Þjóðviljinn - 16.03.1952, Qupperneq 3
Sunnudagur 16. marz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
I. ' ;
Porvaldur Pérarinsson:
r.
Island og Haagdómurmn
iii.
Réttur íslands.
Elgrum vér einir ge5 til að
krjúpa á knéð
og aö kaupa oss hlé fyrir
rétt þessa lands?
(E. Ben.)
Þeir íslendingar munu vera
fáir, ef nokkrir eru með því
nafni, sem draga í efa að vér
ihöfum unnið oss réttmætt til-
kall til gæða þessa lands eftir
nær ellefu alda óslitna búsetu
hér. Meðal óaðskilianlegra land
kosta og hlunninda hafa frá
upphafi verið taldar veiðar
hverskonar: lax og silungsveiði
í ám og vötnum, fisk-, sel- og
hvalveiðar i sjó og afurðir
fugla. Sumt af þessurn hlunn-
indiun hlaut að teljast meðal
landsnytja einstakra jarða, en
fiskveiðar, sel- og hvalveiðar
í hafinu umhverfis Island voru
heimilar öllum landsmönnum
jafnt. Ég hef ekki enn hitt
heilvita Islending sem heldur
í alvöru að vér eigum að spyrja
útlendar þjóðir að því hvar.
vér stundum sjóinn á Islands-
miðum. Hinsvegar hef ég haft
spumir af nokrum valdamönn-
tun sem virðast vera mjög
deigir að halda fram rétti vor-
um gagnvart útlendingum.
Mönnum þessum mætti tjá.
þótt þeir séu til margra hluta
nytsamlegir og hafi þegið víð-
tækt umboð af alþýðu, að eklci
er enn svo illa komið vorum
hag að þeir þurfi að biðjast
afsökunar erlendis á tilveru
vorri né arfhelgum kröfum til
gæða þessa lands.
Hér á eftir verður lauslega
drepið á helztu reglur sem gilt
hafa um íslenzka fiskveiðaland-
helgi frá öndverðu.
Jörðum við sjó fylgdi réttur
til rdka og veiða fyrir landi
þeirra í ákveðnu takmarki.
Voru sævarbelti þessi Icölluð
netlög og rekamark í lýðveldis-
lögunum fornu, en rekamark
var stundum kallað fiskhelgi
eftir að Jónsbók komst á. Hafið
þar fyrir utan hét almenning
eða almenningur. Þar var öll-
um landsmönnum heimil veiði
jafnt. Sennilegt er, og mun
mega sanna, að almenning hafs
sé hugsuð sem einskonar þjóð-
nýtt sameign íslendinga á þessu
tímabili eins og voru almenn-
ingar í björgum, fjörum. og á
heiðum uppi. Um landhelgi í
nútímaskilningi var ekki talað
berum orðum í löggjöfinni á
þessu skeiði, enda gerðist þess
ekki þörf þar sem Islendingar
réðu einir lögum og lofum á
hafinu umhverfig Island frá því
það byggðist og fram undir
1420, éða næstum í hálfa sjöttu
öld. Um lögsögu á sjó voru
Síðari hluti
margar reglur bæði í Grágás
og Jónsbók, en einna merkileg-
ast er ákvæðið í Konungsbók
Grágásar (I b, 71) sem af virð-
ist mega ráða að flóar og firð-
ir teldust sem land(„. ... svo
að nes gangá af meginlandi út
um skutstafn. ...“). Trúlegt
er að sama hafi gilt um eyjar
að þessu leyti, ekki sízt ef á-
kvæðið er ættað frá Noregi, og
teldist þá e. t. v. í landhelgi
skip sem komið var inn fyrir
iínu er dregin var t.d. sjón-
hending úr Eldey til Vest-
mannaeyja, en ella t. d. frá
Reykjanesi til Snæfellsness
(Malarrifs) o .s. frv. Abhyglis
vert er að eigi er talað um
Athugasemd frá stjórn
Lœknafélags Reykjavíkur
Hinn 29. febrúar s.l. birtist
í dagblaðinu Vísi grein, er
nefndist „Furðulegt bréf land-
læknis'*.
Tilefni greinarinnar er bréf
landlæknis frú 15. s.m. til
borgar'æknis, þar sem læknar
í Reykjavík eru varaðir við
eiturlyfjaneyten-dum og áminnt
ir um að gæta allrar varúðar
er þeir ávísa eiturlyfjum.
Meðferð eiturlýfja er hvar-
vetna hið mesta vandamál, og
þótt heilbrigðisyfirvöld kapp-
lrosti að setja um þetta ströng
lög og ítarleg fyrirmæli, lyfja-
fræðingar gæti fyllstu sam-
vizkusemi um útlát eiturefna
og læknar kuuni gjörla skil á
þeim hættum, sem eru samfara
notkun nautnalyfja og gæti
flestir - fyllstu varúðar um á-
vísanir eiturlyfja, mun hvergi
hafa tekizt að hindra með öllu
misnotkun þessara efna. Segia
má, að þrct’aus barátta gegn
nautn eiturlyfja sé háð um
heim allan og því þyki það
ekkj stórtíðindi þótt heilbrigð-
iryfirvöld sendi læknum aðvör-
unar- og áminningarbréf um
meðferð eiturlyfja.
Bréf landlæknis var síður en
svo tilefnislaust, og er leitt til
þess að vita, að gamalt og vel
þekkt dagblað skuli bregðast
svo við eðlilegri og sjálfsagðri
viðleitni landlæknis til þess að
vinna gegn eiturlyfjaneyzlu að
birta erindtsbréf til lækna (en
þeir munu að jafnaði skoða
slík bréf sem trúnaðarmál) og
láta sér auk þess sæma að
rangfæra efni bréfsins af lít-
illi háttvísi.
Þó mun mega virða ritstjór-
um Vísis til nokkurrar vork-
unnar, hversu óhöndulega hef-
ur til tekist, vegna þess að
megin efni málsins er læknis-
fræðilegs eðlis, og ekki sann-
gjarnt að vænta þess, að rit-
stjórar séu dómbærir á slík
efni. Upphaf málsins og með-
ferð öll er þannig, að líklegt
má telja, að þeim fróðari menn
í læknisfræði hafi unnið hér
að og þá fremur af persónu-
legri óvild en ríkri ábyrgðar-
tilfinningu.
Stjórn Læknafélags Reykja-
vjkur telur það illa farið, að
læknisfræðilegri þekkingu skuli
þannig beitt til óþurftar góðu
máli með þeim hætti, sem á
engan hátt samrýmist viður-
kenndum reglum í samskipt-
um lækna.
Um áratugi hefur landlæknir
unnið gegn misnotkun nautna-
lyfja og ekki sætt ámæli fyrir
það til þessa, en andúð grein-
arhöfundar á landlækni er svo
öfgakennd og ofsi hans slíkur,
að svo er að sjá, sem hann
telji nú, að barátta landlæknis
gegn eiturlyfjanautn gangi
glæpi næst.
En til að geta veitzt að for-
Framhald á 9. síðu.
breidd flóa eða fjarða, en svo
virðist sem sjón ætti að ráða.
Hér er því um að ræða langar
grunnlínur. En þó að þessi
regla hafi e. t. v. fyrst og
fremst átt að gilda um kaúp-
siglingar, sýnir hún viðhorf
forfeðra vorra til vandans um
lögsögu yfir hafinu. Hitt mun
vart verða dregið í efa nú að
þeir hafa talið sér óskoraðan
rétt til hverskonar veiða og
sjávarnytja hér, enda komu
þeir slíkri skipan á að æðarfugl
og selir urðu einskonar húsdýr
víða, en fiskveiðar voru bjarg-
ráð landsins þegar plágur geis-
uðu eða erlend áþján kreppti
um of að.
Eftir að landið komst undir
konung var útlendingum bönn-
uð hingað sigling berum orðum
(1294). Síðan gekk á ýmsu.
Konungur framfylgdi banninu
allvel stundum, sbr. Löngurétt-
arbót árið 1450, en eftir að
nokkur brögð fóru að verða
að fiskveiðum útlendinga hér
tóku landsmenn yfirleitt for-
ustu gegn ágengni þeirra, þó
að þá eins og nú vildu nokkrir
reka þeirra erindi. Nægir hér
að geta lauslega um helztu á-
fangana í þessari viðleitni:
Piníngsdóm árið 1490, (þar sem
alþingi helgar Islendingum
grunnmiðin og virðist ógilda
eða hafa að engu tilslakanir
konungs); tylftardóm Finnboga
og Þorvarðs á alþingi 1. júlí
árið 1500, þegar Islandi eru
með þeim lögum helgum djúp-
miðin og bann lagt við fiskv.
útlendinga. Hér þarf ekki að
rekja hinar mörgu ítrekanir
sem gerðar voru á Píningar-
dómi og Duggaradómi. Hins-
vegar er rétt að nefna hinn
stórmerka milliríkjasamning,
gerðan á Alþingi sumarið 1527
að tilhlutan biskupanna Jóns
Arasonar og Ögmundar Páls-
sonar, og Vilborgarstaðadóm í
Vestmannaeyjum árið eftir, en
með báðum þessum ráðstöf-
unum er verið að meina og
torvelda útlendingum fiskveið-
ar hér. Árið 1544 voru á grund-
velli þessara íslenzku laga gerð-
ir upptækir allir bátar Ham-
borgara á Suðurnesjum, og
voru þær aðgerðir staðfestar
endanlega á alþingi árið eftir
með hinum víðfræga alþingis-
dómi, kenndum við Otta Stígs-
son, þar sem gjald er lagt á er-
lend skip fyrir veiðar áíslands-
miðum, og mun sú leið hafa
verið reynd þar eð aðstöðu
skorti til að framfylgja hinu
algera veiðiþanni.
Margt sem gerðist á þessu
árabilí og eigi sízt eftir siða-
skiptin 1550 sýnir að vér Is-
lendingar áttum að sumu leyti
jafnt í vök að verjast gegn
konungsvaldi Dana og yfirgangi
annarra þjóða. En jafnframt
sýnir sagan að hér voru sífellt
menn sem gerðu sér ljósan rétt
landsins og gengu ríkt eftir að
hlýtt væri þeim lagaboðum sem
áttu að tryggja Islendingum
fiskimiðin. Nægir í því efni að
nefna Egilsstaðadóm 23. ágúst
1594; sendiför og erindisbréf
Jóns lögmanns Jónssonar til
konungs og ríkisráðs árið 1592;
og innheimtu Ara Magnússonar
í Ögri á fisk- og hvalveiða-
tolli af mörgum skipum Baska
og Frakka árin 1613 og 1614.
Af skjölum þeim sem um þetta
fjalla má greinilega ráða að
þessar þjóðir hafa þá vúður-
kennt yfirráðarétt Islands á
Framhatd á. 7. aíðu.
Snorri Arinbjarnar: Sumar (1945).
FegurS Biins rúmhelga dags
Það er ekki af tilviljun, að
islenzk málaralist þessarar ald-
ar hefjist með landslagsmynd-
um. Sjálfstæðisbarátta þjóðar-
innar var ekki aðeins háð á
hinum pólitíska vettvangi, í
blaðaskriíum og fundmn,
heldur miklu frekar með vopn-
um listarinnar. Allt frá Jónasi
höfðu Ijóðskálóin lofsúngið
náttúru landsins, fegurð henn-
ar og gæði, og þegar myndlist
okkar vaknar aftur, eftir
fjögurra alda þyrnisvefn, er
það söguleg köllun hennar og
listræn nauðsyn að reka Smiðs-
höggið á þetta nýja viðhorf
til landsins.
Hinir miklu vökumenn ís-
lenzkrar myndlistar, þeir Ás-
grímur, Jón og Kjarval, flytja
þjóðinni nýja opinberun, og þó
hver á sinn hátt. Ásgrímur
flytur okkur hina sindrandi
fegurð blárrar fjarlægðar, Jón
hina hlöðnu kynngi, og Kjarval
sýnir okkur jcrðina í nærsýn,
ívafða mildum og undarlegum
draum.
Öræfalandið, sem áður bauð
af sér ógn og kvíða, verður nú
ymdislegt í augum okkar,
við förum jafnvel að sjá grátt
apalhraunið á annan hátt,
skynja fegurð þess í formum
og lit. Og þegar Alþingishátíð-
in er háð á Þingvöllum, eru
þeir ekki orðnir ýkjamargir
eftir, sem þykir staðurinn ljót-
ur, þótt fátt sé um slægjurnar.
Landið er ekki lengur mælt
einungis á kvarða veraldlegra
gæða. Það er orðið eign fólks-
ins, ekki óvinur.
Og það er einmitt um 1930,
sem íslenzk málaralist haslar
sér nýtt svið. Ur.gir listamenr.
íkoma heim frá námi, — fersk-
ur starfsvilji og ný sjónarmið
marka þáttaskil. Nú er Reykja-
vik ekki lengur þorp, .þar sem
fimmtíu manns ýta Thomsens-
bílnum upp Bakarabrekkuna.
— hún er smám saman að
verða borg, eignast sína sögu
og sína töfra. Hún er að verða
listamanninum þroskað yrkis-
efni. Tómas er farinn að kveða
henni ástarljóð, Þorvaldur
Skúlason farinn að upplifa
myndríki húsanna í vesturbæn-
um og Snorri Arinbjarnar
festir á lereftið þeanan milda,
gróandi vöxt.
Þessi nýja kynsióð málara,
arftakar snill'mganna eldri,
þeir Snorri Arinbjarnar, Þor-
valdur, Gunr.laugur Scheving,
Jón Þorleifsson, Engilberts . og
fleiri, kjósa sér ekki aðeins ný
og nærlægari verkefni en áður,
heldur flytja þeir einnig með
sér nýjan andvara suanan úr
heimi, nýtt viðhorf til listar og
lífs. En kreppuárin skella yf-
ir, og peningalaus þjóð veitir
listamönnum sjaldan mikið
brautargengi. Þeir réðust ekki
í margar sýningar, fátt var u.m
þá skrifað og myndir þeirra
var helzt að sjá á uppboðum.
Okkur, sem yngri eru, er ’pví
nokkur vorkunn, þótt vjð séum
nú fyrst að finna perlurnar,
sem þá urðu til. Og fyrir mitt
leyti verð ég að gera þá játn-
ingu, að afmælissýning Snorra
Arinbjarnar, sem nú er haldiii,
kemur mér mjög á óvart.
Reyndar gekk ég þess ekki
dulinn, að Snorri væri góður
málari, en hitt veit ég eklci
fyrr en nú, að hann er einn af
öndvegislistamönnum okkar.
Það fágaða lítillæti og sú
innilega hreinsikilni, sem hvar-
vetna stafar úr myndum hans,
er ekki á margra færi. Menu
stytta sér oft leið, slá glæsi-
leg yfirborðshögg á kostnað
hins innra og sýnast, þegar
þeir ekki geta. Slíkt finnur
maður svo að segja hvergi hjá
Snorra. Hann er sannur lista-
maður framar öllu öðru. Mynd-
heimur hans er hvergi meng-
aðui’ rómantískum órum, —
hann sér hversdagsleikann með
berum augum listamanns og
veitir okkur hlutdeild í fegurð
hans.
Þrátt fyrir mikinn mótbyr,
er hvergi að sjá neina stöðn-
un í listþróun hans. Við fylgj-
um honum frá ellefu ára aldri.
til fimmtug3, — frá fínlegum
æskutilraunum, sem eru eflaust
undir áhrifum Muggs eg As-
gríms, til Kaupmannahafnar og
Oslo, finnum hinn stígandi
þrótt persónulegrar túlkunar,
— upplifum með honum'
Reykjavík kreppuáranna, les-
um með honum gömul hús og
gamla báta, og finnum þennan.
milda blæ, sem gefur málar-
anum kjark á vorin. Og svo
sjáum við stðasta áratuginn í
þróun hans, þessar breiðu, ein-
földu myndir, þar sem augað
leitar engra smáatriða en
hrífst af fagurri samstilling
heildar.
Hér er þáttur íslenzkrar list-
sögu á veggjum, og menn ættu
að lesa hann sér til yndis,
meðan tími er til. Það er þÚ3-
undfalt betra en að lesa veikt
endurskin hang á bók.
Ég vil aðein3 vara menn við
einu; Listaverk sem þessi
koma ekki hlaupandi upp í
fangið á manni. Það verðux'
að skoða þau með sömu alúð,
því sama yfirlætislausa hugar-*
þeli, sem þau eru sprottin úr.
Björn Th. Björnasoa j