Þjóðviljinn - 05.02.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.02.1952, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 r v Getraunir Um alllangt skeið hafa verið uppi umræður meðal íþrótta- manna um það, að koma hér á getraunastarfsemi í sambandi við íþróttakeppni. Hefur hér verið sagt frá reynslu annarra þjóða í þessu efni og þeim ár- angri, sem náðst hefur þar með öflun tekna á þennan hátt. Þessar umræður hafa orðið til þess sem kunnugt er að fengizt hefur leyfi til að hefj- ast handa um getraunir hér á landi. Það er alkunna að íþrótta hreyfingin er alltaf í fjárþröng, og sama hvert litið er. íþrótta- menn eygðu því ef til vill þarna möguleika til þess að ná sér í fastan tekjustofn, sem þó var ekki með lögþvingunum gert, heldur frjálsum vilja og áhuga fólksins fyrir íþróttum og svo vinningsvon. Þetta yrði að nokkru leyti svipuð tekjuöflun og Háskólinn hefur haft síðan happdrætti hans var lögfest. 1 tilefni af þessari fyrirhug- uðu getraunastarfsemi til ágóða fyrir íþróttastarfsemina hafa þrir ágætir námsmenn í Noregi, fyrir hönd Félags íslenzkra etúdenta þar, sent blöðum hér til birtingar allýtarlega lýsingu og fróðlega um aðdraganda, stofnun, árangur og skiptingu arðs af getraununum norsku. Uppistaða greinarinnar er að vekja athygli á því að þar sé ágóðanum skipt millj íþrótta og vísinda, og er svo komið að árið 1650 eru íþróttirnar orðnar röskur hálfdrættingur í tekjum af getraunastarfseminni móti vísindunum. Orðrétt segja þeir í byrjun greinarinnar: „Við teljum hinsvegar rétt og eðlilegt að ágóðinn skiptist milli vísinda og íþrótta." — Og í lok greinarinnar segir enn- fremur: „Við skorum þvi ein- dregið á íslenzk stjórnarvöld að taka til alvarlegrar athugunar að skipta getraunaágóðanum milli vísinda og íþrótta að norskri fyrirmynd." Hvað islenzku getraunastarf- semina snertir er ekki gert ráð fyrir að tekjum verði skipt, heldur rennj þær óskiptar til íþróttanna. Er ástæðan ef til vill fvrst og fremst sú, að vegna dreifbýlis, samgangna o.fl. geti orðið nokkur dráttur á því að eitthvað verði afgangs til að sikipta, og það taki lengri tíma að vinna þessa starfsemi það upp að hún geti gefið tekjur, sem vei'ði til skiptanna. Það er því engan veginn að íþrótta- menn skilji ekkj. þnrfi.r vísind- anna eða virði þau ekki og meti Hekki Hasu varð nr. 3 Á móti í Finnlandi sem haldið va.r um fyrri helgi vakti það ekki litla. athygli að finnski sikíðakappinn Hekki Hasu varð nr. 3 í samanlögðu stökki og gömgu. Hasu hefur undanfarin ár ógnað Norðmönnum í Holmen- kollen, og varð sigurvegari í St.Moritz 1948. Sigurvegarinn á móti þessu heitir Merilaien og fékk 458,5 stig. Næsti maður heitir Kor- honen, fékk 457,2, en Hasu fékk 443,4. Stökikið fór fram í lítilli stökkbraut. En hann tapaði líka göngunni fyrir þessum tveim fyrmefndu. og vísindi sem nauðsynlegan þátt í nútíma þjóðfélagi. Á þessu stigi starfseminnar er engu slegið föstu um það hvernig framtíðin gengur frá þessu máli. Vera má að tekjur verði það miklar að ráðandi mönnum finnist það of mikið handa íþróttahreyfingunni. Við íþróttamenn gerum tæpast ráð fyrir svo miklum tekjum, með tilliti til þeirrar miklu uppbygg- ingar sem íþróttafél. gera ráð fyrir og hinni almennu þörf fyrir aukin íþróttamannvirki og kennslu. 1 þessu sambandi má benda á, að Háskóli íslands stendur nær vísindum en get- raunastarfsemi um íþróttir. Háskólinn hefur nú um 15 ára skeið haft happdrætti til ágóða fyrir víðtækar framkvæmdir, sem bera fagurt vitni þeirri framsýni sem þar kom fram. Alþjóð hefur tekið þátt í þess- ari starfsemi Háskólans, sum- Framhald á 6. siðu. 56 lönd hafa til- kynnt þátttöku sína í sumar- leikjunum í Hel- sinki. Síðustu ríkin, sem sent hafa tilkynn- ingu um þátt- töku, eru Ber- muda, Spánn og Tékkóslóvakía. Aðeins 5 lönd af þessum 57 hafa ákveðið að senda þátttak- endur í öllum greinum leikj- anna, sem eru 17 og það eru Bandarikin, Dan- mörk, Frakkland, ítalía og Sví- þjóð. Fyrir þá sem eiga að sjá um olympíuleiki er í mörg hom að líta; hvorki stóru né smáu má Framhald á 7. síðu. Hfalmar Andersen Noregsmeistari á skautum og setti heirasmet á 10.000 m hlaupi Noregsmeistarakeppnin á skautum fór fram um fyrri helgi, en það er alltaf stór íþróttaviðburður í Noregi. Mót- ið fór fram í Gjörvik. Á móti þessu sannaði Hjalmar Ander- sen enn einu sinni ágæti sitt sem skautamaður með því að vinna þrjár vegalengdirnar af fjórum og setja heimsmet í 10 km hlaupi. Hann vann sem sé 1500, 5000 og 10.000 m, en 500 m vann Arne Johansen; þar varð Hjalmar nr. 5 á 44,8. 1 norskum blöðum er því slegið föstu að hann sé bezti skauta- maður sem uppi hefur verið og þau segja að varla fæðist nema einn slíkur á öld. Tími hans að þessu sinni var 16:51,4, en hann átti gamla metið líka sem var 16:57,4. Urslit I einstökum greinum urðu: 500 m. 1. Arne Jahansen A.S.K. 43,5 2. Hvoar Elvenes O.I. 44,2 3. Nic Stene T.S.K. 44,5 1500 m. 1. H. Andersen Falken 2:18,4 2. Roald Aas O.I. 2:19,2 3. Nic Stene T.S.K. 2:21,5 5000 m. 1. H. Andersen Falken 8:18,1 2. Sverre Haugli Jevnak. 8:33,9 3. Yngvar Karls. Herkul. 8:35,9 10.000 m. 1. H. Andersen Falken 16:51,4 2. Yngv. Karls. Herkul. 17:33,1 3. Roald Aas O.I. 17:33,9 Samanlagt. 1. Hjalmar Anders. 191,313 st. 2. Yngvar Karlsen 194,545 st. 3. Roald Aas 195,815 st. 4. Ivar Mortensen 197,857 st. Handknattleiksmét íslands í meistara flokki hófst s.1. sunnudag Á sunnudaginn var hófst þrettánda handknattleiksmót íslands inni. Gengu keppendur í fyrsta leiknum inn á leikvang- inn fylktu liði undir ísl. fána, en Hermann Guðmundsson vara- forseti I.S.Í. setti mótið með stuttri ræðu. Allt byrjaðj þetta mikið of seint, sem mun hafa -stafað af slæmum samgöiagum inneftir. Fram—ÍR. 12:8. Fyrri leikur kvöldsinh var milli Fram og I.R. og var hann allur fremur tilþrifalítill af beggja hálfu. Lengst af var hann mjög jafn og stóðu leikar 4:3 í hálf- leik, fyrir Fram. Þegar kom að lokum síðari liálfleiks virtust I.R-ingar missa meira tö’ún og gerðu Framar- ar 3 síðustu mörkin. I liði I.R.-inga var Þorleifur í sérflokki, Þorgeir lofar góðu; annars er liðið fremur ósam- stætt. I liði Fram voru Hilmar og Jón sem sem maður veitti helzt athygli. Dómari var Þórð- ur Sigurðsson og hefði mátt vera ákveðnari og taka á meiri leikbrot en hann gerði. Ármann—Víkingur 19—15. Þessi leikur var á köflum skemmtilegur og fjörlega leik- inn af beggja hálfu. Víkingar sýndu þegar að þeir voru ekkert lamb að leika sér við, og Ár- mann með sína góðu og gamal- reyndu leikmenn varð að láta sér lynda að vera oftast undir í markatölu, þar til mjög fór að liða að leiks lokum. I hálf- leik höfðu Víkingar 7:6. Þegar líða. tók á leikinn skorti hina ungu Víkinga ró og festu sem kemur er keppnisárunum f jölg- ar. Vörnin bpnaðist og menn vönduðu sig ekki, jafnvægið rasliaðist. Þetta allt hafa Ár- menningar yfirunnið og það bjargaðj fyrst og fremst sigri þeirra í það sinn. Annars var leikið allopið á köflum og bendir markafjöldinn á það; því 19:15 er mikill markafjöldi hjá svona góðum liðum. Lið Ármanns er mjög jafnt og erfitt að draga einn fram fyrir annan. I liði Víkings voru það Ásgeir og Gissur í markinu, sem manni virtust beztir. Dómari var Frímann Gunnlaugsson og dæmdi af myndugleik, og slapp nokkuð vel frá því starfi. Næstu leikir eru á morgun og keppa þá B-deild: Afturelding og Þróttur, og A-deild: K.R. og Valur. LlKFYLGDIN KEMUR Á AUSTURVÖLL MEÐ LÖGREGLU- ÞJÓNA I BRODDI FYLKINGAR (Pétur Thomsen tók myndina) Forsetiim kvaddur Framhald aí 1. sáðu. þingflokkanna leða fulltrúum þeirra og aldursforseta Alþing- is. Þessir báru kistuna: Bernhard Stefánsson, Sig- urður Bjarnason, Gunnar Thor- oddsen, Einar Olgeirsson, Ste- fán Jóhann Stefánsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Jörundur Bryn- jólfsson og Skúli Guðmundsson. Síðan gengu í Alþingishúsið forsetafrúin , Georgia Bjönis- son, börn hennar og nánustu aðstandendur forsetans, en á meðan söng Karlakór Reykja- víkur: Yfir voru ættarlandi. I Alþingishúsinu fiutti Stein- grimur Steinþórsson forsætis- ráðherra kveðjuorð þjóðarinnar en Jón Pálmason forseti sam- einaðs Alþingis flutti kveðju- orð Alþingis. Því næst söng Karlakór Reykjavíkur: ísland ögrum skorið. Or þlnghúsi að kirkju- dyrum báru formenn ýmissa fjöldasamtaka: Helgi Hanhes- son forseti A.S.Í., Kja.rtan Thors formaður Vinnuveitenda- sambandsins, Páll Zóphónías- son, búnaðarmálastjóri. Davið Ólafsson formaður Fiskifélags Islands, Eggert Kristjánsson formaður Verzlunarráðsins, Sig- urður Kristinsson formaður S.I.S., Helgi Hermann Eiriks- son forseti Landssambands iðn- aðarmanna og Sverrir Júlíus- son fprmáður L.I.U. Á meðan llk” ? Lúðrasveit Réykjavíkur: Fáðir andamta. Þeir sem við- staddir höfðu verið athöfnina i Alþingishúsinu fylgdu á eftir kistunni fil Dómkirkjunnar. í Dómkirkjunni Inn í Dómkirkjuna báru: Gizur Bergsteinsson hæstarétt- ardómari, Alexander Jóhann- esson liáskólarektor, Sverrir Gislason formaður Stéttarsam- bands bænda, Ólafur Bjöms- son formáður B.S.R.B., Jón Þórarinsson" forseti Bandaiags íslenzkra listamanna, Benedikt G. Waage forseti I.S.Í., Jóhann Hafstein fulltrúi bæjarstjórnar Reykjavíkur og Jóhann Krist- jánsson formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda. I kirkjukór voru allir þjón- andi-prestar Reykjavíkur, guð- fræðiprófessorar og prófastur Kjalarnessprófastsdæmis. Með- an gengið var í kirkju lék dóm- organistinn, dr. Páll ísólfsson, forieik en siðan söng dóm- kirkjukórinn sálminn: Beyg kné þin, fólk vors föðurlands. Biskupihn yfir Islandi flutti ritúal og kveðju til hins látna þjóðhöfðingja. Þórarinn Guð- mundsson lék einleik á fiðlu, dómkirkjukórinn söng: Höndin þín drottinn hlífi mér, Fóst- bræ'ður sungoí n Góður engill guðs oss leiðir og að lokum söng dómkirkjukórinn: Ó, guð vors lands. Ur kirkjunni báru handhafar forsetavalds, forsæt- isráðherra, forseti sameinaðs þings, forseti hæstaréttar og ráðherrarnir. Mannfjöldinn beið þögull á Austurveili meðan forseti var kvaddur í þinghúsi og dóm- kirkju, en ræðum og hljómlist var útvarpað með gjallarhorn- um. í Fossvogskapellu I Fossvogskapellu stóðu í- þróttamenn* heiðursvörð frá Hafnarfjarðarvegi að kapell- unni. Inn í kapelluna báru kistu forsetans synir hans; þrír, Sveinn Björnsson, Hendrik Björnsson og Ólafur Björns- son, tveir tengdasynir hans, bróðursynir hans Björn og Pét- ur Ólafssjmir og Jóhann Sæ- mundsson læknir forsetans. Síðan sungu Fóstbræður: Allt eins og biómstrið eina. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup kastaði rekunum, Sigurður Is- ólfsson og Þórarinn Guðmunds- son ]éku einleik á orgel og fiðlu en að lokum sungu Fóstbræður þjóðsönginn. Tjald kapellunnar var dregið fyrir; þjóðin hafði kvatt fyrsta forseta íslenzka lýðveldisins, en ákveðið er að jarðneskum leifum hans verði vaiinn stað- ur að Bessastöðum. I KAPELLUNNI (Ljósm. Pétur Thomsen)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.