Þjóðviljinn - 20.02.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1952, Blaðsíða 5
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. febrúar 1952 þióoyiuiNN Otgefandi: SameiningarfloHkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magn'ús Torfi ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja í>jóðviljans h.f. Stækkun landhelginnar Aðalblað ríkisstjórnarinnar segir frá því í áðalfrétt á forsíðu í gær að nú sé „langt komiö ákvörðunum um nýja og- stærri landhelgi“, og er í greininni skýrt áð því er virðist allnákvæmlega frá undirbúningi ríkisstjórn- arinnar áð fyrirhuguðum athöfnum í landlielgismálinu Gæti virzt sem þetta væri hálfopinber tilkynning sem láðst hefði að senda blööum stjórnarandstöðunnar, en hún virðiist raunar hafa farið svo leynt að blöö utanrík- isráöherrans, menntamálaráöherrans og atvinnumálaráö- herrans hafi ekki fengið pata af henni! Ef betur er áö gáö er þetta eitt ræfilslegasta og ábvrgöarlausasta dæmi um óheiöarlega blaöamennsku sem fyrir hefur komið á íslandi og er það ekki sízt ámælisvert vegua þess áö um jafnmikið alvönimál og hagsmunamál þjóðarinnar er um aö ræða. Fréttin í Tímanum byrjar á þessa leið. ,,I»að er nú al- talað aö innan skamms megi vænta röggsamlegra að- geröa af hálfu rikfestjórnarinnar í landhelgismálinu og veröi landhelgin færð út á grundvelli Haagdómstólsins eins og frekast er hægt án þess aö óttast þurfi aö ákvörö- un íríendinga verði hnekkt.“ Menn taki eftir því aö það er aöalblað ríkisstjórnarinnar sem talar og er að fjalla um mál sem mikil leynd hefur veriö höfö um. Sjálfsagt þykir það heldur ótrúlegt að Tíminn taki fregn um þau mál eftir slúðursögu, sbr. „altalaö er“, heldur munu menn álvkta aö forsætisráöherra, Iandbúnaöarráðherr- ann og fjármálaráðherrann hafi lekið þessum upplýs- ingum í ritstjóra Tímans, á sama tíma og ætlazt er til aö ekki sé rætt í blöðum um athafnir stjómarinnar í máíinu. Er þess tæpast að vænta að blöö fari áö taka nokkuvt tillit til slíks ef þannig er faríö aö af aðalblaði ríkisstjórnarinnar. Getur svo farið aö hvert blaö þyki sér heimilt að flytja hverja þá frétt sem , altöluð er“ hvernig sem á stendur. Að minnsta kosti virðist ekki á- stæða til bess að blöö stjórnarandstööunnar leggi á sig meiri hömlur í þessu tilliti en aöalbláð sjálfrar ríkis- stjórnarinnar. En hvaö sem líður þessari óbjörguleg-u afturfótafæð ingu fréttarinnar ber aö fagna því ef rétt er með fariö að væntanlegar séu „röggsamlegar aðgeröir“ af hálfu ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu. Sé réttar íslend- inga þar gætt „eins og fnekast er hægt“ þarf ekki aö óttast aö um þau mál verði ágreiningur meöal íslend- inga. Þaö veröur þá mál þjóöarinnar allrar og hún mun óskint standa aö framgangi þess. Ríkis<=tjómin mun hafa fundiö baö í haust er hún lét undan síga fyrir kröfum brezku stjórnarinnar að henni yrði ekki stætt á því aö halda áfram á sömu braut. Fáar stjórnarráðstafanir hafa vakið almennari andúð en þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar framlengdi sérréttindi brezkra fiskiskipa til veiöi innan hinnar stækkuðu landhelgi fyrir Norðurlandi er hinn alræmdi brezk-danski samningur frá 1951 féll úr gildi í haust. Ljóst verður af skrifum brezkra blaða aö þrátt fyrir Haagdóminn í deilu Norðmanna og Breta eru uppivaö- andi í Bretlandi þær tilhneigingar aö reyna enn aö varna íslendine’um réttar í landhelgismálinu. Hótunargreinar í garö íslendinga 1 því skyni aö hræöa þá frá áð gera sjálf- sagðar ráðstafanir til stækkunar landhelginnar hafa birzt jafnt í blööum íhaldsmanna og „alþýðuflokks- manna“ brezkra (svo viöhaft sé vafasamt orðalag AB- blaðsins). Og þess er ekki að dyljast að margir leyni- þræðir ligjja milli íslenzks auðvalds og brszks, þaö hef- ur sannazt áþreifanlega í sögu undanfarandi áratuga. íslendingar þurfa áreiöanlega aö vera vel á veröi til að tryggja aö þær ákvaröanir sem gerðar veröa í landhelgis- málinu verði nógu „röggsamlegar“, og ekki síður hitt að framkvæmdin veröi ekki. götótt. Hverjum íslenzkum stjói-nmálamanni þarf áö verða það ljóst að undanhald eöa hálfvelgja í landlielgismálinu verði honum og flokki hans dýrt, svo dýrt aö ekki verði út í slíkt lagt. G A T A N : Niður fastur einn sá er, ærið víða fer hann, hefur auð á homum sér, en höfuð ekkert ber hann. Ráðning síðustu gátu: BÓK. NÚ EK búið að velja stað fyrir nýja menntaskóla- byggingu, og eru menn ekki á eitt sáttir um hversu staðar- valið hafi tekizt, t. d. hefur Einar Magnússon skrifað grein og gagnrýnt það harðlega. Trú- lega verður því þó ekki breytt úr þessu. Hins vegar tekur nú við nýtt vandamál, teikning skólans og skipulag allt, og veltur á miklu að vel takist. Er vart að efa að arkítektar okkar fái tækifæri til að spreyta sig innbyrðis við tillögur, þannig að kostur verði á því að lokum i að velja það sem bezt 'NjL' er og hagkvæmast. r' Gamli menntaskólinn dugði á aðra öld, og dugði að mörgu leyti vel, ög eflaust á sá nýi einnig að sjá mörgum kynslóðum fyrir fræðslu, sem hlýtur að mótast að verulegu leyti af því hversu vel tekst til um gerð bygging- arinnar. • FRÉTTIRNAR í morg- unútvarpinu gætu oi-ðið „merki- legt rannsóknarefni“, einsog Vilhjálmur Þ. segir. — Þessar fréttir eru auðheyrilega ekki lesnar í sama skilningi og aðr- ar útvarpsfréttir, heldur miklu framur sagðar. Oft er auðfund- ið, að maðurinn getur ekki rétt vel komizt framúr þeim punkt- um sem hann kann að hafa tekið saman á blöð; stundum er jafnvel einsog haim sé búinn að týna öllum blöðunum og far- inn að „impróvísera“. — Fyrir kemur einnig, að löng og spenn- andi þögn verður alltíeinu þegar komið er útí miðja frétt, þá segir hlustandinn við sjálfan sig: „Nú er hann að velta því fyrir sér, hvernig eigi að láta þessi ósköp enda“. • SÖMULEIMS eru dæmi um, að þulurinn tilkynni það klukkan hálfníu, afsakanalaust einsog hvern annan sjálfsagðan hlut, „að í þetta sinn verði morgunfréttir lesnar nokkru síðár en venjulega". Og þá hugsar hlustandinn með sjálf- lun sér: „Nú trúi ég maðurinn sé að undirbúa eitthvað óvenju- legt, stórt og mikið“. En sú til- gáta reynist sjaldan rétt. Þó ér kannski ekki örgrannt um, að í þau skiptin komi maðurinn með nokkru nánari upplýsingar en endranær um þokuna í London, snjóþyngslin á Skot- landi, og rigninguna á Hjalt- landseyjum. • EN, ENGIN regla án undantekningar, Stundum ger- ast þau undur (seinast í gær- morgun), að maðurinn flýtir sér einhver reiðinnar ósköp, og bað svo, að ekki eru aðrir inen' hraðmælskari í útvarp. Þ finnst mér alltaf, að hann þurfi að hitta mann útí bæ og sé þannig, þegar öllu er r botninn hvolft, mjög frábitinr því að láta bíða eftir sér. ANNARS máttu ekk' misskilja þessar aðfinnslur mín ar, og halda að þær stafi af einhverri sérstakri óvild í gar' mannsins. I rauninni eru þetta engar aðfinnslur. Því vittu bar' til; þegar þú ferð að venjas' þessu mjög svo lausbundnr. formi á fréttaflutningi manns- ins, þessu blessunarlega til- gerðarleysi, þessu heimilislega undirbúningsleysi, þá vaknarðu upp við það einn morgun, að þér er farið að þykja vænt um hann. — Því að þegar öll kurl koma tilgrafar, þá er það ó- neitanlega nokkurs virði, að til skuli þó vera einn maður sem hefur hugrekki til að fara sínar eigin leiðir og geispa í útvarp. • GAMALL sjómaður hringdi til mín í gærmorgun útaf athugasemdum sem hér birtust um m’smæli í útvarpinii, og sagði: „Ég er hræddur um að ýmsir viti meira um sjó- mannamál en austfirzkar konur og Bæjarpósturinn. Það er sem sé til sérstök flík sem við sjó- mennirnir köllum búilu. Þetta er úlpa, víð r.okkuð, líkist frönsku úlpunum svokölluðu." ★ Úr Skarðsárannál (1642): Þann 20. Febrúarii hljóp snjó- flóð á Reynivöllum í Kjós, sem burttók hey mestöli úr grarðinum, og braut hlöðuna og fjósið og drap 13 naut, en tvö komust af, og bar grjót á túnin og skemmdi þau. Á sama degi hljóp og á Þor- láksstaði, svo flytja varð bæinn um vorið, og einniun hljóp á Hui-ðarbak, svo peningi varð hætt. ítem hljóp mjög hætt snjóflóð á Tindsstaði á Kjalarnesi. Fastir liðir eins \ V\. og venjulega. 18.00 f Frönskukennsla I. í fl. — 19 00 Þýzku- 7 \ \ kennsla II. fl. 19.25 Tónleikar: Óperu- lög. 20.30 Erindi: Fyrsta íslenzka samvinnufélagið 70 ára (Karl Kristjánsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálm- ur nr. 9. 22.20 Ferðin til Eldorado, saga eftir E.D. Biggers (Andrés KristjánSson biaðam.). — XIII. 22.40 Tónleikar: Ella Fitzgerald o. fl. syngja. (pl.). 23.10 Dagskrárlok. I.aíknavai'ðstofíui Austurbæjai'- skóianum. Sími 5030. Kvöldvörður: Ragnar Sigurðsson. Næturvörður: Guömundur Eyjólfsson. Næturvarzia í Laugavegsapóteki. — Sími 1618. Nú ætlar Bi'etliin að fara að kjarnyrkja x Ástralíu. Tíminn seg- lr í gæi' að það hafi „verið tilkynnt að hvorki menn né dýr verði höfð til tiirauna í sambandi við spreng- inguná". Mikið eiga kengúrurnar að þakka Konunglega Dýravernd- unarfélaginu Brezka. Spegillinn, febrú- arhefti þessa ár- gangs, er nýkom- inn út. Er hann að venju fullur af ýmis lconar efni: ljóðum, greinum og myndum — og gamansemi. Þess má geta, tjl skýringar á vinsældum Spegilsins, að hann nefnist í undirtitii Sam- vizkubit þjóðarinnar. Miðvikudagur 20. febrúar 51. dagur ársins. — Tungl lægst á lofti; í hásuðri kl. 7.53. — Sólar- upprás kl. 8.10. Sólarlag kl. 17.15. — Árdegisflóð kl. 12.55. Skipaútgerð ríkisins: Hekla á að fara frá Rvík á morg- un vestur um land í hringferð. Skjaldbreið átti að fara frá Rvík í gærkvöld til Skagafjarðan- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er notð- anlands. Oddur er á Austfjöx-ðum á norðurleið. Jöklar h.f.: Vatnajökull er í Haifa; fer það- an væntan'ega á moi-gun áleiðis til Valencia á Spáni. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell losar kol fyrir Norð- Vesturlandi. Arnarfell átti að fara frá London i gær, áleiðis til Vest. mannaeyja. Jökulfell lestar freð- fisk fyrir Norðurlandi. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Hull 16.2. fer þaðan til Reykjavíkur. Detti- foss kom til Reykjavíkur 16.2. frá Gautaborg. Goðafoss kom til N. Y. 16.2. frá Rvík. GuJlfoss *kom ttil Leith í gærmorgun, fór þaðan í gær til Kaupmannahafnar. Lag- arfoss er í Antverpen, fer þ'aðan til Hamborgar, Belfast og Rvíkur. Selfoss kom til Rvíkur 18.2. frá Akureyri. Tröllafoss kom tii Rvík- úr 12.2. ^rá N.Y. Flugfélag Islands: 1 dag verður fiogið til Akur- eyrar. Á morgun er fyrirhugað að fljúga til Akureyrar, Kirkju- bæjarklausturs, Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar. Hjónunum Gógó Steindórsdóttur og Sigurgeiri Guðjóns syni, Grettisg. 31, fæddist 16 marka dóttir 10. þ. m. UmræSufundur um nútímalist á vegum Listvinasalarins verður í kvöld l'J. 8.30 í Listamannaskál- anum við Austurvöll. Styrktarféiögum og myndlist- ármönnum heimill aðgangur og öðrum eftir því sem húsrúm leyf- ir. 1 fyrri grein var lýst hvern- ig ástatt væri í Egyptalandi eftir 70 ára brezka yfirstjórn og nokkur þekking á þeim að stæðum er nauðsynleg til að skilja atburðina þar eystra En hagsmunir Breta þar eru margháttaðir. Að sjálfsögðu er það mikilvægt fjárhags legt atriði fyrir Breta að tryggja yfirráð sín í Egypta- landi og halda áfram að arð- ræna íbúa þess. Það er talið að bein f járfesting Breta í land- inu nemi 400 milljónum sterl- ingspunda eða upp undir 20.000 milljónum íslenzkra króna. Bretar ráða yfir öllu bankakerfinu, þaú á meðal þjóðbankanum, einnig trygg- ingaf élögunum, f lutningakerf- inu, olíulindunum, verulegum hluta iðnaðarins o. s. frv. En þama kemur meira til en beinir f járhagslegir hags- munir. Samgöngukerfið um Afríku alla á upptök sín í Egyptalandi, og ekki aðeins Afríku, því Súesskurðurinn er meginundirstaðan að yfirráð- um Breta og annarra Vestur- Evrópuþjóða í Asíu. Súesskurðurinn er óhemju- legt gróðafyrirtæki. Af hverju skipi sem um skurðinn fer er tekinn 8 shillinga skattur af hverju vörutonni og hverjum farþega. Bygging Súesskurð- arins kostaði 400 milljónir gullfranka — og líf 20.000 verkamanna sem létust af vinnunni við hann — en á ár- unum 1870—1930 varð gróð- inn af skurðinum 3 (4 þúsund milljónir gullfranka, og bróð- urparturin’n rann til brezka heimsveldisins. En þessi gróði er þó ekki aðalatriðið. Um Súesskurðinn hefur auðæfum nýlendnanna í Asíu verið dælt áratugum saman. 1 því sam- bandi er það athyglisverð stað- reynd að árið 1950 voru flutt um skurðinn 60(4 milljón tonna í áttina til Evrópu en aðeins 12 milljónir tonna frá Evrópu til Asíu. Og samgöng- urnar um skurðinn stytta ferðalag á sjó milli Bombay og Lundúna um 24 daga. Auk þessa kemur hið geysi- lega hernaðargildi skurðarins. Um hann voru t. d. flutt 47(4 milljón tonna af olíu árið 1950, en það er eitt mikilvæg- EGYPTALAND Vöxfur alþýðusamfakanna og þjóðfrelsisbaráttan asta hemaðarhráefnið, og var sá flutningur 70% af umferð- inni til Evrópu það árið. ★ Enda þótt Bretar séu talinn aðalaðili að átökunum í Egyptalandi, eru Bandaríkin að verða jafnrétthár hluthafi. Fi’elsisbarátta egypzku þjóö arinnar er ekki aðeins hættu- leg brezka heimsveldinu, held- ur öllu vígbúnaðarkerfi Vest- urveldanna. Og Bandaríkin hafa þegar tryggt sér veruleg ítök í Egyptalandi við hlið Breta. 5. maí í fyrra skrifaði egypzka stjórnin imdir samn- ing um „aðstoð Bandaríkj- anna við frumstæðar þjóðir" eins og hann er svo fagurlega nefndur. Samkvæmt þeim samningi hafa Bandaijikin heimild til að senda til Egypta- lands sérfræðinga sína til að gera áætlanir um hagnýtingu auðlinda landsins og greiða götu fyrir bandarískri fjár- festingu þar. Með þessu móti hafa Bandaríkin þegar náð nánum tengslum við egypzku yfirstéttina, einkum hina aft- urhaldssömu landeigendm’, og hafa þau tengsl átt mikinn þátt í atburðum þeim sem gerzt hafa í Egyptalandi síð- ustu vikurnar. I langri og erfiðri baráttu hafa alþýðuhreyfingar Egyptalands mótazt og þrozk- azt, þótt frelsisbaráttan hafi æ ofan í æ verið svikin af ráðamönnum þjóðarinnar. Allt til þessa hafa Bretar get- að haldið völdum sínum með samningum á samninga ofan; málamiðlun eftir málamiðlim, sem hafa breytt ytri formum hernámsins en aldrei raskað yfirráðunum sjálfum. Með samningnum frá 1936, sem sagt var upp í haust, var lýst yfir „sjálfstæði" Egypta- lands. En það sjálfstæði var aldrei annað en nafnið tómt, samkvæmt samningnum •höfðu Bretar yfirstjórn flug- mála og allra annarra sam- gangna, Egyptum var bannað að gera samninga við nokkra aðra þjóð án samþykkis Breta,. egypzki herinn var undir brezkri yfirstjóm og Bretum var heimilað að hafa hernámslið, allt að 10.000 manns á Súessvæðinu, en sú tala var raunar komin upp í 150.000 í desember s.l. Þó var SiSari grein þessi samningur árangur harðrar baráttu og mikilla vona, og hann kenndi egypzk- um almenningi enn þá dýru lexíu að samningar við Breta eru,ekki pappírsins virði sem þeir eru skráðir á. Hann kenndi almenningi einnig að innlenda yfirstéttin var um- fram allt hrædd við þjóð sína og teldi sér nauðsynlegt ör- yggi að hafa brezka yfirstjórn í landinu. ★ Fyrsta verkalýðsfélagið var stofnað í Egyptalandi árið Miðvikudagur 20. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJINN-----(5 BREZKUR SKRIÐDREKI MEÐ DRÁPSTÓLIN TILTÆK EKUR EFTIR GÓTU I ISMAILIA 1903, félag tóbaksiðnaðar- manna. Árið 1909 var svo stofnað félag ökumanna og einnig var reynt að koma upp alþýðusambandi sem tæki til stærstu borganna, en það mis- tókst. Það var þó ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina fyrri að verkalýðshreyfingunni óx verulega fiskur um hrygg. Verkalýðsfélögin höfðu verið leýst upp með ofbeldiá styrj- aldarámnum, en voru nú skipulögð á ný þrátt fyrir bann og blóðug átök. Upp úr því varð andstaðan gegn Bret- um svo mögnuð að árið 3922 var Egyptum heimiluð sér- stök stjómarskrá. Þessi sigur varð í fyrstu mikið fagnaðarefni en al- menningur komst brátt að raun um að breytingin var aðeins í orði. Þær efnahags- legu og félagslegu kröfur sem alþýðan hafði bariztogfómaö fyrir vom í engu uppfylltar, þrátt fyrir gefin loforð. Þriggja daga allsherjarverk- fall var leyst upp með blóð- baði, kommúnistaflokkurinn var bannaður og hefur verið það síðan, nýstofnað alþýðu- samband var leyst upp og fangelsi öll yfirfyllt. Síðan kom tímabil stöðugra átaka sem urðu æ harðvlt- ugri; ein ríkisstjórnin rak aðra og allar beindu þær orku sinni að því að brjóta niður alþýðusamtökin með aðstoð Breta. Stjórnarskráin var aft- ur numin úr gildi og önnur afturhaldssamari sett í stað- inn, stofnuð voru gerviverka- lýðsfélög o. s. frv. ★ En þrátt fyrir allt þetta héldu verkalýðssamtökin á- Framhald á 7. síðu. REYKJA ÞÆTTI Þörf skjófra úrbóta í atvinnumálunum Barátta verkalýðssamtak- anna í bænum fyrir úr- bótum á því alvarlega atvinnu- leysi sem hér ríkir og er búið að vera í síauknum mæli frá því snemma á liðnu hausti, lief- ur því miður eklij borið þann árangur, sem við hefði mátt bú- ast, þegar við blasa hinar hörmulegu staðreyndir. Það verður ekki með neinni sann- girni sagt að verkalýðssamtök- in hafi ekki sýnt fulla viðleitni til að móta starf sitt með það fyrir augum að atvinnuvanda- málin mætti leysa með arðbær- um árangri fyrir alla aðila. Á ég þar við að sú vinna sem til væri stofnað, eða önnur sem uér skjátlast, svaraði Hodsja Nasreddín. Það kom ekkert hestinum við. Húsbóndi þinn spurði, livort ég vildi eijfnast þrjú- hundruð silfurskildinga, og auðvitað vildi .ég -.það ;gja.rnan. En fyrst ákvað hann aS sannprófa lítillaíti mitt og heiðarleik. Hann sagöi: „Ég' spyr þig ekki hver á þetta hross eða hvajjan það er komið“, til þess að kanna hvort ég glæptist ekki á að kalla mig eiga.nda hestsins í yfiriæti mínu. Ég þagði. Þá sagði hann að sííkur hestur væri of fallegur hana iriér, og ég féllst á ‘ ----------------------------- Því næst sa.gði hann að ég mýndi haía. fundið eitthvað á leið minni sem hægt væri að skipta í peninga, óg átti þar við þann trúajá-huga og trúai'íestu sem ég' þafði tileinkað mér méð feiðaJögum niíril- um tii hiriná hclgu staða. ■ Fyrif aJlt þetta veitti hann mér verðlaun til þess að auðvelda sér leið til paradísar með göfugu verki. 1 fyrstu bæn minni mun ég skýra AJlah frá góðverlu liúsbónda þíns, svo að Allah hafi nægilegt ráðrúm til að gréiða götu hans til .paradisar. . væri aukin, væri frá þjóöhags- legu sjónarmiði jákvæð. Með iþetta sjónai-mið fyrir augum hefur verið lögð í það megináherzla að Reykja- víkurtogararnir lönduðu afla sínum til vinnslu liér í bæ. Það er skoðun okkar sem starfao höfum að þessum málum, að e: svo hefðj verið gert, ef öll fisi:- vinnsluliús bæjarins liefðu haft næg verkefni, þá m\mdi mjög betur horfa í atvihnumálum verkamanna og kvenna hér í bæ en nú er. En fæsturn tillögum verka- lýðssamtakanna hefur.. veri' sinnt, —- ástandið hefur versn- að, atvinnuleysið aukizt hröðurr skrefum, en úrbætur valdhaf- anna hafa ekki birzt, aðeihs mismunandi leiðir fundnar upp til að svæfa allar i rcfur át- vinnuleysingjanua, eða lirein- lega vísa þeim á bug. Iallan vetur hafa bæjar- fulltrúar Sósíalistaflokks- ins og Alþýðuflokksins flutt hinar sameiginlegu kröfur verk- lýðssamtakanná inn í bæjar- stjórn, en án nokkurs veruíegs árangur-j annars en þes-, að fjölgað var um 50 menn í bæj- arvinnunni og nokkrum fiski landað. Það atvikaðist þannig að það féll í minn hlut að flytja hinar síendurteknu kröfur um atvinnuúrbætur í bænum inn á síðasta bæiarstjómarfund á- samt Magnúsi Ástmarssyni. Við tókmn þar saman í eina til- lögu allar þær helztu kröfur sem atvinuuleysisbai’áttan síð- ustu vikúmar hefup mióazt við að fá framgengt: „Vegna hins hraðvaxandi og aivarlega atvinnuleysis í bænum ákveður bæjarstjórn- in eftirfarandi: 1. Að fjölga nú þegar í bæjarvInmuiKi um a. m. k. 200 inar-ns. 2. AC fcla bæjarráði og borgarstjóra að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstai- anir til þess að sMp bæjar- útgerðarinnar geti lagt upp afla shm bér til vinnslu og verkunar. Jafnframt felur bæjar- stjém bæjarráði og borgar- stjóra að ganga nú þegar eft?r hluta Reýkjavílmr af því fjögurra mitiijén 'króna framlag;, sem Alþingi sam- þykkti að verja til atvkmu- aukningar. í kaunstöðum og h?,uhtúhúm Iaúdsms o?í sam- þyklíir að fela- bæ.jarráði að Iieggia t’SIögur fyrir næsta bæjarstjórnarfuml u.m fram- lag af bfrijarins hálfu á móti því fé, er bmrinn f®r frá ríklnu til a'tvÍPhUHukningar.“ TiIIagá ókkar hláut sömu af- ■ greiðslu og pllar aðrar tillog- iir minnihlutaflokkanna um sömu mál (og raunar öll mál): vísað til bæjarráðs, það er raátinn, og áframhaldið: lagðar þar fram og varla ræddar. 'illitsleysi bæjarstjórnar- meirihlutans . gagnvart minnihlutaflo'xkunum í bæjar- stjóm, og þar með gagn\mrt því fólki sem falið hefur þeim málsvörn sína.þar, er Ijós vott-\ ur iþeirrar nauðsynjar sem á bví er að núverandj bæjar- stiórnarmeirihluti verði leystu r -llt_4?. . ^ ,-I r.4-í Am.. T3rlrín _

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.