Þjóðviljinn - 12.02.1952, Page 1

Þjóðviljinn - 12.02.1952, Page 1
líonungurmn kvaddur Líki Bretakonungs var í gær Ikomið fyrir í Westminster Hall, en "þar gefst þegnunum tæki- færi til að kveðja konung í dag og á morgun, og voru fþegar komnar biðraðir i gær. Fær erlendur auðhringur einkaleyfi til að virkja Þjórsá og koma upp aluminíumverksmiðju? Samitingar nm nýíl? stórlelú afsal ísleitzkra lantlsrelíiiida. — Áætlað at$ fyrirhugaðar framkvæmdir kosti 3300 milljónir kréna A síðasta ári eignuðust íslendingar aítur vatns- léttindi þau í Þjórsá sem Títanfélagið brezk-norska komist yfir á heimsstyrjaldarárunum fyrri, og þjóð- inni var það mikið fagnaðarefni að hafa endurheimt mesta vatnsfall sitt og orku þess. En nú hefur kom- ið í Ijós að ekki voru kvaðir þessar fyrr leystar af yfirráðum íslendinga yfir Þjórsá en nýir og stór- um voldugri aðilar skárust í leikinn. Þjóðviljinn hefur góðar heimildir fyrir því að undanfarið hafa farið fram umræður milli erlendra aðila og íslenzkra stjórnarvalda þess efnis að er- lendur auðhringur fengi einkaleyfi til að virkja Þjórsá og hagnýta raforkuna til aluminíumfram- leiðslu. Mun bæði brezkur og bandarískur alum- iníumhringur hafa hug á að sölsa undir sig þessa sióríelldu möguleika, en eins og kunnugt er hafa brezkir sérfræðingar undanfarin ár rannsakað mjög ýtarlega virkjunarmöguleika í Þjórsá, án þess að nokkuð hafi verið látið uppi um tilgang rann- sóknanna eða niðurstöður. Brezki hringurinn er hins vegar í mjög nánu sambandi við bandaríska aluminíumhringinn ALCOA — Aluminium Company cf America — sem fyrir stríð réði yfir 70% af aluminíumframleiðslu alls heimsins. Lauslega hefur verið áætlað að þessar stórfram- kvæmdir muni kosta um 200 milljónir dollara — ca. 3300 milljónir króna — og hinir erlendu aðilar ■vilja sjálfir fá sérleyfi til að eiga og reka hina nýju stóriðju. Mun Eysteinn Jónsson vera á förum til út- landa í sambandi við þetta mál, og í fyrradag hóf blað forsætisráðherrans, Tíminn, ákafan áróður íyrir því að erlendir auðhringar fengju að athafna sig hér á íslandi og hagnýta auðlindir íslandinga. Niðurstöður atvinnule ysisskránrngaiinnar: | Atvínnuleysið nær til 1577 manna í 39 starfsgreinum Ráðningarstofan hafði í gær unnið að mestu úr ðtvinnuleysisskráningunni, en eins og áður hefur verið sagt voru skráðir 669 karlmenn sem eru í 30 starfsstéttum og hafa á framfæri sínu 848 börn og konur. 49 konur úr 8 starfsstéttum mættu til skrán- ingar með 11 börn á framfæri sínu. Samkvæmt skráningu þessari nær atvinnuleysiÖ því til 1577 manna Forustugrein Tímans í fyrrad. í'jallar um stóriðju á íslandi og er almennt orðuð, en er .þó miðuð við þessar ákveðnu á- ætlanir. Þar er m. a. komizt svo að orði: „Eitt stærsta verkefni þjóð- arinnar, ef efnaleg afkoma ihennar á að vera örugglega tryggð til frambúðar, er því það að koma fótum undir nýja undirstöðuatvinnuvegi, við hlið- ina á sjávarútvegi og landbún- aði. Möguleikar til þess eru .hér miklir fyrir hendi, þar sem er uppbygging stóriðnaðar, er býggist á hagnýtingu hinnar miklu vatnsorku, sem landið íhefur að bjóða. Uppbygging slíkra atvinnu- greina kostar mikið fé. Fyrst þar að reisa orkuverin og síðan verksmiðjur, sem hagnýta sér orkuna. Þetta fé höfum við ekki. Þetta verður því ekki gert, nema okkur takist að fá erlent fé til framkvæmdanna. Erlent fé til slíkra fram- Ikvæmda er hugsanlegt að fá með tvennum hætti. 1 fyrsta lagi með því að fá lánsfé. í öðru lagi með því að veita er- iendum aðilum sérleyfi til fram- (kvæmdanna. Fyrri leiðina mætti nefna skuldaleiðina., en síðari leiðina sérleyfisleiðina. Það virðist yfirleitt hafa ver- ið álitið, að skuldaleiðin væri betri en sérleyfisleiðin. Hún samrýmdist betur sjálfstæði þjóðarinnar. Völdin yfir fyrir- tækjunum væru þá í höndum innlendra manna o. s. frv. Þetta hafði nokkuð til síns máls áður fyrr. Nú er þetta breytt, því að sérleyfunum eru nú jafnan látin fylgja skilyrði, sem tryggja innlenda hagsmuni. Fleiri og fleiri lönd, sem hafa þurft erlent lánsfé til stór- framkvæmda, hafa því farið inn á sérleyfisleiðina í vaxandi mælj hin síðari ár. Reynslan hefur nefnilega leitt það í ljós, að skuldaleiðin get- ur verið sjálfstæðinu öllu á- ihættumeiri og skaðlegri en sér- leyfisleiðin. Lánveitandinn þarf ekki annað að gera en að inn- heimta skuld sína og þarf ekki neitt undir hlutaðeigandi þjóð að sækja. Allt öðru máli gegnir um sérleyfishafann, sem hefur margt undir hlutaðeigandi , stjórnarvöld að sækja og hefur hag að því að sambúðin gangi sem bezt. Þá tekst og oft betur upp- bygging þeirra stórfyrirtækja, aem sérleyfishafar hafa með höndum, því að þeir ráða yfir þekkingu og reynslu, sem ann- ars er síður völ á.“ Þetta stórmál verður nánar rætt og rakið í næstu blöðum. jon Raínsson kominn heim jl Jón Rafnsson kom heim í gærmorgun með Gullfossi, en hann hefur dvalið í Sovétríkj- unum til lækninga síðan í júlí í sumar. Dvaldi Jón m. a. um tima á hressingarheimili suður á iKrím. Er Jón liinn hressasti og lætur mjög vel af dvölinni þar eystra. Bjarní tíl Lissabon Yfirherstjórar Atlanzhafs- bandalagsins komu saman á fund i Lissabon í gær til að undirbúa fund Atlanzhafsbanda lagsráðsins sem á að hefjást þar í næstu viku. Á fundinum mættu yfirherstjórar Grikk- lands og Tyrklands en á ráðs- fundinum á m. a. að ganga frá upptöku þessara lýðræðiselsk- andi Atlanzhafslanda í banda- lagið. Jafnframt á ráðið að fjalla um sameiginlegan her bandalagsins. — Fulltrúi ís- lands, Bjarni Benediktsson, leggur væntanlega af stað til Lissabon einhvern næstu daga. 29 lórust 29 manns fórust í fyrradag er skymasterflugvél rakst á hús við flugvöllinn í Elisabeth í New Jersey í Bandarikjunum. Farþegar og áhöfn voru alls 60 talsins. Þetta er þriðja stór- slysið sem verður við flug- völ] þennan á þremur mánuð- um. Verkamenn voru 427, þar af ókvæntir 263 með 32 börn á framfæri, 164 kvæntir með 230 börn á framfæri. Vörubílstjór- ar 13, þ. a. 4 ókvæntir með 3 börn og 9 kvæntir með 13 börn. Fólksbifreiðastjórar 13, þ. a. 4 ógiftir en 9 kvæntir með 20 börn. Sjómenn 38, þ. a. 26 einhleypir með 13 börn og 12 kvæntir með 21 barn. Mur- arasveinar 45, þ. a. 9 einhl. með 3 börn, 36 kvæntir með 70 börn. Múraranemar 3, allir ókvæntir, með 5 börn. Tré- smíðasveinar 58, þ. a. 18 ókv. með 3 börn, 40 kvæntir með 60 börn.Trésmiðaneml 1, ókv. Prentarar ,8, þ. a. 5 ókvæntir, 3 kvæntir með 3 börn. Málar- ar 12, þ. a. 2 ókvæntir, 10 kvæntir me'ð 10 börn. Rafvirkj- ar 3, þ. a. 1 ókvæntur barn- laus, 2 kvæntir með 4 börn. 'Rafvirkjanemi 1, kvæntur barn- laus. Bókbindarar 5, þ. a. 3 ókvæntir og barnlausir, 2 kvæntir með 3 börn. Húsgagna- smiðir 6, þ. a. 3 ókvæntir með 1 barn, 3 kvæntir með 2 börn. Veggfóðrarar 2, kvæntir með 3 börn. Skósmiðir 3, þ. a. 1 ókvæntur, barnlaus, 2 kvæntir með 1 barn. Iðnverkamenn 5, þ. a. 2 ókvæntir, barnlausir, 3 kvæntir með 6 börn. Prent- myndasmiðir 6, þ. a. 2 ókv., barnlausir, 4 kvæntir með 5 börn. Matsveinar 3, þ. a. 2 ókv. með 3 börn, 1 kvæntur með 1 barn. Garðyrkjumenn 4, þ. a. 2 ókvæntir barnlausir, 2 kvænt- ir með 2 börn. Skrifstofumenn 3, kvæntir með 4 börn. Klæð- skeri 1 ókvæntur, barnlaus. Rakari 1, ókvæntur barnlaus. Búfræðingur 1, ókv., barnlaus. Innheimtumaður 1, ókv,, barn- laus. Verzlunarmaður 1 kvænt- ur með 1 barn. Barnakennari 1, kvæntur með með 1 barn. Neta gerðarmenn 2, annar ókv. barn- laus, hinn kvæntur með 2 börn. Bakari 1, ókv. og barnlaus. Af- greiðslumaður 1, kvæntur með 6 börn. Konurnar 49 skiptust þannig: Verkakonur 20, þ. a. 19 ó- giftar með 7 böm á framfæri, 1 gift en barnlaus. Verzlunar- stúlkur 12, allar ógiftar, með 1 barn. Saumakonur 9, allar ó- giftar, með 1 barn. Netagerðar- konur 3, allar ógiftar og barn- lausar. Verzlunarstúlkur 2, báð- ar ógiftar, 1 barn. Framreiðslu- stúlka 1, ógift og bamlaus. Skrifstofustúlka 1, ógift með 1 barn. Skipsþerna 1, ógift og barnlaus. Ali Maher til Lundúna Forsætisráðherra Egypta- lands, Ali Maher Pasha, er lagður af stað til Lundúna til að vera viðstaddur útför Breta- konungs, — en aðalerindið er þó að hefja samninga við brezku stjórnina um áframhald- andi yfirráð Breta á Súessvæð- inu og í Egyptalandi og aðild Egyptalands að hernaðarbanda- lagi ríkjanna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Ali Maher hefur undanfarið gengið mjög rösklega fram £ því að berja niður frelsisbar- áttu landa sinna og tilkynntu Bretar í gær að aflétt hefði nú verið öllum hömlum á um- ferð um Súessvæðið. 19 fórusf 19 manns fórust í gær þegar snjóskriða féll á skíðaskála f austurrisku ölpunum, en 30 manns tókst að grafa út úr skriðunni lifandi. Félagsfundur á fimmtu- dagskvöld Sósíalistafélag Reykjavíkur helcfur félagsfund að RöðH n. k. fimmtudag 14. febr. kl. 8,30 síðdegis. Auk félagsmála verður rætt um atvinnuástandið í bænum og atvinnuleysisbaráttuna. Nauðsynlegt er að sem allra flestir flokksmenn sækl fund- inn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.