Þjóðviljinn - 07.02.1952, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Jakki með
bryddingum
Hér er mynl af dölfkbláum
jakka með ljósum bryddingum.
Gajnall jakki sem maður er orð-
inn leiður á getur orðið sem nýr
ef hann er bryddaður með ljós-
um eða hvítum „herkúles-
böndum".
Stórköflótt
blússa
Köflóttar b ússur eru ákaflega
hentugar og fallegt að nota þær
við einlit l>ils. Kfnið krefst að
þær séu einfaldar og látlausar
í sniði eiifs og myndin sýnir og
því auðvejdara að sauma en
aðrar blússur.
þær rjúkandi rústir sem í dag
eru nefndar Kórea. geta á morg-
un orðið allur heimurinn.
’> EN í Kóreþ sá ég einnig aðr-
ar sundurtættar framtiðarvonir
- vonir um nýtt og fegurra líf,
um frelsi konunnar og jafnrétti,
um meiri og betri menntun. um
blómgandi menningu í þjóðfé-
lagi með nýjum lífsskilyrðum
- og það eru þessar vonir sem
við verðum að endurvckja —
ekki eingöngu fyrir komandi
kynslóðir i Kóreu, heldur fyrir
allt mannkyn. Við verðum að
skilja, að friðarhreyfingin — ef
hún á að vcrða það afl sem við
væntum — verður að festa
djúpar rætur, ekki einungis í
jarðvegi óttans, heldur bjart-
sýninnar, í trú á betri heim, þar
sem allir möguleikar verða ekki
einungig teknir í þjónustu frið-
arins heldur í þágu mikilla
framfara og velmegunar alls
mannkyns, sem aðeins friðurinn
getur skapað.
MATAK-
UPP-
SKRIFTIR
Hrogn
Á þessum tíma árs eru hrogn
bezt og ljúffengust og það eru
aðallega þorskahrognin sem eru
borðuð. Hrognin eru mjög holl
og góð fæða og eru auðug af
vítamínum, sérstaklega C og
ættu húsmæður að nota sér þau
hæði með fiski og sem sjálf-
stæðan rétt. Þegar hrogn eru
soðin er ágætt að láta þau inn
í þunnan linklút eða. smjör-
pappír og soðin í saltvatni 10—
15 mínútur.
Soðin hrogn með grænmetl
1—1'/2 kg hrogn
vatn og salat
XÁ kg gulrófur
1 kg hvítkál
30 gr smjörlíki
30 gr hveiti
grænmetissoð ag
hrognasoð
salt pipar.
Hrognin þvegin og soðin í salt-
vatni V2 klst. Færð upp og skor-
in í þykkar sneiðar, raðað á fat.
Grænmetið sem hefur verið soð-
ið í saltvatni er skorið í bita og
raðað yfir hrognin. Sósunni
hellt j’fir. — Sósa: Smjörlikið
bræt.t, hveiti hrært út, í þynnt
út með gi-ænmetis- og hrogna-
soðinu. Soðið í 5 mín. Ágætt er
að iáta saxaðan graslauk og
pipar í. sósuná.
Sleild, hrogn
1 kg soðin hrogn
Eggjahvíta og brauðmylsna
100 gr smjörliki
6 sítrónusneiðar
síld ög kaperg
Hrognin eru soðin, kæld og
pressuð. Skoián í sneiðar sem
velt er upp úr eggjahvítu og
brauðmylsnu. Sneiðarnar síðan
brúnaðar úr smjörlíkinu. Salati
og pipar stráð yfir. Raðað á
fat og smjörlíkinu hellt J"fir. 1
miðjuna. á hyerja. sítrónusneið
ér látin beinlaus síld og kapers
utan um. Sítrónusneiðunum er
raðað yfir hrognin. Kartöflur,
sem eru hitaðar í smjöri eru
einnig látnar á fatið. Yfir þær
er hellt tómat-mauki. Sítrónu-
sneiðunmn má sleppa en raða þá
tómalsneiðum utan með á fatið.
Tígla teppi
Ef við eigum afganga af
gami eða lopa getum við með
lítilli fyrirhöfn búið okkur til
fallegasta tíglateppi. Við hekl-
um hvern tigul út af fyrir sig
og heklum eða saumum það
svo saman. Við getum heklað
17 rastir- eða garða. i hvern
tigul og haft teppið stórt eða
lítið eftir vild.
1. umferð:
Fitjið upp 3 lykkjur — tak-
ið tvisvar niður í miðlykkjuna
— fitjið 2 lykkj. — farið nið-
ur í sömu lykkj. — heklið
eina fasta lykkj. — fitjið upp
1 lykkj. — snú við.
2. umferð:
Takið niður í annað borðið
— þannig myndast garðurinn
— heklið niður í 2 lykkj.
(miðjan myndast af tveimur
loftlykkjum) — heklið ofan í
2 lykkj. — fitjið eina lykkj.
upp; —. endui'takið frá 1 um-
ferð.
Þr.ð er fallegt að hekla
nokkrar umferðir utan um
teppið þegar við höfum saum-
að það saman. , .
Monice Felton er ensk. Hún var ein í 17 kvenna sendinefnd
sem fór til Kóreu á vegum Alþjóðabandalags lýðræðissinnaðra
kvenna vorið 1951. Sendinefndin gaf út skýrslu um Kóreuförina,
sem komið hefur út í þýðirigum á ótal málum, einnig á íslenzku
á vegum Menningar og fi’iðarsamtaka íslenzkra kveima.
Monica Felton er sósíaldemokrati og formaður skipulagsnefnd-
ar í borginni Stevenage 1 Englandi. Þegar hún kom heim frá
Kórexi var hún rekin frá embætti og háværar i'addir komu fram
um það að hún yrði líflátin „sem drottinsvikari“ samkvæmt æva-
fornum lögum sem grafin voru upp. Mótmæli gegn ofsóknunum
á héndur frú Felton drifu að úr öllum heiminum og hefur liún
verið sýknuð af öllum ákærum. Eftirfarandi kafli er þýddur úr
ræðu sem hún hélt á ráðsfundi aiheimsfriðarhreyfingarinnar í
Vínarborg í nóvembermánuði 1953.
BFTIR að ég kom heim aftur
til Englands hef ég talað í
hverri viku á opinberum fundum
og það hefur ekki ósjaldan
•komið fyrir að ég hef haldið
12 fyrirlestra á viku. Þessir
fyrirlestrar mínir höfðu allir
eitt og sama markmið að opna
augu þjóðar minnar fyrir þeim
skelfingum, sem gerast í Kói'eu
í dag, segja rétt og satt frá
þeinx ógnum og eyðileggingum,
er ég var vitnj að og reyna. að
skýra fyrir fólki orsök styrjald-
arirmar og hvaða öfl hrundu
hehni af stað.
AÐSÓKNIN að öllum fyrir-
lestrunxun hefur verið geysi
mikil og það er vissulega gleði-
legt að fá saxinanir fyxúr því
hvað allur alménningur hcfur
nú meiri áhuga fyrii’ þessum
málum en fyrir tveim til þremur
mánuðum. Og það sem ef til vill
er þó mest uppörvandi er að s.já
fólk sem kom stundum á fund-
AðalfuadurKven-
félags sósíalista
var haldinn föstudaginn 1.
febrúar. Helga Rafnsdóttir var
endurkosin formaður. — Aðrir
stjóraendur: Karólína Siemsen,
Dýrleif Árnadóttir, Hallfríður
Brynjólfsdóttir og Elín Guð-
mundsdóttir. Varastjórn: Hall-
dóra Ó. Guðmundsdóttir og Þor-
björg Sigurðardóttir.
Fundurinn var vel sóttur óg
ríkir mikill áhugi hjá konun-
um fyrir félagsstarfinu, og
margar nýjar félagskonur hafa
bætzt við á árinu.
ina fullt af andúð og tortryggni,
tilbúið að hleypa fundinum upp,
breytast og láta undan, sjá að
staðreyndimar og sannleikur-
inn Jxegar talað er af persónu-
legri reynslu eru svo máttug, að
hversu f jandsamlegir sem hlust-
endurnir voru í fyrstu í jxiinn
garð breyttust þeir ævinlega
fljótt. Ég get blátt áfi'am full-
yrt að þeir, sem komu til að
liæða mig og spotta, gengu bui't
ldökkir með tár í augum. Meðal
álieyrenda mimxa ihafa stundum
verið hermenn frá ensku hei'-
deildunum í Kóreu og ummæli
þeirra hafa staðfest allt þáð
sem ég vissi um hörmungar
kóröeku þjóðarinnar af völdum
styrjaldarinnar, en sem eru þó
aðeins barnaleikur hjá þeim
ógnum sem bíða alls mannkyns-
ins ef ný heimsstyrjöid skellur
á. Og þær spumingar, sem fólk
kemur með, sýna hinn einlæga
vilja þess að heyra sannlei-kann
um það sem er að gerast og þær
sýna einnig að enska alþýðan
skilur þær aðstæður sem stjóm-
arvöldin liafa skapað með póli-
tík sinni og þá ábyrgð sem því
fvlgir. Það hefur tæplega verið
nokkur sá fundur þar sem ein-
hver af áheyrendunum hefur
ekki borið fram þá spurningu,
— spurningu sem hver lýðræðis-
sinni í heíminum lilýtur að
leggja fyrir sjálfan sig — Hvað
getum við gert til að liindra
nýjar hörmungar?
EN allt of margir eru enn
ek’ii reiðubúnir að fóma neinu
í þágu friðarbaráttunnar, þeir
eru í rauninnj ekki áhugalausir
fyrir þessum málum, en þeir eru
aðgerðarlausir.
Og hvers vegna?
Ég álít að meginástæðan sé
sú að þeir trúa þeirri firru
að friður verði bezt tryggður
með vígbúnaði, en ég vil leggja
mikla áherzlu á að ef við ætlum
að skapa heimshreyfingu á móti
vígbúnaði er það einungis hægt
með því að skírskota til heil-
brigðrar skynsemi. Alltof oft
rekur maður. sig á, og það á
meðal frjáMýndustu. manna,
vanmat á heilbrigða dómgreind
almennings og sér hvernig skír-
skotað er í málflutningi til til-
fimiinga og lægri hvata. Og
þareð andstæðingar okkar nota
sér aðferðir — þetta á einkum
við málgögn í hinum vestlæga
heimi sem eiga að vekja
múgæsingu megum við ekki láta
blekkja okkur og álykta að á-
hrifaríkasta aðferðin til að út-
breiða sannleikann sé að æpá
enn þá liærra.
REYNSLA mín hefur keirnt
mér að það er ekki með því að
halda hjartnæmar ræður að
maður ýtir við fólki — nei það
sem rótar við mönnum og fær
þá út í starf er hin ibeizka og
rólega rödd samileikans. Þau
okkar sem koma. frá löndum
þar sem öll opLnber málgögn —
blöðin, útvarþ og kvikmjmda-
áróðurinn — eru notuð í áróðri
á móti okkur, verða að finna
nýjar leiðir til að útbreiða frið-
arhreyfinguna.En fyrst og
fremst verðum við ævinlega að
láta staðreyndirnar tala, segja
einfalt og blátt áfram frá svo
hinn venjulegi áheyrandi geti
skýrt öðrum rétt frá því sem
hann hefur heyrt. Við verðum
einnig að beygja oktkur fyrir
þeim sannleik, að þeir sem
hugsa öðruvísi en við eru eins
einlægir i trú simii og skoðun og
við í okkar trú.
EINN hlut getum við öll ver-
ið sammála um, að hamingju-
samt þjóðfélag getur aðeins
grundvallazt ef hægt er að
tryggja frið, því að krafan um
frið er einnig krafa mamikyns-
ins um öryggi og hamingju og
réttláta skiptingu á auðæfum
jarðar. Nú veit ég mæta vel að
það eru skiptar skoðanir um
hvaða þjóðfélagsform sé hezt
fyrir hvert einstaikt land og ég
ætla. ekki að voga mér út í
hinar æstu öldur stjórnmála-
deilnanna. En í Englandi bitna á
okkur nú þegar hinar örlaga-
ríku afleiðingar af rangri utan-
ríkismálastefnu stjómarimiar
í algerri stöðvun viðreisnar-
innar og síhækkandi j dýrtíð.
Fyrir okkur tákuar vígbúnaðar-
kapphiaupið ekki eirigöngu ógn-
un við persónulegt líf manns,
heldur og ögmn við allar þjóð-
félagslegar umbætur, sem við
þegar höfum öðlazt. 1 Englandi
táknar það — eins og í flestum
öðrum löndum — ógnun við
framtíðarvonir okkar, ekki ein-
ungis um það að geta einhvern-
veginn tórað, heldur ógnun við
bað líf, sem mannsæmandi er og
vert er að lifa.
ÞEIR sem eins og ég hafa
séð skelfingar þeirrar styrjald-
ar sem nú er háð gegn kóresku
þjóðinni geta ekki komizt thjá
bví að verða næstum sturlaðir
aðeins við þá hugsun að hin
þriðja heimsstyrjöld ikunni að
breiðast út. Þegar ég gleðst yfir
hinu friðsamlega hversdagslífi
á ættjörð minni, sé ég skugga
tortlmingarimiar ógna því —
Taska, Kekluð úr grófu seglgami
Botn og lok er lieklað með
fastniöskvum, tvöfalt og'
pappi lagður á milli, — Botn-
inn er 6x15 cm. Á þrjár hlið-
ar er hekluð 2 cm brún með
fastamöskvum. Lokið er
saumað við belginn á þeirri
rilið, sem engin brún er á
því. I belgnum er hnútahekl.
Bregðið bandinu um nálina
og farið þannig <1 sinnum í
sömu keðjul. (hér 4. t.).
Öragið bandið gegnum þess-
ar 8 1. ásamt fyrstu lykltj-
unum. Lokið hnútnum með 1
keðjul. Heklið þannig linúta
í aðra hverja keðjul. umf_ á
enda.
Gerið á sama hátt lmúta
milli tveggja hnúta fyrri umf.
Taskan or rykkt saman með flétt-
uðu bandi, liandfangið er einnig' fléttað.
LIFUM EKKI í ÓTTA - IIELI0UR
TRJD A BETRI REIM
[Ritstjón: ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR )