Þjóðviljinn - 16.03.1952, Síða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1952, Síða 7
Siumudagur 16. mai’Z 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (7 FT Ensk fataefni fyrirliggjandi. Sauma úr til- lögðum efnum, einnig kven- dragtir. Geri við lireinlegan fatnað. Gunnar Sæmundsson, klæðskeri Þórsgötu 26 a. Sími 7748. Húsgögn: Dívanar, stofuskápar, klæða- ilskápar (sundurteknir), borð- * stofuborð og stólar. Asbrú, Grettisgötu 54. 3ja herbergja íbúð í steinhúsi við Framnesveg til sölu. Hitaveita. — Konráð Ó. Sævaldsson, löggiltur fast- eignasali, Austurstræti 14, sími 3565. !:' Seljum notuð húsgögn, herrafatnað, skauta o. m. fl. með hálf- virði. — Húsgagnaskálinn, Njálsgötu 112, sími 81570. Fasteignasala Ef þér þurfið að kaupa eða selja hús eða íbúð, bifreið eða atvinnufyrirtæki, þá talið við olikur. Fasteignasölumiðstöðin, Lækjargötu 10 B, sími 6530. Stofuskápar, klæðaskápar, kommóður 1 ávalt fyrirliggjandi. Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1. Munið kaffisöluna í Hafnarstræti 16. Svefnsófar, nýjar gerðir. Borðstofustólar og borðstofuborð úr eik og birki, Sófaborð, arm- stólar o. fl. Mjög lágt verð. Allskonar húsgögn og inn- ijréttingar eftir pöntun. Axel Eyjólfsson, Skipholti 7, sími 80117. Daglega ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. Ragnar ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi: Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala. Vonarstræti 12. — Sími 5999. Útvarpsviðgerðir Et A D 1 Ó, Veltusundi 1, sími 80300. Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvéla- viðgerðir. SYLGia Laufásveg 19. Sími 2656 Sendibílastöðin Þór SÍMI 81148. / r^viíuiiew r |iP — Blásturshljóðfæri tekin til viðgerðar. Sent í póstkröfu um land allt. — Bergstaðastræti 396. Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. Sími 5113. Lögfræðingar: Áki Jakobsson og Eristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. Sími 1453. f§Iand og IfaagdóiiftiiriiiM Ljósmyndastofa Laugaveg 12. Nýja sendibílastöðin, Aðalstræti 16 — Simi 1395 íiibmha-miéMi' \ \ jf J * L/IUGM6 68 Innrömmum málverk, Ijósmyndir o. íl. Ásbrú, Gretiisgötu 54. LLl % : Kaupum Igamlar bækur, tímarit og gömul dagblöð. Ennfremur notuð frímerki. Seljum bæk- ur, tóbaksvörur, gosdrykki og ýmsar smávörur. — Vörubazarinn Traðarkots- sundi 3 (beint á móti Þjóð- | leikhúsinu). Sími 4663. Renault, £ 4ra manna fólksbifreið til sölu. Selst ódýrt ,ef samið er strax. — Konráð Ó. Sæ- valdsson, löggiltur fasteigna- sali, Austurstræti 14, sími ' 3565. msm :Gott skrifstofuherbergi:; á bezta stað í bænum til leigu.. Konráð Ó. Sævaldsson, löggiltur fasteignasali, Aust- urstræti 14, sírni 3565. ELAGSlif ;Valur! iMeistarar, I. og II. fl. Æf- ’ingatafla: Mánudaga kl. 9,30 ;í Austurbæjarskólanum. Mið ’ vikudaga ki. 6,15 að Hlíðai'- ;enda. Föstudága kl. 6,15 að :Hlíðarenda. Knattspy rnunefndin. Tek á móti Sníð og máta, þræði sarnan. Sauma úr mínum efnum cg yða.r. Heimy 0tfóssan, Kirkjuhvoli. Gerizt áskríf ertdur aS ■ ÞjóSvHjanum Fra.mha.]d af 3. síSu djúpmiðunum, því að svo er tekið til orða að þær hafi ekki stundað veiðar sinar án leyfis. Nokkru eftir að einokun Dana komst hér á, eða árið 1631, var einokunarfélaginu veitt einkaleyfi til hval- og fiskveiða hér. Með leyfi þessu er fyrst sett hér landhelgi í nútímaskilningi, og var hún ákveðin 6 vikur sjávar gagn- vart öllum þjóðum nema Bret- um, 4 gegn þeim. Hér í blaðinu hef ég áður drepið á þá skoðun að vikur þessar hafi verið norskar, og þá. jafnar 6 sjó- mílum, en ella danskar og hafi hver vika þá verið 4 sjómílur. Landhelgi þessi hefur því verið yfirleitt annaðhvort 36 eða 24 sjómílur, en 16 gagnvart Bret- um. Ef frá eru talin fáein minni háttar afbrigði má segja að þessi regla hafi gilt óslitið til ársins 1787, þó þannig að 16 sjómílna reglan er ekki nefnd berum orðum lengur en til ársins 1763, og því t. d. ekki í tilsk. 1776. I tilsk." 1-3. júní 1787 er breidd landhelginnar ekki nefnd heldur, en hin fyrri ákvæði eru þó ekki úr lögum numin. Þvert á móti landhelgin sermilega verið stækkuð að mun því að firðir allir og flóar eru nú beinlínis lokaðir öllum nema þegnum Danakonungs, og mega aðrir eigi þar sjást nema í neyð eða fara inn á hafnir. í sem allra skemmstu máli má segja að regla tilskip- unarinnar 13. júní 1787 gildi hér óslitið til ársins 1903, er hinn margnefndi landhelgis- samningur Breta og Dana gekk í gildi. Að vísu hafði verið út gefinn í Danmörku og Nor- egi kgúrsk. 22. febrúar 1812 um að landhelgi þessara landa skyldi teljast, 1 míla dönsk, þ. e. 4 sjómílur, út frá yztu skerjum og flúðum, en úrsk. þessi var ekki birtur hér né að honum vikið í skrifum fyrr en árið 1859, og hlaut hann því eigi gildi hér né fjögurra sjó- mílna regla.. Einhverjir munu telja að til- sk. 12. febr. 1872 hafi lögleitt hér fjögurra eða jafnvel þriggja sjómílna landhelgi, vegna orðanna • að útlendir menn megi ekki fiska „innan þeirra takmarka á sjá, sem landhelgi er, eins og þau eru ákveðin í hinum almenna þjóða- rétti eða kunna að verða sett fyrir ísland með .... samn- ingum. ... “ Orðalag sjálfrar tilsk. hrekur þá kenningu, en hitt er rétt að framkvæmdin hefur e. t. v. verið óljós frá 1872 til 1903. Ekki getur þó hafa skapazt nein hefð á móti sögulegúm réttarkröfum ís- lands á svo stuttum tíma. Enda má minna á það að bæði Lands- yfirréttur og Hæstiréttur Dan- merkur töldu í gildi vera á þessum árum veigamikil ákvæði úr tilsk. 13. júní 1787, sem geta haft áhrif á skýringu rétTSr vors, þótt þessa dómstóla greindi nokkuð á um beitingu þeirra. (sbr. t. d. Lyrd. V, 595, og VI, 399). Af þessu örstutta og ágrips- kennda yfirliti sézt að hér hef- ur aldrei skapazt nein hefð um fjögurra sjómílna landhelgi, hvað þá um þriggja. Landhelg- in hefur alltaf verið margfalt rýmri síðan hún kom til sög- unnar, og fiskimið landsins hafa verið helguð oss einum eða samþegnum vorum nema á tiltölulega stuttu tímabili. En þá voru útlendingar oftast skýldir til að leita leyfis til veiðanna og gjalda af þeim tcll. Islenzka þjóðin hefur aldrei svo vitað sé afsalað sér að sjálfráðu nokkrum rétti til fiski miða sinna. Hitt mun eigi verða notað sem rök gegn oss nú þótt landið værrlengi ánauðugt og þjóðin ætti ekki sakarafl við þau stórveldi sem hirigað létu sækja á miðin, og sömu lögum yrði því eigi komið yfir þeirra þjóða menn sem íslendinga. I prentuðum og óprentuð- um heimildum úir og grúir af gögnum sem sýna hvernig landsmenn sjálfir reyndu að hafa vit fyrir valdamönnum sinum útlendum og innlendum varðandi gætni og hagsýni um notkun veiðarfæra og nytjun fiskimiða. Játað skal að sumt I af þessu lýtur einungis að við' fangsefnum líðandi stundar, eða ber mark eiginhagsmuna eða jafnvel skammsýni, svo sem tregða og hræðsla gagnvart nýjum veiðitækjnm; en flest af þessu eru merkilegar tilraunir t'il að helga landsmönnum rétt sinn eða efla hann. Meðal þess ara ráðstafana má telja hina merku löggjöf um fiskveiða- samþjkktir frá árinu 1877, sem síðan hefur oft verið breytt og sniðin að breyttum aðstæðum. Ætla má að reglan um sjón- deild varðandi fiskimið hafi frá öndverðu gilt aðallega eða ein- göngu frá skipi til lands, enda felst sú merking í orðinu mið': fiskislóðin er kennd til staða á landi eða fyrir landi með á- kveðinni afstöðu sín á miili. Það er að segja: landsýn hefur helgað oss miðin frá fornu fari og óslitið allt fram á vora daga. Varla mun svo vera nokk urt véiðisvæði hér við land nú að eigi væri landsmenn áður búnir að kanna það og helga sér á opnum skipum. Fyrir því mun mega færa nær óbrigðul rök. Eg hef átt tal við gamla sjómenn sem fannst sjálfsagt að róá 30 sjómílur til hafs ef svo bar undir a opnu skipi. — I grein minni 3. október 1951, sem fyrr er vitnað í, stakk ég upp á því að fiskveiðalögsaga íslands yrði talin i mi'ðja ála austan íslands og vestan. Til gamans má geta þess að norsk- ur siglingafræðikennari hefur reiknað út að Island og Græn- land sjáist samtímis (Fisker- en, Bergen 13. febr. 1952), og telst því á þessum stað að vestan „landsýn" til Islands. Enn má geta hinna stórmerku landsyfirréttardóma 21. maí 1883 og 18,- ágúst 1884 (Lyrd. II, 217 og 366), þar sem svo er mælt: ,,....að orðin fiski- eða hákarlamið i ísafjar'ðar- sýslu nái til allra þeirrá fiski- og hákarlamiða, sem sýslubúar sækja á, að minnsta kosti þeg- ar þau eru ekki lengra frá landi en svo, að mið verði tekin á landi í ísafjarðarsýslu....'“ I báðum þessum dómum er einn- ig berum orðum hafnað þeirri kenningil a'ð héraðssamþykktir eigi aðeins að gilda innan 3 sjómílna beltis, en athafnir þær sem dómarnir gengu um áttu sér stað a.m.k. 12—16 sjómílur til hafs undan næsta anngsi. Séu sögulegar kröfur Islands til fiskimiðanna athugaðar í ljósi Haagdómsins, 18. des. s.l„ kemur í Ijós að Norðmönnum eru dæmd fiskimið utan hins reglulega norska landhelgis- kerfis vegna sögulegs réttar, þar eð kgúrsk. 1812 hafi áskil- ið þeim öll fiskimið sem land- sýn var frá. Síðan segir í dómnum: „Þesskonar rétt sem hvílir á lífsnauðsyn landsmanna og á stoð í ævafornri og frið- samlegri hefð má að' lögum taka til greina. .“. Undantekn- ing þessi fjallaði þó uhi boða (neðansjávar). Landfræðilega aðstaða vor er mjög ólík áðstöðu Norðmanna., þar eni djúpmiðin í fjörðuro og sundum innan skerja, og víða miklu meira dýpi en á. útmiðum liér. Ættum vér að fá í hugsanlegri deilu jafnmik- inn sanngirnisdóm og Norð- menn, hlyti að falla oss í ákaut allt landgrunnið út á 250 faðma. dýpi a.m.k. Svæði vort myndi samkv. því ná norður fyrir Kolbeinsey sem jafnan hefur verið talinn nyrzti hluti Islands (Sbr. t.d. Þorv. Thor.: Lýsing íslands I, 114, 131—132, en þar segir: Kolbeinsey.... „stendur á anga af grunnsævisfletinum,. sem skerst .neðansævar langt norður í Ishaf. . . . klettur þessi er því partur af íslandi, þó hann sé f jarlægur. .. . Grímsey er líka á grunnsævispallinum ....“. Dr. Sigurður Þórarins- son hefur beinlínis lagt til. að ríkið geri sérstakar ráðstaf- anir í Kölbéinsey með hliðsjón af landhelgismálinu, Þjóðvilj- inn 2. febr. 1947). Að öðru leyti verður að gæta þess við á- kvörðun fyrirhugaðs landhelg- isbeltis að innan þess verði Nýjaland og önnur svæði lands- ins sem kunnugt er að horfið hafi undir sjó síðan sögur hóf- ust. Á þessu sviði kemur einn- ig fram sérstáða vor. I Noregi er forngrýti en hér eru berg- tegundir gljúpar. Hinar miklu úrkomur hér og snöggar og tíð- ar hitabreytingar að vetrinum valda því að svörfun bergs verður hér miklu hraðari en. þar. Þess vegna munu nú vera horfin af yfirborði mörg sker og rif sem til skamms tíma: voru miðuð og þykja mundu: eðlilegir grunnlínustaðir í Nor- egi, en önnur fara óðfluga sömu leiðina. (Eldey, Þrídrang- ar, Kvísker, Geirfuglasker o. s. frv.) Enginn heiðarlegur íslend- ingur mun sætta sig við minna en allan rétt vorn í mesta hags- muna- og réttlætismáli þjóðar- innar. Reykjavík 14,—15. marz 1952. Þorvaldur Þórarinsson. UPPVlS INNBROT Framhald af 8. síðu. honum á nokkurn hátt gegn henni. Rifflinum varpaði hann niður í fjöru við Skúlagötu og fannst hann þar. Situr Gunn- ar nú í gæzluvarðhaldi þg stendur nánari rannsókn máls- ins yfir. HEFUR EKKI ÁÐUR KOMIZT I KAST VIÐ LÖGREGLUNA Hinn maðurinn, sem játað hefur á sig samtals sjö innbrot, er 29 ára gamall og hefur ekki áður komizt í kast við lögregl- una. Hann var tekinn við verzl. Valencía á Njálsgötu 48 kl.. 9.30 að kvöldi og var þá búinn áð brjóta rúðu í búðarhurðinni og viðurkénndi að hafa ætlað að skjótast þar inn og ná sér í sígarettur. -— Hann hefur einn- ig viðurkennt að hafa brotizt inn í KRON-búð í Kópavogi sömu nóttina og innbrotin voru framin hér í bænum. Tók hann þar yerulegt magn af sígarett- um, 2 vindlakassa og um 200 kr. í peningum. Aðfaranótt 13. febrúar sl. fór hann inn í verzl- un Júlíusar Evert í Lækjargötu 8 og stal þar nokkru af sígar- ettum og peningum. Aðfaranótt 21. febrúar fór hann inn í benzinsölu Nafta við Kalkofns- veg og hirti þar 50 kr. í pen- ingum. A'ðfaranótt aðfangadags í vetur fór hann inn í verzl. Krónan í Mávahlíð og tók þar 30 pk. af sígarettum og lítils- háttar af peningum. Fyrir ára- mótin lagði hann leið sína í skrifstofu Pípuverksmiðjunnar við Rauðarárstíg og tók þar nokkrar krónur og nokkru áður í veitingastofu sem er á móti Sænska frystihúsinu og stal þar töluverðu af sígarettum. Báðir mennirnir voru undir áhrifum áfengis í öll skiptin er innfcrotin voru framin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.