Þjóðviljinn - 06.02.1952, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. febrúar 1952
1 " *
SIGFÚS FMMTUGUl
Framhald af 3. síðu.
og gáfur. Þessvegna getur sú
stétt, sém hefur dæmt sjálfa
sig til tortímingar, ek’ci vænzt :
þess að njóta slíkra mannkosta
og gáfna. Þeir sem óttast
mannraunir og ofsóknir vegna
hugsjóna sinna, en kjósa heldur
fé og frama, eru fúsir að ganga
í þjónustu ihinnar ráðandi stétt-
ar. En það eru ekki mannkosta-
mennirnir. Aðrir eru þeir, sem
láta. blekkjast. En það eru ek’;i
gáfumennirnir. Er þetta ekki
auðskilið? Og þó munu Morg-
unblaðsmenn aldrei skilja það.
Til þess þyrftu þeir að afneita
sjálfum sér.
Síðustu tvo áratugina hefur
Sigfús Sigurhjartarson fyrst og
fremst helgað krafta sina því
verkefni að sameina íslenzka
verkalýðshreyfingu og í því
efni unnið afrek, sem menn
minnast með þakklæti meðan
íslenzk saga er skráð. Það er
honum að þakka, framar öllum
öðrum mönnum, að það tókst
að sameina Kommúnistaflokk-
inn og sósíalista Alþýðuflokks-
ins 1938. Og það er honum að
þakka framar öllum að það
tó'kst að varðveita einingu hins
sameinaða flokks þegar mest
á reyndi. Það er þetta afrek
Sigfúsar, sem lagði grundvöll-
inn að sigri flokksins 1942, að
sameiningu verkalýðsfélaganna
í Alþýðusambandinu, að kjara-
bótum þeim sem náðust fyrir
mátt einingarinnar á tímabilinu
frá 1942—1946, að nýsköpunar-
framkvæmdunum 1944—1946.
Og allt eru þetta forsendurnar
fyrir því að íslenzk alþýða á
nú framsýnan og öflugan flokk,
sem er frumskilyrði fyrir loka-
sigri hennar í þeirri baráttu,
sem hún heyir nú fyrir þjóð-
frelsi og sósíalisma.
Hvað er það í fari Sigfúsar,
sem hefur gert honum fært að
ná slíkum árangri. Af mörgrum
góðum kostum held ég að einn
hafi orðið honum að mestú
liði. Hann er kennari svo af
ber. Hann kann allra manna
bezt að vera með mönnum og
blanda við þá geði. Og hann
hefur þann höfuðkost, sem
hverjum kennara er nauðsvn-
■legur: Hann kann að gera hið
torvelda einfalt og að vekja
traust manna, svo að jafnvel
þeir þrjóskustu leggja eyrun
við. Það er gott að vera sam-
mála Sigfúsi og það er líka
gott að vera honum ósammála,
ef maður á annað borð hefur
áhuga á að leiða sannleikann
í Ijós í hverju máli. Ef mig
'greinir á við Sigfús, þá er ég
alltaf viss tun að þar kemur
að við verðurn sammála. Ef ég
ihef rangt fyrir mér, þá get ég
verið viss um, að honum tekst
að sannfæra mig; ef honum
skjátlast þá brýtur hann málið
til mergjar þar til hann hefur
fundið hið rétta. „Að hafa það
sem sannara reynist" er kjör-
orð hans og því fylgir hann
trúlega.
Við félagar Sigfúsar eigum
ekki kost á því, að þrýsta hönd
•hans á fimmtugsaímælinu. En
við gerum það í anda, ásamt
þúsundum íslendinga og hlökk-
um til að hitta hann heilan.
Brynjólfur Bjarnason.
93. DAGUR
vorið er í nánd. Og eftir nokkrar vikur —“ hann leit spurnar-
augum til himins og andaði að sér hressandi aprílloftinu, „verðið
þér að koma hingað aftur. Þá eru öll tró og blóm sprungin út
og þá getið þér séð, hversu fagurt er hér í raun og veru. Góða
nótt.“
Hann brosti og gerði rödd sína mjög innilega, og Clyde hugs-
aði enn einu sinni með sér, að hvað sem framkomu Gilberts
Griffiths liði, þá væri föður hans að minnsta fkosti hlýtt til sín.
ELLEFTI KAFLI.
Dagarnir liðu, og þótt Clyde heyrði ekkert frekar frá Griff-
ithsfjölskyldunni, hætti honum til að gera of mikið úr mikil-
vægi þessarar einu kvöldstundar og láta sig dreyma um yndis-
leg stefnumót við þessar stúlkur og hugsa um hversu dásam-
legt væri að lenda í ástarævintýri með einhverri þeirra. Mikil
dýrðarveröld var það, sem þær áttu heima í. Hvílíkar allsnægtir
og fegurð á móts við umhverfi hans sjálfs. Dillard! Ríta! Svei
attan! Nú voru þau dauð fyrir honum. Það var þessi heimur
sem hann þráði, og nú fór hann að sýna Dillard eins mikinn
kulda og hann gat, og smám saman fjarlægðist Dillard hann,
því hann áleit Clyde höfðingjasleikju, eins og hann var í raun og
veru, ef hann hefði haft tækifæri til að fá óskir sínar upp-
fylltar. Og tíminn leið og hann hímdi við vinnu sína, og hið
erfiða starf, lélegu launin og leiðinlegir vinnufélagar urðu til
þess að hann fór að hugsa um að snúa aftur — ekki til Rítu
eða Dillards — honum var engin ánægja lengur að því að hugsa
um þau — heldur Chicago eða New York og reyna að fá þar
vinnu á hóteli. En þá gerðist atvik, sem varð til þess að auka
á hugrekki hans og styrkja hann í sinni fyrri trú á því, að
Griffithsfeðgamir væru famir að fá álit á honum, hvort sem
þeir ætluðu sér að umgangast hann eða ekki. Því að laugardag
nokkurn þetta vor ákvað Samúel Griffiths að fara í eftirlitsferð
um verksmiðjima í fylgd með Joshua Whiggam. Þegar þeir
komu í þæfingasalinn um hádegisleytið, kom hann sér til skelf-
ingar auga á Clyde í nærskyrtu og buxum þar sem hann var
að „láta á“ og „taka af“. Og þegar hann minntist þess, hversu
snyrtilegur og prúðmannlegur hann hafði verið á heimili hans
nokkrum vikum áður, varð honum hverft við. Hann hafði tekið
eftir því bæði í Chicago og á heimili sínu að Clyde hafði komið
einstaklega snyrtilega fyrir. Og eins og sonurinn létl hann sér
mjög annt úm að Griffithsfjölskyldan væri í góðu áliti hjá
verkamönnunum og bæjarfélaginu sem heild. Og þegar hann sá
Clyde á þessum stað, nauðalíkan Gilbert, í ermalausri skyrtu og
buxum á meðal þessara manna, fann hann greinilegar en nokkru
sinni fyrr, að Clyde var bróðursonur hans og mátti ekki lengur
stunda svo auðvirðilega vinnu. Hinir verkamennirnir hlutu að
lita svo á, að hann léti sig frændsemina engu varða.
Hann minntist ekki á þetta við Whiggam eða neinn annan,
heldur beið þangað til sonur hans kom úr ferðalagi á mánudags-
morguninn. Hann kallaði hann á sinn fund og sagði: ,,Ég fór í
eftirlitsferð um verksmiðjuna á laugardaginn og ég sá að Clyde
vinnur enn í þæfingasalnum."
„Og hvað um það, pabbi,“ svaraði sonur hans og var for-
vitni á að vita, hvað faðir hans var að fara. „Það hafa fleiri
en hann unnið á þessum stað án þess að bíða tjón á sálu sinni.“
„Rétt er það, en það voru ekki bróðursynir mínir. Og þeir
voru ekki eins líkir þér í útliti og hann.“ Þetta gramdist Gilbert.
„Þetta nær ekki nokkurri átt, skal ég segja þér. Mér finnst það
ósæmandi, og ég er hræddur um að því fólki sem séf hann
þarna finnist það einnig ósæmandi, þegar það veit að hann er
náfrændi okkar. Ég gerði mér þetta ekki ljóst fyrst í stað, af
því að ég var ekki farinn að koma þarna niður, en mér íinnst
ekki ná nokkurri átt að hann sé hafður þarna lengur. Það
Brezka þingið
Framhald af 1. síðu.
honum væri ókunnugt 'um að
Fechteler, yfirmaður banda-
ríska flotans, og flotamálaráð-
herrann í stjórn Trumans
hefðu lýst yfir, að ef vopna-
hlésviðræðurnar í Kóreu færu
út um þúfur yrði hafið hafn-
bann gegn Kína.
Verkamannaflokk^þingmaður
inn Freeman lýsti yfir, að
brezka þjóðin myndi aldrei láta
ábýrgðarlausa angurgapa
draga sig út í stríð gegn Kína.
Krossgáta
20.
1. I ri— ** V <*
1 &
9' vo n
Lárétt:
1 prettir — 7 tveir eins
snemma — 9 iítil — 11 dýr —
12 greini — 15 stefna — 17 slag-
ur — 18 bættu við — 20 andlegt
stríð.
Lóðrétt:
1 kalda — 2 pukur — 3 á fæti
— 4 efast ei — 5 voru valdandi
— 6 vél — 10 kærleikur — 13
borðar — 15 fæðu — 16 keyra —
18 ending — 19 tveir eins.
I.ausn 19. krossg-átu.
Lárétt:
1 pálar — 4 op — 5 æf — 7
kaf — 9 fár — 10 afl — 11 árs
— 13 ak — 15 ár — 16 refum.
Lóðrétt:
1 pp — 2 ióa — 3 ræ — 4
offra — 6 falar — 7 krá — 8
8 fas — 12 ráf — 14 KÍR. — 15
ám.
kemur ekki til mála. Við verður að breyta til, færa hann á
einhvern annan stað, þar sem hann þarf ekki að vera svona
til fara.“ Augu hans dökknuðu og hann hnykklaði brýrnar. Það
hafði ekki haft þægileg áhrif á hann, að sjá Clyde standa þarna
í gömlu fötunum sínum með svitadropa á enninu.
„En ég skal segja þér, hvernig á stendur, pabbi,“ hélt Gilbert
áfram, staðráðinn í að halda Clyde á þessum stað, ef unnt væri.
„Ég er alls ekki viss um að óg geti fundið neitt starf við hans
hæfi annars staðar — að minnsta kosti ekki án þess að flytja
til einhvern, sem er orðinn gróinn í sínu starfi. Hann er alger-
lega óreyndur á öllum sviðum.“
„Ég veit ekkert um það og mér stendur líka alveg á sama,“
svaraði Griffiths eldri, sem fann að sonur hans var dálítið
afbrýðisamur og reyndi að halla á Clyde. „Þetta er enginn stað-
ur fyrir hann, og ég vil ekki að hann vinni þama lengur. Hann
er búinn áð vera þarna nógu lengi. Og ég get ekki þolað að
nafn okkar fái aðra merkingu en það hefur haft fram til þessa
— skarpskyggni, dugnað, þrek og dómgreind. Það kæmi sér
illa fyrir reksturiim. Og hann skiptir mestu máli. Þú skilur mig,
er það ekki?“
„Jú, pabbi, ég skil þig fullkomlega.“
„Gerðu þá eins og ég segi. Náðu í Whiggam cg hugsaðu upp
eitthvert starf handa honum, en ekki verkamannsstarf. Þar var
misskilningur frá upphafi að láta hann vinna á þessum stað.
Það hlýtur að vera einhver starfi í hinum deildunum, sem hægt
er að setja hann í, sem einhvers konar yfirmann eða aðstoðar-
mann einhvers, þar sem hann getur gengið sæmilega til fara
og litið út eins og maður. Og ef nauðsyn krefur, þá skaltu
senda hann heim með fullum launum, þangað til þú finnur
eitthvað handa honum. En ég vil að hann skipti um starf. Vel
á minnzt, hvað fær hann í laun núna?“
—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—
BARNASAGAN
»
Brjáms saga
2. DAGUR
Það var einu sinni, að kóngur var að láta smíða
skemmu handa dóttur sinni, og haíði hann íengið
smiðnum gull að gylla hana innan og utan. Brjám
kom þar með fánahátt sinn. Þá mæltu kóngsmenn:
„Hvað leggur þú hér gott til, Brjám?" Hann svaraði:
„Minnki um mælir mikinn, piltar mínir," og gekk
síðan burt. En gullið, sem þeim var fengið til að
gylla með. minnkaði, svo það dugði ekki meir en
til helminga. Þeir sögðu kóngi til. Hann hélt að þeir
hefðu stolið því, og lét hengja þá. Þá íór Brjém
og sagði móður sinni. „Ekki áttirðu svo að segja,
sonur minn," segir hún. Hann mælti: „Hvað átti ég
þá að segja, móðir mín?" Hún svarar: „Vaxi það um
þrjá þriðjunga, áttirðu að segja." „£g skal segja það
á morgun, móðir mín," svaraði Brjám.
Hann fór svo heim um morguninn eítir, mætti
þeim, er báru lík til grafar. Þeir sögðu: „Hvað legg-
ur þú gott hér til, Brjám?" „Vaxi það um þrjá
þriðjunga, piltar mínir," sagði hann. Líkið óx, svo
að þeir misstu það niður. Brjám fór heim og sagði
henni frá. Hún mælti: „Ekki áttirðu að segja það,
sonur minn." Hann svarar: „Hvað átti ég þá að
segja, móðir mín?" „Guð friði sál þína, hinn dauði,
áttir þú að segja," mælti hún. „Ég skal segja það
á morgun, móoir mín," mælti hann.
Hann fór um morguninn heim að kóngshöll og
sá hvar rakkari einn var að hengja hund. Hann
gekk til hans. Rakkarinn mælti: „Hvað leggur þú
gott hér til, Brjám?" Hann svaraðði: „Guð friði sál
þína, hinn dauði." Rakkarinn hló að þessu, en
Brjám hljóp heim til móður sinnar og sagði henni.
Hún mælti: „Ekki áttir þú að segja svo." „Hvað
átti ég þá að segja?" sagði hann. Hún svaraði:
„Hvort er þetta þjófsgreyið kóngsins, er þú ferð
nú með, áttlr þú að segja." „£g skal segja það á
morgun, móðir mín,” segir hann.