Þjóðviljinn - 28.03.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.03.1952, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. marz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Barnaf jölskyldan í óhæfa bragganum og vottorðasmölun „skrifstofu borgarstjéra" „Skrifstofa borgarstjóra" — ábyrgðarmaður hr. Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri, hefur um nær hálfsmánaðar- skeið staðið í ströngu við að safna vottorðum. Vottorðum, sem að því er bezt verður iséð eiga að sanna að allt sé í Jagi með að barnafjölskylda (nú 5 manns, áður 6 manns) búi í 14 fermetra braggahúsnæði í Laugameskampi, sem borgarlæknir úrskurðaði á sL hausti „ALGERLEGA Ó- HÆFT TIL ÍBÚÐAR FYRIR BARNAFÓLK“. Þann 6. þ.m. skýrði Þjóðvilj- inn frá því að á s.l. hausti hefði kona flutt með nýfætt ibarn sitt í húsnæði í Laugar- nescamp, sem borgarlæknir gaf eftirfarandi vottorð um í lok nóv. sl. haust: „Reykjavík 27. nóv. 1951. Eftir beiðni skoðaði ég í dag húsnæði að Laugarnes- camp 16, en þar býr Guð- veigur Þorláksson ásamt konu sipni og bðmum. Kon- an, Sigurlaug Steinunn Sig- urðardóttir, liggur á Fæðing ardeild Landsspítalans og hefur nýlega alið þar bara, en önnur börn þeirra, sem á heimilinu eru, eru á öðru ári og 3ja ára. Auk þess er á heimilinu einn uppkom- inn sonur þeirra, en tveim stálpuðum börnum hefur ver ið komlð fyrir utan bæjar vegna húsnæðisþrengsla. Húsnæðið er 2 herbergi, annað rúmlega 10 ferm., en hitt rúmlega 4 ferm. Úpp- hitun er í stærra herberginu frá litlum miðstöðvarofni, sem tengdur er við kola- eldavél í eldhúsi. Yeggir bera allir meira eða minna vott um raka. Gluggaum- búnaður er lélegur. Gólfdúk- ur er mjög Iélegur á stærra herberginu, en algerlega ó- nýtur á því minna, og sést þar, að gólf eru fúin. Eldhús er rúmlega 8 ferm., sæmilega hlýtt, ér kynt er á eldavélinni; en gluggi ó- þéttur og raki í skápum og gólfdúkur lélegur. Geymslu- kompa, rök og óinnrétt, fylgir húsnæði þessu. Húsnæði þetta verður að telja algjöriega óhæft til í- búðar fyrir barnafólk, og ekki kemur til mála, að sængurkona með vikugamalt barn geti flutt í það. Ásmundur Brekkan. Aðstoðarlæknir“. Þá skýrði Þjóðviljinn enn- fremur frá því hvernig vetrar- kuldinn hefði verkað á þetta húsnæði, sem í vetur hefur ýmist verið hélað eða flotið út i slaga og' birti eftirfarandi vottorð: „Sigurlaug Sigurðardóttir Laugarnescamp 16 býr í húsnæði, sem verður að telja algjöriega óhæft til íbúðar. 28.2. — 1952. Gunnar Benjamínsson‘‘. Þetta kom ónotalega Við „Skrifstofu borgarstjóra“ „Skrifstofa borgarstjóra“ — ábyrgðarmaður hr. Gunnar Thoroddsen — hafði margt að athuga við þessar upplýsingar M.a. það að húsbóndinn í fyrr- nefndu húsnæði hefði áður átt hús og „skrifstofu borgar- stjóra“ væri „ókunnugt u«“ hvers vegna maðurinn hefði farið að selja það hús og flytja í bragga, ennfremur að hann hefði ekki talað við „við- komandi áðila“ um húsnæðis- vandræði sín. Þjóðviljinn hafði þá tal-af í- búa fyrrnefnds bragga í Laug arneseampi 16, Guðveigi Þor- lákssyni, þar sem Guðveigur upplýsti að hús sitt hefði verið auglýst í Lögbirtingarblaðinu tir uppboðs til greiðslu á út- svarsskuld, samkvæmt kröfu bæjargjaldkera Ihaldsins, og ennfremur skýrði hann frá að hann hefði rætt við Ólaf Sveinbjömsson skrifstofustjóra og Ragnar Þórarinsson um húsnæðisvandræði sín, og til- greindi hvenær Ólafur Svein- björnsson hefði heitið Viðgétð á bragganum. — Viðtal þetta við Guðveig Þorláksson var birt 14. þessa mánaöar. Nú vantaði aðeins eitt til þess að allt væri fullkomnað! Þessar upplýsingar Guðveigs virðast hafa valdið „Skrifstofu borgarstjóra“ (ábyrgðarmaður hr. Gunnar Thorddodsen) miklu annríki, því eftir 11 daga þögn sendir „Skrifstofa borgar- •stjóra" (ábyrgðarmaður herra Gunnar Thoroddsen) loks frá sér svar. Og hvílíkt svar! Eitt afrit úr afsals og veðmálsbók- um Reykjavíkur, fimm vott- orð og skrá yfir tekjur Guð- veigs Þorlákssonar í fimm ár! Hið eina sem virtist á skorta til að „Skrifstofa borgarstjóra' (ábyrgðarmaður Gunnar Thor- oddsen) gæti litið yflr þetta 11 daga verk sitt og sagt: sjá það er harla gott! var vottorð um að ummæli borgarlæknis og Gunnars Benjamínssoiiar lækn- is í vottorðum þeirra um hús- næði Guð\*eigs Þorlákssonar. vær'u ómerk orð sem öllum bæri að forðast að Ieggja trúnáð á! „Skrifstofa borgarstjóra“ hefur orðið. ,, Skrifstofa borgarstjórá ‘ (á- byrgðarmaður Gunnar Thor- cddsen) verður að virða Þjóð- viljanum það til vorkunnar þótt hann eyði ekki rúmi und- ir öll þessi vottorð, svo sem út- svarsupphæðavottorð Kristins Kristjánssonar og afrit úr af- salsbókum, en láti nægja nið- urstöður „Skrifstofu borgar- stjóra“ (ábyrgðarmaður Gunn- ar Thoroddsen) af 11 daga vott- orðasöfnun. Þær eru svohljóð- andi: „Af ofanskráðu er ljóst: 1. Að húsið var ekki selt að kröfu bæjargjald’kerans , í Reykjavík, heldur var hin lága útsvarsupphæð miðuð við sölu- verð hússins greidd tveimur mánuðum áður en það var selt, til þess að sala gæti farið fram. 2. Að viðkomandi hefur aldrei farið fram á viðgerð á núver- andi húsnæði, heldur beðið bæ- inn um nýtt fyrir eigi alls löngif. - -» 3. Að hjónunum var boðið rúm fyrir barnið á vöggustofu, áður en það fæddist. 4. Að bamið var ekki veikt í lungum, heldur hafði það hita- laust kvef. 5. Að tekjur þær, sem fjöl- skyldan hefur haft samanlagt eru það háar, að hr. Guðveigur Þorláksson ætti ekki að þurfa að kvarta yfir samskiptum sín- um við Reykjavíkurbæ.“ Útsvarsskuldin greidd með húsverðinu. 1 fyrradag hafði Þjóðviljinn enn tal af Guðveigi Þoriáks- syni. hans lá á Fæðing-ardeild Lands-1 spítalans, bauð ég honum þettal enn á ný, en það fór á sömu leið. Kvað hann sér myndi ganga bet- ur að fá húsnæði, ef hann hefði barnið. Þar sem mér fannst fram- för barnsins ekki eðíileg, flutti ég það í sgmráði við ‘fore.ldrana á vöggustofúna á Hliðárénda 2. marz s. 1. Reykjavík 20. marz 1952. Guðrún Bjarnadóttir. — Hváð segir þú um þetta? — I stuttu máli það, að um- rædd hjúkrunarkona talaði aldrei um þetta við mig áður en barnið fæddist. Ég hitti hana aldrei meðan konan lá á Fæð- ingardeildinni. Hitt er rétt, að ég talaði um það við aðra, og þeirra á meðal mun vera Ólaf- ur Sveinbjörnsson skrifstofu- stjóri, að'ég hvorki gæti né vildi Rákust viðgerðarmennirnir j tekið barnið heim í braggann þarna inn fyrnr tilviljun?! j 0g ég vísa þar en til vottorðs — Ólafur Sveinbjörnsson | borgarlæknis. skrifstofustjóri segir m.a.: „Uml Hjúkrunarkona frá Líkn viðgerð á núverandi húsnæði kom hálfsmánaðarlega til okk — Skrifstofa borgarstjóra játar að hús þitt hafi á sínum tíma verið auglýst til sölu upp í útsvarsskuld, en að skuldina, 1270,00 kr., hafir þú .greitt tveim mánuðum áður en sala fór fram. Greiddir þú þá ekki útsvarið með húsinu? — Jú, það var nú einmitt það. Húsverðið notaði ég til að greiða útsvarsskuldina og aðr- ar skuldir er á húsinu hvíldu Kaupandinn greiddi mér nokk- urn hluta húsverðsins fyrirfram og þá greiddi ég útsvarskuldina. hefur hann ekki beðið né neinn fyrir hans hönd“, en að þú haf- ir beðið um annað húsnæði? — Gott er nú það, að þeir viðurkenna að ég hafi 'beðið um annað húsnæði, en það gerði ég strax í fyrrahaust, og fékk þau svör að það væri ekki hægt, en það væri hægt að gera við braggann. — Konan mín talaði við Ólaf Sveinbjörnsson snemma í febrúar um að raf- magnið væri bilað, 20. febrúar talaði ég við hann og hét hann þá að senda viðgerðarmenn eft- ir tvo daga. Seinna talaði konan við hann. Viðgerðarmennirnir komu 13. marz. Kveðst ekki hafa við hana talað. — „Skrifstofa borgarstjóra" (ábyrgðarmaður Gunnar Thor- oddsen) birtir eftirfarandi vott- orð: Ég undirrituð, hjúkrunarkona Barnaverndarnefndar, bauð hr. Guðveigi Þorlákssyni, Laugarnes- carap 16, að koma barni því, sem kona hans átti í vændum, fyrir á vöggustofunni á Hlíðarenda, en hann hafnaði því. Þegar hann kom að máli við mig, meðan kona ar eftir aö barnið og konan voru fliitt í braggann og hún talaði við vottorðsgefanda „skrifstofu borgarstjóra“, sem þá talaði við konuna mína stuttu áður en barnið fór á vöggustofuha 2. marz. Fór þangað 2—3 dögum síðar. — Kristbjörn Tryggvason segir barnið hafa verið kvefað en hitalaust er það kom í vöggustofuna og „hafa verið hitalaust“ síðan. — Um það hef ég það eitt að segja að ég er ánægður yfir að barnið skuli nú vera heil- brigt, eftir að það kom í gott húsnæði, og jafnframt endur- taka það sem ég sagði í fyrra viðtali, að þegar það var mælt eftir að ég hafði sótt lækni til þess var það með 38,7 stiga hita — en það var ekki flutt í vöggustofuna fyrr en 2 eða þrem dögum síðar. Kann litlar þakikir fyrir slíkt. — „Skrifstofa borgarstjóra“ segir að í 5 ár hafir þú árlega haft frá 29,2 til 38,3 þús. kr. tekjur á ári. — Því er fljótsvarað hvernig þær tekjur eru reiknaðar. Fjög- ur af börnunum voru tekin af mér og komið fyrir hingað og þangað. Það sem greitt hefur verið með þeim er þarna að sjálfsögðu fært mér til tekna. Annars kom einn drengurinn heim af opinberu barnaheimili með útgrafna hlustina og hefur að miklu leyti misst heyrnina á því eyranu auk þess sem hann hefur kvalir í höfðinu siðan, og kann ég engar þakkir fyrir slíkt. Lengra er viðtalið við Guð- veig Þorláksson ekki að sinni, en af skrifunum um málið ligg- ur ljóst fyrir eftirfarandi: 1. 27. nóv. s.1. úrskurðaði borg- ariæknir húsnæði Guðveigs í Laugarneskampi 16 „AL- GERLEGA ÓHÆFT TIL 1- BÚÐAR FYRIR BARNA- FÓLK“ og Gunnar Renja- mínsson Iæknir gaf samskon- ar vottorð 28. febr. sl. 2. Þrátt fyrir þetta var nýfætt bam flutt í braggann á sl. Iiausti og látið dvelja þar til 2. marz s.l. 3. í vetur hefur 6 manna fjöl- skytda verið látin hafast við í 14 fermetra hreysi, siern er „ALGERLEGA ÓHÆFT TIL IbUÐAR FYRIR BARNAFÓLK“. 4. Það er riðurkennt með vott- , orði Ólafs Sveinbjörnssonar skrifstofustjóra að „Hr. Guðveigur Þorláksson hefur nokkrum sinnum leitað eftir aðstoð bæjarins til að kom- ast í annað húsnæði“. 5. Staðreynd að þrátt fyrir það og vottorð borgariæknis er fjölskyldan (að undanskildu yngsta barninu) enn í þessu húsnæði. 6. „Skrifstofa borgarstjóra“ (ábyrgðaraiaður Gunnar Thoroddsen) hefur í 11 daga verið að smala vottorðum, sem eru óskiljanleg með öllu, ef tilgangurinn með þeim á að vera eiuhver annar en sá Framhald á 7. síðu. ÍÞRÓTTIR RJTSTJÓRl: FRt'MANN HELGASON EIGA KNATTSPYRNUMENN AÐ HUGSA UM AÐ FARA Á ÓLYMPÍULEIKI? Meðal íþróttamanna eru nú uppi allmiklar umræður um það hvort knattspyrnumenn eigi að fara á olympíuleikana í sumar eða ekki. Þessar umræður munu einnig eiga sér stað og það með nokkru kappi hjá þeim sem f jærri íþróttum standa, sem virkir þátttakendur. Meira að segja þótti okkar ágætu mennta mönnum það efni í spumingu á síðasta sp.urningatíma Stúd- entafélagsins, hvort ísl. knatt- spyrnumenn ættu að fara á ol- ympíuleika. Tilgang fyrirspyrj- anda gat ég ekki örugglega greint, en svar Baldurs bar gáfumanninum vitni. Það bar í sér þá skoðun að það gæti verið skref í átt til aukins þroska, og þó mun Baldur Bjarnason ekki talinn meðal leiðtoga í- þróttamanna eða harðskeyttur íþróttakepjHindi. Það breytir ekki miklu þó hann teldi að það gæti tekið nokkra tugi ára að ná æskileg- um þroska. Það einkennilega er í öllum þessum umræéum, að sú skoðun er almenn að knatt- spyrnumenn eigi ekki að láta sér detta í hug að fara á olym- píuleikina. Ég verð að játa að ég er undrandi á þessari skoð- un. Mér finnst hún vera lág- kúruleg, og ekki ■ í þeim anda sem ungum mönnum er nauðsyn legur, þ.e. að setja markið hátt. Það er frumskilyrði til að ná ákveðnu takmarki, að láta sér detta í hug að þetta takmark sé til, að hugsanlegt sé að tak- ast megi að ná því, að sé tak- markið gott þá megi ungi mað- urinn vænta þess að hann fái örfun á sinni erfuðu leið að þessu marki. Ekkert af þessu virðist sem knattspyrnumenn megi láta sér detta í hug eða verða aðnjótandi. Mér virðist þetta öfugt við allan eðlilegan ganga mála. Við eigum að hvetja þá til að taka mál sín alVarlega, setja markið hátt, vinna að þeim með djörfung og dugnaði. Veita þeim alla þá örf- un sem verða má svo að þeir nái sem beztum árangri, að þeim megi takast að ná því Framhald á 7. síðu. Úrslit í Handknattleiksmótimi á sunnudag. Á sunnudaginn kl. 8 fara fram úrslit landsmóts hand- knattleiksmanna og lenda þessi félög í úrslitum: H. flokkur kvenna, FH og Þróttur, meist- arafl. kvenna, Árm., Fram. III fl. karla Fram og Valur sem unnu hvor sinn riðil. í H. fl. karla Árm.-Víkingur sem einn- ig unnu hvor sinn riðil. í I. fl. karla eigast svo við Ármann og Valur. Má gera ráð fyrir að margir þessara leikja verði jafnir og skemmtilegir. Tvö síðustu keppniskvöld fóru leikar þannig: II. fl. kvenna Ármann Fram 2:1. M. fl. kvenna Valur KR 2:2. III. fl. karla KR — FH 5:6. III. fl. karla Fram — Ár- mann 9:4. III. fl. karla Valur — ÍR 11:4. II. fl. karla ÍR FH 6:3. n. fl. Víkingur Valur 7:5. II. fl. karla KR Þróttur 9:1. H. fl. karla Fram Þróttur 5:2. H. fl. karla Þróttur SBR 5:4, H, fl. karia Ármann Fi am 10:3„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.