Þjóðviljinn - 16.04.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1952, Blaðsíða 1
1 Flokksskólinn Flokksskólinn lieldur áfram í kvöld kl. 8.30. — Mætið stundvíslega. 1 Miðvikudagur 16. apríl 1952 — 17. árgangur — 84. tölublað Samlð usn vfðskípf í á ef na- hagsráðstefnunni Mikill árangur varð af alþjóða efnhagsráðstefnunni í Moskva, sem lauk í síðustu viku Á ráðstefnunni hittust kaup- eýslumenn frá tugum landa og tókust með þeim víðtæk við- skipti. Boyd Orr 'lávarður, for- maður sendinefndarinnar frá Bretlandi, hefur skýrt frá því, að Bretarnir einir hafi samið um viðskipti, sem nema 30 milljónum sterlingspunda. Aukin viðskipti geta veitt milljónum atvir.nu. Nesteroff, formaður verzlun- arráðs Sovétríkjanna, sagði i ræðu á ráðstefnunni, að ráðið hefði komizt að raun um að Sovétríkin gætu skipt við auð- valdslöndin fyrir 30 til 40 miiljarða rúblna á næstu fjór- um árum ef gagnkvæmur vilji til aukinna viðskipta væri fyr- ir hendi. Við slíka viðskipta- aukningu myndi skapast at- Risasprengjuflug" vél ferst í USA Tíu hreyfla sprengjuflugvél, ein hin stærsta í heimi, fórst í 'gær á tilraunaflugi nærri Wash ington, höfuðborg Bandaríkj- anna. Af sautján manna áhöfn fórust fimmtán. Forseti Bóíivíu brýzt til valda Bstensoro, sem kjörinn var forseti í Bolivíu í fyrra, flaug í gær heimleiðis frá Argentínu, þar sem hann hefur verið land- flótta. Herforingjaklíka hindr- aði Estensoro í að taka við völdum en í síðustu viku koll- vörpuðu stuðningsmenn hans í hernum stjórn klíkunnar. < vinna fyrir um tvær milljónir atvinnuleysingja í auðvalds- löndunum. Á lokafundi ráðstefnunnar í Moskva var samþykkt áskorun á SÞ að kalla saman alþjóða- ráðstefnu opinberra fulltrúa um leiðir til að auka milliríkja- viðskipti. Annarhver vefari atvínnulaus Atvinnuleysið í brezka vefn- aðariðnaðinum fer enn vax- andi. Stjórn félags vefara Iýsti yfir I gær að um helmingur þeirra, 180.000 manns, gengju nú atvinnutausir. Ákvað stjórn in að efna til mótmælafunda í öllum vefnaðarborgum gegn stefnu ríkisstjómarinnar í mál- efnum vefnaðariðnaðarins. «lóii Helgason flyíur fyrfr- lestur nm Halldér Kiljan Meðal farþega með Gullfossi sem kom hingaö annan páska- dag var Jón Helgason prófes- JÓN HELGASON sor, en hann er hingað kominn í boði Máls og menningar. Mun hann flytja erindi um Halldór Kiljan Laxness á bókmennta- kynningu sem Mál og menning gengst fyrir í Austurbæjarbíói sunnudaginn 27. apríl. Bók- menntakynning þessi verður helguð fimmtugsafmæli Hall- dórs, en hann verður fimmtug- ur 23. aprí] n. k. Jón Helgason mun dveljast hér til 10. maí. 100.000 á flótta undan flóðunum í U.S.A. Mestu flóð sem um getur lierja nú slétturíkin um miðbik Bandaríkjanna. Fljótin Missouri, Mississippi og Red River flæða yfir bakka sína vegna óvenju örrar hláku á vatnasvæði þeirra. Talið er að yfir 100.000 manns hafi þegar flúið heimili sín vegna flóöanna. Borgin Sioux City er að mestu á kafi í vatni og sömuleiðis stór hverfi í St. Paul. I dag er búizt við að flóðaldan nái til Omaha og Council Bluffs. Verið er í óða önn að hækka flóðgarðana við Omaha en Council Bluffs, sem hefur 45.000 íbúa, má heita yfirgefin. Alls eru 34 borgir og bæir á árbökkunum undir vatni. Manntjón mun vera hverfandi en víða hefur ekki tekizt að bjarga búpeningi. Truman for- seti fer í dag til Omalia og hefur boðað ríkisstjórana á flóðasvæðinu til fundar við sig þar. Asiu- og Arabarikin kref}ast aukaþings SÞ um Túnis Komin er fram krafa um að þing SÞ verði kallað saman til aukafundar um ofríki Frakka í Túnis. M*i§ðingarmihiM sigur tterans á þingi verhalgðssambands Bevanisminn hefur unnið fyrsta stóra sigurinn í verka- lýðsfélögum Bretlands. Ársþing sambands verzlunar manna samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta kröfu um að dregið sé úr hervæð- ingu Bretlands áður en hún 'hefur rýrt kjör almennings tmeira en orðið er. Jafnframt var skorað á Verkamanna- flokkinn, að marka sér skýra utanríkisstefnu, svo að öllum Menn Sjangs æfðir í Bandaríkjunum Komnir eru til Bandaríkjanna 100 liðsforingjar úr' flugher Sjang Kaiséks á Taivan. — Bandaríska hernaðarsendineínd in í Taipeh hefur skýrt frá þvi að banclaríski flugherinn muni veita þeim allt að eins árs þjálfun. megi vera ljóst að hún sé frá- brugðin stefnu íhaldsstjórnar- innar. í verzlunarmannsam- bandinu eru um 350.000 manns. Aðeins 14 af fulltrúunum fylgdu Robins, fyrrverandi ráðherra, sem varði hervæð- ingarstefnu forystu Verka- mannaflokksins. Robins tók við verkalýísmálaráðherraembætt- inu, þegar Aneurin Bevan sagði því lausu til að mótmæla hervæðingunni. Stjórn brezka verkalýðssam- bandsins hefur staðið eindregið með flokksforystu Verka- mannaflokksins í stuðningi við hervæðinguna, en Bevan hefur haldið því fram að óbreyttir verkamenn séu á hans bandi. Atikvæðagreiðslan í gær bendir ótvírætt í þá átt og búizt er við að hún hafi áhrif á þing ýmissa annarra sérgreinasam- banda, sem haldin verða i þess- um mánuði. Fulltrúar Vesturveldanna og fylgiríkja þeirra í öryggisráð- inu komu í veg fyrir það í fyrrakvvöld, áð ráðið ræddi kæru tólf Asíu- og Arabaríkja yfir þeim aðförum Frakka, að fangelsa foringja sjálfstæðis- hreyfingar Túnis, þar á meðal ríkisstjórnina, og setja herlög í landinu. I gær skýrðu svo fulltrúar ýmissa þessara ríkja hjá SÞ frá því, að ríkisstjórnir þeirra hefðu falið þeim að leita fyrir sér um stuðning við kröfu um aukaþing um Túnis. Til þess aö aukaþing verði kvatt saman þarf helmingur ríkja innan vé- banda SÞ að krefjast þess. Asíufulltrúarnir sögðu í gær- kvöld, að þeir hefðu fengið vil- yrði um stuðning frá fulltrúum 27 ríkja en 31 þarf til að til- skildum fjölda sé náð. Rhee viil ehhi vopnahlé Talsmaður Syngman Rhee, forseta stjórnar Suður-Kóreu, hefur lýst yfir að stjórnin kunni að neita að viðurkenna vopnahléssamning, sem Banda- ríkjamenn geri við norðan- menn. Sagði hann að stjórnin bæri enga ábyrgð á gerðum þeirra Suður-Kórea,, sem taka þátt í vopnahlésviðræðunum. Hver verður afstaða Islands? Fullvíst má telja, að leitað verði til fulltrúa Islands um stuðning við kröfuna um auka- þing til að ræða nýlendúkúgun Frakka í Túnis. Verður fróð- legt að sjá, hvað ríkisstjórnin metur meira, einhuga stuðning Islendinga við regluna um sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða eða þjónustu við yfir' gangsstefnu nýlenduveldanna. Einkahagsmunirnir hindra flóðvarnir. Flóð í stórám Bandaríkjannai valda stórtjóni á ári hverju. Sýnt hefur veriö fram á, að hægt er að beizla árnar og hindra flóðin, en frumvörp um það hafa æ ofan í æ verið drep- in á Bandaríkjaþingi með sameinuðu átaki rafmagnshring anna, pappírsverksmiðjanna, timburframleiðenda, stórbænda og annarra einkahagsmuna, sem myndu missa spón úr aski sínum. Franco rœðir við Salazar Fasistarnir Franco, einræðis- herra Spánar, og Salazar, ein- ræðisherra Portúgals, hafa set- ið á ráðstefnu undanfarna daga í spánska landamærabæn- um Ciudad Rodrigo. Fundinum lauk í gær. Talið er að hann hafi fjallað um fyrirhugaða hernaðarsamvinnu Bandaríkja- stjórnar og fasistastjórnar Francos. Giilli rænt á Parísargötu Óvenju bíræfnir ræningjar voru að verki á einni aðalgötu Parísar í gær. Bíll ók í veginn fyrir gullflutningabíl á fjölfar- inni götu og neyddi hann til að stanza. Út úr honum þustú fimm grímuklæddir ræningjar með skammbyssur og handvél- byssur og höfðu á brott með sér 25 milljón franka virði af gulli. Krafizt fjórveldaviðræðna ura kosn- ingar í Þýzkalantfi öllu SlitnaÖi upp úi samning- um um bætur til ísraels Israelsmenn hafa slitið í bili viðræðum í Haag við fulltrúa frá stjórn Vestur-Þýzkalands um bætur til Israels fyrir það tjón, sem nazistar bökuðu gyð- ingum í Þýzkalandi. Segja Isra- elsmenn að bótatilboð Þjóðverja sé allsendis ófullnægjandi. I I þessari viku koma fulltrú- ar Vesturveldanna saman í London til að ræða svar við síðustu orðsendingu Sovétríkj- anna. um Þýzkalandsmálin. Kröfur koma nú fram úr ýmsum áttum um að stjórnir Vesturveldanna taki tilboði sovétstjórnarinnar um frjálsar kosningar um allt Þýzkaland undir eftirliti hernámsveldanna svo að hægt sé að gera frið- arsamning við sameinað Þýzka- land. Brezka blaðið Times segir í gær, að Vesturveldin séu of hrædd við að semja við Sovét- ríkin. Fáránlegt sé að neita viðræðum með öllu og liættan af undirferli af hálfu sovét- stjórnarinnar geti aldrei verið meiri en hættan af klofnu Þýzkalandi og iklofinni Evrópu, þar sem hvor helmingur her- væðist af ofurkappi gegn öðr- um. Miðstjórn sosíaldemókrata- flokks Þýzkalands hefur sam- þykkt ályktun, þar sem for- dæmd er sú stefna Adenauers forsætisráðherra að gera hern- aðarbandalag við Vesturveldin í stað þes's að reyna að sam- eina Þýzkaland. Svissneska borgarablaðið Basler Nachrichten segir í gær, að ef Vesturveldin hafni síð- asta boði Sovétríkjanna geti það ekki verið af öðru en að þau vilji fyrir engan mun kosningar um allt Þýzkaland. MÍR Hafnarfirði Fundur verður haldinn í Góðtemplarahúsinu annað kvöld, fimmtudag, kl. 9 e.h. A fundinum flytur Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur erindi um Kína og einnig verða sýndar kvikmyndir frá hinu nýja Kína. Félagar eru beðnir að fjölmenna á þennan fróð- lega fund og taka með sér gesti. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.