Þjóðviljinn - 28.02.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. febrúar 1952
Hljéðfæraleikaramir
Framhald af 8. siðu.
ÍB-deildar Björn R. Eínarsson og
eiga þeir báðir sæti í stjórn
félagsins.
ÞESSIR MENN hafa lengst
allra átt. sæti í stjórn félagsins:
Bjarni Böðvarsson, er var for-
anaður í 17 ár og hefur mest
allra manna starfað fyrir félag-
ið allt frá stofnun þess til þessa
dags, Skafti Sigþórsson, Fritz
Weisshappel, Lárus Ástbjörns-
son og Aage Lorange. Sveinn
Ólafsson var formaður 1 ár og
siðustu tvö árin Svavar Gests.
Núverandi stjórn s'.npa, auk
þeirra sem áður er getið: Lárus
Jónsson ritari og Carl Billich
gjaldkeri.
Guðrún Jónasson
Framhald af 3. síðu
stöðuval, hvenær fáum við
skattajafnrétti, svo að nokk'uð
sé nefnt. Samstarf kvenna úr
öllum flokkum á ákveðnum
málefnagrundvelli mundi vissu-
lega getað áorkað miklu til að
hrinda þessum réttmætu kröf-
um í framkvæmd.
Þótt ég þekki ekki mikið til
ættmenna Guðrúnar Jónasson,
þá veit ég þó að það var engin
tilviljun að hún þegar á unga
aldri í Vesturheimi fór að gefa
sig að félagsmálum. Hvort fé-
lagshyggja leggst í ættir veit
ég ekki, en margt finnst mér
þó benda til þess. Það er þessi
jákvæði hugur til félagsmála,
sem ég veit að hefur einkennt
fleiri ættmenni Guðrúnar Jón-
asson. Eins og hin pólitíska bar-
átta er oft álíkust hröðum upp-
blæstri og gefur lítið jákvætt í
aðra hönd, þá er líknar- og
mannúðarstarfið þess frjórra
og gefur oft margfalda upp-
skeru og aftur varpar svar
Guðrúnar í afmælisviðtalinu
birtu yfir persónu hennar og
starf, hún segir: „Ég hefi allt-
af haft mikinn áhuga fyrir að
vinna að öllu, sem lýtur að
mannúðarmálum“.
Ég vil svo að lokum óska
Guðrúnu Jónasson þess, að hún
fái að lifa það að Hallveig-
arstaðir, hið fyrirhugaða fé-
lagsheimili kvenna í Reykjavík,
rísi af grunni. Því að hvar er
sá Reykvíkingur sem ekki þekk-
ir til forustu c.g hins eldlega á-
huga hennar fyrir því málefni?
Til hamingju með ævistarfið,
Guðrún Jónasson.
Ragnheiður Möller
Krossgáta
39.
B * r m
< H *
■ up
9 ■ " «
_ H u p
í3 " M PL r
m ‘ JZ s
lárétt: 1 hreinsa — 4 viska —• 5
kvað — 7 eldstæði — 9 andi — 10
hnöttur — 11 púka — 13 á skipi
15 fljót — 16 læsir.
Iáðréít: 1 planta — 2 kveðið — 3
keyr — 4 blæst — 6 mumpar — 7
berja — 8 reykja — 12 vindur
14 sund — 15 góðæri.
l.ausn 38. krossgátu.
lárétt: 1 krossum — 7 aá — 8
álka — 9 skó — 11 áum — 12 ló
14 mm — 15 ömmu — 17 ás
18 ani — 20 spurnir.
Lóðrétt: 1 kast! — 2 rák — 3 sá
4 slá — 5 ukum — 6 mamma
10 ólm — 13 ómar — 15 ösp — 16
»nn — 17 ás — 19 ii.
111. DAGUR
komizt að raun um, að stúlkur af betra tagi gengu betur til
fara hér en í Biltz og Trippetts Mills. En hún hafði sent
mikinn hluta af launum sínum heim til móður sinnar — og
það hefði nægt henni til að kaupa sér vönduð föt, ef hún hefði
notað þá til þess. En nú snerist hugur hennar svo mjög um
Clyde, að hún fór að hugsa meir um útlit sitt, og kvöldið eftir
samtal þeirra í verksmiðjunni rannsakaði hún fataeign síny. ná-
kvæmlega, valdi sér bláan hatt sem Clyde hafði ekki séð,
bláköflótt pils og hvíta strigaskó, sem hún hafði keypt í Biltz
sumarið áður. Hún hafði í hyggju að bíða, þangað til Newtons-
hjónin og Grace voru farin að heiman, klæða sig síðan í skyndí
og fara.
Klukkan hálfníu þegar myrkið var loks skollið á, gekk hún
til austurs eftir Taylor stræti út á Central Avenue og síðan
stóran krók til vesturs á ákvörðunarstaðinn. Og Clyde vár
kominn þangað. Hann hallaði sér upp að gamalli girðingu, sem
iá utanum kornakur, og horfði í áttina til bæjarins og það glitti í
Ijósin í glúggum húsanna á milli trjánna. Loftið var þrungið ilmi
úr grasi og blómum. Mild gola bærði kornöxin fyrir aftan hann
og trjálaufið yfir höfði hans. Og það var stjömubjart — stóri
bjöminn og litli björninn og vetrarbrautin — stjörnutákn, sem
móðir hans hafði bent honum á fyrir löngu.
Og hann var að hugsa um hve ólík aðstaða hans var hér og
i Kansas City. Þar hafði hann verið svo hræddur við Hortense
Briggs og hinar stúlkurnar — þorði varla að ávarpa þær. En
héma — og einkum eftir að hann hafði tekið við stimpildeild-
inni — var hann farinn að gera sér grein fyrir að hann var
aðlaðandi, stúlkurnar voru hrifnar af honum og hann var ekki
mjög hræddur við þær. Augu Róbertu fyrr um daginn færðu hon-
um heim sanninn um að hún var heilluð af honum. Hún var
stúlkan hans. Og þegar hún kæmi, ætlaði hann að taka hana í
íang sér og kyssa hana. Og hún gæti ekki staðizt hami.
Hann stóð og hlustaði, lét sig dreyma og horfði í kringum
sig og heyrði hvískur kornaxanna sem vakti hjá honum gamla
minningu. Og þá sá hann hana koma. Hún var snotur og rösk-
leg og þó taugaóstyrk, nam staðar við enda götunnar og horfði
i kringum sig eins og óttaslegið og varfærið dýr. Og Clyde
flýtti sér til hennar og sagði lágt: „Halló. En hvað það er
gaman að sjá yður. Áttuð þér nokkuð erfitt með að koma?“
Hann var að hugsa um að hún væri miklu viðkunnanlegri en
Hortense Briggs og Ríta Dickerman. Önnur var svo séð og út
undir sig en hin svo léttúðug og laus í rásinni:
„Hvort ég átti erfitt með það? Já, það er nú líkast til.“ Og
hún fór strax að gefa honum lýsingu á því sem gerzt hafði,
hæði á fyrirhugáðri kirkjuferð með Newtonshjónunum og því
hversu treg Grace Marr hefði verið til að fara í kirkju án henn-
ar og hún hefði orðið að skrökva, — já, það var hræðilegt —
hún hafði skrökvað því, að húii þyrfti að fara til frú Braley
að lærá að sauma — en um þetta samkomulag milli Liggetts og
Róbertu hafði Clyde ekki heyrt um fyrr, og hann fylltist for-
vitni, því að þetta gaf til kynna, að Liggett hefði í hyggju að
flytja h.ána af yfirráðasvæði hans. Hann fór að spyrja hana
spjörunum úr um þetta, áður en hún fékik að halda áfram sögu
sinni, og Róberta varð himinlifandi yfir þessum áhuga hans.
„En ég get ekki verið lengi úti, eins og þér skiljið, “ sagði hún
við fyrsta tækifæri, meðan Clyde hélt um handlegg hennar og
lagði leið sína í áttina til árinnar yfir óbyggt svæði. „Skemmti-
fundirnir í Baptistakirkjunni standa sjaldan lengur en til hálf-
ellefu eða ellefu og þau koma beint heim. Og ég verð að vera
komin heim á undan þeim.“
Og hún færði margar ástæður fyrir því að það væri óheppi-
legt að hún væri lengur úti en til tíu, og þessar ástæður gerðu
Clyde gramt í geði, en þó voru þær svo skynsamlegar að hann
gat ekki hrakið þær. Hann hafði gert sér vonir um að hafa
hana lengur hjá sér. En þegar hann sá fram á að samvera
þeirra yrði ‘stutt, lagði hann allt kapp á að gera samband
þeirra innilegra, fór að slá henni gullhamra, hrósa hattinum
bennar og yfirhöfninni. Og hann reyndi að leggja handlégginn
utanum mitti hennar, en henni fannst hann of fljótur á sér og
reyndi að fjarlægja handlegg hans og s.agði mildri röddu: „Svona,
svona — þetta er ekki fallega gert. Er ekki nóg að þér haldið
undir handlegginn á mér, eða á ég að leiða yður?“ En hann
tók eftir því að hún tók þétt og innilega um handlegg hans og
þrýsti sér að honum og reyndi að ganga í takt við hann. Og
hann fór að hugsa um, hve framkoma hennar var eðlileg og
tilgerðarlaus, þegar fyrstu torfærurnar á milli þéirra voru yfir-
unnar.
Og hún hélt áfram að mala. Henni geðjaðist vel að Lycurgus,
en þó fannst henni fólkið svo fjarskalega trúað — miklu trúaðra
en í Biltz eðá Trippetts Mills. Og svo varð hún að lýsa Biltz og
Trippetts Mills fyrir Clyde — og heimili sínu — en um það
vildi hún sem minnst tala. Og svo talaði hún um Newtonshjón-
in og Grace Marr sem vöktu yfir hverri hreyfingu hennar.
Og /Clyde hugsaði um hversu ólík hún væri Hortense Briggs
og Rítu og reyndar öllum þeim stúlkum sem hann hafði kynnzt
— hún var barnalegri og hreinskilnari — ekki heimsk eins og
Ríta eða hégómleg og yfirlætisfull eins og Hortense, og þó var
hún laglegri en þær báðar og gædd meiri þokka. Og hann fór
ósjálfrátt að hugsa um, hversu glæsiieg hún væri, ef hún gengi
í fallegri fötum. Og honum datt í hug hvað hún mundi halda um
framkomu hans við Hortense Briggs, ef hún frétti um hana.
■ oOo— —oOo— —oOo— — oOo— — oOo ——oOo— oOo -
BARNASAGAN
Horaafjarðarmániim
Einu sinni komu Hornfirðingar í kaupstað, sem
ekki var vant, og þótti þar flest dýrðlegt umhorfs og
ólíkt því, sem þeir voru vanir í Hornafirðinum. Með-
al annars varð þeim litið upp í tunglið, sem skein
í heiði. „Tarna er almennilegt tungl,” sögðu þeir,
„það er munur eða helvízkur Homarfjarðarmáninn."
Fjórar skónálar fyrir gulíkamb
Einu sinni var karl og kerling í koti sínu; þeim
hafði fargazt svo fé, að þau áttu ekki annað eftir en
einn gullkamb, sem kerlingin hafði lumað á. Þeg-
ar allt var þrotið annað, fær hún karlinum kamb-
inn og segir honum að kaupa þeim fyrir hann eitt-
hvert bjargræði, sem þau geti lengi búið að. Karl-
inn fer á stað með kambinn og gengur, þangað til
hann mætir manni, sem leiðir kú. „Falleg er kýrin
þín, kunningi,” segir karl. „Fallegur er og kamb-
ur þinn,” segir komumaður. „Viltu skipta?" segir
karl. Komumaður lézt þess albúinn; fær svo karlinn
kúna, en komumaður kambinn.
Heldur nú karl áfram, þangað til hann mætir
öðrum manni, sem rak tvo sauði. „Fallegir eru sauð-
irnir þínir, kunningi," segir karl. „Já, en falleg er og
kýrin þín, karl minn", segir komumaður. „Viltu.
skipta?" segir karl. „Já," segir komumaður, og fóru
þau kaup svo fram. Karl var hróðugur af þessum.
kaupum og hélt, að nú gæti hann klætt sig og kerl-
ingu sína.
Enn heldur hann þó áfram og mætir manni, sem.
hefur með sér fjóra hunda; fara eins svör þeirra og
skipti sem áður er frá sagt; þóttist karl hafa vel veitt,.
að hann fékk hundana, og hélt, að nú gæti hann rek-
ið frá túninu.
Enn heldur karl áfram, þangað til hann kemur að'
bæ einum; var bóndinn í smiðju að smíða skónálar.
„Fallegar eru skónálar þínar, bóndi," segir karl..
„Fallegir eru og hundar þínir," segir bóndi. „Viltu
skipta?" segir karl. Bóndi var fús til þess og lét fjór-
ar skónálar fyrir hundana. Karl varð glaður af þessu
happakaupi og hélt, að nú gæti kerling nælt undir
skó sína.
Heldur hann svo heim á leið; var þá lækur á leið
hans, og stekkur karl yfir hann, en um leið duttu
nálarnar úr barmi hans ofan í lækinn, svo karl kom
tómhentur heim til kerlingar. Segir hann henni nú
allt af sínum förum, og þótti henni þó þyngst að
missa nálarnar. Lögðu þau því bæði á stað að leita
og börn þeirra með þeim; fóru þau svo til lækjarins,
cg- kom bað ásamt, 'að bezt mundi vera, að þau
styngju höfðunum ofan í lækinn og lituðust svo um
eftir nálunum. Þau gerðu svo, en drukknuðu öll í
læknutii.