Þjóðviljinn - 06.02.1952, Side 7

Þjóðviljinn - 06.02.1952, Side 7
Miðvikudagur 6. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Prjónastoían Iðunn, Leifsgötu 22, liefur margs- konar prjónavörur úr 1. fl. garni. Prjónum eftir pöntun- um. Seljum á lægsta verði. Myndir og málverk til tækifærisgjafa. Verzlun G. Sigurðssonar, Skólavörðustig 28. Píanó til sölu Upplýsingar í síma 2226. Húsgögn: Dívanar, stofuskápar, klæða- skápar (sundurteknir), borð- | stofuborð og stólar. Ásbrú, Grettisgötu 54. Minningarspjöld Krabbameinsfélagsins fást í vei’zl. Remedía, Austurstræti b og í skrifstofu Elliheimil- isins. Ensk íataeíni fyrirliggjandi. Sauma úr til- lögðum efnum, einnig kven- draktir. Geri við hreinlegan fatnað. Gunnar Sæmundsson, klæðskeri, Þórsgötu 26 a, sími 7748. Stofuskápar, klæðaskápar, kommóður á- vallt fyrirliggjandi. Híisgagnaverzlunin Þórsgötu 1. Iðja h.f., Lækjarg. 10. Úrval af smekklegum brúð- argjöfum. Skermagerðin Iðja, Lækjargötu 10. Búllugardínur ávallt fyrirliggjandi. Einnigí dívanar, armstólar o. fl. — Laugaveg 69. — Sími 7173 Hatiö þið athugað aö smáauglýsing getur veriö noklc- uö stór, — og að nokkuð stór smá- auglýsing getur verið ódýr. Aug- lýsiö í smáauglýs- ingadálkum Þóð- vilians. Sími 7500. Munið kaffisöluna í Hafnarstræti 16. Iðja h.f. Ódýrar ryksugur, verð kr. 928.00. Ljósakúlur í loft og á veggi. Skermagerðin Iðja h.f., Lækjargötú 10. Svefnsófar, nýjar gerðir. Borðstofustólar og borðstofuborð úr eik og birki. Sófaborð, arm- stólar o. fl. Mjög lágt verð. Allskonar húsgögn og inn- réttingar eftir pöntun. Axel Eyjólfsson, Skipholti 7, sími 80117. Daglega ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. »11—»***####<* Barnarúm Sem nýtt barnarúm til! sölu. Tækifærisverð. Til sýn-; is að Laugaveg 68 (steinliús- ið), 2. hæð, frá kl. 2 e.h. Minningarspjöld Samband ísl. berklasjúklinga fást á eftirt. stöðum: Skrif- Sigriðar Helgadóttur, Lækj- argötu 2, Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1, Máli og menningu, Laugaveg 19, Haf liðabúð, Njálsgötu 1, Bóka- búð Sigvalda Þorsteinssonar, Efstasundi 28, Bókabúð Þor valdar Bjárnasönar, Hafnar- firði, Verzl. Halldóru Ólafs- dóttur, Grettisgötu 26, Blómabúðinni Lofn, Skóla- vörðustíg 5 og hjá trúnað- armönnum sambandsins um land allt. Útvarpsviðgerðir Radíóvinnustofan, Veltusundi 1. Nýja sendibílastöðin, [Aðalstræti 16 — Sími 1395 Sendibílastöðin Þói SÍMI 81148. Í: AMPER H.F., raftækjavinnustofa, Þingholtsstr. 21, símj 81556 Sendibílastöðin h.f. Ineólfsstræti 11. Simi 5113. Ljósmyndastofa Laugaveg 12. Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. Sími 1453. Innrömmum málverk, ljósmyndir o. fl. Ásbrú, Grettisgötu 54. mkjMhui-wmfik/œ /jA L/iugmg 68 Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi: Lög- ;; fræðistörf, endurskoðun og; | fasteignasala. Vonarstræti 12. — Sími 5999. Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvéla- viðgerðir. S Y L G I A Laufásveg 19. Simi 2656 Útbreiðið Þjóðviljann Sigfús Sigurhjartarson fimmtugur Framhald af 5. síöu. áttu sem háð er innan bæjar- stjórnar. Og þær þakkir munu þúsuhdir Reykvíkinga vilja taka undir af einlægum og heil- um huga. Guðmundur Vigfússon. ★ Það er íslenzk íþrótt að fornu og nýju að ræða um menn og lýsa þeipi. Hinar ágætu mannlýsingar íslendingasagna hefðu líklega ekki náð sinni fullkomnun ef það hefði ekki verið tíðkað hér fyrrum eins og nú í tíma og ótíma að tala um menn öllu fremur en mál- efni, telja fram kosti manna og galla, gáfur og lýti, afrek og yfirsjónir. En þegar því framtali er lokið, er viðkom- andi allajafna ,,gerður upp“, líkt og bókhaldarar eða skatta- nefndir séu að verki, og færður í flokk góðra manna og merkra eða hiniia, sem ekki „eiga fyrir skuldum“. Þessi ríka tilhneiging til þess að meta og flokka menn e'ftir meintu innræti og eiginleikum hefur gert allmikið vart við sig í íslenzku stjórnmálalífi og sett, talsverðan svip á íslenzk blöð. Hér byrja lofsamlegar mannlýsingar að birtast um Húsnæól éskast fyrir hreinlegan smáiðnað. Sími 2615. I Til liggur leiðin | ELAOSUl Þróttarar! KVÖLDVAKA 3. flokks |! verður haldin 6. febrúar (í;; ; kvöld) í skálanum kl. 9. —!; i! Skemmtiatriði: 1. Ávarp 2.;! ;! Framhaldssagan. 3. Stutti; '; ferðasaga. 4. Söngur (söng-1; jkona syngur vinsæl lög). 5. ;| ;:Þátturinn Gaman og alvara|; ; (aldrei eins skemmtilegur og;j !!nú). 6. Söngur. 7. Kvik-; : myndasýning (grínmyndir),!; ; 8. DANS. — Nú má enginnj! !sitja heima. — 3. flokkur.;; Aoalfundur j: jGlímuráðs Reykjavíkur verð !;ur haldinn í Félagsheimili;! j! verzlunarmanna, V onar-!; ;;stræti 4, sunnudaginn 10. jl !; febrúar, og hefst hann kl. J; jj 14.00. Fundarefni: Venjuleg!; I j aðalfundarstörf. — Allirj! !;glímumenn velkomnir. J; Stjórnm. !; menn þegar þeir eiga fertugs- afmæli. Áhugasamir flokks- menn vilja lesa lof um sína samherja og forustumenn á afmælum þeirra og sem oftast endranær. Og til eru menn sem virðast halda, að ekki sé mikið um gáfur og mann- kosti utan síns flokks. Ég kann ekkert til þeirrar íþróttar, að lýsa mönnum skarplega til lofs eða lasts og er liún ekki geðfelld. Því veld- ur vafalaust að ég hefi enga sálfræðilega skarpskyggni til að bera. Þykist engan mann hafa þekkt til hlítar og held að það sé ekki hægt. Þess vegna hefi ég sársjaldan skrif- að lof um samherja mína eða vini, hvorki á afmælum þeirra né að þeim látnum og ekki tamt að skamma andstæðinga persónulega að neinu gagni. Ég minnist þess, að eitt af því sem mér var réttilega fundið til foráttu, meðan ég réði yfir blaði, var Joað, hve lítið lof ég léti bera á forustumenn. flokks- ins. (Skammirnar um andstæð- ingana þótti ekki vanta eins átakanlega!) Þettá var þó ekki fyrir þá sök, að ég kynni ekki að meta ýmsa góða kosti for- ustumanna Alþýðuflokksins. — Það kann ég enn, þótt nú beri meira á miili. Það er heldur ekki vegna þess að mér sé nú tamara eða geðfelldara en áður að bera lof á samherja í stjórnmálum að ég bið Þjóðviljann fyrir nokkur orð um Sigfús Sigur- hjartarson fimmtugan. Heldur veldur það mestu um það, að ég get aldr'ei þessu vant feng- ið mig til að skrifa afmælis- grein í blað, að Sigfús er nú staddur í fjarlægu landi og berst þar við sjúkdóm sem ég er ekki í neinum vafa um að er hið helzta sem hann hefur haft upp úr nær tuttugu ára stjórnmálastarfi, En það ber einnig til þessa, að mér er kunnugra um það en mörgum samherjum Sigfúsar í dag, hvernig hann leiddist út á þann orustuvöll, þar sem menn eru drepnir, ekki með ærlegum vopnum, og heldur ekki, eins og sumir halda, með skömmum og svívirðingum andstæðing- anna, heldur með símahring- ingum, heimsóknum, nefnda- fargani og fundaþvargi, sem eyðdleggja magann, hjartað eða heilann og taugakerfið í ís- lenzkum stjórnmálamönnum löngu fyrir tímann. Mér er kunnugra um það en mörgum öðrum að það var ekki í von um frama eða hagn- að, að Sigfús Sigurhjartarson dróst út í stjórnmálabarátt- una. Samherjum hans þarf ekki að segja það, því að þeir þekkja einlægni hans, fórnfýsi og óeigingirni. Ég er ekki alveg saklaus af að hafa stuðlað að þvi, að Sigfús Sigurhjartarson tók að leggja stund á blaða- mennsku við lítil eða engin laun í stáð þess að una í sæmilegri stöðu við batnandi hag og að hann steypti sér út í stjórnmálabaráttu með óþökk, aðkast og illt umtal að launum. eftir að hann hafði gegnt æðstu stöðu í samtökum templara við góðan orðstír og almennt lof manna af öllum flokkum. Þá þegar þurfti enginn að hlusta á Sigfús Sigurhjartar- son halda' nema eina ræðu um þau mál, sem hann hafði breiin- andi áhuga á, til þess að sann- færast um að hann er með af- brigðum mælskur maður, sem stundum nær þeim tökum á á- heyrendum sínum, sem hinunr. miklu mælskumönnum einum tekst. Hann var þá velmetinn kennari við einn af æðri skól- um bæjarins og í sívaxandi áliti. Það sem er einkenni hins fædda kennai’a er og höfuð- kostur Sigfúsar í ræðu og riti, en þaö er hæfileiki til að skýra flókin mál á einfaldan og al- þýðlegan hátt fyrir áheyrend- um og lésendum. Eitt fyrsta. verk Sigfúsar eftir að hann hóf starf í Alþýðuflokknum og fyrir hann, var að koma upp námskeiði fyrir atvinnulausa unglinga, sem þá var nóg af, en sú starfsemi var áður en varði orðin að svo stórum skóla, að honum dugði ekki minna húsnæði en heil hæð í stórhýsi í miðbænum. Sigfús valdi úr kennurum í skóíum bæjarins og réði til hins nýja skóla, leigði dýrt húsnæði, keypti skólahúsgögn fyrir þús- undir króna, skipulagði skól- ann og rak hann. Enginn pen- ingur var til í sjóði þegar þessi skóli var stofnsettur og enginn. styrkur. Bara víxill í banka csg áhugi Sigfúsar. Enda fékk hann aldrei eyris virðd fyrir sitt starf. Allt þetta gerði hann í hjáverkum með sínu kenn- arastarfi og var þó um leið stjórnmálaritst jóri Alþýðublaðs- ins. Ég get þessa hér til dæmis um það, hvílíkur starfsmaður Sigfús Sigurhjartarson er, og af því að þessu, sem var eitt fyrsta átak hans í flokksstarf- semi, hefur ekki verið haldið á lofti. Honum hefði verið innan handar að gera þennan skóla að álitlegu einkafyrirtæki sínu, en þegar hann fór úr Alþýðu- flokknum við kaldar kveðjur sumra forustumanna hans, gaf hann flokknum skólann og er óþarft að rekja þá sögu lengra í þessu sambandi. Annað starf, sem Sigfús vann fyrir Alþýðuflokkinn á fyrstu starfsárum sínum í honuih, og ekki hefur verið haldið á lofti né þakkað sem skyldi, var að undirbúa fyrstu lögin um al- þýðutryggingar. Mæddi v.innan við það mest á honum, þótt hann hefði þar samstarf og samráð við aðra góða menn, svo sem Harald Gúðmundsson sem þá var ráðherra flokksins og hafði fullan hug á að koma . því máli fram. Sigfús hefur síðan fylgt fast fram trygg- ingamálum og félagsmálum öll- um og hefur átt meiri hlut að framgangi þeirra en flestir þeir sem mest vilja státa af áhuga sínum á þeim málum og af- rekum í þeim. Aðrir, sem eru kunnugri en ég, munu minnast starfs Sig- fúsar Sigurhjartarsonar í öðr- um greinum, t. d. fyrir Kaup- félag Reykjavíkur og nágrenn- is, en þar, sem víðar er hann' gengur að verki, mun hann eiga margar vinnustundir og margt átak, sem honum hafa ekki Verið reiknuð laun fyrir. Slíkir menn sem hann taka ekki þau laun, sem kvitta fyr- ir erfiði og andvökur, í reiðu fé, ekki með kosningum til for- ustu eða frama, heldur ekki í klappi flokksfélaga fyrir góðri ræðu, eða lofi samherja á af- mælisdögum. En handtak lú- ins verkamanns getur launað það allt og margborgað. Ég vil óska vini mínum, Sigfúsi, þess síðast orða, að hann fái fljótan og góðan bata þess meins, sem hefur þjáð' hann um hríð. Þó er sú ósk víst ekki honum til handa fyrst og fremst, því að ég veit að hann heldur áfram að slíta sér út með sömu störfum og áður fyrir sama fólkið og sömu áhugamálin og áðun En þá er það góð ósk því fólki til handa. F. R. Valdimarsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.