franskan bolabít og á öðrum handleggnum hélt hún á glæsilegri, svart- og gráköflóttri kápu — ekki mjög áberandi en minnti þó á glæsilegan karlmanns- írakka. I augum Clyde var hún dásamlegasta kvenvera sem hann hafði nokkru sinni augum litið. Það var eins og rafstraum- ur færi um hann, þegar liann sá i)ana — hann var heillaður — hann fann sárt til þess hvað hann þráði margt og skorti margt — hann þráði að sigra hana, en þó var lionum Ijóst, að hún myndi aldrei virða hann viðlits. Þessar hugsanir kvöldu hann og gerðu hann ringlaðan. Hann þráði að mega loka aug- v.num, svo að hún hyrfi honum sjónum — og um leið langaði hann til að horfa á hana og hana eina — svo heillaður var hann. Hún sýndi þess engin merkj í fyrstu, hvort hún sæi hann eða ekki, en kallaði til hundsins síns: „Heyrðu nú, Bissell. Ef •þú hagar þér ekki vel, þá fer ég með þig út og bind þig þar. Ó, cg get ekki verið hénia lengur, ef hann ætlar að láta svona.“ Hann hafði komið auga á heimilisköttinn og reyndi að slíta sig lausan til að nálgast hann. Við hlið hennar var önnur stúlka, sem Clyde leizt ekki nærri sins vcl á, en var þó alveg eins glæsileg og Sondra og sumum fannst hún fullt e;ns töfrandi. Hún var ijóshærð — með hör- gult hár — með möndlulaga, grágræn augu, liðlega og mjúk- lega vaxin eins og köttur og hafði kattmjúkar hreyfingar. Um leið og hún kom inn, leið hún yfir gólfið og að borðinu þar sem frú Griffiths sat og hallaði sér yfir hana. Hún fór strax að mala. „Hvernig líður yður, frú Griffiths? Það er gaman að sjá yð- ur aftur. Það er svo langt síðan ég hef ikomið hingað, finnst yður ekki? En við mamma höfum verið að heiman. Hún og Grant eru.í Albany í dag. Ég liitti Bellu og Sondru hjá Lam- bertsfjölskyldunni. Og þið eruð að borða hérna út af fyrir ykkur. Hvað segir þú Myra?“ kallaði hún, teygði sig yfir öxlina á frú Grifíiths og snerti handlegg Myru kæruleysislega og eins og af skyldurækni. Og Bella, sem í augum Clydes gekk næst Sondru áð fegurð, talaði hástöfum á meðan: „Æ, ég er svo sein fyrir. Fyrirgef- ið þið, mamma og pabbi. Er það ekki ailt í lági svona einu sinni?“ Og þá fyrst <kom hún auga á Clyde, þótt hann hefði staðið upp um leið og þær komu inn ög stæði enn, og hún þagn- aði og gerði sér upp feimni eins og hinar. Clyde titraði yfir lítilmótleik sínum og þeirri athygii sem hann vakti, meðan hann beið þess áð 'hann yrði kynntur fyrir þeim. Hann áleit æsku og íégurð mikilvægustu eiginleika konunnar. Hrifning hans á Hortense Briggs, að ekki sé minnzt á Rítu, sem jafnaðist ekki á við neina þessara stúlkna, sýndi hve mikið hann lagði upp úr hinu ytra útliti án þess að skeyta um innri eiginleika. „Bella,“ sagði Samúel Griffiths með hægð, þegar hann sá, að Clyde stóð enn uppréttur. „Þetta er Clyde, frændi þinn.“ „Já,“ svaraði- Bella og tók strax eftir því, hversu líkur hann var Gilbert. ;,Sælir. Mamma ihefur einmitt talað um að von væri á yður í heimsókn.“ Hún rétti fram eiim eða tvo fingur, sneri sér svo til vinstúlkna sinna. „Vinkonur mínar, ungfrú Finchley og ungfrú Cranston, herra Griffiths.“ Stúlkurnar kinkuðu kolli, stillilega og virðulega, um leið og þær virtu Clyde vandlega fyrir sér. „Mikið er hann líkur Gil- bert.,“ livíslaði Sondra að Bertínu, sem stóð nú við hlið henn- ar. Og Bertína svaraði: „Já, það má nú segja. Eiginlega er hann þó laglegri —- fiimst þér það ekki?“ Sondra kinkaði kolli, fegin því að hann var laglegri en bróðir Bellu, sem henni geðjaðist illa að — og svo var liami bersýni- lega heillaður af henni eins og títt var um unga menn. En liún tók einnig eftir því, að hann starði í sífellu hugfanginn á hana, Ketill Jensson Framhald af 8. síðu. nær 3 ár og er nýkominn heim. Fyrstu hljómleikar haris verða á þriðjudagskvöldið í Gamla bíói. Fritz Weishappel mun annast undirleikinn. Þarsyngur Ketill lög eftir Cesar Franck. Caldara, Sigurð Þórðarson, Sig- fús Einarsson, Sigvalda Kalda- lóns, Pál Isólfsson, Gastaldon. Cardillo og Cilea, og að lokum aríu úr ópenmni Afríkustúlkan eftir Meyerbeer og aríu úr Andrea Chénier eftir Giordano. — Aðgöngumiðar verða seldir 5 Bækur og ritföng og Bóka- verzlun ísafoldar. 1 gær höfðu blaðamenn ta! af Katli Jenssyni og tveim styrktaimönnum hans. Kvaðst Ketill þakka öllum þeim er hefðu stutt sig til söngnáms og er þeirn þökkum hérmeð skilað, en reynslan mun sýna að það er fyrst og fremst þjóðin sem stendur í þakkar- skuld við þá. Við þetta tækifæri söng Ketill nokkur lög, og eftir þann söng hefur sá er þelta ritar aðeins eina ráðleggingu til Reykvíkinga: Fvllið Austur- bæjarbíó á þriðjudaginn kemur — <og þið munuð ekki verða fyrir vonbrigðum. Samgöngutruflanir Framhald af 8. s5ðu. ur eftir hádegið í gær, en þcgar Þjóðviljinn hafði tal af Davíð Jónssyni frá Vegamálastjórn- inni, hafði enn ekki sézt til þeirra frá Krýsuvík, hinsvegar var þá komin þangað bilalest að austan, og þá væntanlega mjólkurbílarnir í þeim i'lota. I gær voru ýtur að verki í Ölvesinu og var vegurinn að austan talinn sæmilega fær stónim bílum vestur til Krýsu- víkur, en þaðan, einkum hjá Kleifarvatni, var vegurinn tal- inn mjög erfiður og hætta á að þar muni hafa skafið tölu- vert, því þar mun alltaf hafa. verið frost. í snjónum. Ef frystir og hvessir má bú- ast við að vegirnir verði erfiðir á ný, og jafnvel verri en áður, — en í gærkvöldi spáði ve.ður- stofan suðaustan golu og éljum. Vegna útfarar forseta íslands, herra Sveins Björnssonar, verða afgreiðslur okkar og vinnustofur lok- aðar allan daginn í dag. Félag efnalaugaeigencla. KYNNING i uíti umferðastöðvun á Reykj'anesbraiit Leiðin frá Miklatorgi í Reykjavík um Reykjanesbraut og Álftanesveq að Bessa- stöðum verður lokuð fyrir umferð ökutækja í dag, laugardaginn 2. febrúar, frá kl. 13,15 til kl. 14,00. Lögieglustjórinn í Reykjavík. Sýslumaðurinn I Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.