Þjóðviljinn - 09.03.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1952, Blaðsíða 6
€) — t>JÓÐVILJINN — Sunnudagur 9. marz 1952 iókmenntir Framh. af 3. síðu. Hendrik Ottósson var einn þessara ungu stráka. Bók hans er þættir úr persónusögu hans sjálfs á þessum dögum og síð- ar, rösklega rituð og hispurs- laust, en án sögulegra skýr- inga og listrænnar hnitmiðun- ar og stundum á dálítið hæpnu máli. Megum við vænta samfelldari og dýpri sögu? B. B. Læknar gagnrýndir Framhald af 5. síðu. Nú skýra blöðin einnig í fyrsta sinn frá stami konungs, sem á yngri árum var svo mik- ið að hann kom engu orði upp tímum saman. Lionel Logue, taikennari frá . Ástralíu, gat með margra ára starfi ráðið nokkra bót á því eftir að níu ibrezkir sérfræðingar höfðu gef- izt upp. Þess varð þó alla tíð að gæta að strika út úr ræðum konungs ýmis orð, sem hann gat ekki komið út úr sér. SK AK Framhald af 3. síðu og Hd8t) Bf4t 3. Kg6 Be4i 4. Kf6 Rc6 5. Hd8í RxdS og. hvítur er patt. (3. —Rc6 dugar ekki vegna þess að þá leikur hvítur fyrst Kf5 og síðan Hxdð) Furðu margir komu auga á patt- ið, nokkrir gáfust upp við þraut- ina, fáeinir reyndu aðrar leiðír, og var ein þeirra svo snjöll að ég freistaðist til þess að veita fyrir hana 2 stig. enda þótt bæta mætti tafimennsku svarts. S. Axel Cruusberg (Skak- bladet 1939) Kgl—Hd8, e6—Ba6—Pb2, c3, b5 Kf3—Ra5—Pb3, c4, f4, g4, g3, g2. Mát í 3. leik. 1. Hd5 Rc6 2. Bb7 eða 1. —Rb7 2. Hd3f. Þetta faiiega dæmi reyndist tals- vert erfitt. 1. leikur hvíts kemur í veg fyrir pattið, sem yfir vofir. 1. b6 Rc6 2. Bxc4 strandar á Re5.. 4. Dr. A. Kramer (Deutsche Schachblátter 1939) Kf2—Dal—Bbl—Ra2, d3—Pb2, c3 Kdl—Bg7—Pb4, d2 Mát í 3. leik. 1. Dd4 Bxd4 2. Kfl. Nú verður biskupinn að flytja sig til og •getur ekki lengur haldið valdi á f2 og b2 í senn. 1. Kfl strandar á Bd4. Einkennilegt var að eng- inn skyldi stinga upp á þeim leik, en fimm höfðu c2—-c3, sem heldur ekki dugar. 5. Lars I.arsen. Espe (Skakbladet 1939) Ka7—Dg7—Hd8, f5—Bd3, g3—Re5, c6—Pa4, d2. Kc5—Dg8—Hh6, h4—Bg5, g2—Rf8, d5—Pa6, b4, b3, e7. Mát í 2. leik. 1. Ra5. Nú opnar 1. Rf4 Bg2 og Dg8 leið, en lokar jafnframt fyrir Hh4 og Bg5. Svipuðu máli gegnir um 1. —RÍ6. Krossgáta 47. Lárétt: 1 gyðja — 4 samt — 5 burt — 7 vitfirrta — 9 hermir — 10 þverhnípi — 11 þvargs — 13 ósamstæðir — 15 fors. (forn) — 16 svalur (ef). Lóðrétt: 1 smáhreyfing — 2 hraun — 3 núna — 4 að nýju — 6 dvalir — 7 ímyndanir — 8 svar — 12 mál — 14 fornafn — 15 við sjö. Lausn 46. krossgátu. Lárétt: 1 brámána — 7 ró — 8 ísuð — 9 ask — 11 arg — 12 op — 14 lá — 15 ílát — 17 ól. — 18 fis -t- 20 kalífar. Lóðrétt: 1 bras — 2 rós — 3 mí — 4 Ása — 5 murt — 6 að- gát — 10 kol — 13 pafi — 15 íla — 16 tif — 17 ók — 19 sa. 120. DAGUR Svo datt henni í hug, að hún gæti að minnsta kosti fengið sér vinnu annars staðar, svo að þetta vandamál leystist þótt það vandamál virtist standa í litlu sambandi við það sem yfir vofði — hvort hann ætti að fá leyfi til að koma inn í herbergi hennar. En þá fengi hún ekki að sjá hann allan daginn — að- eins á kvöldin. Og alls ekki á liverju kvö\di. Og það varð til þess að hún hætti að hugsa um að leita sér nýrrar vinnu. Um leið gerði hún sér ljóst að morgunninn var í nánd o.g Clyde yroi í verksmiðjunni. Og ef hann talaði nú ekki við hana og hún ekki við hann. Það væri ómögulegt. Hræðilegt. Hræði- legt. Henni fannst tilhugsunin ein svo hræðileg, að hún reis upp við dogg og í huganum sá húa Clyde horfa kuldalega og kæru- leysislega á hana. 1 einu vetfangi var hún komin fram úr rúminu og kveikti á eina lampanum í herberginu. Hún gekk að speglinum sem hékk fyrir ofan gamla hnotuskápinn í horninu og starði á sjálfa Sig. Hún þóttist strax geta séð dökka bauga undir augunum. Hún vapýstirð og köld og nú hristi hún höfuðið, ráðþrota og örvæntingarfull. Svo auðvirðilegur gat hann ekki verið. Hann gat ekki verið svo grimmur við hana núna — eða gat hann það? Ó, ef hann vissi aðeins hversu erfitt — og hræðilegt það var sem hann bað hana um. 0, bara að cíagurinn færi að koiha, svo að hún fengi að sjá andlit hans aftur. Ó, að það væri aftur komið kvöld, svo að hún gæti tekið um hendur hans — hand- legg hans — hvílt í fangi hans. „Clyde, Clyde,“ hrópaði hún upphátt. „Þannig gætirðu ekki komið fram við mig — það gætirðu ekki.“ Hún gekk að gömlum, slitnum og hrörlegum bólstruðum stól, sem stóð í miðju herberginu við hliðina á litlu borði, sem á lágu nokkrar bækur og tímarit — Saturday Evening Post, Munsey, Popular Science Monthly, og leiðarvísir um fræ og sáningu. Til þess að komast undan áleitnustu hugsununum sett- ist hún niður, studdi olnboganum á hnén og grúfðj andlitið í höndum sér. En hugsanimar héldu áfram að ásækja hana, það fór um hana hrollur, svo hún tók ábreiðu úr rúminu, vafði henni um sig, opnaði síðan sáningarleiðarvísinn — en fleygði honum imdir eins frá sér aftur. „Nei, nei, nei, hann getur ekki komið þannig fram við mig, hann gerir það ekki.“ Hún mátti ekki leyfa honum það. Hann hafði sagt henni æ ofan í æ, að hann væri vitlaus í henni — yfir sig ástfanginn af henni. Þau höfðu farið saman á alla þessa dásamlegu staði. Og hún færði sig óafvitandi úr stólnum og á rúmstokkinn, þar sem hún grúfði andlitið í höndum sér, eða hún stóð fyrir framan spegilinn eða starði eirðarlaus út í myrkrið í von um að birta tæki af degi. Og klukkan sex — hálf sjö, þegar morgun- skíman lýsti upp herbergið og kominn var tími til að fara á fætur, var hún enn á ferli — í stólnum, á rúmstokknum, í hora- inu við spegilinn. En hún var ekki komin að niðurstöðu um annað en það, að hún varð að koma því þannig fyrir, að Clyde yfirgæfi hana ekki. Það mátti ekki verða. Hún hlaut að geta sagt eitthvað eða gert eitthvað, sem endurvæki ást hans á henni — jafnvel þótt — jafnvel þótt — já, jafnvel þótt hún yrði að leyfa hon- um að koma hingað inn öðru hverju — eða í annað herbergi í öðru húsi, þar sem hún gæti komið sér fyrir á annan hátt —: sagt að hann væri bróðir hennar eða eitthvað í þá átt. En hugarástand Clydes var annars eðlis. Til þess að skilja til fulls þá þrjózku og stirðlyndi, sem allt í einu skaut 'npp í honum, verður að fara aftur í tímann, til Kansas City, þegar hann hafði snúizt sem ákafast kringum Hortense Briggs án þess að fá nokkuð í aðra hönd. Og einnig þegar hann hafði neyðzt til að hætta við Rítu — til einskis. Og þótt kringumstæðurnar væru nú allt aðrar og hann gæti með engum rétti ásakað Róbertu um óheiðarleik eins og Hortense — þá var það þó stað- reynd að stúlkur — undantekningarlaust — voru þrjózkar og varfærnar, settu sig á háan hest við karlmenn, neyddu þá til að gera sér greiða á greiða ofan án þess að þær vildu gera neitt í staðinn. Og hafði Ratterer ekki einmitt sagt honum, að hann væri flón í framkomu sinni við stúlkur — of auðveldur viðfangs — of leiðitamur og fús til að sýna þeim að hann væri hrifinn af þeim. En Ratterer hafði líka sagt honum að hann (Clyde) hefði útlitið með sér — og þyrfti því ekki að vera að eltast við stelpur, nema þær væru mjög sólgnar í það. Og þetta hafði Clyde fundizt mikið til um. En eftir ófarir sínar í sambandi við Hortense og Rítu, var hann orðinn alvarlegri. Þó stóð hann nú andspænis þeirri -hættu að lenda í sömu ógöng- unum enn einu sinni. Þó gat hann nú ckki varizt þeirri sjálfsásökun, að með þessu væri hann að gera þetta samband ólöglegt, og það gæti orðið hættulegt fyrir hann þegar frá liði. Ef hann leitaði eftir sam- bandi við hana, sem hún hlaut að álíta syndsamlegt samkvæmt uppeldi sínu og siðakenningum, þá leiddi hann með því yfir sig ábyrgð gagnvart henni, sem hann ætti erfitt með að skjóta sér undan. Þegar á allt var litið var það hann sem sóttist eft- ir henni — en ekki hún eftir honum. Og hverjar sem afleið- ingarnar yrðu, var ekki ólíklegt að hún kæmist í þá aðstöðu, £ð hún krefðist meira af honum en hann gæti veitt henni. Og var það ætlun hans að kvænast .henni? Innst í huga hans leynd- ist eitthVað, sem jafnvel nú sannfærði hann um, að honum dytti aldrei í hug að kvænast henni — vegna hinna tignu ætt- ingja sem hann átti. Og átti hann því að halda áfram að gera kröfur — eða ekki ?. Og ef hann gerði það — gat hann þá kom- izt hjá því að það legði honum skyldur á herðar í framtíðinni? Ilugsanir hans voru eitthvað á þessa leið. En hið andlega og líkamlega aðdráttarafl Róbertu var svo sterkt, að þrátt fyrir hugboð um yfirvofandi hættu, sagði hann við sjálfan sig, að ef hún vildi ekki leyfa honum að koma inn í herbergi hennar, þá vildi hann ekki hafa neitt saman við hana að sælda. Svo jsterk var þrá hans eftir henni. t oOo— oOo —oOo—— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— BARNASAGAN Bési 2. DAGUR Við Mikki urðum að eína heit okkar — hvort sem okkur var ljúft eða leitt. Við liðum ógurlegar kvalir. Við örkuðu bæ frá bæ — og það tók marga daga — og gátum loksins komið af okkur þremur hvolpunum. En það var sannarlega ekki tekið út með sældinni. Síðan fórum við til þorpsins við ána; og að lokum áttum við þó ekki nema einn hvolp eftir, þann móiauða með svarta eyrað. Okkur þótti vænna um hann en alla hina saman- lagt, því hann var svo kátlegur um trýnið og hafði stór og falleg augu. Hann var alltaf sísnuðrandi, og íann dásemdarefni við hvert spor. Mikki vildi endilega eiga hann, og þess vegna skrifaði hann mömmu sinni svolátandi bréf: Mamma mín, það er hérna svolítill hvolpur, og ég verð endilega að fá að eiga hann. Hann er voðafallegur, almórauðui nema ann- að eyrað á honum er svart, og mér þykir skelfing-vænt um hann. Ef ég fæ hann ætla ég alltaf að vera þægur, og duglegur í skól- anum. Og ég skal venja hann svo hann verði fyrirtaks hundur. — Við kölluðum hann Bósa, og Mikki vildi kaupa sér bók um hundauppeldi, svo hann gæti vanið Bósa eftir öllum listarinnar reglum. Fyrst ætlaði Mikki að gera úr honum veiðihund. En þegár hann hafði yfirvegað málið þótti honum meiri framtíð í því að gera hann að sporhundi — sem befar uppi afbrotamenn. En einnig þetta áform varð að engu. Um þessar mundir ætlaði Mikki sjálfur að gerast trúður, svo hann fór að kenna Bósa ýmiskonar brögð og listir, þannig að þeir gætu í framtíðinni sýnt saman í sirkus. Nú leið hver dagurinn af öðrum, og enn hafði mamma Mikka ekki svarað bréfi hans neinu. Að vísu kom bréf frá henni, en bað var bara ekki minnzt á Bósa í því. Hún skrifaði aðeins að nú. skyldum við koma heim, þáð væri ekki eftir neinu að bíða. Mamma mín hafði þegar skrifað Maríu um þetta, og nú kom mamma Mikka einnig til skjalanna. Og við ætluðum að fara strax þennan. sama dag og taka Bósa með okkur í leyfisleysi., Var það Mikka að kenna að bréfið hans var ekkil enn komið? •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.