Þjóðviljinn - 20.02.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.02.1952, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20.. febrúar 1952 — 17. árgangur — 41. tölublað mi í n Ix ií 11 .ss^ii aiSs\sA-'a*a a S! a S Fiokksskélinn I kvöld kl. 8.30 heldur flokks skólinn áfram að Þórsgötu 1. Þátttakendur eru beðnir að mæta allir og á réttum tíma. Bandarísk flotastöð á íslandi eíft af verkefnum aBm'srálsins, sem kemur hingað I mars, segir handariskf bla3 Eitt af aðalverkefnum bandaríska aðmíráisins Lynde McCormick, sem boðað hefur verið að komi hingað um miðian næsta mánuð, er að koma upp bandarískum flbtastoðvum á íslandi. Frá þessu er skýrt í bandaríska vikuritinu U.S. News Bt WorM Reporl, fyrsta þessa mánaðar. Hið bandaríska blað segir að þegar Winston Churchill hafi loks fallizt á að bandarískur flotaforingj yrði skipaður yfir 8, Norðmaðurinn Hjalmar And- ersen vann í gær þriðja gull- peninginn á vetrarólympíuleikj- unum, er hann sigraði í 10.000 m skautahlaupi á 16 mín. 45,8 sek. Næstur varð Hollendingur á 17.10,6. Svig karla vanii Schneider frá Austurríki á 2 mín. en Norðmenn voru í öðru og þriðja sæti. Keppendur í svigi voru 90 og var Ásgeir Eyjólfs- son í 28. sæti. Aðrir Islending- ar kom'ust ekki í úrslit. Eftir keppnina í gær er stígatala Norðmanna 76, Aust- urríkismanna 45, Bandaríkja- manna 28,5, Finna og Hollend- iuga 24, Itala 17, Þjóðverja 16 og Svía, sem voru hæstir á síð- ustu vetrarleikum, 12,5. KNIIT HAMSTJN Norska skáldið Knut Ham- sun lézt í gær, 92 ára gamall. Hamsun ólst upp við kröpp kjör, byrjaði ungur að skrifa en bókum hans var í fyrstu dauflega tekið. Hann varð þó frægur um þrítugt og bækur hans Sultur, Pan og Viktoría marka tímamót í norskum bók- menntum. I-Iróður hans óx jafnt og þétt og 1919 fékk hann bókmenntaverðlaun Nó- bels, Hafa bækur hans verið þýddar á mál allra menningar- þjóða. Hamsun var alltaf öfgafullur einstaklingsliyggjumaður og á stríðsárunum lagði hann Quisl- ing og Þjóðverjum Jið. Var hánn hafður í haldi eftir stríð- ið og' dæmdur i fésektir. flota A-bandalagsríkjanna Norður-Atlanzhafi, hafi hann í raun og veru samþykkt að Bandaríkin tækju til óspilltra málanna við að koma sér upp flotastöðvum á lielztu eyjun- um i Atlanzhafi norðanverðu Auk íslands nefnir bl.aðið Grænland, Azoreyjar og Ber- mudaeyjar. Á öllum þessum stöðum hafa Bandaríkjarnenn þegar tryggt sér ítök með sérstökum samning.um. Um Grænland hafa þeir samið við Dani, við Portúgalsmenn um Azoreyjar og við Breta um (Bermudaeyjar. Hvað ísland varðar er gert ráð fyrir því í hernámssamn- ingnum frá í fyrravor, að Bandarikjamönnum verði af- hent ótiltekin svæði af land- inu til hersetu og undir hern- aðarmannvirki. Bendir allt til að erindi McCormieks aðmíráls hingað sé að bera fram kröf- ur bandarísku flotastjórnarinn- ar um stÖðvar á Islandi. Handteknir fyrir syngja ætt- jarSarsöngva Þjóðernissinpar í Túnis hafa tekið upp skemmdarverkabar- áttu gegn nýlendustj. Frakka. í gær var mesta skemmdarverk ið til þessa unnið, er aliir síma- staurar á fimm kílómetra kafla nálægt borginni Sousse, voru, felldir. Símasamband rofnaði milli borganna Túnis, Sousse og Sfax. Lögregla Frakka handtók í gær 34 skólanemendur í Sfax. Voru þeir í hóp 150 unglinga, sem söfnuðust samah miðsvæð- is í borginni og sungu þar ætt- jarðarsöngva. Evrópuherinn úr sögunni ágneiningui ÞjóSverja og Frakka geíur riðið A- handalaginu að iwlln — Franskir þingmenn kreijasi viðræðna við SovéSrikin í slað þýzksar hervæðingar Fréttaritari! Reuters í Lissabon segir aö þeir af fulltrú- um á fundi A-bandalagsráosins sem þangað eru komnir, dragi enga dul á áð ágreinngurinn, sem upp er risinn milli Frakklands og Vestur-Þýzkalands, kunni aö draga j þann dilk á eftir sér áö A-bandalagið líöi undir lok. Þrjátíu og þrír sjómenn héngu í gærkvöld á skut bandarísks olíufiutningasldps, sem brotn- aði í tvennt undan Cape Cod á Atlanzhafsströndinni í fyrri- nótt. Engin leið var að bjarga mönnunum fyrir hafróti. Á stefninu, sem er 15 km frá skutnum, höfðúst einnig vxð tveir menn. Fjórum hafði ver- ið bjargað þaðan en nokkrir farizt við að reyna að stökkva niður á fleka. Af öðru olíuflutningaskipí, sem einnig brotriaði í tvennt á sömii slóðum var bjargað 32 mönnum en sjö drultknuðu. LYNDE McCORMICK aðmíráll ABSH&TIÐ Kvenfélags sssíalisia verður haldin á morgun að1 Röðli og hefst kl. 8.30 s.d. Skemmtiatriði: Jóm Rafnsson segir frá dvöl simii í Sovétríkjunum. Þórbergur Þórðarson les upp. — Söngur — kaffi- drykkja — dans. Aðgörigumiðár seldir að, 1 Þórsgötu 1, kosta 17 krónur. 1 Kaffi er innifalið. Tilkynnið 'þátttöku í síma5259, 1576 ! og 7510. — Félagskonur i mega taka með sér gesti. «** Skilyrði þau, sem franska þingið hefur sett fyrir þátt- töku Frakka í Vestur-Evrópu- ! her virðast með öllu ósamrým- ‘ anleg skilyrðum vesturþýzka þingsins fyrir vésturþýzkri þátttöku. Fréttaritari brezka útvarpsins í París Segir að menn séu þar þeirrar skoðun- ar, að hugmvndin um Vestur- Evrópuher sé nú úr sögunni, að minnsta kosti í þeirri mynd, sem Pleven fyrrverandi forsæt isráðherra bar hana fram í uppliafi. • Franska þingið samþykkti í gær með 327 atkvæðum gegn 287 að heimila ríkisstjóminni að halda áfram samningum um stofnun Vestur-Evrópuhers en til að bjarga stjórninni frá falli varð Faure forsætisráð- herra að setja. fjölda varnagla í tillöguna. Þrátt fyrir þá greiddu tuttugu þingmenn sósíaldemokrata og ýmsir þing menn róttækra og íhalds- manna, atkvæði gegn stjóm- inni ásamt kommúnistum og gaullistum. Fréttaritari brezka útvarps- ins segir að hver einasti ræðu- maður, meira að segja þeir sem töluðu með stjórninni, hafi látið í ljós ótta við afleiðingar Utanríkisráðherrarnir undlr- húa náðun stríðsglœpamanna Utanríkisráöherrar Vesturveldanna hafa fallizt á kröfu vestur-þýzku stjórnarinnar um endurskoöun dóma 'yfir þýzkum stríösglæpamönnum. Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins skýrði frá því í gær, að á fundum sínum í London undanfarna daga hefðu utanríkisráðherra Vestur veldanna og Adenauer, forsæt- trúum frá Vestur-Þýzkalandi. orðið ásáttir um að isetja é laggirnar nefnd, skipaða full- trúum frá Vestur-ýÞzkalandi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum til að yfirfara mál allra þeirra stríðsglæpa- manna, sem enn eru í vörzlu Vesturveldanna. Bandaríkja- menn hafa þegar látið lausa flestalla stríðsglæpamennina á sínu hemámssvæði. Það er eitt af skilyrðum vesturþýzku stjórnarinnar fyrir þýzkri þátt- tcfku í Vestur-iEvrópuher að þýzkir stríðs'glæpamenn verði náðaðir. 1 tilkynningum ráðherranna um fundi sína segjast þeir vera ánægðir með árangurinn, en fréttaritarar segja, að Ijóst sé að ekki hafi neitt að ráði tek- izt að jafna ágreining Frakka og Þjóðverja um Vestur- Evrópuherinn. Vesturveldaráð- herrarnir fóru í gær til Lissa- bon, þar sem fundur A-banda- lagsráðsing Verftur settur i dág. þess að vopna Þjóðverja. Al- menn krafa kom fram um það að Vesturveldin gengju til samninga við Sovétríkin í stað þess að hervæða Vestur-Þýzka- land. Sósíaldemokrataforinginn Moch og Daladier, einn af for- ingjum róttækra 'újruðu sér- staklega við því að búast við að Sovétríkin myndu horfa að- gerðalaus á að þýzkum her yrði komið upp. Sósíaldemo- kratar tóku fram, að þótt- meirihluti þeirra greiddi nú at- kvæði með stjórninni, þýddi það ekkj að þeir. myndu greiða atkvæði með samningi um Vestur-Evrópuher ef hann kæmi til kasta þingsins. Samkomulag um friðarráðsfefnu í Kóreu Fulltrúar Bandaríkjamanna við vopnahlésviðræðurnar í Kóreu féllust í gær á endur- skoðaðar tillögur fulltrúa norðanmanna . um friðarráð- stefnu stjórnmálamanna eftir að vopnahlé' hefur komizt á í Kóreu. Verður þar rætt um brottflutning erlendra herja og friðarsamning en ráðstefn- an á sjálf að ákveða, hvort önnur Austur-Asíumál verða rædd. Enn er ósamkomulag um ýmis atriði varðandi fanga- skipti og eftirlit með áð vopna- hlé sé lialdið. Verkfall á togara- flotanum í nótt? Á miðnætti í nótt gengur í gildi verkfallsboðun sjó- mannafétaganna sjö á togaraflotanum ef ekki hafa náðst sámningar um kaup og hvíldartíma togarasjó- manna fyrir þann tíma. Nær verkfallið til 35 togara af 42 sem gerðir ern út frá hinum ýmsu útgerðarstóð- um landsins. Togaradeilan stendur fyrst og fremst um hið marg- rædda og þrautrökstudda réttlætismál togarasjómanna að fá 12 stunda hvíld samningsbundna á öllum veiðuín. Hafa útgerðarmenn fram að þessu neitað með öllu að uppfylla þessa sjálfsögðu kröfu sjómannanna um inann- sæmandi hvíldartíma á togarafiotanum. Flestir eða allii togararnir, sem verkfallið nær til munu nú vera á veiðum og verkfallið því ekki verða virkt fyrr en þeir hafa lokið veiðiför og komið til hafn- ar. Samningafundur hófst í gær kl. 4.30 og slóð til ld. 7.30 en þá var gefið matarhlé til kl. 10 í gærkvöld. Hófst þá fundur að nýju og stóð hann enn yfir Jiegar Þjóðvsljinn frétti siðast um miðnætti í nótt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.