Þjóðviljinn - 29.03.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 29.03.1952, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29. marz 1952 Jónína Jónasdóttir Framhald af 5. síðu. með frábæru þreki og stillingu. Hún var þeirra yngst, rúm- lega sextug að aldri. Nú er Ól- öf orðin ein eftir, einstæðingur í ellmni. Þessi fóstursystkini áttu það öll sameiginlegt, að mega ekki vamm sitt vita í neinu. Þeirra mesta ánægja virtist vera í því fólgin að greiða veg annarra, þau þekktu sjálf erfiðleika lífs- ins, og voru skyggnari en flest- ir a'ðrir á annarra kjör, og ekki síst hún sem við erum nú að kveðja. Jónína var frábær manneskja, sem með viðmóti sínu og breytni allri varpaði geislum á veg 'þeirra sem með henni voru. lundin var svo glöð og hlý, og hreinskilnin og góð- vildin eftir því. „Þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir“. Mér hafa oft dottið í hug þessi orð mesta sp’ékihgsins er ég hef hugsað til Jónínu. Það var gott að heimsækja þau fóstursystkinin á Völlum og finna hugarhlýj- una á móti sér. Margir at þeirra gömlu sveitungum munu hafa átt þar vísa gistingu er þeir voru hér á ferð. Þó hús- plássið væri ekki mikið, 'var hjartarúmið þeim mun meira, og þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm. Jónína Tómasdóttir var góð- um gáfum gædd, hún var ræð- in og skemmtileg, og átti mik- ið andlegt víðsýni, hún leit ætíð á málefnin frá öllum hliðum, og lét menn aldrei gjalda þess þó þeir hefðu aðrar skoðanir en hún. Nú þegar hún er horf- in sjónum okkar, finnum við betur til þess en áður í hve mikilli þakkarskuld við erutn við hana, fyrir alla hennar góð- vild í okkar garð, og fyrir hin- ar mörgu gieðistundir sem hún hefur veitt okkur, en ég vona að hún eigi eftir að uppskera ávöxtin af þeim frækornum, er hún sáði hér, í framtíðarland- inu sem hún er nú að flytja inn í. Það mun ávallt vera bjart yfir minningu hennar í hugum okkar, sem áttum því láni að fagna að verða henni samferða nokkur ár ævinnar. Vertu sæl Jónína, hjartans þökk fyrir samveruna, blessuð sé minning þín. Vinkona- Krossgáta % % , - , | BANDAHf 1 Etttr í 9ARBIS ACA THEODORE DREISER | 134. DAGUR Lárétt: 1 skriffæri — 4 ráðherra — 5 samtenging — 7 ekki þessi — 9 fraus — 10 kalli — 11 nafn — 13 fangamark — 15 forföður — 16 kipra varirnar. Lóðrétt: 1 ítalskt fljót — 2 neitun — 3 sérhljóðar — 4 ritið — 6 hafna 7 gladdist — 8 biblíunafn — 12 fangamark — 14 dagbl. í Rvík 15 tveir fyrstu. Lausn 57. krossgrátu. Lárétt: 1 innmatur — 4 ló — 5 óa — 7 kný — 9 inn — 10 tún — 11 ára 13 te — 15 ar — 16 trafs, Lóðrétt: 1 ló — 2 fón — 3 ró — 4 leift 6 asnar — 7 kná — 8. ýta — 12i róa — 14 et — 15 A.S. sér úr greipum ganga tækifæri til að heimsækja Steele fjöl- skylduna í Gloversville í félagsskap Trumbull systkinanna, án nokkurrar aðstoðar frá Griffithsfólkinu ? Ef til vill var það ó- drengilegt og svívirðilegt gagnvart Róbertu, en hann átti líka von á að hitta Sondru. Og þess vegna þekktist hann boðið ,en svo ákvað hann að fara tafarlaust til Róbertu o* gefa henni skýringu á fjarveru sinni, koma með einhverja trúlega afsökun — að Griffithsfólkið til dæmis hefði boðið honum til miðdegisvgrðar. Hún tæki það gctt og gilt. En þegar hann kom til heimkynna hennar og hún var ekki heima, ákvað hann að skýra það út fyrir henni næsta morgun í verksmiðjunni — bréflega ef nauðsyn krefði. Og til þess að bæta henni þetta upp ákvað hann að bjóðast til að fylgja henni til Fonda á laugardaginn og afhenda henni gjöfina þá. E3n í stað þess að skýra þetta út fyrir henni með alvöru og von- brigðasvip á föstudagsmorgruninn í verksmiðjunni, hvíslaði hann: „Heyrðu vinan, ég verð að svíkja þig í kvöld. Ég er boðinn til frænda míns og ég verð að fara. Og ég veit ekki hvort ég get skroppið til þín á eftir. Ég ætla að reyna það ef ég losna nógu snemma. En ef ég get það ekki, þá hitti ég þig í Fondalestinni á morgun. Það er dálítið sem ég ætla að gefa þér, svo að þú mátt ek!ki vera reið við mig. Ég vissi þetta ekki fyrr en í morg- un, annars hefði ég látið þig vita. Þú mátt ekki verða reið.“ Hann horfði á hana og reyndi að vera dapur í bragði til að sýna vonbrigði sín. En þegar Róberta sá þessu langþráða kvöldi og gjöfum sínum vera ýtt til hliðar á þennan kæruleysislega hátt og það í fyrsta skipti, hristi hún höfuðið neitandi, eins og hún vildi segja: „Æ, nei,“ en hún varð sorgbitin og fór að velta fyrir sér hvað það boðaði, að hann sveik hana núna á þennan hátt. Því að fram að þessu hafði Clyde verið nærgætnin sjálf og hafði dulið hina nýju ást sína á Sondru bak við grímu ástar og tillitssemi, sem hafði blekkt hana fram að þessu. Auðvitað gat það verið satt sem hann sagði, að hann hefði fengið heimboð sem hann gat ekki neitað og þetta væri óhjákvæmilegt. En þetta kvöld, sem hún hafði gert sér svo miklar vonir um. Og nú sæjust þau ekki aft- ur í þrjá heila daga. Hún var döpur og hugsandi í verksmiðj- unni og heima hjá sér seinna um daginn, og henni fannst að Clyde hefði að minnsta kosti átt að geta stungið upp á því r.ð koma seinna til hennar, þegar kvöldverðinum hjá frænda hans væri iokið, svo að hún gæti aíhent honum gjafirnar. En hann bar það fram sér til afsökunar að hann yrði sennilega svo seint á ferli. Hann vissi það ekki með vissu. Það hafði verið talað um að fara annað á eftir . En á hinn bóginn fór Clyde til Trumbull og síðan til Steele- fjölskyldunnar, og hann var hreykinn og fylltist sjálfstrausti við alla þessa atburði, sem hann hefði ekki þorað að láta sig dreyma um fyrir einum mánuði. Hjá Steelefólkinu var hann kynntur fyrir fjölda betri borgara, sem sáu að hann var í fylgd með Trumbullsystkinunum og heyrðu að nafn hans var Griffiths, og buðu honum þegar í stað i samkvæmi — eða minntust á væntanleg samkvæmi, sem honum yrði áreiðanlega boðið í, og fyrr en varði hafði hann lofað að fara á áramóta- dansleikinn hjá Vandam í Gloversville, í miðdegisverð og dans- ieik hjá Harriet í Lycurgus á jóladag, og þangað var Gilbert frænda hans boðið, Bellu systur hans, ásamt Sondni, Bertinu og fleirum. Loks kom Sondra sjálf á vettvang um miðnættið ásamt Scott Nicholson, Freddie Sells og Bertínu. Fyrst í stað lét hún sem hún hefði engan grun um návist hans, en lét þó loks pvo lítið að heilsa honum og segja: „Nei, halló, ég átti ekki von á að sjá yður hér.“ Hún var sveipuð dimmrauðu spönsku sjali. En Clyde fann undir eins að hún vissi af honum allan tímann, og við fyrsta tækifæri nálgaðist hann hana og spurði í bænarróm: „Ætlið þér alls ekki að dansa við mig í kvöld?“ „Jú, auðvitað, ef þér viljið. Ég hélt að þér væruð ef til vill búinn að gleyma mér,“ sagði hún stríðnislega. „Það er ekki líklegt að ég gleymi yður. Eina ástæðan til þess að ég er hér í kvöld er sú, að ég vonaði að ég fengi að sjá yður. Ég hef ekki getað hugsað um annað en yður, síðan við hittumst síðast.“ Hann var svo heillaður af framkomu hennar og fasi, að jafn- vel uppgerðarkæruleysi hennar hreif hann. Og það var svo mikil glóð í augnaráði hans að hún var djúpt snortin. Augu hans drógust saman og úr þeim brann logandi þrá. „Þér kunnið sannarlega að slá gullhamra á þægilegan hátt.“ Hún var að fitla við stóran spanskan kamb í hárinu og brosti til hans. „Og þér segið þetta alveg eins og yður væri alvara." „Ætlið þér að segja, að þér trúið mér ekki, Sondra,“ sagði hann mjög ákafur og þessi notkun skírnarnafns hennar fyllti þau bæði einhverri annarlegri kennd. Og þó.tt henni væri næst slcapi að mótmæla þessari dirfsku hans, gerði hún það ekki, vegna þess að henni var ánægja að henni. „Jú, víst geri ég það. Auvitað," sagði hún dálítið hikandi og í fyrsta sinn fann hún til óstyrks gagnvart honum. Hún fór að verða í vandræðum með framkomu sína við hann, hvort hún ætti að halda honum í fjarlægð eða hleypa honum nær. „En: þér verðið að segja mér, hvaða dans þér viljið. Ég sé að það er einhver að koma í áttina til mín.“ Og hún rétti honum danskortið glettnislega og eggjandi. „Þér getið fengið þann ellefta. Það er næsti dans á eftir þessum." „Er það allt og sumt?“ „Jæja, þá, þann fjórtánda lí'ka, vargur,“ og hún leit bros- andi beint í augu Clydes, og augnaráð hennar töfraði hann. Skömmu seinna hafði hún það upp úr Frank Harriet, að 0 Clyde hefði verið boðinn heim til hans á jóladag og sömuleiðis hefði Jessica Phant boðið honum til Utica á gamlárskvöld, og henni skildist strax að hann var búinn að ná fótfestu í sam- kvæiaislífinu og yrði af þeim sökum minni byrði en hún hafði óttazt. Hann var aðlaðandi — á því var enginn efi. Og hann var svo hrifinn af henni. Og nú datt henni í hug, að vel gæti verið að einhverjar aðrar stúlkur sem sáu hversu vel hann Icomst áfram, yrðu hrifnar af honum og jafnvel ástfangnar og gerðu tilraunir til að ná honum frá henni. Og af því að hún var hégómleg og metnaðargjörn, ákvað hún, að það skyldi aldrei verða. Og þegar hún dansaði við Clyde í seinna skiptið, sagði hún: „Hefur yður ekki verið boðið til Harrietfjölskyld- unnar á jóladag?" ■" oOo— —oOo— - oOo—— —oOo— • oQo— ■ oOo— ■■ oOo — BARNASAGAN N. N0SS0W: ! Kátir piltar i B6SI 15. DAGUR Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Þannig hélt hann áfram og lauk hverri ljóðlín- unni af annarri með fyllsta sóma. í fyrstu horfði kennslukonan á hann með algjöru hlutleysi í svipn- um. En allt í einu fór hún að hrukka ennið og hleypa í brýnnar, eins og hún væri að rifja eitthvað upp fyr- ir sér. Mikki var að byrja á þriðja erindinu þegar hún lyfti hendinni. Heyrðu, góði minn, greip hún fram í fyrir honum. Heyrðu, góði minn, ert þú ekki piltunginn sem var með mér í lestinni, og gerði ekkert annað en þylja kvæði allan tímann? Er það ekki rétt? Jú, það er rétt. svaraði Mikki öldungis forviða. Þá skaltu setjast, og þegar kennslustundinni er lokið þá talarðu við mig á kennarastofunni. Á ég ekki að Ijúka kvæðinu? spurði Mikki. Þess þarf ekki, ég veit þú kannt það. 'Mikki settist við hlið mér, og steig ofan á tána á mér: Þetta er sú sem var í járnbrautinni, jómfrúin þú manst. Þau kölluðu hana Rúbertu, og það var með henni karlmaður sem varð svo reiður yfir kvæðun- um okkar. Laugi frændi — manstu ekki eftir hon- um? Jú, auðvitað, mér fannst ég meira að segja þekkja hana strax og þú. byrjaðir að fara méð kvæðið. Hvað er eiginlega á seyði? spurði Mikki óróleg- ur. Hversvegna kallar hún á mig inn á kennara- stofu? Hún ætlar kannski að skamma mig fyrir hvernig við létum í vagninum? Við vorum í þvílíku uppnámi að við höfðum ekki hugmynd um fyrr en tíminn var búinn. Við fórum síðastir út úr kennslustofunni, og þaðan fór Mikki rakleiðis inn á kennarastofuna. Ég beið á gangin- um og fannst tíminn standa kyrr. Að lokum birtist andlit Mikka í dyrunum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.