Þjóðviljinn - 21.02.1952, Síða 1
Fimmtudagur 21. febrúar 1952 — 17. árgangur — 42. tölublað
n
TOKUST SAMNINGAR I NOn?
Sanmingsaððjar og sáUanefndin
sátu á fundum i gær og fram á nótt
A.bandalagsfundur settur
*
með lofræðu um Franco
VILIINN
!• tr
arson kominn
Þegar Þjóðviljinn íór í prentun í nótt var ekki
annað vitað en allt sæti við það sama í samningatil-
raununum í togaradeilunni. Samninganefndir
beggja aðila voru enn á fundi seint í gærkvöld með
sáttanefndinni, en engin niðurstaða var fengin þeg-
ar síðast fréttist. Þó var ekki talið útilokað seinni
hluta dags í gær að unnt myndi að ná samkomu-
lagi. hvernig sem farið hefur í nótt. Hafi samning-
ar ekki tekizt gengur verkfallstilkynning sjómanna-
félaganna í gildi frá og með deginum í dag og nær
til 35 togara víðvegar á landinu.
Utanríkisráðherra fasistastjórnar Portúgals krefst
upptöku skoðanabróður síns í bandalagið
Æðsta ráð A-bandalagsins „varnarsamtaka hinna
frjálsu þjóða“, kom i gær saman á fund í höfuðborg
hreinræktaös fasistaríkis.
Tlf kl. 6 í gærmorgun.
Samningafundurinn sem hófst
kl. 4.30 í fyrradag stóð yfir
allt til kl. 6 i gærmorgun en
án árangurs. Voru deiluatriðin
rædd fram og aftur fyrir milli
göngu sáttasemjara. Kom enn
sem fyrr í ljós að mikið ber
í milli, þar sem útgerðarmenn
ganga svo til ekkert til móts
við hinar sanngjörnu og eðli-
legu kröfur sjómanna um
rnannsæmandi hvíld og önnur
kjaraatriði í samningum tog-
arasjómanna.
Sáttavilji sjómarma
tvímælaláus.
Það er von allra landsmanna
að ekki þurfi enn einu sinni til
þess að koma að togaraflotinn
stöðvist um lengri tíma til stór
tjóns fyrir alla aðila og þjóð-
ina í heild. Þetta vilja eigend-
ur togaranna ekki skilja og
þverskallast sem fyrr við að
verða við réttmætum kröfum
sjómanna um viðunandi kaup-
giald og hvíldartíma sem
Tvöfaldur sipr
Fiirna á 50 kut
Tveir Finnar urðu fyrstir í
50 km skíðagöngunni á vetrar-
ólympíuleikjunum í gær. Sigur
vegari var Hakulinen á þrem
klukkutímum, 33 mínútum og
83 sek. Landi hans Kulemainen
gekk á tímanum 3.38,11. í
næstu sætum voru tveir Norð-
menn. Fyrstur Islendinganna,
sem þátt tóku í göngunni, var
fvar Stefánsson, 29. í mark af
33 á 4.49,50. Jón Kristjánsson
varð 30. á 4.41.30 og Matthías
Kristjánsson 33. á 4.48.47..
Svig kvenua vann frú Lawr-
ence frá Bandaríkjunum, sem
einnig vann stórsvigið um dag-
inn. Hún náði tímanum 2.10.6
þótt hún dytti í fyrri ferðinni.
Næstar voru tvær þýzkar stúlk
ur. Jeannette Altwegg frá Bret
landi vann listskautahlaupið.
f svigi karla í fyrradag voru
87 keppendur. Þar kepptu þeir
33, sem bcztum tíma náðu í
fyrri umferð, til úrslita. Ásgeir
Eyjólfsson varð 30. i fyrri um-
ferð en 27. í báðum samanlagt.
Jón Sigurðsson varð 39. og
Stefán Kristjánsson 44.
mönnum er bjóðandi. Hitt er
jafnvíst að sjómenn skilja
nauðsyn þess að samningar
takist, sé þess nokkur kost-
ur, án þess að til stöðvunar
komi. Þeim er Ijós hver voði
er á ferðum ef þessum afkasta-
mestu fiskiskipum landsmanna
á að leggja athafnalausum við
hafnargarðana eins og nú er
ástatt. Þessvegna hafa sjó-
menn teygt sig langt til sam-
komulags í þessum samninga
tilraunum og það er því ekki
þeirra sök heldur togaraeig-
endanna ef samningar hafa
strandað í nótt og verkfall
skollið á.
Konrad Adenauer, forsætis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands,
skýrði blaðamönnum frá þessu
í Bonn í gær. Taldi hann þessa
ákvörðun einn merkasta árang-
ur fundar sins með utanríkis-
ráðherrum Vesturveldanna í
London.
Kvaðst hann álíta Vestur-
Þýzltaland. hafa fengið jafnan
rétt og önnur ríki, sem þátt
taka í hervæðingu Vesturveld-
anna. Hann gat þess að Þjó'ð-
verjum væri að vísu bannað að
framleiða kjamorkuvopn, fjar-
stýrð skeyti og tæki til sýkla-
hernaðar, en hinsvegar yrðu
engar hömlur lagðar á rann-
sóknir vesturþýzkra vísinda-
manna á þessum sviðum dráps-
tækninnar.
Adenauer skýrði frá því, að
þrír menn frá Vestur-Þýzka-
landi en einn frá hverju Vest-
Fjórtán fórast
I gær lægði veðrið við Atlanz
hafsströnd Bandaríkjanna svo
áð bjargað varð mönnunum 35,
sem höfðust við í skut og
stefni sundurkubbaðs olíuskips.
Vitað er nú að 14 menn fórust
með skipunum tveimur sem
brotnuðu sömu nóttina.
Fundinn setti Paul Cunha,
utanríkisráðherra Porúgals-
stjórnar. Sú stjórn aðhyllist
sömu skoðanir og stjórnar-
hætti og Mussolini framkvæmdi
á Italíu. Ekki aðeins verka-
lýðssinnar heldur einnig borg-
aralegir lýðræðissinnar eru
hnepptir í fangabúðir Salazars
einræðisherra.
Minningarathöfn
í bæjarstjórn
1 dag kl. 5 kemur bæjar-
stjórn Reykjavíkur saman á
fund í Kaupþingsalnum og fer
þar fram minningarathöfn um
hinn látna forseta bæjarstjórn-
arinnar, Guðmund Ásbjörns-
son. Otför Guðmundar Ás-
björnssonar fer fram á morgun
kl. 2.15 frá Dómkirkjunni.
urveldanna myndi eiga sæti í
nefndinni, sem endurskoða á
dóma yfir öllum þýzkum stríðs-
giæpamönnum. Nefndin fær
vald til að náða hvaða stríðs-
glæpamann sem er.
Adenauer sagði að vestur-
þýzka stjórnin hefði síður en
svo fallið- frá kröfu sinni um
upptöku Vestur-Þýzkalands í
A-bandalagið og því síður hefði
hún slakað á kröfum sínum til
yfirráða yfir Austur-Þýzka-
landi og vesturhluta Póllands.
Hervæðingar-
áætlun Breta
stenzt ekki
Churchill skýrði brezka þing-
inu frá því í gær, að ókleift
hefði reynzt að halda hervæð-
ingaráætlunina, sem stjórn
Verkamannaflokksins samdi.
Hervæðing sú, sem ákveðið
hafði verið að framkvæma á
iþrem árum, myndi taka mun
lengri tíma. Tíundi hluti her-
væðingarfjárins á fjárhagsár-
inu, sem er að ljúka, er óeydd-
ur 'vegha hráefnaskorts.
Ræða Cunha var að mestu
lofgerð um fasistastjórnina á
Spáni og Franco, einræðis-
herrann, sem þar brauzt til
valda með aðstoð Hitlers og
Mussolinis. Ráðherrann kvað
það fáránlegt að útiloka
Franco-Spán lengur frá aðild
að A-bandalaginu.
Þegar þessi lýðræðishetja
hafði lokið máli sinu tóku
starfsbræður hans frá ðrum A-
bandalagslöndum til máls. Á
opinberum fundi töluðu Pear-
son frá Canda, Acheson frá
Bandaríkjunum og Lange frá
Noregi. Aeheson sagði, að A-
bandalagsþjóðirnar yrðu að
reyna á ýtrustu krafta til að
framkvæma hervæðinguna.
Þar ættu þær erfiðasta kafl-
ann ófarinn.
Krefja Aehe-
son sagna
Fulltrúadeild Bandaríkja-
þings samþykkti í gær með 189
atkv. gegn 143 tillögu republik-
ana eins um að krefjast þess
að stjórnin geri grein fyrir því
hverjar ákvarðanir hafi verið
teknar í viðræðum Churchills
og Trumans í fyrra mánuði.
Utanríkisráðuneytið hafði full-
vissað þingmenn um að engar
ákvarðanir hefðu verið teknar
á ráðstefnunni en þingmenn
neituðu að taka ráðuneytið trú-
anlegt.
Blóðugar
kosniitgar í
Libyw
Tugir manna hafa fallið og
særzt í Libyu, er lögregla hef-
ur verið látih skjóta á kosn-
ingafundi og hópgöngur stjórn-
arandstæðinga, en fyrstu kosn-
ingarnar í þessu nýstofnaða
konungsríki standa nú fyrir
dyrum. Krafa stjórnarandstæð-
inga er að Bretum, Frökkum
og Bandaríkjamönnum verði
vísað á brott úr herstöðvum
þeim, sem þeir hafa nú í Libyu
Skíðaíerð
Farið verður
í skálann n.
k. laugardag
kl. 6. Skrifið
ykkur á list-
ann í skrif-
stofunni — Símj 7510.
Sigfús Sigurhjartarson kom
heim í gærkvöld með Drottn-
ingunni, sem lagðist upp að
hafnarbakkanum kl. 8.30 eftir
allstranga ferð frá Færeyjum.
Hafði skipið hreppt versta veð-
ur og var 15 klukkustundum
lengur frá Færeyjum til Rvík-
ur en að venju.
Sigfús lét prýðilega af för
sinni og dvöl í Ráðstjórnar-
ríkjunum. 1 nafni hinna mörgu
vina og samherja Sigfúsar býð-
ur Þjóðviljinn hann velkominn
heim.
Danskt lán til Sjóvinnu-
bankans
Rytter verzlunarmálaráðherra
skýrði danska þinginu frá því
i gær, að stjórnin hefði ákveð-
ið að lána tólf millj. danskra
króna til að koma Sjóvinnu-
bankanum í Færeyjum á réttan
kjöl.____________________
Þingitiaður villti á
sér heimildir
Einn af þingmönnum nýnaz-
istaflokksins Sozialistische
Reichspartei var hadtekinn í
gær í þinghúsinu í Bonn, höf-
uðborg Vestur-Þýzkalands. Er
þingmaðurinn, sem kallaði sig
Richter, sakaður um að hafa
tekið upp falsað nafn til að
leyna því að hann hafi verið
háttsettur nazistaforingi í
Saxlandi.
Enginn árangur
Enginn árangur varð af vopna
hlésviðræðunum í Kóreu í gær.
Bandarísku fulltrúarnir þver-
tóku enn einu sinni fyrir að
fallast á að Sovétríkin yrðu
eitt þeirra ríkja, sem be'ðin
yrðu að senda menn til að hafa
eftirlit með að vopnahléssamn-
ingur yrði haldinn.
Kennslumálaráðherra Júgó-
slavíu hefur tilkynnt, að að-
skilnaður ríkis ■ og kirkju verði
framkvæmdur til fulls með þ*í
að leggja niður guðfræðideildir
við alla. háskóla iandsins.
| ARSHATtÐ '
í Kveniélags sósíalista (
) verður haldin í kvöld að (
) Röðli og hefst kl. 8.30 s.d. )
( Skemmtiatriði: }
( Jón Rafnsson segir frá )
( dvöl sinni í Sovétríkjunum. (
) Þórbergur Þórðarson les (
) upp. — Söngur — kal'fi- (
/ drykkja — dans. )
( Aðgöngumiðar seldir að)
( Þórsgötu 1, kosta 17 krónur. )
) Kaffi er innifalið. Tilkynnið (
) þátttöku í síma 5259, 1576 (
) og 7510. — Félagskonur (
( mega. taka með sér gesti. )
Hergagnaframleiðsla í Vest-
ur-Þýzkalandí samþykkt
Vesturveldin heimila Þjóðverjum að íást við kjarn-
orkuhernað, íjarstýrð skeyti og sýklahernað
Vesturveldin hafa ákveðið að heimila endurreisn her-
gagnaiðnaðarins í Vestur-Þýzkalandi.