Þjóðviljinn - 06.02.1952, Side 3

Þjóðviljinn - 06.02.1952, Side 3
Miðvikudagur 6. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 US SIGURHJARTARSON FIMMTUGUR megi atgerfi hans og forusta endast íslenzkri alþýðu enn um langan aidur til gæfu og gengis. Eining alþýðunnar er það afl sem flutt getur fjöll og fært vinnandi stéttunum sigur í lífs- baráttu þeirra. Eining íslenzkra sósialista í einum flokki, Sam- einingarflokki alþýðunnar — Sósíalistaflokknum,. er trygg- ingin fyrir því að afli alþýð- unnar verði beitt til þess að gera hana frjálsa. Styrkleik- ur þeirrar einingar er fyrirheit- ið um að sú stund sé ekki fjarri að auðyaldi og afturhaldi Islands takist ekki lengur að leiða atvinnuleysi og neýð inn á alþýðuheimili Islands. Það að eining íslenzkra sósí- alista í einum flokki, Sósíal- istaflokknum, var sköpuð og stóðst fyrstu eldraunina, hin harðvitugu áhlaup þjóðstjórn- arafturhajdsins þríeina 1939 til ’41 — langsamlega vægðar- lausustu ofsóknir, sem auð- vald þessa lands enn hefur háð gegn verkalýðshreyfingunni og flokki hennar, það er framar öllum öðrum einum manni að þakka: Sigfúsi Sigurhjartar- syni, varaformanni flokksins. Ungur og ósamstæður var flokkur vor, er ofsóknaralda innlends og erlends afturhalds reið yfir, gerningahríð Finna- galdurs og gerðardóms, blað- bann og brottflutningar. Stælt- ur, samtaka og fjaðurmagnað- ur kom flokkurinn út úr þeirri hríð. Aldrei fær íslenzk alþýða ofþakkaö Sigfúsi Sigurhjartar- syni atorkuna, hugrekkið, hina óbilandi tryggð við málstað fólksins, sem hún sá þá fyrst og skýrast, er mest á reyndi, og hefur fengið að njóta í svo ríkum mæli síðan. Á þeirri einingu og afli Sósí- alistaflokksins, er skapaðist og þroskaðist í hinum sögulegu átökum við þjóðstjórnaraftur- haldið, byggðust sigrarnir miklu 1942 og allar þær miklu uipbætur á kjörum alþýðu, er þarmeð voru knúðar fram. Þegar Sigfús Sigurhjartar- son í dag er fimmtugur, þakk- ar því flokkur hans og öll ís- lenzk alþýða, sem notið hefur ávaxtanna af forustu hans, honum allt hans mikla starf og heila hug. Það hefur aldrei staðið á honum að hætta stöðu cg heilsu, frelsi og lífi fyrir þá hugsjón, sem hann hefur helgað líf sitH r frelsi alþýðunn- ar, sósíalismann. Það er hverjum manni gæfa að eignast í lífinu slíkan fé- laga og vin, sem Sigfús Sigur- hjartarson er. Hann hafði starfað í Alþýðu- flokknum um tiu ára skeið, þegar við vorum báðir settir ritstjórar Þjóðviljans við sam- einingu vinstra arms Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokks- ins. Hárbeitt ádeila hans og sú ótrúlega atorka, sem hann býr yfir, nutu sín þá í hinum sí- harðnandi átökum við innlent og erlent afturhald, unz brezka hervaldinu þótti tími til kom- inn að kæfa rödd Þjóðviljans. Saman vorum við fluttir út og saman dvöldum við í fanga- vistinni. Furðulegt fannst mér þá að upplifa hvernig hinn harð- skeytti ádeilumaður og sístarf- andi atorkumaður kom allt í einu fram sem gagnmenntaður grasafræðingur. — sem ætt- færði hvert strá og blóm. með- an enn var hægt að fá að vera úti og athuga grösin milli þess sem askan breiddist yfir þau úr brununum í borginni, — og sem stóískur heimspekingur, er tók með ró og húmori hverju sem að höndum bar, og lét sem hertekinn fangi ekki undir höfuð leggjast a'ð gera úr fangelsinu ráðstafan- ir til að framlengja víxil á rétt- um degi úti á íslandi, sjálft brezka heimsveldið skyldi ekki fá hallað orðheldni hans með ofbeldi sínu. Og enn man ég hve kankvís Sigfús var, er hann sýndi okkur „hnífapörin" sín úr Brixton-fangelsinu, er honum hafði tekizt að „riappa“ með sem minjagripi og myndir eru birtar af í „Virkinu í norðri“, — nokkurt herfang höfðum við þarmeð tekið á . móti og ofurlítið náð okkur niðri á Bretanum. Saman vorum við fluttir heim og eftir hina miklu sigra verka- lýðshreyfingarinnar og Sósíal- istaflokksins 1942 hlóðust nú á Sigfús þau óþrjótandi og á- byrgðarmiklu störf i þágu al- mennings, sem að lokum á síð- asta ári höfðu nær brotið heilsu hans. Þingmennskan, bæjarstjómar- og bæjarráðsstarfið, ásamt hinu mikia verki hans í skólamálum, samvinnumálum og trygginga- málum o. fl. o. fl. — allt hlóðst þetta nú á hans herðar og á öllum sviðunum var hann hinn afkastamikli, raunhæfi stjórn- málamaður, sem þrauthugsaði hvert mál og markaði stefnur í því. Fyrir hvern sem þekk- ir hvílíkur erill fylgir slikum störfum á landi voru, ekki sízt er svo vinsælir menn sem Sig- fús eiga í hlut, er hvers manns vandræði vilja leysa, er hægt að gera sér í hugarlund hví- líks starfs þau kröfðust. Og þó var aðalstarf Sigfús- ar eftir: Ritstjórn Þjóðviljans ásamt þrotlausu flokksstarfi, er eitt saman hefði verið nóg fyrir meðalmann að atorku. Aldrei færðist Sigfús undan að leggja á sig hin þreytandi fundarstörf fyrir flokkinn og oft hef ég undrazt þann kraft er gerði honum mögulegt að rækja þau svo vel, er hann hefur gert. Hæfileikar hans eru í réttu hlutfalli við ósérhlifn- ina. Island á marga góða ra'ðu- menn í öllum flokkum, en eng- an veit ég leika það eftir, sem Sigf ús Sigurh jartarson gerir: Að flytja, jafnt stuttar s?m langar, ræður án blaða og minnisatriða, en samt svo rr.eitl- aðar rökréttri hugsun hins þjálfáða stærðfræðings og stjómmálamanns að líkast er sem þrauthugsaðar væru og niðurskrifaðar í næði, — en oft vissi ég hann aðeins hafa nokkrar mínútur eða stundar- fjórðung til að íhuga efnið. En ætíð er samband hans við fólkið svo nái'ð, að ræðan er sem töluð út úr hjarta þess Og það er ekki Reykjavik ein, sem notið hefur þessara starfa hans og snilldar. Kg þekki engan vérkalýðsleiðtoga lands vors, nema ef vera skyldi Jón Rafnsson á yngri árum, sem lagt hefur svo land undir fót til þess að flytja alþýðu boðskapinn um samtakamátt hennar og sögulegt frelsishlut- verk — sem Sigfús hefur gert. Hvort sem hann hefur fariö Vestf jarðaf jallgarða fótgang- andi eða á árabátum milli Aust- fjarðanna, allstaðar var erind- ið hið sama: hefja snauða al- þýðu þessa lands til baráttu fyrir rétti sínum í krafti sam- heldni sinnar og órofa bræðra- lags. Fáir eru þeir staðir, þar sem hann ekki hefur markað spor, vakið fólkið til viðnáms árásum auðvalds og afturhalds e’ða eggjað það til sóknar. Þess vegna á hann lika vini á al- þýðuheimilum um allt ísland, sem hugsa til hans í dag h!ýj- um huga, einmitt nú þegar i'ánsliönd íslenzkrar einokunar- klíku og amerískrar yfirdrori.n- unar er að svipta alþýðuheimii- in því atvinnuöryggi og lífsaf- komu, sem Sigfús vann s\o ósleitilega að að skapa þeim. „Minna reynir styrk hins sterka stæltur dauði og þynnikrans heidur en margra ára æfi eydd í stríð við hjátrú lands, róg og iiivild" — segir Stephan G. Stephans- son af mikilli og djúpri speki og lífsreynslu í kvæði um einn brautryðjanda amerískrar al- þýðu. Á fáum foringjum flokks vors hefur níð og rógur ofstæk- fyllstu andstæðinganna dur.ið svo látlaust sem á Sigfúsi. Þeir hafa kunnað að meta hann á sinn hátt ekki síður en við. En ekkert, hvorki árásir andstæðinga né þrotlaust starf fyrir flokkinn og hreyfinguna, hafa megnað að buga andlegt atgerfi Sigfúsar. 1 einni af þeim fáu ræðum hans, sem við eigum til skrifaðar, af því hún var tekin upp á stálþráð, — ræðunni. sem hann hélt á úti- íundinum i Lækjargötunni 16. maí í fyrra, — stendur hann á hátindi ræðusnilldar sinnar. Þáð er unun að lesa þessar stuttu, meitluðu, stílföstu setn- ir.gar, samdar um leið og þeer eru talaðar: „Ég ]ít aftur í timann um hundrað ára. bil. Lækurinn lið-1 ast frá tjörn til sjávar. Húsiu, sem við stöndum við, eru ekki til. Grænt sefið grær á bökk- um lækjarins. Menntaskólinn gnæfir í allri sinni látlausu fegurð uppi í brekkunni, og litlu norðar stendur lágreist, fangahús, stjórnarráð nút'ma íslands. Neían við Menntaskól- ann er lítil trábrú yfir læk'.nn, bkólabrúin, þar stendur her manns, grár fýrir járnum. Uppi í litla salnum í norðurenda skólans- ■ sitja íslendingar á þingi. Islendingar, sem krefjas': íéttar síns úr he.ndi erlendrar þjóðar“. Og í þessa stílhreinu umgjörð meitlar hann myndina af þjóð- fundinum og snýr sér síðan til þjóðar sinnar, þrunginn þeiin krafti, sem erfð Islands gcfur hverjum sem á' hana í sann- leika og spyr: „Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofurefli, sem íslenzk al- þýða, Islendingar allir eiga að mæta í dag, sé meira því sem Islendingar áttu að mæta á Skólabrúnni fyrir hundrað árum. Og ég spyr: Erum vér. erum vér ættlerar sem ekki getum staðið í þeim sporum, sem þjóðin stóð í fyrir hundrað árum? Erum vér ekki tilbúnir að taka. upp baráttuna og mót- mæla? Taka upp barúttú allrar alþýðu, taka upp baráttu allrar þjóðarinnar gegn erlendu auð- valdi og kúgunarvaldi? Sá hinn mikli Islendingur, íslendingur- inn sem mælti hin frægu orð, „Vór mótmælum“, hann ritar á sinn skjöld: „Eigi að víkja“. Eru þeir til m-eðal vor í dag, sem vilja vík.ja? Ég segi ykkur, að hver sá, sem víkur, hann svíkur. Hann. er svikari við þjóð sína, menningu hennar, sjálfan sig. Allir, allir undan- tekningarlaust, eigum vér að mótmæla, mótmæla erlendri kúgun, mótmæla innlendum lög- brotuni, mótmæla því auðvaldi, sem býður alþýðu manna áþján, kúgun og hungur. Mótmælum allir sem einn! Vér mótmælum allir!“ •Ég man aldrei eftir Sigfúsi áræðnari, raunsærri og ein- beittari en einmitt í þesium hörðu átökum síðustu ára í þjóðfrelsisbaráttu vorri, sam- lagaðri hagsmunabaráttu al- þýðunnar. En líkamsstyrkurinn var tek- inn að bila eftir hið þrotlausa ósérhlífna áratuga starf. I sum- ar var svo komið að hann gat vart gengið, nema með miklum hvíldum, og varð að lokuni að leggjast á Lands- spítalann. Og þaðan fór hann á sjúkrahúS nálægt Moskva, þar sem hann hefur nú fengið all- mikinn bata. og siðan hvílt sig um tíma suður á Krim. Og nú er von á honum heim i þsssum mánuíi. Flokkur hans og öll alþýða íslands, sem nú_ hevr lífsbaráttuna harðar en nokkru sinni síðasta áratuginn, fagnar heimkomu hans af hjarta um leið og hún óskar honum allrar hamingju í til- efni þessa dags, og þakkar honum allt hans mikla starf í þeirri einlægu von að með hóf- samri beitingu starfsorku hans Sigfús bað um það að ekki væri verið að „gera neitt út af“ afmæli sínu, — en ekki cinu sinni í því hefur flokkur- inn hans getað hlíft honum, frekar en öðru. En það er 'ekki af hlífðarleysi, heldur hinu: Við erum stoltir af að eiga hann fyrir félaga og forustu- ínann og við erum almennt svo dulir, ís.lendingar, og þökkum svo lítt í lifanda lífi það starf, sem beztu synir lands vors láta þjóðinni í té, að við viljum ekki sleppa þessu tækifæri, til þess að fá einu sinni áð segja góðum vini og samherja hvað okkur og öllum fjöldanum af alþýðufólki íslands býr í brjósti. __•___ Sigfús er ekki hér á landi i dag. Líklega dvelur hann í Osló hjá dætrum sínum, í friði fyrir blaðagreinum og öllu af- mælishnjaski. En hugur vor leitar í dag til heimilis hans hér, hans ágætu konu og trú- fasta förunauts í langri og oft mjög erfiðri baráttu, frú Sigríðar Stefánsdóttur og sonar þeirra Stefáns. Verkalýðslireyf- ingin hyggst oft lítt fyrir, er hún krefst heimilisföðurins kvöld eftir kvöld til starfa í þjónustu málefnisins, auk hinn- ar daglöngu vinnu. Því skal þökkunum til hans eigi síður beint til heimilis hans í dag samhli'ða hamingjuóskunum og þeirri þó ánægjulegastri að geta samfagnað hans nánustu með bráða heimkomu hans og batnandi heilsu. Megi flokkur vor, íslenzk al- þýða og þjóð, sem lengst og bezt fá að njóta atorku og forustu Sigfúsar Sigurhjartar- sonar. Einar Olgeirsson. ★ Ég sezt ekki niður til að gera æfistarfi Sigfúsar Sigur- hjartarsonar nokkur skil í til- efni af fimmtugsafmæli hans. Til þess þyrfti ég að skrifa sögulegt verk um íslenzka verkalýðshreyfingu á einu merkasta. skeiði hennar. Það yrði mikil bók. Ég sting niður penna í þeim tilgangi einum að biðja Þjóð- viljann að færa honum þakkir mínar og að árna íslenzkri verkalýðshreyfingu og þjóðinni allri þeirra heilla, að fá að njóta starfskrafta hans enn um langan aldur. Sigfúsi voru allir vegir færir í þessu þjóðfélagi; fjölhæfni hans er slík að á hinum ólík- ustu sviðum er sótzt eftir starfs- kröftum hans. Ein er sú ráð- gáta sem betri borgarar velta oft fyrir sér og kunna engin svör við: Hversvegna fáum við ekki að njóta slíkra afreks- manna að gáfum, hæfileikum og dugnaði ? Það er mikill tregi í orðum Morgunblaðsins og Al- þýðublaðsins, þegar þau ræða um samstarf Sigfúsar við „kommúnista“. Sigfús svaraði þessu sjálfur í Finnagaldrinum, þegar félag- ar hans úr Alþýðuflokknum sökuðu hann um að hafa brugð- izt sér. Ég man ekki nákvæm- lega hvernig orð hans féllu, en þau voru eitthvað á þessa leið: Ég get ekki tekið þátt í öskur- kór Morgunblaðsins. Mig hryllir við þeim félagsskap. Ástæðan fyrir því að Sigfús Sigurhjart- arson hefur helgað verþalýðs- hreyfingunni og baráttunni fyr- ir sósíalisma alla krafta sína, eru einmitt mannkostir hans Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.