Þjóðviljinn - 28.03.1952, Side 1
Föstudagiir 28. marz 1952 — 17. árgangur — 72. tölubl'að
IHIll
HÚSMÆÐEAUEILÐ
★
Fundur í kvöld, föstudag 28.
marz, kl. 8.30 í Þingholtsstr. 27.
Fundarcfni: 1. Félagsmál. — 2.
Endurminningar Lyudmilu Zh-
uk. 3. Kvikmyndasýning.
Stjórnin.
Allsherj arverkfall gegn
ofbeldi Frakka í Túnis
Þrátt fyrir stranga ritskoöun frönsku nýlendustjórnar-
innax í Túnis berast fréttir af mótmælaaögeröum Túnis-
búa gegn ofbeldisverkum Frakka.
1 öllum helztu borgunum
hafa Túnisbúar gert verkfall
til að mótmæla handtöku
fjögurra ráðherra og setn-
ingu herlaga. Allar búðir eru
lokaðar í borgarhverfum
Túnisbúa.
Franski herinn hélt í gær
áfram handtökum manna, sem
starfað hafa í sjálfstæðishreyf-
ingu Túnisbúa. Sprengja sprakk
í fyrrinótt útifyrir skrifstof-
um nýlendustjórnar Frakka í
Túnisborg.
Beyinn, þjóðhöfðingi Túnis,
neitáði í gær að tala við franska
landstjórann, sem ætlaði að
endurnýja kröfu sína um skip-
un leppa Frakka í nýtt ráðu-
neyti.
Tveir af ráðherrum Beyans,
sem voru staddir í París, komu
til Brussel í gær á leið til
Hóta að seiida
frelsunarsveitir
til Trieste
Vegna æsinganna á ítaliu út
af framtíð Triesteborgar, hafa
verið mynduð samtölc, sem hafa
það markmið að hefja beinar
aðgerðir til að sameina borg-
ina Italíu. Ritari samtaka þess-
ara tilkynnti í Róm í gær, að
ætlunin væri að senda frelsun-
arsveitir til Trieste til að gera
hernámsliði Breta og Banda-
ríkjamanna ekki vært þar. —
Kvað liann þegar tekið áð
þjálfa fy'rstu sveitirnar.
MacArthur geng-
inn af göflunum
Mikið virðist skorta á að
bandaríski hershöfðinginn Mac-
Arthur sé heill á geðsmunum.
Hann ávarpaði nýlega löggjaf-
arsamkomu Missisippiríkis og
komst þá meðal aiinars svo að
orði: „Hér heimafyrir ber stefna
ríkisstjórnar-
innar okkur í
áttina til
kommúnistísks
ríkis eins
skelfilega ör-
ugglega eins
og ef valdhaf-
arnir í Kreml
héldu um
stjórnvölinn
. . . Ríkisstjórn
in fram'kvæm-
ir fyrirætlanir Marx og Lenins
með stærðfræðilegri nákvæmni
.... Það verður æ Ijósara, að
stefnan í skattamálum Banda-
ríkjanna er löguð eftir hinum
kommúnistísku kenningum
Karls Marx um að dreifing
þeirrar velmegunar, sem fyrir
hendi er, muni gera lífskjör
allra jöfn“. Þessi brjálæðingur,
sem heldur að Truman forseti
sé lærisveinn Marx og Lenins,
er nefndur í fullri alvörn sem
hugsanlegt forsetaefni republik
ítnaflokksins í forsetakosning-
unum í haust.
Kairó, þar sem þeir ætla að
leita liðsinuis Arababandaiags-
ins. írakstjórn sendi frönsku
stjórninni orðsendingu í' gær,
þar sem krafizt er að hihir
handteknu ráðherrar í Túnis
séu látnir lausir og Iýst yfir,
að aðfarir Frakka séu beinn
fjandskapur við allar Araba-
þjóðir.
Frönslcu stjómiimi tókst í
gær að hindra að þingið ræði
atburðina í Túnis þegar í stað
og verða umræðumar í næstu
viku. Öll morgunblöðin í París
nema eitt afturhaldsblað for-
dæmdu í gær framkomu ríkis-
stjórnarinnar í Túnismálinu.
Eldfjall rls
úr hafi
I síðustu vilcu komu flug-
menn auga á eldfjall, sem ris-
ið er úr hafi norður af Luzon,
liinni stærstu Filippseyja. Fjalls
tindurinn stendur um 80 metra
uppúr sjónum og gosstrókurinn
úr gígnum rís yfir þúsund
metra í loft upp. Kringum eld-
fjallið kraumar sjórinn og vell-
ur. Ibúar nærliggjandi eyja
hafa verið varaðir við að flóð-
alda geti skollið á land upp,
ef snöggar breytingar verði á
gosinu.
1 þingkosiilngiim, sem fram fóru
á Indlandi í vetur urðu koinmún-
istar næs.tstærsti flokkurlnn. I
síðustu viku skýrðl Acheson ut-
anríkisráðherra Bandaríkjaþinxi
frá að stjórniu áliti kosningaúr-
slitin hafa skipað „mjög hættu-
legt ástand“. Myndin er af kosn-
ingafundi í Nýju Delili, höfuð-
borg Indlands.
Brefar reyna að sveEfa Mal-
akkabúa til hlýðni við sig
Brezka nýlendustjórnin á Malakka er að gefast upp á
aö halda þvi fram, aö hún hafi landsbúa meö sér í barátt-
unni gegn skæruliðum sjálfstæöishreyfingarinnar.
MacArthur
Templer herlandstjóri flaug í
gær til frumskógarþorpsins
Tanjong Malin og tilkynnti
þorpsbúum, að vegna þess að
þeir neita að hjálpa Bretum
að hafa hendur í hári þeirra,
sem fyrir nokkrum dögum urðu
12 b”ezkum hermönnum að
bana nálægt þorpinu, yrði þeim
um óákveðinn tíma bannað að
yfirgefa þorpið og bannað að
fara út úr húsum sínum nema
tvo klukkutíma á sólarhring.
Brezkur hervörður verður auk-
inn í þorpinu og þorpsbúar
settir á hungur.skammt. Templ-
er kvað þessar refsiaðgerðir
verða ’hertar og látnar ná til
fleiri þorpa ef skæruhernaður-
inn gegn Bretum héldi áfram á
þessum slóðum.
Iiingað til hafa brezku hern-
aðaryfirvöldin á Malakkasltaga
mest beitt þeim refsiaðgerðum,
sem kunnar eru frá hernámi
nazista í Evrópu, að jafna þorp
við jörðu og varpa íbúunum í
fangabúðir. Samkvæmt tilkynn-
ingm Breta sjálfra hafla hí-
býli 10.000 Malakkabúa verið
brenrid á þann hátt og þeir
fluttir í fangabúðir í öðrum
íandshlutum.
TsTú eru liðin fjögur ár sið-
an skæruhernaðurinn gegn
Bretum á Malakkaskaga
hófst. Lið Breta á skaganum
er komið upp í 200.000
manns en það er jafn fjærri
því og í upphafi að sigra
5000 skæruliða, sem njóta
stuðnings fólksins.
Brezhri k©sm vihið ai
þingi
Tuttugu og þriggja klukku-
tíma fundi í brezka þinginu um
atvinnuleysið og sölutregðuna
í vefnaðariðnaðinum lauk með
því í gærmorgun, að Verka-
mannaflokksþingmanninum frú
Braddock var vikið af þingi í
fimm daga. Stóð liún á fætur
og iheimtaði að fá orðið og neit-
aði að setjast þegar forsetinn
skipaði henni að gera það.
Frú Braddoek kom við sögu
fyrir nokkrum vikum, er hún
bað árangurslaust um leyfi for-
seta til að kasta hænueggi í
hausinn á íhaldsþingmanni, sem
hélt því fram að það væri postu-
línsegg, sem hún var að sýna
þingheimi til dæmis um, hvílík
örverpi húsmæður væra neydd-!
ar til að taka upp í eggja-j
skammt sinn. .1
Hvenœr gefur Björn
skýrslu um vesturför sína?
Gjaldeyrisástandið ömurlegra en nohkru sinni
Nú er senn hálfur mánuður síðan Björn Ólafsson við-
skiptamálaráðherra kom heim úr Bandaríkjaför sinni, en
þangað fór hann með fríðu förunejii, Benjamíni Eiríkssyni
fátækraíulltrúa Banilaríkjanna á Islandi og Þórhalli Ás-
geirssyni sem verið hefur sérstakur fulltrúi marsjallkerfis-
ins hér á landi. Það er á aJIra vitorði að erindi Björns vestnr
var að betla áframhaldandi fégjafir eftir að marsjalLkerfið
er liðið undir lok. Venjan hefur verið sú að ráðherrarnir
liafa gefið þjóðinni málamyndarskýrslur í útvarpi eftir
slíkar utanfarir, en nú bregður svo við að Björn hefur ekki
sagt nokkurt orð. Hvað kemur til að Björn þegir; voru
undirtektir Baiidaríkjamaiina ef til vill slíkar að jaínvel
Bjöm Ölafsson sjái sér ckki fært að geta þeirra ásamt
samningsbundnum Iofsjrrðum um hina vestrænu herraþjóð ?
Þögn Björns er þeim mun furðulegri scm það er á allra
vitorði að gjaldeyrisaðstaða Iandsins er mjög erfið; baník-
arnir ráða svo til ekki yfir neinum evrópugjaldeyri og munu
þó hafa hagnýtt yfirdráttannöguleika greiðslubandalagsins
til hins ýtrasta. Væri vissulega ærin ástæða til að viðskipta-
málaráðherrann ræddi þetta ástaiul við þjóðina og þær að-
gerðir sem hún fyrirhugar til að lejrsa vandann.
Póstspreitgja æíluó Adenau-
er særii* Ijulda niamts
Böggull, sem skrifað var utaná til Adenauers forsætis-
raöherra sprakk í gær í lögreglustöö í Munchen í Vestur-
Þýzkalandi.
Tveir drengir komu með
böggulinn á aðalpósthúsið í
Miinchen og sögðu þeir, að ó-
kunnugur maður hefði beðið þá
fyrir hann.
Sereste fiha-
ma settur al
Brezka stjórnin tilkynnti á
þingi í gær, að hún hefði ákveð-
ið að setja Seretse Khama,
höfðingja Bamangvatoætt-
flokksins í Bechuanalandi í
Afríku, af fyrir fullt og allt. I
hitteðfyrra gerði brezka Verka-
mannaflokksstjórnin Khama út-
lægan í fimm ár. Sök hans er
sú, að hann er giftur hvítri
konu en Bechuanaland liggur
að Suður-Afríku, þar sem
margra ára fangelsi liggur við
hjónabandi fólks af mismun-
andi kjrnþáttum. —• Ofsækir
brezka stjórnin Khama og konu
hans til að þóknast kynþátta-
kúgunarstjóm Malaris í Suður-
Afríku.
Bílsprengja banar
svertingjahjóniim
Homer Wright, svertingi í
New Haven í Connecticut í
Ba.ndaríkjunum, sté í síðustu
viku upp í vörubíl sinn ásamt
kcnu sinni Opheliu. Þegar hann
ætlaði að setja bílinn í gang
varð sprcnging, sem varð hjón-
unum að bana. Rannsókn leiddi
í ljós, að dynamiti hafði verið
komið þannig fyrir, að það
sprakk þegar ýtt var á startar-
ann. Þremur vikum áður hafði
Wright baft hendur í hári hvíts
þjófs.
Póstmönnunum fannst bögg-
ullinn grunsamlegur og fóru
með hann á lögreglustöðina.
Gert var boð eftir sprengiefna-
sérfræðingi, en þegar hann var
að opna böggulinn varð mikil
sprenging, sem særði sérfræð-
inginn lífshættulega og marga
lögregluþjóna minna. Kjallara-
herbergið, þar sem þeir voru
að verki, gereyðilagðist.
Þegar sprengingin varð var
búið að opna böggulinn og kom
úr ilionum bók, sem hefur verið
holuð innan óg sprengju komið
þar fyrir, sem sprakk þegar
bókin var opnuð.
Tngir Breta á ráð-
stefnu s Moskva
Þingmenn, kaupsýslu-
menn, Boyd Orr lávarður
Fréttaritari New Yorlk Times
í London skýrir frá því 20. þ.
m., að tuttugu til þrjátíu Bretar
kunni að fara á alþjóða efna-
hagsráðstefnuna, sem haldin
verður í Moskva í næsta mán-
uði. Markmið ráðstefnunnar er
að ræða leiðir til aukinna milli-
ríkjaviðskipta.
Verkamannaf lokksþingmaður-
inn Henry Usborne, sem einnig
er formaður í stjórn vélsmíða-
fjh'irtækis, hefur skýrt frá því
að hann hafi þegið boð um að
sæ'kja ráðstefnuna. Sama máli
gegnir um Boyd Orr lávarð,
fyriverandi formann landbún-
aðarstofnunar SÞ. Aðrir brezkir
fulltrúar verða þingmenn, liag-
fræðingar, kaupsýslumenn og
forystumenn verkalýðsfélaga.