Þjóðviljinn - 07.02.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.02.1952, Blaðsíða 1
Sósíalistar Halnarfirði Skemmtifundur með sam- eiginlegri kaffidrykkju verð- ur í Strandgötu 41 n. k. fösfudagskvöld kl. 9. Á fundinum flytur Magnús Kjartansson erindi um Egyptaland, upplestrar verða, söngur og að lokutn féíagsvist. M9 þus. krónum úfhlutað tll skálda, rlthöfunda og annarra listamanna Hinni árlegu úthlutun fjár þess sem Alþingi veitir til listamanna er lokið og var úthlutað' 609 200 kr. til 101 manns. Þingkjörinni nefnd áem annast úthlutunina bár- ust 180 umsóknir. Að þessu sinni fengust nokkrar lagfæringar á misfell- um undanfarandi ára, en hinsvegar gerðar ýmsar breyt- ingar sem hæpnar mega teljast. Fulltrúi Sósíalistaflokksins lét bóka nokkrar athuga- semdir, og eru þær birtar hér á eftir. í nefndinni áttu sæti Þorsteinn Þorsteinsson sýslumað- ur (formaður), Þorkell Jóhannesson prófessor (ritari), Helgi Sæmundsson blaðamaður og Sigurður Guðmunds- son ritstjóri. 15 000,00 krónur hlutu: Ásgrímur Jónsson, Davíð Stefánsson, Guðm. Gíslason Hagalín, Halldór Kiljan Laxness, Kviknar í Gúmmí- barðannm Um kl. 17.30 í gær var slökkviliðið kvatt að Kveldúlfs- húsunum við Skúlagötu, en þar hafði kviknað í vinnustofu Gúmmíbarðans h.f. Varð eldur- inn þegar slökktur, og urðu engar teljandi skemmdir. Ekki var vitað um upptök eldsins, er blaðið átti tal við slökkvi- liðið. Jakob Thorarensen, Jóhannes S. Kjarval, Jóhannes úr Kötlum, Jón Stefánsson, Kristmann Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðarson. 9 000,00 krónur hlutu: Ásmundur Sveinsson, Elínborg Lárusdóttir, Finnur Jónsson, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Scheving, Jón Björnsson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Kristín Jónsdóttir, Magnús Ásgeirsson, Frá atvinnaleysisfandinum: „k8 stórsér á börnunin" „Seldi sparifötin sín.. I fyrmdag var hann að reyna að selja olíaofninn .. .** Hvað hefðu bændurnir sagt um þetta leyti í fyrra þegar þá vantaði mat handa húsdýrum sín- um, ef stjórnarvöldin hefðu sagt við þá: Þetta lag- ast allt í vor! En þá var brugðið bæði fljótt og Vel við, eins og skylt var. Þannig fórust Dagsbrúnarmanninum Sigurjóni Bjamasyni orð á atvinnuleysingjafundinum í fyrra kvöld. Og hann hélt áfram. Nú em það ekki skepnur bændanna sem svelta, nú eru það börn verkamanna í Reykjavík. Og nú svara líka stjórnai’völdin: Þetta lagast allt í vor! Einar 4 millj. kr. eru ætlaðar til atvinnuaukning- ar í öllum kaupstöðum landsins. Það getur hver sagt sér sjálfur hvaða gagn muni vera að því. Það er komið svo að mörg verkamannaheimili í Reykjavík svelta. Ég veit um eitt heimili í her- mannaskála. Heimilisfaðirinn hefur verið Iengi at- vinnulaus. Það stórsér á börnunum. Ég veit að þetta fólk hefur í lengstu lög reynt að komast hjá því að leita opinberrar aðstoðar. Ég veit að maður- inn seídi sparifötin sín fyrir nokkru. í fyrradag var hann að reyna að selja hráolíuofninn úr braggan- um sem hann býr í. Erum við ekki samábyrg fyrir slíku ástandj í þjóðfélaginu? Við höfum ekki leyfi til að standa hjá aðg-erðalausir, þótt við höfum sjálfir vinnu — enn. Þess vegna verða allir að sameinast í barátt- unni gegn atvinnuleysinu. Ég vil því skora á forustumenn Sósíalistaflokks- ins og Alþýðuflokksins að leggja nú allar pólitísk- ar deilur á hilluna og vinna saman af heilindum í stærsta máli alþýðunnar í dag: baráttunni gegn atvinnuleysinu. Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ríkharður Jónsson, Sigurjón Ólafsson, •Steinn Steinarr, Sveinn Þórarinsson, Þorsteinn Jónsson. 8 900,00 krónur hlaut: Friðrik Friðriksson, dr.theol. 5 400,00 krónur hlutu: Friðrik Á. Brekkan, Guðmundur Frímann, Gúðm. Ingi Kristjánsson, Halldór Stefánsson, Heiðrekur Guðmundsson, Framhald á 7. síðu. Kaiipgjaíds- niál fráfarar- atriði Faure forsætisráðherra í Frakklandi hefur tilkynnt, að stjórn sín muni gera það að fráfararatriöi ef þingið sam- þykkir ekki tilfögur hennar um greiðslu visitöluuppbótar á laun. Atkvæðagreiðslan fer fram i dag. Vill semja við Vesíiirvelííin Aly Maher Pasha, forsætis- ráðherra Egyptalands, sagði í útvarpsræðu í gær, að hann myndi Ieitast við að bæta sam- búð Egyptalands og Vestur- veldanna. Þátttöku Egypta- lands í hernaðarsamtökum þeim, sem Vesturveldin hafa einsett sér að koma á fót viö Miðjarðarhafsbotn, kvað hann vera samningsatriði. Baiidaríkin yfir- vega sambandsslii Fréttaritari Reuters í Wash- ington skýrir frá því að banda- ríska utanríkisráðuneytið sé að undirbúa ráðstefnu sendi- herra Bandaríkjanna í löndun- um í Austur-Evrópu. Hallast ráðuneytið æ meira áð því ráði, að slíta stjórnmálasambandi 'við öll ríki í Austur-Evrópu nema Sovétrikin. Vill ráðuneyt- ið fá umsögn sendiherranna um þessa fyrirætlun áður en end- anleg ákvörðun er tekin. Elísabet II. Bretadrottning og maður hennar, Philip hertogi af Edinborg. Myndin var tekin á brúðkaupsdag \ þeirra, 20. nóvember 1947. Georg konungur látinn, Etísabet tekur við ríki Georg VI. Bretakonungur léizt í gærmorgun í svefni og tekur Elísabet dóttir hans nú við riki. Georg konungur, sem varð óafmáanleg merki harðneskju- 56 ára gamall, haxði átt við van heilsu að stríða siðan 1948 og ágerðist hún á síðasta ári, er gera varð á honum -mikinn lungaskurð. Hann virtist þó hafa náð sér fnrðu vei eftir að- gerðina og ákveðið hafði verið, að hann færi í heil-s'ubótarsigl- ingu til Suður-Afríku í vor. Konungur var næstelzti son- ur Georgs V. og kom til ríkis 1936, þegar eldri bróðir hans Játvarður, nú hertogi af Wind- sor, afsalaði sér konungdómi vegna þess að IBaldwin forsæt- isráðherra og erkibis-kupinn af Kantaraborg vildu ekki leyfa honum að giftast fráskilinni, bandarískri konu, frú Simpson. Á yngr; árum var Georg VI. í sjóhernum og flughernum og bar titilinn -hertoginn af Jórvík. Georg bar einsog bróðir hans TekiS g3 rœða endanlegan friðarsamning í Kóreu Fullskipaðar vopnahlésnefnd- ir í Kóreu komu saman á fund í gær eftir langt hlé til að ræða síðasta atriðið á dagskrá sinni, ráðléggingar um endan- lega, friðsamlega lausn Kóreu- deilunnar. Nam U hershöfðingi, formáð- ur samninganefndar Kórea og kínversku sjálfboðaliðanna, lagði fram tillögur fyrir þeirra hönd. Eru þær á þá leið, að háttsettir stjórnmálamenn beggja aðila, fimm af hvorum, skuli koma saman á fund inn- an þriggja mánaða eftir að vopnahlé kemst á í Kóreu. Vilja norðanmenn að vopna- hlésráðstefnan leggi til við stjórnmálamennina að þeir ræði brottflutning alls erlends her- liðs frá Kóreu, friðsamlega lausn Kóreudeilunnar og önnur skyld mál. Joy floíaforingi, formaður bandarísku vopnahlésnefndar- innar, bað um frest til að at- huga tillögnr norðamnanna. legs uppeldis, faðir þeirra var annálaður heimilisharðstjóri. Játvarður fj’lltist uppreisnar- anda, bauð viðteknum venjum byrginn og gerðist -heimsmaður mikill að dæmi afa sins, Ját- varðar VII. Georg bognaði hins- vegar, varð feiminn, hlédrægur og taugaveiklaður einsog auð- heyrt var á mæli hans, hann varð að leggja sig allan fram til að stama ekki, er -hann flutti opinberar ræður. En Bretar kunnu vel að meta samvizku- semi Georgs konungs og skyldu rækni og var hann ástsæll af þjóð sinni. Drottning Georgs konungs, Elísabet, er af sk-ozkri aðalsætt. Þeim varð tveggja dætra auðið. Á fundi leyndarráðs Bretaveld- is í gær var hin eldri þeirra, Elísabet 26 ára gömul, útnefnd til þjóðhöfðingja. Hún var stödd í Kenya í Austur-Afríku ásamt Philip manni sínum á leið til Ástralíu og Nýja Sjálands er konungur lézt. Lögðu þau þegar af stað' heimleiðis og er von á beim til London í dag. ★ Handhafar farsetavafds. Steingrímur Steinþórsson, Jón. Pálmason og Jón Ásbjörnsson, sendu Elisabeth drottningu .amúðarskeyti í morsrun, er kunnugt varð um andlát Breta- konungs. Einnig hefur forsærisráýherra. Steingrímur Steinþórsson, sent forsætisráðherra Breta samúð- arkveðju. (Fcrsætisráðuneytið, 6.2. ’52.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.