Þjóðviljinn - 16.02.1952, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1952, Síða 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. febrúar 1952 ■ leppum sýnd lítils- virðing Framhald af 3. síðu skilnings á eðli hennar og því hlutverki sem afturhaldið ætl- ar henni í samtökum verkalýðs- ins. Núverandi Alþýðusambands- stjórn er samstjórn þeirra spilltu afturhaldsafla, sem leitt hafa hrunið og kreppuna yfir íslenzka atvinnuvegi og kornið atvinnuleysinu á. Henni var frá upphafi ætlað það verkefni að sundra verkalýðsfélögunum og leiða baráttu þeirra afvega eins og dæmin sýndu í vinnudeilun- um í fyrra. Þessu hlutverki hefur sambandsstjórn gegnt að svo miklu leyti sem hún hefur mátt og verkalýðsfélögin hafa ■ekki tekið fram fyrir hendur hennar og hindrað óhappaverk- in. Það er þessvégna ekki und- arlegt þott afturhaldsstjórn í- halds og Framsóknar þykist þess umkomin að lítilsvirða %g forsmá leppa sína í sambands- stjórn. Og Alþýðuflokksmenn- irnir í sambandsstjórn láta sér þessa meðferð vel lynda. Frá þeim heyrist ekki hósti eða stuna. Helga Hannessyni og félögum hans er fullljóst að þeir eiga völd sín í Alþýðusam bandinu algerlega undir geð þótta ríkisstjórnarflokkanna tveggja, sem ábyrgir eru fyrir allri kjaraskerðingunni og at- vinnuleysinu. Þess vegna þegja þeir og hafast ekki að meðan atvinnuleysið og neyðin er hlut- skipti þúsunda af meðlimum Alþýðusambandsins um larid allt. Slíka sambandsstjóm er ekki unnt að þola öllu lengur í heildarsamtökum verkalýðsins. Hún á a'ð víkja um set og við forustunni að taka nýir menn, sem skilja þarfir verkalýðs- stéttarinnar fyrir einingu, heið- arlegt samstarf og einarða bar- áttu fyrir lausn þeirra mikils- verðu viðfangsefna sem nú eru efst á baugi og mest aðkall- andi. Stærst þeirra og veiga- mest er baráttan fyrir atvinnu og afléttingu þeirrar neyðar sem nú hvílir á eins og mara á heimilum atvinnuleysingj- anna. Krossgáta 29. wrjz'm -%=■!= lárétt: 1 framhandleggir — 4 gerði sokk — 5 svefn — 7 egnd 9 umsjá — 10 skel — 11 hinkr 13 ná í — 15 afa — 16 dvalir. Lóðrétt: 1 af — 2 egg — 3 ríkisdalur — 4 ekki vant — 6 kvaða — 7 fugl — 8 verk — 12 amboð — 14 veizla — 15 tímabil. Lausn 28. krossgátu. lárétt: 1 staurar — 7 er — 8 moða — 9 fúl — 11 kaf — 12 út — 14 la — 15 ósúr — 17 æð 18 nám — 20 farinna. lóðrétt: 1 sefa — 2 trú — 3 úr 4 rok — 5 aðal — 6 rafal — 10 lús — 13 túni — 15 óða — 16 rán — 17 æf — 19 mn. RINN Jír opinn kl. '1—7 dagl. Sími 2564. 102. DAGUR metið í þröngum og lítilsigldum hópi, og líta að öðru leyti á lífið gegnum gleraugu trúar og ofst.ækis. Og þegar Róberta var orðin nátengd þessu heimiþ fann hún fljótlega, að þröngsýni og hleypidómar voru þar allsráðandi — og hún minntist margra, svipaðra heimila í Bíltz. Og New- tonshjónin og þeirra líkar álitu lífernj sitt hið eina rétta. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að breyta út af því. Sá sem vann verksmiðjustörf átti að fylgja siðum og venjum hins sann- trúaða verkamanns. Og á hverjum morgni varð hún því að setj- ast að heldur fábrotnu morgunverðarborði á heimili Newton- hjónanna og reyna að fá sig rnetta, ásamt Grace og tveim öðr- i'm stúlkum á svipuðum aldri — Opal Feliss og Olive Pope — sem unnu í Granston körfugerðinni. Og þarna var einnig ungur rafvirki, Fred Shurlock að nafni, sem var starfsmaður við raf- veitu bæjarins. Og að morgunverðinum loknum tók hún þátt í hinni miklu skrúðgöngu sem dag eftir dag hélt til verksmiðj- anna handan við ána. Fyrir utan dyrnar mætti hún ævinlega hópi verkakvenna og verkamanna á aldur við hana, að óglejTnd- um hinum fjölmörgu gömlu og þreyttu konum, sem líktust íremur vofum en mannlegum verum og komu út úr hverju einasta húsi í nágrenninu. Og eftir því sem hópurinn varð þéttari bar meira á daðrinu milli snotrustu stúlknanna og sumra verkamannanna, sem reyndu að stofna til kunningsskap- ar í leyni eða þess sem verra var. Og sumar ungu stúlkumar flissuðu og hlógu og voru miklu frjálslegri í framkomu en þær sem hún hafði kynnzt til þessa. Hún var hneyksluð á þeim. Og á kvöldin hélt sami hópurinn sömu leið til baka frá verk- smiðjunum. Og þrátt fyrir fegurð sína, þokka og þrá, var Róberta einmana og yfirgefin af því að skapgerð hennar og uppeldi var eins og það var. En hvað það var ömurlegt að liorfa á gleðina í kringum sig og vera sjálf svo einmana. Og klukkan var alltaf farin að ganga sjö þegar hún kom heim. Og eftir kvöldverðinn var venjulega ekkert hægt að gera, nema hún og Graee íióru stundum í kvikmyndahús eða hún lét til leiðast að fara á safnaðarfund með Newtonshjónunum og Graee. En samt sem áður fannst henni breytingin til mikils batnaðar þegar hún var farin a.ð vinna hjá Clýde. Borgin var svo stór. Central Avenue var svo glæsileg með öllum verzlununum og kvikmyndahúsunum. Og tröllauknu verksmiðjumar. Og svo var herra Griffiths svo urigur, aðlaðandi, brosmildur og þægi- legur við hana. FJÓRTÁNDI KAFLI Það hafði einnig haft mikil áhrif á Clyde að hitta hana. Eft- ir hinn stutta kunningsskap við Dillard, Rítu og Zellu og hið- tilgangslausa heimboð til Griffithsfjölskyldunnar, þar sem hann var kynntrir fyrir hinum fögru stúlkum, Bellu, Sondru Finchley og Bertínu Cranston, hafðj hann verið afar einmana. Hvílíkur dýrðarheimur. En honum átti ekki að veitast sú náð aé hrær- ast í honum. En hin veika og hégómlega von hans varð þó til þess að hann einangraði sig á þennan hátt. Og hver var svo árangurinn? Var hann ekki jafn einmana og áður? Frú Peyton! Göngur hans í og úr vinnu, kinka aðeins kolli til fólks eða spjalla lauslega við það — nokkrir verzlunareigendur við Central Avenue ■ heilsuðu honum kumpánlega — og svo voru sumar verksmiðjustúlkumar, sem hann hafði ýmist engan á- huga á eða þorðj ekki að stofna til kunningsskapar við. Hvað var unnið við þetta? Hreint ekki neitt. En sú var þá bótin að hann var af Griffithsættinni og átti heimtingu á virðingu og aðdáun nanarra. En iþvílík eymdaraðstaða! Hvað átti hann að gera. Og þegar Róberta Alden var búin að kynnast starfinu og orðin kunnug öllum aðstæðum, stöðu Clydes í þjóðfélaginu, þokka hans og áhuga hans á henni, varð hún einnig áhyggju- full. Hún hafði komizt að raun um að til voru ýmiss konar bönn og forboð sem komu í veg fyrir að hún gæti nokkm sinni sýnt áhuga sinn á Clyde eða neinum öðrum sem var henni ofar í þjóðfélaginu. Því að það þótti ósæmilegt af verk- smiðjustúlkum að reyna að vekja áhuga yfirmanna sinna á sér. Trúaðar og siðprúðar stúlkur gerðu það ekki. Og brátt uppgötvaði hún að djápið á milli ríkra og fátækra í Lycurgus var óbrúanlegt. Og einnig var lagt bann við að umgangast menn og konur af erlendum uppruna — fáfrótt, auðvirðilegt, siðlaust og ó-amerískt fólk. Það var nauðsynlegt að hafa ekk- ert samneyti við það. Sömuleiðis var þetta strangtrúaða og siðavanda fólk af lægri meðalstétt, sem hún og félagar hennar töldust til — strang- iega andvígt öllum dansi, göngum á götum úti og setum á kvikmyndahúsum. Og samt var hún sjálf farin að hafa áhuga á dansi. Og hið versta var, að unga fólkið í söfnuðinum sem hún og Grace tilheyrðu, leit alls ekki á Róbertu og Graee sem lafningja, því að það kom yfirleitt frá efnameiri heimilum. Og eftir nokkra vikna göngu í kirkju og á safnpðarfundi voru þær enn í sömu sporum cg í upphafi — þeim var veitt viðtaka, en þó fengu þær engan aðgang að þeim skemmtunum og dægra- styttingum sem hið efnaðra fólk tók þátt í. Og þegar Róberta var búin að hitta Clyde og var farin að gera sér hugmyndir um hinn dýrlega heim, sem hún hélt að hann hrærðist í og hafði auk þess hrifizt af fasi hans og fram- komu, smitaðist hún einnig af metnaðargirnd hans og eirðar- leysi. Og á hverjum degi á leið sinni í verksmiðjuna fann hún að augu hans hvíldu á henni, róleg og rannsakandi og þó hik- andi. Og hún fann líka að harin var á báðum áttum og óttað- ist að hún myndi taka honiun illa ef hann reyndi að nálgast bana. En éftir fyrsta hálfa mánuðinn óskaði hún þess þó iðu- lega að hann ávarpaði liana — að hann stigi fyrsta sporið — og þess á milli að hann skyldi ekki láta sér detta það í hug. — Það væri ihræðilegt og ósæmandi. Hinar stúlkumar tækju strax eftir því. Og af því að þeim var öllum ljóst að hann var hátt yfir þær hafinn, þá tækju þær strax eftir því ef hann breytti út af venju sinni við hana og legðu ákveðinn skilning í það. Og hún vissi að stúlkur eins' og þær sem unnu í Griffiths verksmiðjunni teldu það stafa af lausung af hennar hálfu. En Clyde var að hugsa um þær reglur sem Gilbert hafði sett honum. Og þótt hann hefði af þeim ástæðum ekki veitt verksmiðjustúlkunum neina athygli fram að þessu né gert upp á milli þeirra, þá hætti honum nú ósjálfrátt við að ganga að —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —0O0— —0O0—- BARNASAGAN Bakkabræður 1. DAGUR Á bæ þeim, sem á Bakka heitir, í Svarfaðardal,*’ bjó bóndi einn fyrir löngu. Hann átti þrjá sonu: Gísla, Eirík og Helga; voru þeir orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör þeirra mjög í fiásögu færð, þó fæst þeirra verði hér talin. Einu sinni, þegar þeir bræður voru vel á legg komnir, reru þeir á sjó með föður sínum til fiski- dráttar. Varð þá karli svo snögglega illt, að hann lagðist fyrir. Þeir höfðu haft með sér blöndukút á sjóinn, og kallaði karl til sona sinna, þegar stund var liðin, og bað þá um kútinn. Þá segir einn þeirra: „Gísli-Eiríkur-Helgi” (því svo voru þeir allajafna vanir að segja, þegar einhver þeirra tal- aði til annars, af því þeir vissu aðeins, áð þessi voru nöfn þeirra allra), „faðir vor kallar kútinn." Þá segir annar: „Gísli-Eiríkur-Helgi, faðir vor kall- ar kútinn;" allt eins sagði hinn þriðji, og á þessu voru þeir að stagast, þangað til karlinn var dauð- ur, því enginn þeirra sk.ildi, hvað karlinn vildi kútnum. Síðan er það haft fyrir máltæki, að sá „kalli kútinn", sem er að deyja. Eftir þetta héldu þeir bræður til landá, bjuggu um lík karls og bundu það upp á brúna meri, sem hann átti, ráku hana síðan á stað og létu hana ráða, hvert hún færi, því þeir sögðu hún gamla Brúnka mundi rata. Seinna fundu þeir Brúnku berbakaða óg bandlausa í hög- um sínum og vissu þá, að hún hafði ratað, en ekki skyggndust þeir neitt eftir því, hvað hún hefði gert ,af karlinum. Þeir bræður bjuggu eftir föður sinn á Bakka og voru kenndir við bæinn og kallaðir ým- ist Bakkabræður eða Bakkaflón. Þeir eifðu Brúnku * Mun eiga að vera Bakki í Fljótum, sem ráða má af Ármanni á Alþingi. Baldvin Einarsson, sem sjálfur var úr Fljótum, segir þar um Sighvat sveitunga sinn: „Einginn getur sagt það um hann Sighvat, að hann sé heimskingi, og þó er sagt, að hann sé ættaður úr Fljótum í Skagafirði, sem ætíð hefur verið í munnmælum jafnað saman við Flóa að aulahætti, eins og stefið sannar: Tvær eru sveitir, Flói og Fljót, sem flestir saman jafna, o. s. frv.“ j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.