Þjóðviljinn - 29.03.1952, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.03.1952, Qupperneq 3
- Laugardagur 29. marz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3‘ MÁLGAGN ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAB. RITSTJÓRAR: TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON — STEFÁN YNGVI FINNBOGASON Iðnnemasamtökln tuffugu og fimm ára í tilefni af 25 ára afmæli Félags jámiðnaðar- nema átti Æskulýðssíðan viðtal við formann fé- iagsins, Guðmund Eiríksson, en félagið efndi til afmælishófs í Tjarnarcafé fyrra íöstudag. Hvað getur þú sagt mér um stofnun félagsins ? spyr tíð- indamaðurinn. — Fyrir 25 árum síðan, þann 20. marz 1927, komu 34 járniðnaðarnemar saman í Iðn- skólahúsinu til stofnfundar fé- lagsins. '-----------------------------N Nú er komið að lokasprettin- um í undirbún- ingsstarfinu að Bazar Æ.F. Fyr- irhugað var í fyrstu að bazar- inn yrði haldinn fyrir jól í vet- ur, en annir félaganna vefrna happdrættis Æ.F. gerðu það að verkum að ákveðið var að fresta honum til vorsins, til fyrstu vikunnar i maí. Rúmur mánuður er því til stefnu. Okkur þykir rétt að skýra fyr- ir félögum tilgang þessa baz- ars, til hvers hann er haldinn, og að hverju er a5 keppa. — Ákveðið hefur verið að senda erindreka á vegum Æskulýðs- fylkingarinnar um landið, er- indreka til að hafa samband við deildirnar, til að koma af stað leshringum og til þess að rétta þeim hjálparhönd við skipulagningu deildarstarfsins á hverjum stað. Um nauðsyn þá fyrir Æskulýðsfylkinguna í heild, að halda slikan erind- reka, þarf ekki að orðlengja, öllum félögum er hún ljós, en ágóðanum q.f bazarnum á að verja til þessara framkvæmda. Vildum við því hvetja alla félaga til áframhaldandi fram- takssemi, við undirbúning baz- arsins, og beina þeirri ósk okkar til annarra velunnara Æskulýðsfylkingarinnar, að leggja okkur lið. — Félagar Æskulýðsfylkingarinnar hafa margsinnis sýnt frábæran dugnað við öll þau störf sem fylkingin hefur falið þeim, og vitum við að sú verður einnig reyndin nú. Félarar. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 5 til 7. Hafið sarrtband við hana og komið þangað með muni ykkar. Sýn- um enn hvers virði Æsku- lýðsfylkingin er okkur, með því að gera bazar hennar sem glæsilegastan. Bazarnefndin. ------------------------------/ Hverjir voru helztu hvata- menn að stofnun samtakanna? — Það voru þeir Friðjón Guðbjörnsson, nú starfsmaður í Sundhöllinni, er varð fyrsti formaður félagsins og Björn Jónsson, nú verkstjóri í Lands- smiðjunni, er varð fyrsti gjald- kerinn. Auk þess nutu þeir að- stoðar Filippusar Ámundar- sonar þáverandi formanns Sveinafélags járniðnaðarmanna Var þessi fundur fyrsti stofn fundur iðnnemafélags á ís- landi ? — Nei, reyndar höfðu prent- nemar áður reynt að halda Guðmundur Eiríksson uppi prentnemafélagi, en það dó fljótlega og starfaði ekki nema í nokkur ár, svo Félag járniðnaðarnema ér elzta starf- andi iðnnemafélag landsins. Átti félagið þá ekki við mikla byrjunarörðugleika að etja? — Jú, eins og gera má ráð fyrir, reyndu meistararnir að fá félagið bannað, þar eð það var fyrst og fremst stofnað sem stéttarfélag, en allar slík- ar tilraunir mistókust algjör- lega. Annars var áhugi mikill ríkj- andi meðal félagsmanna og um tíma var félagið í Sambandi ungra jafnaðarmanna, er var þá róttækur verkalýðsfélags- skapur, en gekk síðan aftur úr því nokkru seinna. Kaupdeilur og skæru- hernaður. Hvernig vann félagið a6 hagsmunabaráttunni ? — Árið 1930 beitti félagið sér í fyrsta sinn fyrir kaup- hækkun á yfir-, nætur- og helgidagavinnu. Aðstæðurnar voru slæmar vegna þess að iðnnemar, þá sem nú, höfðu ekki þau lágmarks mannrétt- indi — verkfallsrétt — urðu þeir því að beita eina vopni sínu þ.e.a.s. að neita að vinna nema fainn tilskylda 8 tíma vinnudag. I þetta sinn kom eftirviiyiuverkfallið ekki til framkvæmda nema á einum vinnustað, því samningar tók- ust fljótlega. En aftur árið 1940 varð að gera eitt allsherjar eftirvinnu- verkfall, sem lyktaði með stór- sigri fyrir iðnnema. Hafið þið oft orðið að beita þessum eftirvinnuverkföllum í kjarabaráttunni ? •—• Nei þetta var síðasta eft- irvinnuverkfallið, því árið 1944 náðist samkomulag við meist- ara um rétt félagsins til að semja um yfir-, nætur- og helgidagavinnu og er það einn þýðingarmesti sigur sem félag- ið hefur náð. Það mun, hafá verið fyrsta iðnnemafélagið sem fékk þennan rétt viður- kenndan og hafa síðan mörg önnur nemafélög fylgt því dæmi.. Það mun óhætt að segja • að allar 'kjarabætur jámiðnað- nema hafi náðst fyrir atbeina félagsins. Hvað er framimdan? — Barátta okkar fyrir nýrri iðnnámslöggjöf og enn- fremur, að öll kennsla í iðn- skólunum fari fram að degin- um, en ekki eins og nú er, að iðnnemar þurfi að setjast á skólabekk í 4 eða 5 tíma eft- ir erfiðan vinnudag, oft án þess að hafa tækifæri til að neyta nokkurs matar fyrr en að skóla loknum. FRÁ STÆKKUN NEÐANJARÐARBRAUTAR INNAR I MOSKVU ' Sem sagt þið haffð þá oft frá 10 til 13 tíma vinnudag? Já, vel það, því þar við bætist allur heimalærdómur, sem sett- ur er fyrir næsta dag og geta menn þá séð, hvenær okkur er ætlaður tími til að sinna hon- um, ef við eigum svo að mæta til vinnu kl. 7.30 að morgni. Hvað viltu segja um sjálft ver knámið ? \ Á mörgum stöðum er því mjög ábótavant, og höfum við gert kröfur til Iðnfræðsluráðs um námsáætlun og árleg kunn- áttupróf i hinu verklega námi. Og hefur kröfunni verið sinnt ? Nei. Iðnfræðsluráðið hefur stungið málinu undir stól og höfum við því nú orðið að leita til iðnaðarmálaráðherra með þær kröfur. En hvernig eru laun ykkar núna? — Óviðunandi, t. d. vikulaun, nema á fyrsta námsári, voru i s.l. mánuði um 194 kr., og eiga þessi laun að hrökkva til að greiða fæði, klæðnað, húsnæði og þjónustu, auk vasapeninga. — Er von um nokkra úrbót í launamálunum? — Því miður eru lítil líkindi til að breyting verði til batn- aðar á hinum raunverulegu launrnn okkar þar sem kaup- máttur krónunnar fer síminnk- andi vegna hraðvaxandi dýr- tíðar; þar að auki hafa iðn- nemar ekki fulla dýrtíðarupp- bót á laun sín. Stærsta iðnnemafélag landsins. Hvað er félagatalan há? — I febrúarlok voru 136 meðlimir í félaginu, en viðstaða1 hvers meðlims í félaginu er lengst 4 ár, svo straumurinn liggur alltaf inn og úr félaginu. Félagið virðist hafa miklu' hlutverki að gegna? — Já, segja má að þar hafi flestir járniðnaðarmenn fengið sinn fyrsta skóla í verkalýðs- baráttunni. Framh. á 7. síðu HVER Á VINNINGSMIÐANN? 23. desember s.l. var dregið í happdrætti Æskulýðsfyikingarinn- ar. Upp kom númerið: 3025 VINNINGSINS hefur enn ekkl verið vitjað, og ættu því alllr þeir sem keypt hafa 'miða í happdrætt- inu að athupra Kaumgæfllega hvort þeir hafa ekki vinningsmiðann £ fórum sínuni. VINNINGSINS skal vitjað í skrifstofu Æ.F.R., Þórsgötu 1. 1 í Æ. F. R. Almennur félagsfundur Æ. F. R. Æskulýðsfylkingin — íélag ungra sósíalista í Reykjavík efnir til fundar um atvinnumálin í Breið- firðingabúð n. k. mánudag 31. marz klukkan 20.30. B'ÆDU'MENN': Bfarni Benedíktsson frá Hofteigi — Sigurbjörg Guðfaugsdóttir, iðnaðarmæs — Magn- ús ölafsson, verkamaður — BoIIi Sigurhansson, rafvirki — Ölafur íens Fétursson. meimtaskóianemendi — Tryggvi Sveinbjörnsson, iðnnemi. Allir^ ungir sósíalistar í Reykjavík eru hvattir til að mæta á fundinum og taka með sér gesti. ii fi i > ijn rr ~ --- ~ * *-■—-*••• **~ •- — -* -- --------------------—-■ ■*—-—“ *■ • « **-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.