Þjóðviljinn - 06.02.1952, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.02.1952, Síða 5
4) ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 0. febrúar 1952 Miðvikudagur 6. febrúar þJÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson <áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. " Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði i Reykjavik og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sigfús Sigurhjartarson fimmtugur Sigfús A. Sigurhjartarson varð ritstjóri Þjóðviljans ásamt Einari Olgeirssyni haustið 1938, um leið og blaðið varð mál- gagn hins nýstofnaða Sameiningarflokks alþýðu — sósíalista- flokksins. Við sem fengum þar nýjan húsbónda vissum að hann hafði talsvert unnið við Alþýðublaðið, og höfðum fyrir satt að hann hefði skrifað harðar greinar um Þjóðviljann og allt hans lið. Kærleikar voru þá litlir milli blaðanna eins og stundum oftar, og það þurfti dirfsku til að mynda þannig ritstjórn, á sama hátt og dirfsku þurfti til stofnunar flokksins, dirfsku beggja aðila sem að þeirri flokksstofnun gengu, og heilan hug. En blaðamenn Þjóðviljans hugsuðu ekki lengi til Sigfúsar A. Sigurhjartarsonar sem ,þess manns, er skömmu áður hafði ef til vill beitt hvössum penna gegn þeim og blaði þeirra. Sam- starfið varð ekki einungis árekstralaust heldur snurðulaust. Frá fyrsta degi fundum við að þama var ekki kominn aðvíf- andi andstæðingur sírýnandi í hvert verk okkar, tortrygginn á hina nýju flokksbræður, síhræddur að halda ekki hlut sín- um. Þeirri manngerð var líka hægt að kynnast við samein- inguna. En hinn nýi ritstjóri Þjóðviljans varð okkur strax félagi og vinur, við gengum að því, öll ritstjórnin sem einn maður en ekki sem tveir armar, að gera Þjóðviljann að mál- gagni ér hæfði hinum nýja flokki, er alþýða landsins tengdi svo miklar vonir við. Aldrei varð vart neinnar togstreitu milli Sig- fúsar og ritstjórans sem fyrir var, Einars Olgeirssonar, sam- Btarf þeirra mótaðist strax af gagnkvæmu trausti, gagnkvæmri virðingu. Þeim kom saman um að skrifa sem oftast sinn leið- arann hvor og undirrita þá, eins og til merkis um að þeir væru þarna báðir, en þeir lásu ekki yfir hvor annars greinar áður en þær fóru á prent, og brátt hættu þeir með öllu undir- ekriftum. Sigfús sneri sér af alefli að blaðamennsku, náði mörg- um samböndum sem Þjóðviljinn hafði verið án til þess tíma, og var einkum lagið að fá marga til að skrifa í blaðið eins og sjá má af „víðsjánum" sem blaðið birti þá. Hann skrifaði mikið í blaðið sjálfur enda þótt sívaxandi trúnaðarstörf hlæðust á hann; margar greinar hans og margar góðar, eru skrifaðar á svipstundu, kortéri til hálftíma, á hlaupum við tímafrek stjórn- málastörf og blaðagreinar hans eiga í því sammerkt ræðum hans: þær hitta, honum tekst það sem hann ætlar sér með þeim, að tala við alþýðufólk, að berjast hvasst og djarft fyrir málstað þess, í sókn og vörn. Blaðamennska Sigfúsar A. Sigur- hjartarsonar ep rannsóknarefni sem gera þarf skil áður en hægt verður að skrifa sögu Þjóðviljans, og hún er samofin starfi Sig- fúsar á mörgum sviðum þjóðlífsins. Vetrarmánuðirnir 1938—39 er minnisstæður tími. En næsti vetur ekki síðirr. Forýstumennirnir úr vinstra armj Alþýðu- flokksins sem gengið höfðú til flokksstofnunar með kommún- istum, biluðu margir í gjörningaveðri innlends og erlends aftur- halds. En Sigfús Sigurhjartarson skildi hvað við lá. Og eng- inn maður mun eiga fremur þakkir skilið fyrir það að flokkur- nn, ungur og reynslulítill, varð þá ekki fyrir því áfalli að leys- ast upp í frumparta sína. Framkoma hans þá, mótuð sjálfstæði og þreki, og starf hans allt fyrr og síðar, sannar, að hann gekk til þess verks að stofna einingarflokk íslenzkrar alþýðu af fölskvalausum heilindum og djúpri alvöru. Hvað eftir annað undanfarna mánuði hafa mér komið í hug þessi fyrstu kynni af Sigfúsi A. Sigurhjartarsyni. Þau kynni hafa orðið nánari í fjórtán ára samstarfi, en ekki breytzt að öðru en þvi, að smám saman fer marmi að finnast það fjar- stæða að hugsa sor Sósialistaflokkinn án þessa manns, svo sam- runninn ér hann baráttu flokksins, vörn fólksins gegn aftur- haldsöflum, sókn íslenzkrar alþýðu til bjartara lífs. Álíka starf og Sigfús hefur unnið þessi fjórtán ár er flestum ofætlun að vinna ævilangt. Af slíkum afreksmönnum er heimtað meira Og meira, þar til eitthvað verður undan að láta, lieilsan bilar. Fátt hefur snortið mig dýpra en að sjá Sigfús Sigurhjartarson verða að lúta því lífslögmáli; sjaldan hef ég fengið betri fregn en þá að hann haíi fengið verulegan bata og sé væntanlegur heim. I dag minnast nokkrir nánustu félagar, samstarfsmenn og vinir Sigfúsar hans hér í blaðinu. Ég vildi, einnig á þessum stað, færa honum þakkir og hamingjuósk frá Þjóðviljanum, frá ritstjórn og öðru starfsfólki, hugheilar þakkir íslenzkrar alþýðu fyrir allt hans mikla starf, irnnið í þjónustu „göfgasta anáJetaðar í heimi“. i— ’Z. . j: . s. g. og norður i hringferð. Oddur fór frá Rvik í gærkvöld til Húnaflóa. Árrnann fór frá Rvík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Flugfélag Isiands: X dag verður flogið til Akureyr- ar, Vestmannaeyja, Hellissands, Bóbó fær bréf. í skeggið á jólasveininum. Svo lsafj og Hólmavíkur. — Á morg- , fór maður bara uppá loft með un er fyrirhugað að fljúga tii Eitt sinn í haust var her í ejnjivern xniða til að fá súkku- Akureyrar, Vestm.-eyja, Biöndu- blaðinu sagt frá reykvískum jag. 0g rjómakökur einsog í óss og Sauðárkróks. snáða, fimm ára gömlum, og afmæ]j_ Á eftir var gott í vináttu þeirri sem tekizt hafði poka Bæknavarðstofan Austurbæjar- með honum Og kálfinum þar ' • skólanum. Sími 5030. Kvöldvörður: Hannes Þórqrinsson. Næturv'örð- Álfar í skrngöngu. «r: Þorbjörg Magnúsdóttir. sem hann hafði verið í sveit fyrir norðan, ikálfinum Bóbó. Fyrir fáum dögum hitti ég snáðann og þá sagðist hann f)rennuna Qg þag voru fullorðn- endilega þurfa að senda Bobo k_11n_ _ð vvejhia hál ns? álf- Um daginn fór ég á álfa- Nætun'arzla er í Lyfjabúðinni Iðunni. Sími 7911. álf- skrúgöngu og að Fastir liðir eins venjulega. Kl. 18.00 Frönskukénnsla. lengur nema bið. Ég bauðst til krans og að dansa, og mamma jf \\ ís.so^lfienzkuL;^l segir að það hafi verið alvöru- / * * f] '°_ 19 00 Þýzkul álfar, en hann Pallj segir að kennsia; II. fi. 19.25 Tónieikar: einn álfastrákurinn með eld á óperuiög. 20.30 útvarpssagan: prikinu eigi heima uppi á loft- „Morgunn lifsins" eftir Kristmann inu heima hjá sér og sé asni Guðmundsson (höf. les). — XI. og hrekkjusvín. Það var álfa- 21-00 „Sitt af hverju tagi“ (Pétur Gleðileg jól og farsælt kom- kóngur og álfadrottning í ríki Pétursson). 22.10 „Ferðin tii Eid- enuuega puna aw o. ir kallar að kveikja bál og faeinar lmur, til þess meðal arnjr VQru j skrúgöngu og annars að spyrja hvermg hon- rn út j tuglsljósi um li«i, og Þetta þoldi ekkx ^ um ^ ólaf ^in. að skrifa niður eftir honum. Og hér er bréfið: Sælustundir í berjamó. Kæri Bóbó minn! andi ár! Hvernig líður þér? Manstu sínu. Svo kom Grýla og nefið orado", saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Kristjánsson á henni var ógurlega hrukkótt .. * „ . , , .,T1T 99 9fl _ þegar þú hoppaðir útum-allt og og dinglaði og hún var aIltaf 7g ISmsv“eí IZ datzt om lækinn og varst alveg að elta Leppalúða og hann tog. lgika 23 00 Dagskráriok. rennandi blautur og allir sögðu aði stundum j hana. Ég þekki hvort þú værir orðinn vitlaus strúk sem er ógurlega kaldur eða hvað og mundir ábyggilega og hann galaði bara: ;,Grýla, fá kvef og lungnabólgu. Stund- pjla> appslsma!“ Það var voða kl- 8-56- — Sólarlag kl. 16.29. um langar mig voða mikið að gaman_ En mér var pínuljtjð Tungl í hásuðri kj. 2J..37. — Ar- koma og leika við þig og fara kalt á nefinu. Miðvikudagur 6. febrúar. — 37. dagur ársins. — Sóiaruppkoma útí mó og tína ber og þú þef- aðir af öllum blómunum og baulaðir og lagðist oná öll bláberin og vildir ekki koma aftur heim þangað til þú vildir koma aftur heim af því annars mundi huldufólkið taka þig og láta þig vera í fjósinu þar sem allar huldufólkarakýrnar eru svo vondar við litlu mannakálf- ana. Þú skalt aldrei stelast í mjólkurfötuna, og þú skalt aldrei nokkurntímann éta graut- inn frá hænunum. Vertu svo blessaður og sæll Bóbó minn Þinn Hermann. degisháflæði kl. 2.15. Síðdegisflæði kl. 16.43. \'OV Hjónunum Valdísi Garðarsdóttur og Skafta Þórodds- syni fæddist 13 marka sonur sunnudag. 3. febr. — Hjónunum Sigrúnu Hermanns- dóttur og Bjarna Einarssyni, lektor í Kaupmannahöfn, fædd- Tveggja póla peysa. Viltu þakka henni Halldóru fyrir peysuna, hún skrifaði á kortinu að ég gæti verið í henni þegar væri kalt, en ég er alltaf í henni bæði þegar er kalt og þegar er ekki kalt. Amma segir að í svona góðri eimskip peysu gæti ég farið á norður- pólinn og líka á suðurpólinn. Kannski ætla ég þangað á sunnudaginn. G A T A N. Ein er skepnan óbráðleg, ógurleg og þungfær mjög; skjaldan sjálf hún skeiðið kaus; skríður lá maga fótalaus, allt eins þegar þungt hún ist dóttir 28. janúar s.l. bcr —— þú mátt ráða hver hún er. Á útfarardegi forseta lslands, Lausn síðustu gát.u: Bandprjónar. herra Sveins Björnssouar, barst |—| utanríkisráðherra samúðarkveðja úr Páfagarði vegna andláts for- seta Islands. (Frá utanríkisráðuneytinu). BM á venjul. stað. Stundvísi. Men aiiQZ Gengur á ýmsu í skólanum. arnir eru að lesa. Ég á bók með Rauðhettu í, úlfurinn át hana ömmu hennar og hana sjálfa og var voða grimmur aukist um Framhald af 1. siðu. Brúarfoss fór frá Rvík 1.2. tii ritari Reuters í Bonn hefur átt Rotterdam Dettifoss fór frá Rvík tal yjð ejnn af þingmönnum 1.2. til Hull og Alaborgar. Goða- . , , . , , *• , _ foss er í Keflavík fer um miðja ^Þol^kra, sem hlustaðl a ræðu þessa viku til N.Y. Gullfoss fór Adenauers, og segn hann að frá Kaupmannahöfn um hádegi fyistu fréttirnar af henni hafi í gær tii Leith og Rvíkur. Lagar- í alla staði verið rettar, yfir- foss. fór frá Antverpen 3.2, til R- lýsing utanríkisráðuneytisins víkur. Reykjafoss er i Rvík., fer sé út í hött. Nú er ég alltaf í skólanum síðari hluta vikunnar til Antverp- Bandarískir ráðamenn láta í og allir stóru krakkarnir -eru en °s Hamborgar. Selfoss fór frá jj^ éffa við að tilraun Aden- að teikna. og allir litlu krakk- Gæutehorg í gær tii Sigmfj og auerg .j g y sig 4 h4an Rvikur. Trollafoss for fra N. Y. , 2.2. tii Reykjavíkur. hest gagnvart Vesturveldunum verði til þess, að andstaðan í Ríkisskip: Frakklandi gegn hervæðingu Hekla er á Austfj. á suðurleið. Vestur-Þýzkalajlds og líka svangur og alltaf að Þyriil fór frá Rvík í gær vestur allan helming. éta meira og meira. Einn strák- urinn er ailtaf að hrekkja kennarann og ein stelpan er ailtaf að öskra. Um daginn fór ég í bíó og einn kallinn var á skautum og datt á rassinn og fauk yfir girðinguna. Einu sinni var ég týndur niðri í bæ og löggan kom og spurði hvar ég ætti heima og var með voða stóra hendi og leiddi mig og hann á víst alla lögreglubílana og líka alla brunabílana Það er ekkert leiðinlegt að vera týndur. A!Jir fínir á jólatrés- skemmtun. Ég fór á jólatrésskemmtun. Það var voða glás af krökkum og allir fínir og ég fór í mat- rósafötunum, þau eru með flautu. Jólatréð var alveg upp í loft. Kallamir voru að spila á einhvern lúður og lemja í pottixm og hlemminn og eina tunnu. Það var bannað að taka Það voru ekki svo fáar stoð- ir, sem undir það runnu, að samstarf mitt við Sigfús Sig- urhjartarson varð nánara en við aðra samherja mina í Sam- einingarflokki alþýðu — Sósíal- istaflokknum. Báðir áttum við að baki hliðstæðan námsferil, með sams konar hugðarefni í skólanáminu. Hjá báðum lauk skólagöngunni með sama há- skólaprófi, sem við hvor um sig lögðum strax. á hilluna, til þess að helga krafta okkar sama lífsstarfi, skólamálunum. 1 félagslífi æskuáranna mætti einnig hjá báðum rekja hlið- stæða þætti. Vegir okkar Sigfúsar mætt- ust fyrst í stjórn Jafnaðar- mannafélags Reykjavíkur um- ’brotaárið 1938. Skulu hér hvorki rakin viðfangsefnin, sem þar var við að glíma, né held- •ur hverjum tökum þau voru tekin. Læt ég þáð eitt nægja um samvinnu okkar fyrstu árin, að þegar útsogið sleit nokkra af frumherjum samein- ingarinnar út úr fylkingunni, þá þurfti hvorugur okkar ann- an að spyrjáj: „Hvað gerir þú nú?“ Samvinnutíminn var þá þegar orðinn nógu langur til þess, að hvorugur þurfti um annan að efast. Síðar tók svo við 8 ára samstarf í bæjar- stjórn Reykjavíkur. En þar gerist allt fyrir opnum tjöld- um, svo fáein orð geta engu við þáð bætt, sem allir vita. um það samstarf. Sameiginlegur á- hugi á margvíslegum dagskrár- málum gerði okkur enn nán- ari hvorn öðrum á þessum árum. Hjá Sigfúsi lcemur eng- inn að tómum kofunum, þegar talið berst að vandamálum líð- andi stundar. I baráttu hans fyrir framgangi mála haldast í hendur ósveigjanleg mála- fylgja, glöggt auga fyrir öll- um leiðum, sem einhver von er um að opnist, og stundum næstum því ótrúleg samninga- lipurð. Þess vegna getur hann nú litið yfir mikinn fjölda op- inberra mála, sem hann hefur átt þátt í að þoka til betri vegar. Líklega verður þar einna fremst i flokki fræðslulöggjöf- in nýja. Sigfús átti s.æti í milli- þinganefnd þeirri, sem vann að undirbúningi þeirrar löggjafar. Mmi óhætt að fullyrða, að hon- •um sé það manna mest að þakka, hve fljótt gekk að koma þeim lögum í liöfn. Enda neytti hann þar þess einstæða tæki- færis, að yfirstjórn menntamál- anna var þá í höndum Sósí- alistaflokksins, samtímis því, að unnt Var að afla lögunum fylgis í öðrum flokkum, þó með hangandi hendi væri hjá sumum. Það er alkunna, að Sigfús varð að fórna lífsstarfi sínu sem kennari fyrir afskipti sín af þjóðmálum. Ekki hvað sízt vegna þess var honum ljúft að leggja hönd á plóginn Kveðjur til Sigfúsar Sigurhiartarsoncsr frá vinum og sasnherjum við nýsköpun skólakerfisins. Afturhaldinu ofbýður þessi lög- gjöf, og ekkert Alþing er svo háð, að ekki sé reynt að höggva skörð í múrinn. En allar þær tilraimir detta máttlausar nið- ur eins og vanhugsað fálm, af því að málefnalegan skilning. skortir, vanefndum í fram- kvæm laganna ruglað saman við stefnu þeirra og fyrirmæli. Ég get varla lokið þessum orðum án þess að mkja að öðru máli, sem Sigfús lagði sérstaklega mik'a alúð við. Þáð eru húsnæðismál höfuðborgar- innar. — Þegar át öndverðum starfsferli sínum í bæjar- stjórninni lagði hann þar fram gagnmerkar tillögur í því máli, sem um of hafa legið í þagn- argildi. Að vísu má óefað þakka þeim tillögum að verulegu leyti þær aðgerðir, sem bæjarstjórn- armeirih’utinn hefur neýðzt til að ráðast í, alltaf þó „of seint, of lítið“, eins og Sigfúsi er sjálfum svo tamt að kveða að orði. En hér dugir ekki að sleppa sér- út í neina upptalningu. Á bessum tímamótum i æfi Sig- fúsar Sigurhjartarsonar sam- einast allar heillaóskir í þá einu, að gerzka æflhtýrið, sem okkur er sagt að gerzt hafi síðustu mánuðina, að því er snertir heilsufar hans, megi endast honum enn til lang- vinnrar stórsóknar í íslenzk- um þjóðmálum. Stéinþó)- Guðrrrandsson. Mig langar til að bregða vana.mínum núna þegar Sigfús Sigunhjartarson á fimmtugs- afmæli og biðja Þjóðviljann fyrir stutta afmæliskveðju til hans. Sigfús var kjörinn stórtempl- ar árið 1931, þá aðeins 29 ára. Því embætti gegndi hann í 3 kjörtímabil, en baðst þá undan endurkosningu, en hann hefur átt sæti í yfirstjórn Góðtempl- arareglunnar á íslandi jafnan síðan eða í full 20 ár. Þessi stutta frásögn sýnir hvert álit Góðtemplarar hafa á mannin- um og starfshæfni hans. Það er flestum eða öllum kunnugt að Sigfús er afburða bardagamaður í ræðu og riti, hitt mun ©kki jafnmörgum kunnugt að hann er bæði ráð- sniall og ráðhollur. Ég hygg að þeir séu allmarg- ir, er leitað hafa ráða Sigfúsar við margskonar vandamálum sem að þeim hafa borið. Ég geri ekki ráð fyrir að honum hafi tekizt að leysa þau mál öll, enda mun slíkt ekki vera á færi nokkurs manns, en hitt þykist ég fullviss um, að hann hafi hverju sinni bent viðkcm- anda á hagkvæmustu og áhrifa- ríkustu lausnina. Það er því ósk mín og von að Sigfúsi Sigurlijartarsyni auðnist að ná fullri heilsu á ný svo að hann geti haldið á- fram að hjálpa meðbræðrum sínum og systrum í viðureign- inni við hin margvíslegu vanda- mál, sem að höndum bera, og þjóð vorri óska ég þess að hún megi njóta. starfskrafta Sigfús- ar um mörg ókomin ár. ís- lenzka þjóðin hefur áyallt þörf fyrir góða drengi og Sigfús er áreiðanlega einn þeirra, sem hún má sízt án vera. 1 von um að góðar óskir og vonir rætist óska ég Sigfúsi, konu hans og börnum heilla og hamingju á þessu hglfrar aldar afmæli hans. Guðgair Jónsson. Fyrir 10 árum þekkti ég Sig- fús Sigurhjartarson aðeins úr fjarlægð sem snjallan ræðu- mann, gáfaðan, skemmtilegan. Síðustu tíu árin hef ég notið þess að kynnast honum nánar en flestum öðrum í einum þætti istarfs hans: starfi hans í bæj- arstjórn Reykjavíkur fyrir hagsmunamálum reykvískrar alþýðu. Þess vegna veit ég að Sigfús íjjSigurhjartarson er einn himia sjaldgæfu úrvalsdrengja í hópi þeirra manna sem eru dýrmætasta eign hverrar þjóð- ar. Maðurinn sem á það eitt markmið að bera sannleikanum vitni og þjóna réttlætinu einu. Maðurinn sem leggur allt í söl- urnar, veraldargengi, völd, heilsu — til að skapa alþýðu lands síns fegurra, auðugra, hamingjuríkara líf. Frá baráttu Sigfúsar Sigur- hjartarsonar við steinrunnið afturhald úrkynjaðrar forrétt- indastéttar Reykjavíkur er sannarlega margs að minnast. Til þess er þó ekki rúm að sinni. Vígfimi Sigfúsar á or- ustuvelli hins talaða orðs, þar sem rökum og viti er beitt, þekkja allir. Og eigi stendur blóðsugum peningavaldsins í þessum bæ meiri ógn af öðrum. Afturhaldið í Reykjavík óttast hann og hatar. Alþýðan virðir hann og metur meir en flesta aðra. I þessum syni norðlenzks dals á alþýða Reykjavíkur einn sinn bezta forustumann. Þess vegna óska ég reykvískri al- þýðu til hamingju með Sigfús Sigurhjartarson, og Sigfúsi til hamingju með alþýðuna. Um skeið hefur Sigfús orðið að taka sér hvíld frá barátt- unnj fyrir hamingju íslenzks fólks. 1 dag á ég enga ósk betri honum til handa en fulla starfsorku og langan starfsdag í þeirri hörðu og skemmtilegu baráttu til sigurs sem framund- an er. Þá hamingju veit éig að hann myndi helzt sjálfur kjósa. J. B. öldungurinn hélt áfram leiðar sinnar, en Hodsja Nasreddín byrgði andlitið í hönd- um sér og reikaði tii asna síns. — Þarna sérðu, tryggi vinur, sagði hann. Ég á engan eftir af mínum nánustu, nema þig, trausti ferðafélagi. Asninn stóð rólegur og hreyfði sig ekki, eins og hann fyndi sjálfur til sorgar hús- bónda síns. Hann hætti meira a?f segja að japla á netlunni sem hann hafði uppí eér. — En hvað um það, sagði Hodsja. Ég er samt ekki gleymdur í Búkhara. Okkur mun takast að finna hér vini. Nú skal ég yrkja svoleiðis níðvísu um emírinn að hann springi af beift. Á fimmtugsafmæli Sigfúsar Sigurhjartarsonar á hinn fjöl- menni hópur vina hans og sam- herja þess ekki kost að votta honum persónulega þær þakkir sem þeir vildu, fyrir þann giftu- drjúga þátt, sem hann hefur átt í hagsmuna- og réttinda- baráttu íslenzkrar alþýðu og baráttunni fyrir sósíalisma á Islandi um nærfellt tveggja áratuga skeið. Veldur þessu sjúkdómur sá, er Sigfús kenndi í vaxandi mæli á síðast liðnu vori og sumri, og sem gerði för lians til útlanda í leit eft- ir varanlegum bata nauðsyn- lega. Svo er þó hamingjunni fyrir að þakka að utanför þessa vinsæla félaga okkar og trausta forustumanns hefur tekizt með þvílíkum ágætum að við eigum hans von heim aftur innan skamms tíma, til forgöngu og þátttöku í þeirri margþættu og mikilsverðu bar- áttu, sem nú bíður íslenzkrar alþýðu og þjóðarinnar allrar. Er það öllum vinum og félög- um Sigfúsar Sigurhjartarsonar mikið fagnaðarefni að svo giftusamlega hefur tekizt til. eins óvænlegar og horfur voru um heilsu hans og starfskrafta um það bil er hann fór af landi burt á s. 1. hausti . Sigfús Sigurhjartarson hef- ur verið þjóðkunnur maður fyr- ir forgöngu sína og þátttöku í margvíslegu félagsmálastarfi um langt skeið. Afköst hans og vinnusemi í þágu almenn- ingshagsmuna er með þeim hætti að fátítt er, enda gædd- ur slíkum hæfileikum og bar- áttueldmóði að félagar bans, og þó allra sízt hann sjálfur, liafa sézt nægilega fyrir i því efni. Á annan áratug hefur hann verið einn af þrem- ur aðalforustumönnum Sósíal- istaflokksins og átti einn heilla- ríkasta þáttinn í stofnun hans 1938. Hann liefur lengst af frá 1942 setið á Alþingi sem fulltrúi flokksins og reykvískr- ar alþýðu, verið fulltrúi flokks- ins í bæjarstjórn og bæjar- ráði frá 1942, gegnt for- mennsku í samvinnusamtökum reykvískrar álþýðu um margra ára skeið auk forustustarfa í samtökum templara og fjöl- margra annarra tímafrekra og erilsamra trúnaðarstarfa. Hygg ég að þess séu ekki mörg dæmi að einn og sami máður hafi gefið sér tíma til jafn fjöl- þættra félagsmálastarfa í þágu almennings og Sigfús hefur srert á undanförnum árum, án 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5/ þess að vanrækja eitt á annars kostnað. Árið 1942 var ár mikilla sviptinga og átaka í stéttar- baráttunni á íslandi. Um ára- mótin 1941—’42 voru gerðar- dómslögin gefin út af þáver- andi afturhaldsstjórn. Með þeim voru allar kauphækkanir bannaðar. Sameinað.ur braut verkalýður Reykjavíkur þving- unarlögin á bak aftur með sin- um skæruhernaði. Þegar fjötr- arnir brustu óx alþýðunni ás- megin á öllum sviðum stétta- og stjórnmálabaráttunnar. — Kaupið var hækkað og kjöriir bætt svo stórlega á skömmum tíma að þess voru engin dæmi áður. Og á stjórnmálasviðinu vann hin sósíaliska alþýða þrjá stórsigra sama árið. I bæjar- stjórnarkosningum í Reykjavík 15. marz um veturinn fékk Só- síalistaflokkurinn 4 fulltrúa kjörna í stað 2 áður, tók sinn fulltrúann af hvorum gerðar- dómsflokkanna og varð þar með stærsti og öflugasti and- stöðuflokkur hins ráðandi meiri- hluta í bæjarstjórn. 1 tvennum alþingiskosningum hélt sóknin áfram, þingmönnum Sósíalista- flokksins fjölgaði úr 3 i 10.. Við þessa þróun skelfdist aft- urhaldið svo að það þorði ekki lengur að taka opinbera ábyrgð á sömu stefnu. Tveimur árum síðar var nýsköpunarstjórnin mynduð fyrir frumkvæði Sósí- alistaflokksins. Sigrar alþýð- unnar og sókn flokks hennar höfðu gjörbreytt kraftahlut- föllum stéttanna og knúið fram stefnu nýsköpunar, framfara og; stórbættra lífskjara. Sigfús Sigurhjartarson skip- aði efsta sæti á lista Sósíal- istaflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum 15. marz 1942- Hefur svo verið jafnan síðan og flokkurinn haldið undir for- ustu hans þeirri aðstöðu í bæj- armálum Reykjavíkur er þá náðist. Á ýmsu hefur þó geng- ið þann áratug sem síðan er liðinn og andstæðingarnir vissu- lega einskis látið ófreistað til að linekkja gengi Sósíalista- flokksins i höfuðstaðnum. Mun enginn ágreiningur um það meðal Reylcvíkinga, hvar sem þeir standa í fylkingum stjórn- málaátakanna, að Sósíalista- flokkurinn hafi allt frá 1942 liaft á hendi aila forustu í bar- áttu reykvískrar alþýðu á vett- vangi bæjarstjórnarinnar. Og allan þann tíma hefur Sigfús Sigurhjartarson verið sjálfkjör- inn forustumáður flokksins í bæjarstjórn og bæjarmálum. Með starfi sínu í bæjar- stjórn og bæjarráði hefur Sig- fús aflað sér svo staðgóðrar og víðtækrar þekkingar á mál-- efnum Reykjavík'ur að fáir eða engir munu standa honum þar á sporði. í bæjarstjórn er hann hinn óhvikuli og harðskeytti talsmaður alþýðu bæjarins og hennar hágsmuna á hvaða sinði sem um er að ræða. Og áreið- anlega hefur bæjarstjórnar- meirih’utann oft og mörgum. sinnum sviðið undan markviss- um og rökvisum málflutningi hans þegar í odda hefur skor- izt — og það er ekki fátítt innan bæjarstjórnar. Fyrir okkur nýliðana, sem tókum sæti í bæjarstjórn eftir síðustu kosningar, sem full- trúar Sósíalistaflökksins, hefur það verið ómetanlegur stuðn- ingur í starfi að eiga völ á a’ð njóta leiðbcininga og sam- starfs manns með hæfileikum, þekkingu og reynslu Sigfúsar Sigurhjartarsonar. Veit ég að ég mæli þar fyrir munn okk- ar allra sameiginlega þegar ég flyt honum fimmtugum þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og trausta forustu i þeirri bar- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.