Þjóðviljinn - 28.02.1952, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 28.02.1952, Qupperneq 5
4) — ÞJÓÐVIL.JINN — Pimmtudagur 28. febrúar 1952 ---— þJÓOVIUINN Útgefandl: SamelnlngarflokJtur alþýðu — Sóaíalistaflokhurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson <áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjóri: Jón Bjarnaaon. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavörðustig 1». — Síml 7600 <3 línur). Askriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja I’jóðviljans h.f. -------------——---------y í þjénustu einkabrasksins Sú spurning- er nú á allra vörum hvort nokkrum for- ríkum útgerðarstórlöxum Sjálfstæðisflokksins eigi aö tak ast þaö áfoim sitt að stöðva um lengri tíma meginhlutann af togaraflota landsmanna. Og það er ekki undarlegt þótt spurt sé, svo mikið sem í húfii er fyrir vinnandi fólk, bæjarfélögin flest og þjóðina í heild. Fjandskapur útgerðarstórlaxanna við sjómenn, og and- stáða þeirra gegn tímabærum og réttmætum kröfum sjómanna um mannsæmandi hvíldartíma á togaraflot- anum og aðrar nauðsynlegar lagfæringar á kaupi og kjör- um, leiddi til þess s.l. föstudagsnótt að upp úr samning- um islitnaði, og engar tilraunir gerðar til sátta fyrr en loks í gærkvöld. A. m. k. tveir togarar eru þegar bundn- ir við landíesta.r vegna verkfallsins og vfirvofandi stöðv- un 33 togara í viðbót næstu daga, verði ekki bundinn endir á driluna með samkomulagi við togarasjómenn. Það hefur komið greinilega í1 Ijós síðustu daga, að fyr- ir því er ört vaxandi vilji hjá mörgum bæjarútgeröum í landinu aö hindra langvarandi stöðvun togaranna með því að ganga til samkomulags við sjómenn. Þannig hef- ur Bæjarútgerð Vestmannaeyja þegar tekið upp 12 stunda hvíld á ísfiskveiðum fyrir erlendan markað, og isannað að slíkt er fært með ágætum árangri, án þess að fjölga mönnum. Bæjarútgerð Siglufjaröar hefur þegar óskað eftir samvinnu við aörar bæjarútgerðir um lausn deil- unnar og bæjarráð ísafjarðar samþykkti í fyrradag sams- konar afstöðú af sinni hálfu. Tækist einhuga samstarf allra bæjarútgerðanna og þeirra útgerðarfélaga sem bæjarfélögin eru aðiljar að. er togaradeilan auðleyst. Sameiginlega eru þessir aðilj- ar í meirihluta í samtökum togaraútgerðarmanna og geta sagt stórgróðabröskurum Sjálfstæðisflokksins fyrir verkum. Þaö er því óþarft með öllu að láta menn eins og Thorsarana og Tryggva Ófeigsson stöðva togaraflotann til stórtjóns fyrir almenning. bæjarfélögin og þjóðina alla. En til bess að hindra skemmdarverk útgerðarstór- laxanna þarf samtök allra bæjai’félaganna, ekkert þeirra má skerast úr leik, eigi að verða unnt að koma í veg fyr- ir hin skuggalegu áform útgerðarbraskaranna. Það kom í.ljós á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag, að braskarasjónarmið Thorsaranna og Tryggva Ófeigssonar eiga sér þar hauka í horni. Bæjarfulltrúar þriggja flokka, Guðmundur Vigfússon, Benedikt Gröndal cg Þórður Björnsison, báru fram tillögu um að bæjai’- stjórnin gæfi „útgerðarráði og borgarstjóra fullt og ótak- markað umboð <i:l að leita samkomulags við stjórnir ann- arra bæjarútgerða um sameiginlega afstöðu í deilunni og sameiginlegar tilraunir til tafarlausrar lausnar." Borgarstjóilnn lét l:ð sitt í bæjarstjórhinni vísa tillögunni frá. á þ;im forsendum aö með sambykkt hennar væri gerð lilraun til aö sundra samtökum útgerðarfyrirtækja í deil- unni! Með þessari afstöðu hefur bæjarstjórnaríhaldið 1 Reykja vík enn einu sinni skinað atvinnufyrirtæki, sem er eign allra bæjarbúa, við hliö einkabraskaranna í vinnudeilu og stefnt hagsmunum bæjarfélagsins í mikla hættu. íhald- ið hefur slegið á útrétta samstarfshönd annarra bæjar- félaga, sem skilja hvað er í húfji ef ekki fæst án tafar lausn á togaradeilunni. Það hefur valið þjónustuna við þrengstu einkahagsmuni Thorsaranna og annarra útgerðarbrask- ara, en hafnað samstarfi við önnur bæjarfélög, sem vilja leita samkomulags við sjómenn og tryggja hindrunarlaus- an rekstur þessara afkastamiklu framleiðslutækja. Slí'k afstaöa er ábyrgðarlaus og óverjandi og mun hljóta þung- an og verðskuldaöan dóm allra Reykvíkinga, ssm ekki vilja að bæjarútgerðin sé notuð sem peð í kaldrifjaðri ref- skák útgerðarbraskaranna gegn hagsmunum alþýðu og bæjarfélagsins í heild. íhaldið hefur sýnt sitt rétta andlit. Grímulaus þjón- usta þess við einkabraskið getur orðið reykvískum al- menningi dýrkeypt, ekki sízt þegar eins stendur á og nú. Stöðvun bæjartogaranna á tímum almenns atvinnu- ieysis og skorts er of augljóst framlag af hálfu íhaldsins i þágu útgerðarburgeisanna til þess að reykvískur almenn- ingur taki því með þögn og þolinmæði. Það mun íhaldið tá aö reyna fyrr en þaö hyggur .■•••. Fimmtudagur 28. febrúar 1952 — ÞJÓÐVILJJNN — (5 Hraðferðavagninn stanzi við Hlöðufell -— Bíl- stjórinn og snáðinn — Það er verið að „skrifa upp” „FARÞEGI“ skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. Viltu koma á framfæri við forstjóra stræt- isvagnanna ósk um, að hann láti hraðferðarvagninn sem fer í Vogana kl. 7 á morgnana koma við hjá verzl. Hlöðufelli á Langholtsvegi 89. Á þessum stað stanzar hinn venjulegi Vogavagn, en hann er alltaf yfirfullur, þarf að fara inn í Blesugróf á morgnana og hef- i ur viðkomustaði um 'JL alla Voga, Blesu- f' gróf, Sogamýri, Suð urlandsbraut, og er þar af leiðandi oft mjög seinn í bæinn, sem kemur sér illa fyr- ir þá sem eiga að mæta til vinnu kl. 7.20 eða 7.30. reglunnar. — Nú skal það við- urkennt, að þessi leikur strák- anna að hanga aftani bílum er vissulega glvarlegt mál. En er þarna farin rétta leiðin til úr- bóta á því? Er það ekki dá- lítið óviðkunnanlegt, að lögregl an skuli ef til viil ýta undir snáðana okkar að njósna um jafnaldra sína, félaga og leik- bræður? — Málið er til um- ræðu. „HINSVEGAR hefur hráðferðavagninn aðéins 5 eða 6 viðkomustaði á nefndri leið, og er oftast kominn í bæinn 10 mín. yfir 7, og virðist hann því mundi hafa mjög rúman tíma til að bæta við sig nefndri viðkomustöð í þetta eina skipti, um kl. 7 á morgnana. Við, sem búum á þessu svæði, vonumst fastlega eftir að úr þessu verði bætt, eins og hér er lagt til, svo að við komumst í tæka tíð til vinnu okkar á morgnana“. — Bréfritarinn hefur fleiri til- lögur í strætisvagnamálum, og verða þær birtar seinna. • ÁSKELL goði skrifar: „Sumir eru meiri manneskjur en aðrir. Og miklar manneskj- ur verða sem betur fer alltaf öðru hverju á vegi okkar. Ný- lega rakst ég t. d. á eina. — Lítill snáði, sem mér er ná- kominn, var á leið heim úr skóla ásamt félögum sínum. Það var einhver galsi í þeim og þeir stukku án allrar að- gæzlu út á götuna. En í sama bili kom bíll, og' rakst snáðinn, sem ég var að tala um, utan í hann. En þetta var sem bet- ur fór ekkert hættulegt, snáð- inn marðist aðeins ofurlítið á hendinni. • • „EN BÍLSTJÖRINN vildi samt ekki skilja þama við ; hann, heldur tók hann upp í bílinn til sín, og ók honum heim, alllanga leið. Og þegar heim kom, hafði tekizt mikil vinátta með þessum tveimur. Það vottaði ekki fyrir grem.iu eða ólund hjá bílstjóranum, þó að atburðurinn væri auðvitað allur sök snáðans, þvert á móti var hann blíður og vina- legur, og hafði aðeins við snáð- ann h'ýlegar fortölur um að fara nú varlega framvegis „OG I GÆR kom suáð- inn himinlifandi inn til mömmu sinnar. og tilefnið var það, að hann hafði hitt vin sinn, bíl- stjórann, útí í búð, og bílstjór- inn hafði gefið honum súkku- laði! — Ég veit ekkert hvað bílstjóri þessi heitir. Hann er alveg ókunnugur fólki snáðans. En hann er einn þeirra sem eru meiri manneskjur en al- mennt gerist. Þessvegna segi ég frá honum. — Áskell goði“. ÉG HEF NC fengið staðfestingu á því, að þetta sem vinur minn sagði um „nokkurskonar félag í bænum“ er i meginatriðum rétt. Það er á ferðinni eitthvað af „strák- um sem skrifa upp stráka sem hanga. aftaní“, og, að því er bezt verður séð, á vegum lög- Fimmtudagur 28. febrúar (Leand. er). — 59 dagur ársins. — Tungl í hásuðri kl. 15.16. — Árdegisflóð kl. 7.20. Síðdegisflóð kl. 19.40. — Lágflæði kl. 13.32. Skipadeild S.I.Si: Hvassafell fór frá Bíldudal 26. þm. áleiðis til Bremen. Arnar- fell losar sement í Faxaflóa. Jök- ulfell er í Rvik. Kíkisskip Hekla er á Austfjörðum á suð- urleið-. Skjaldbreið er væntanleg til Rvíkur í dag að vestan og norðan. Oddur var á Hornafirði í gær. Baldur fer frá Rvík í dag til Búðardals. Eimskip Brúarfoss er í Rvík. Dettifoss fer frá Siglufirði í dag til Vest- f jarða. Goðafoss f er frá New York í dag til Rvíkur. Guilfoss fór frá Khöfn. 26. þm. til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Hafnarfirði 21. þm. til New York. Reykjafoss fer frá Hamborg i dag til Belfast og Rvikur. Selfoss fór frá Bolungavík í gærmorgun til Súgandafjarðar og Flateyrar. — Tröilaf.oss fór fiá Rvík 22. þm. til New York. Flugfélag lslands Flogið í dag til: Akureyrar, Vestmannaeyja, Blönduóss, Sauð- áikróks og Austfjarða. Læknavarðstofan Austurbæjar- skólanum. Sími 5030. Kvöidvörður: Alfreð Gíslason. — Næturvörður: Kristbjörn Tryggvason. Næturvörð.ir í Reykjavikurapó- . teki. — Sími 1760. J'Hafnarfjörður og nágrenni, — Reykjanes. Frá Mæðrafélaginu Handavinnunámskeiðið hefst n. k. mánudag, 3. marz. — Upplýs- ingar i síma 3574. Tómstundakvöld kvenna er i kvöld í Aðalstræti 12 kl. 8.30. Lesið augl. í blaðinu í dag. G á t a n : Einn var settur upp á borð, innan í kviðnum lífið bar; innan í kviðnum iífið bar; . húsasól í nefinu bar. Ráðning síðustu gátu: D a 1 u r MATENO heldur aðalfund í kvöld heima hjá Þorsteini Finnbjarnar- syni, Skóiavöiðustíg 46 (efstu hæð, geng-ið inn frá Njarðargötu). HeimHisritið, 2. h. 10. árgangs. — Úr cfnisyfirliti: Að leysa þá mikln þraut, viðtal við Rúrik Haraldsson leikara. Gæfan er gáta, saga; Jón Xndiáni og Beorg Hopkins, eftir Caldwell; Susy gat svarað öllu, Láun léttúðarinnar, En Iækn- ir þó og Hús leyndardómanna — allt þýddar sögur. Ennfremur danslagatextar, getraunir, kross- gáta, Spurningar og svör Evu Adams, og sitthvað fleira, þar á meðal allmargar myndir. Leiðretting 1 frétt í gær sagði að „Fóstra" væri félag stúlkna er starfa á barnaheimilum. Hið rétta er* að' í félaginu eru aðeins stúlkur er hlotið hafa sérmenntun í barn- gæzlu, í Uppeldisskóla Sumar- gjafar eða öðrum skóltim hliðstæð- um. Úr Fitjaannál (1648). 28. Februarii burtkaliaði guð vei og kristilega þann háeðla og náð- uga herra, kong Christian 4., á 70. ári hans aidurs, þá hann hafði vel og loflega stjórnað Dan- merkur og Noregsríkjum 52 ár. S.l. laugardag voru gefin sam- S an I hjónaband ’-af sér Jakobi Jónssyni Steina Guðrún Guð- mundsdóttir, Barónsstíg 30, og Baldvin Haraldsson, múrari frá Akureyri. Heimili þeirra er að Njálsgötu 86. LJRINN er opinn kl. 1—7 dagl. Sími 2564. KI. 18.30 Dönsku- kennsla; II. fl. — 19.00 Enskuk.; I. Z fl. 19.25 Tónieikar: 1 \ Danslög (pl.j 19.40 ’ . Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Islenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.) 20.35 Tóneikár: Kvartett í A-dúr op. 18 nr. 5 eftir Beethoven (Björn. Ólafsson, Josef Felzmann, Jón Sen og Einar Vigtússon leika). 21.00 Skólaþátturinn: Frá nem- endamóti Verzlunarskóla íslands (Helgi Þoriáksson kennari). 22.10 Passíusálmur (16). 22.20 Sinfóniski- ir tónleikar (pl.): a) Planókon- sert í e-moll op. 11 eftir Chopin (Alexander Blailowsky og Phil- harmoníska hljómsveitin í Berlín leika; Julius Priiwer stjórnar) b) „Francesca da Rimini", hljóm- sveitarverk eftir Tschaikowsky (Philharmoníska hljómsveitin í London leikur; Sir Thomas Beec- ham stjórnar). 23.15 Dagskrárlok. Það er vetrariegt umhverfis Gljúfrastein, Mosfellsheiðin blasir við hulin snjó, en þar er kyrrt og friðsælt rithöfundi sem er að ijúka mikiu verki. Lim í vinnustofu Halldórs Kilj- ins berst aðeins lækjargjálfr- ið með leysingarhljómi því það er þíða ,í dá.g. Halldór er ný- kominn heim frá útlöndum og það er oi’ðinn siður að hann spjalli örlítið við lesendur Þjóð.viljans eftir hverja ut.an- för. Á skrifborðinu eru hand- ritahlaðar og ég skotra til þeirra augum, en verð lítils vísari, enda býður rithönd skáldsins ekki til hraðlestrar. Halidór hefur mestmegnis dvalizt erlendis síðan í fyrra- vor, síðustu mánuðina í Sví- þjóð, Danmörku, Englandi og Irlandi. — Hefurðu komið til Ir'ands áður ? — Nei, þangað hef ég aidrei komið fyrr. Ég fór þangað að- allega af sagnfræðilegum og fornfræðilegum ástæðum vegna þess að samband Ira við Is- lendinga hefur ailtaf verið mér mjög hugstætt efni og ég vildi kynnast þessari þjóð af eigin sjón og ýmsu því sem fróði ? menn þar gætu sagt mér. Ég hafði sérstakt samband við stofnun sem nefnist Þjóðfræði- stofnun Ira, safnar þjóðlegum fróðleik þariendum. bæði við- víkjandi sögu, tungu, tónlist o. s. frv. og hefur einnig með höndum umsjón með fornieif- ■um þar í landi. Irland er fullt af fornmenningu, var um alda- raðir mesta menningarland Evrópu, á miðöldum snemma. þótt ótríilegt sé, og hefur senm- lega náð einna hæst í menningu á öidirini áður en Island fannst. — Telurðu að Irar hafi haft mikil áhrif á íslenzka menn- ingu? — Án efa hefur verið hér mikið samband við Ira og irik- ill blóðs.k.yidleiki, eins og renn- sóknir hafa líka staðfest. Irar eru að b'óðskyldleika líkari ís- lendingum en nokkurri annarri þjóð. Ég hef verið að kvnna mér þetta sérstaklega af á- stæðum sem snerta verk sem ég hef verið að vinna undan- farin ð.r; það er re5st utan um yrkiséfni frá miðöldum og ger- ist á því svæði þar sem norræn- ir menn knma mest við sögu á því tímabili. — Þú varst fuiitrúi Isiands á friðarbingi í Stokkhólmi fyr- ir áramótin. ■—• Ég sat norræna friðar- þingið, sem skipað var fu'ltrú- um frá hundru’ðum félaga í Skandinavíu. Þárna voru menn frá öllum hi’gsanlegum sam- tökum með ónkustu sjónarmið um alla h’uti, ailt frá góð- temphirura og guðspekingum til verkalýðsfélaga og menning- arfélaga. Þingið var mynd af þeim a’- menna hug sem ríkir í allri Vi&tal v/ð Halldór Kiljan Laxness ,Sem stendur er aðeins eitt sem almenn- ingur í Evrópu hefur áhuga á: friður’ Evrópu um þessar mundir, hinni eindregnu friðarkröfu. Sem stendur cr aðeins eitt sem almenningur í Evrópu hefur á- huga á: friður. Það virðist líta svo út sem fólk í Evrópu hafi í svip misst áhuga á stjóni- málum og skýringin er sú að ef friðurinn glatast eru allar kenningar og stjómmá’askoð- anir þar með sjálfdauðar. Þetta vita menn og skilja ákaflega vel í Evrópu, og strííisæsingar dagblaða eða þessar yfirlýsing- ar sem endalaust eru sendar út um heim frá stríðsæsinga- mannafundum, eins og þeim sem nú stendur í Lissabon, hrína ekki á almemiingi; það er eins og að skvetta vatni á gæs. Það er alveg sama hvað stríðsfíflin espa sig, þau fá al-drei fólk ið á sitt band, fólkið anzár þeim ekki.Ég hef komið í fjölda landa í Vesturevr- ópu síðasta á r i ð, o g hvergi varð vart við á- huga almenn ings á styrj- öld né ótta við að styrj- Öld verði haf in á hendur V.-evrópu áð austan; því trúir enginn, alveg sama hvort maður talar við fólk í Fi’akklandi eða Þýzka- landi. — — Hvemig er þá hugurinn til Bandaríkjanna? — Það er ákaflega við- kvæmt mál fyrir ríki, sem fram til þessa hafa verið sjálf- stæð, eins og England og Frakkland, að sitja uppi með útlendar herstöðvar á friðar- tímum. Mér var t. 'd. sagt að í Englandi væri þettajsnalira viðkvæmasta mál sem t.il væriJ Ameríkumenn hafa lagt und- ir sig Vesturevrópu með því að faðma st.jómmá’amenn og segja: ég elska ykkur, — en hversu djúpt sá sigur stendur í þjóðum Evrópu, það á eftir að sannast. Hinsvegar er stríðs- ingurinn í Evrópu mestmegnis auglýsingaskrum og blöff, og það vita víst engir betur en Ameríkumenn sjálfir. Sem bet- ur fer verður einnig í Banda- ríkjunum vart mikillar ótrúar hjá skynsamari hluta stjóm- málamanna og jafnvel sk>m- samari hiuta verzlunarmanna á því að stríð sé góður biss- niss. Ef það er rétt sem amer- ísk tímarit segja að í stríðs- undirbúningi vegna Kóreu- Stríðsins hafi verið festir 200 milljarðar doilara samtals í heiminum, og árangur fjár- cestingarinnar er sá einn að það hafa verið mvrtar tvær HALLDÓR KILJAN LAXNESS milljónir af fátækum, hálfnökt- um sveitamönnum í Kóreu, en Ameríkumenn hjakka enn í sama farinu þar sem þeir byrj- uðu stríðið í júrií 1950 -— þá sér maður það að ef til em vond kaup, þá eru það svona aðfarir. Þetta er eins og einhver bamapólitík, mennimir sem Stjórna henni virðast búa við sáiariíf átta til níu ára drengja og vera uppaldir á Indíánasög- um, og þó þessi opinbera am- eríska pólitík sé studd af miklu fjármagni bæði til áróðurs og herga.gnafra.mieiðslu þá verkar hún jafn óskiljanleg á okkur þátttakan og stríðsundirbún- Évrópubúa og aðrar þjóðir Vonír þjónsins rættust ekki, hann sló hostinn og hvarf fyrir næsta horn. Ailt varð hijótt, rylcið eitt þyrlaðist og glitraði í logninu. / „Sjáum til. þarna var loksins ættingi, hugs- aði Hodsja Nasreddín háðslega. — öldung- urinn hefur sagt satt. Njósnararnir eru eins og flugur í Búkhara". Þa.nnig reið hann lengi, ýmist dapur í skapi þegar hann minntist háiftæmdrar pyngj- unnar eða brosándi þegar hann hugsaði - til skattheimtumannsi ns og auðkýfingsins. sem hafa jiólitískaii þroska. Á Asíubúa verkar húri eftir þetta sýnishorn í Kóreu eins og eitthvert morðæði útí blá- inn. Það sem veldur þvi að al- menningur allra landa bei-st gegn stríði á okkar dögum, þrátt fyrir óhemjulegan stríðs- áróður og gyllingar kapítal- istapressuimar, en það hefur aldrei komið fyi'ir í slíkum mæli áður, er fullvissan um það að næsta stríð yrði ekki háð með herjum heldur yrðu umfram allt drepnir óbreyttir borgarar. Það verður eytt mDljónaborgum með öllu því lífi sem þar hrærist, en herir verða algert aukaatriði í mál- inu, það er að segja það getur verið að röðin komi að þeim að berjast þegar búið er að drepa allt annað fólk, en fyrr ekki. •—• Verður vart íiokkiirra nýrra bókmenntahræringa í Evrópu um þessar mundir? — Ég hef reki'Ö mig á held- ur fátt sem sé sérstaklega at- hyglisvert á þessum mlsserum. Eystra er skáldskapur og öll iist í þjónustu sósíalismans og mótast af þeim aðstæðum sem slíkri þjónustu fylgja, en hér að vestan virðist of mikil upp- lausn og efi og ótti og óvissa til þess að andrúmsloftið sé þægilegt fyrir listsköpun. Öll- um rithöfundum sem ég talaði við í ýmsum löndum ber sam- an um það að iistsköpun í því öngþveiti sem ræður hér í Vest- urevrópu sé miklfun eifiðleikum bundin. Þær byltingar sem gerzt hafa og eru aö gerast hafa ekki enn skapað listinni nauðsynlegan jarðveg; það eru tilhlaup bér og þar hjá ein- stökum listamonnum á vestur- ’öndum, sem eni fastgrundaðir í sósíalismá að lífsskoðun til, en hafa þó valið það bezta úr borgaralegri menningu, mönn- um eins og t. d. Pablo Neruda. Þeir hafa á þessum tíma urmið þrekvirki, svo scm kvæðið til skógarhöggsmannsins eftir Ne- ruda sem er ásamt öðnim kvæð- um lians einhver stórbrotnasti skáldskapur sem gerður hefur verið á okikar tíma, og viður- kenndur jafnt af andstæðingum skáldsins sem skoðanabræðrum. jafnvel í þeim löndum semliggja undir þunga striðsáróðursins. Sumstaða.r er þétta kvæði bann- að og það var uþphaf.lega birt sem leyniprentun 1949 í Kól- ’.imbíu. En jafnvel kyæöi sem gefið er út sem leyniprentun af nokkrum stúdentum í Medtlina í Kólumbíu leggur undir sig allan heiminn á örfáum misser- ’im, ef það er nógu gött. Þn6 hefur nú þegar verið þýtt a [lestar þjóðtungur veraldariim- ar, m. a. 'hefur brot af þvi vérið þýtt á islenzku og birt í síðasta tímaritshefti Máls og menníngar. Annars hefur þessu liruni vesturlenzkrar menningar, sem nú er að gerast, slegið inn með örvæntingu hjá fiölda mörgum skáldum og rithöfundum, t. d. jafn gáfuðum manni og nýja nóbelsverðlaimahöfundinum Pár Lagerkvist sem nefndur hefur verið kallari angistarinnar. ‘íambærilegt fyrirbrigði er líka frahski existentialista-skólinn svonefndi sem hefur þó verið innblásinn af slíkum vitmanni sém Sartre óefað.er. Þetta ráð- leysi, hræðslan og svartsýnin, er í algerri andstöðu' við það sem ríkir fyrir austan. Ég sé í bókaskápnum hjá Halldóri nokkrar þýðingar a vérkum hans. t. d. Sjálfstætt fólk í nýjum útgáfum á hol- lenzku, spönsku (frá Buenos Aires) tékknesku og finnsku, og spyr hvaða bók hans liafi verið þýdd á flest mál. — Ég veit þaö ekki, ég hef aldrei athugað það, senniiega Sjálfstætt fólk eða Salka Valka. Það eru aðrir sem fjalía um það, agentar í ýmsum lönd- urn, sem viima saman eftir verzlimarreglum. Mér þykir trúlegt að ég hafi brotið gjald- eyrislögin svona tuttugu sinn- um á ári að meðaltali síðustu árin, agentamir láta gera þýðingar og leggja í ýmsan kostnáð víða um lönd án þess að bera gjaldeyriseyðsluna und- ir íslenzk yfirvöld. — Máttu þá ekki eiga von á málshöfðunum ? — Hver veit ? Ég yrði þá annaðhvort að banna að verk mín væni þýdd á önnur mál eða flýja land. — Það urðu mikil blaðaskrif hér útaf viðtali sem þú áttir við Berlingatíðindi í Danmörku. þar sem þú sagðir m. a. að þú værir ekki kommúnisti. Það var meira að segja ekki laust við að vart yrði smávegis von- arglætu í skrifum Valtýs og Jónasar frá Hriflu um þig eft- ir þetta viðtal. — Ég hef ekki séð þessi skrif, en þau sýna þá liversu sterkur McCarthy-isminn er hér á Islandi. Ég hef aldrei verið í kommúnistafiokki og það myndi misskiljast alveg ægi- lega. ef ég færi að auglýsa mig sem kommúnista og ég er viss um að vinir mínir í Moskvu yrðu alveg undrandi. Ég hef alltaf talið mig vinstrisósíal- ista. — McCarthy-isminn, sem stimplar alla andstæðinga sína. kommúnista, er sterkari hér en víðasthvar annarstaðar. Morg- unblaðið skrifaði t. d. fyrir nokkrum árum að Jón Helga- son prófessor væri launaðúr erindreki þeirra hjá Kómin- fornr, og þeir sem ekkert þekktu til hafa eflaust trúað því. Ég hef þekkt Jón í 30 ár og aldrei heyrt hann láta í ljós nokkurn áhuga. eða skoöun á stjórnmálum, og því er ekki að undra þó maður verði dá- lítið skrýtinn á svipinn þegar maður les svona vizku. Okkar flokkur stendur yfirleitt ekki í neinum tengslum við Kómin- form og er ekki tekinn sem kommúnistaflokkur, þó í hon- um séu kommúnistar. Ég gekk aldrei í kommúnistaflokkinn gamla, en ég vann að því að sameina vinstrisósíalista og kommúnista í einn flokk á sínum tíma, og eftir að því starfi var lokið fannst mér ég skuldbundinn til að ganga í hinn nýja flokk, þótt ég hafi ekki tíma né ástæður ti’. að vera starfandi fiokksmaður. Afturámóti hef ég aldrei haft fyrir því að leiðrétta það þótt einhverjir.McCarthy-istar innan- lands eða utan hafi kallað mig kommunista, og ég hef oft sagt við blaðamenn sem átt hafa tal við mig: þið megið kalla mig kommúnista ef þið viljið, en ég get ekki kahað mig það sjálfur, því ég get ekki sannað að ég sé það. Yfirleitt er orð- ið kommúnisti skammaryrði i vesturpressunni en sá mesti heiðurstitill í austurpressunni, og ég get á hvorugum staðnum átt kröfu til þeirrar verðskuld- unar sem slíku nafni fylgir. — Að lokum spurningin sem er á allra vörum; livað líöur :iýju bókinni? >— Með því að vinna vel að henni vonast ég til að ljúka henni í sumar og þá ætti húu að geta komið út i haust. M. K.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.