Þjóðviljinn - 16.04.1952, Blaðsíða 6
.6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. apríl 1952
Nýir rafvirkjar
Á árshátíð rafvirkja, sem
fram fór síðastl. miðvikudag
þann 9. þ.m. í Þjóðleikhúss-
kjallaranum, voru samkvæmt
venju afhent sveinsbréf í raf-
magnsiðn. Að þessu sinni voru
afhent sveinsbréf frá tveim
prófum er fram fóru á síðasta
ári. Formaðúr prófnefndar í
rafvirkjun, Finnur B. Kristjáns
son rafvirkjameistari, afhenti
sveinsbréfin.
Að þessu sinni iuku..29 prófi
og fara nöfn þeirra hér á eft-
ir:
Vorpróf:
Auðunn Bergsveinsson, Bragi
Jónsson, Brynjóifur H. Magn*
ússon, Haraldur Hermannsson,
Jón Guðmundsson, Jón A.
Hjörleifsson, Marteinn P.
Kristinsson, Paul Áberg,
Sveinn V. Lýðsson, Þórhallur
Þórarinsson, Gísli G. Guð-
mundsson, Guðmundur Á. Jóns
son, Hannes Á. Vjgfússon, Jó-
hann L. Jóhannsson, Jón Árna
son, Jón Þ. Söring, Páll S.
Jónsson, Sigurður Auðunnsson
pg Tómas Þ. Guðmundsson.
Haustpróf:
Ari Guðmundsson, Bjöm
Júlíusson, Héðinn Skúlason,
Hilmar Þórarinsson, Kristinn
Einarsson, Óskar Maríus Hall-
grímsson, Páll Þorfinnsson,
Sigurður Leifsson, Snorri
-Sturluson og Vilhjálmur Þor-
steinsson.
Jónsmessu-
nóff
Nýlega kom út leikrit með
þessu nafni, eftir Helga Val-
týsson, kennara og rithöfund
á Akureyri. Segir hann í for-
mála að aðalefni þessa „litla
ævintýraleiks er auðvitað fyrst
og fremst að lýsa undramætti
og töfrum Jónsmessunæturinn-
ar í íslenzkri þjóðtríi, og jafn-
framt geíhrifum þeim, sem há-
sumardýrð hinnar „nóttlausu
voraldar" hlýtur að vekja
hverri hrifnæmri sál“.
Leikrit þetta er 68 bls. í
fremur smáu broti; prentað í
Prentverki Odds Björnssonar.1
títgefandi er Norðri.
Nýtt samkomshis
Framhald af 3. siSu.
þýðusamtakanna, sem ráð hafa
á því, kaupi þessi bréf. Ætti
það að örfa sölu þeirra, að
kjör þau, sem upp á er boðið,
eru mjög góð. Þá hafa félögin
einnig efnt til happdrættis í því
skyni, og er sala happdrættis-
miðanna hafin. Dregið verður
í happdrættinu 7. nóv. n. k.
Að Alþýðuhúsinu standa öll
stéttarfélögin á Akureyri, sem
eru í Alþýðusambandi Islands,
en þau eru: Verkamannafélag
Akureyrarkaupstaðar; Verka-
kvennafélag. Einingin; Iðja, fé-
lag verksmiðjufólks; Bílstjóra-
félag Akureyrar; Sjómannafé-
lag Akureyrar; Vélstjórafélag
Akureyrar og Sveinafélag járn-
iðnaðarmanna. Stjórn Alþýðu-
hÚSSms' skipa: Jón Ingimarsson
formaður, Jóhannes Jósepsson
ritari, Baldur Svanlaugsson
gjaldkeri, Guðrún Guðvarðar-
dóttir og Stefán Snæbjörnsscn.
Umsjónarmaður hússins fyrst
um sinn hefur verið ráðinn
Baldur Svanlaugsson.
GENGISSKKÁNING.
1 £ kr. 45.70
100 norskar kr. kr. 228.50
1 $ USA kr. 16.32
100 danskar kr. kr. 236.30
100 tékkn. kr. kr. 32.64
100 gryllinl kr. 429.90
100 svissn.fr. kr. 373.70
100 sænskar kr. kr. 315.50
100 finnsk mörk kr. 7.00
100 bélsk. frankar kr. 32:67
1000 fr. frankar kr 46.63
145. DAGUR
hvernig hún átti að bregðast við. Hún mundi hvað hafði staðið
í blaðinu um gamlárskvöld, en hún taldi óráðlegt að segja meira
núna. Hún fann greinilegar en nokkru sinni fyrr, að hann til-
heyrði hinum tigua heimi, sem hún átti enga hlutdeild í. Og
samt hikaði hún við að láta hann vita, hversu sár sú afbrýði-
semi var, sem nú var farin að kvelja hana. Þau sikemmtu sér
svo vel í þessum fína heimi--hann og kunningjar hans — en
hún bar svo lítið úr býtum. Og auk þess var hann nú sí og æ
að tala um Sondru Finchley og Bertínu Cranston eða blöðin
gerðu það. Var það önnur hvor þeirra sem hann var hrifinn af ?
„Geðjast þér vel að þessari ungfrú Finchley?“ spurði hún
allt í einu og leit upp til hans i myrkrinu, í von um að fá ein-
hverja uppreisn — einhverja ljósglætu í þessu myrkri.
Og Clyde skildi strax, hve þýðingarmikil þessi spurning var
— hún fól í sér niðurbældan áhuga, afbrýðisemi og vonleysi,
sem fremur mátti marka af rödd hennar en svip. Það var
stundum einhver blíður angurvær hreimur í rödd hennar þegar
henni var þyngst um hjartað. Um leið varð honum ailhvert við,
þegar hún minntist einmitt á Sondru. Honum fannst hún ekki
eiga að vita .neitt um það — það yrði henni til skapraunar. En
af hégómagirnd sagði hann :
„Já, mér geðjast ágætlega að henni. Hún er mjög lagleg og
dansar prýðilega. Og hún er vellauðug og kann að klæða sig.“
Hann æ.tlaði að bæta við, að honum fyndist hún ekkert. sér-
stök á neinn hátt, en Róberta, sem hafði fengið eitthvert hugboð
um áhuga þann, sem haim hafði á þessari stúlku og það djúp
sr-m var staðfest á milli hennar sjálfrar og þessa heims, sagði
skyndilega; „Já, ^og það er hægðarleikur fyrir þá, sem hafa
ræga peninga. Ég gæti líka klætt mig smekklega ef ég hefði
yfir svo miklum peningum að ráða.“
Og honum til undrunar og gremju fór rödd hennar að titraf
og varð að hálfgerðu kjökri. Honum varð ljóst, að hún var
mjög særð — særð djúpu og hræðilegu sári — óhamingjusöm
cg afbrýðisöm, og þótt honum kæmi fyrst til hugar að verða
reiður, þá mildaðist skap hans allt í einu. Honum fannst ömur-
legt til þess að vita, að hún, sem honum hafði þótt svo vænt um
iram að þessu, skyldi þjást af afbrýðisemi hans. vegna, því að
hann hafði sjálfur kynnzt afbrýðisemi í sambandi við Hortense.
Hann gat alveg sett sig í spor Róbertu. Og vegna þess eins
sagði hann nú blíðlega: „Heyrðu Berta, ég ætti þó að geta sagt
þér frá henni og fleiri stúlkum, án þess að þú verðir reið. Ég
átti ekki við, að ég hefði neinn sérstakan áhuga á henni. Ég
sagði þetta aðeins vegna þess að þú spurðir hvort mér geðjaðist
áð henni.“
„Já, ég skil það,“ svaraði Róberta, sem stóð stirðnuð og
taugaóstyrk fyrir framan hann, föl í andliti, með spenntar
greipar og horfði vantrúuð og þó biðjandi á hann. „En þetta
fólk hefur allt. Þú veizt það. Og ég hef ekkert. Og ég á svo
erfitt með að standaSt samjöfnuðinn við það og allan þess mun-
að.“ Rödd nennar titraði, hún þagði, augu hennar fylltust
tárum og varir hennar skulfu. Og hún flýtti sér að grípa báðum
höndum fyrir andlitið, sneri sér undan og axlir hennar skulfu.
Sár og ákafur ekki heltók hana, og Clyde sem varð undrandi
og ringlaður og snortinn yfir þessari áköfu sorg ,komst sjálfur
■ ákafa geðshræringu. Því að þetta var ekkert leikbragð, heldur
etSð sál hennar allt í einu nakin fyrir honum, sál ejnmana og
yfirgefinnar stúlku, vinalausrar og með enga framtíð fyrir
köndum — gagnstætt unga fóllkinu sém hanii var nýbúinn að
fá svo mikii’n áhuga á og hafði allt til alls. I huga hennar bjó
minningin um öll ömurlegu og innihaldslausu árin, sem höfðu
eyðilagt æsku hennar, og nú var minningin svo skýr vegna
fcrðarinnar heim. Hún var gagntekin hyldýpisörvæntingu. —
ráðþrota og vonlaus.
Og nú hrópaði hún í angist: „Ef mér hefði nokkum tíma
gefizt tækifæri eins og sumum stúlkunum — ef ég hefði getað
íarið eitthvað og séð eitthvað! En að alast upp í sveit, félaus,
fatalaus og allslaus — og eiga engan að. Ö, ó, ó, ó, ó.“
Um leið og hún hafði sleppt orðinu, skammaðist hún sín fyrir
að hafa gert þessa opinskáu játningu ,því að eflaust var það
einmitt þetta sem fjarlægði hann henni.
„Ó, elsku Róberta," sagði hann blíðlega og tók hana í fang
sér og fylltist sannri iðrun vegna framkcmu sinnar við hana.
„Þú mátt ekki gráta svona, elskan mín. Þú mátt það ekki. Ég
ætlaði ekki að særa þig, svei mér þá. Það er alveg satt, vina
mín. Ég veit að þú hefur átt erfitt. Ég veit hvemig þér líður
og hvað þú befur orðið að þola. Svei mér þá, Berta, og þú mátt
ekki gráta, elskan mín. Ég elska þig jafnmikið enn. Það er
alveg satt og verður alltaf satt. Ég gat ekki ráðið við þetta
í kvöld og ekki heldur á fö3tudaginn var. Það var ómögulegt
að komast hjá því að fara. En ég geri þetta aldrei framar, ef
ég mögulega get. Trúðu mér. Þú ert svo góð og yndisleg stúlka.
Og hárið þitt er svo dásamlegt og augun og þú ert svo fallega
vaxin. Það er alveg satt, Berta. Og þú dansar á við hverja sem
er. Og þú ert fallegri en þær allar, svei mér þá. Hættu núna,
elskan mín. Gerðu það. Mér þykir svo leiðinlegt, ef ég hef særí
þig á einhvern hátt.“
í Clyde bjó stundum einhver blíða, vakin af reynslu, vonbrigð-
um cg erfiðleikum í hans eigin lífi, sem hann gat sýnt næstum
hverjum sem var undir erfiðum kringumstæðum. Og þá var
rödd hans mild og þýð. Framkoma hans var blíð og ástúðleg
eins og móður við barn. En þótt þessi tilfinning væri sterk, þá
stóð hún skamma stund. Hún var eins og rok að sumarlagi —
l.om óvænt og hvarf fyrr en varði. En í þetta sinn nægði hún
til þess, að Róbertu fannst hann skilja sig til fulls og hafa
samúð með hénni og þætti jafnvel enn vænna um hana þess
vegna. Þá var ekki öll von úti. Hún átti hann, ást hans og
samúð og vegna þess og hughreystingarorða hans fór hún að
þurrka sér um augun og sagði að sér þætti leitt að hafa farið
að skæla eing og smábarn og bað hann að fyrirgefa að hún
skyldi hafa vætt skyrtubrjóstið hans með tárum sínum. Og
hún ætlaði aldrei að gera það framar, ef Clyde fyrirgæfi henni
. þetta eina skipti — og Clyde sem hefði varla getað trúað að
hún byggi yfir svona mikilli ástríðu, hélt áfram að kysea hend-
ur hennar, kinnar og loks varir hennar.
Og milli þessara kossa og ástaratlota kom hann með rangar
og tilhæfulausar fullyrðingar (þvi að hann var orðinn ástfatigr
inn af Sondru) — um það að engin önnur en hún ætti rúm í
hjarta hans, alltaf og ævinlega — og við þau orð hans fór hún
uð halda að hún hefði gert honum rangt til. Og aðstaða hennar
væri jafnvel öruggari og dásamlegri en hún hefði nolkkru sinni
—oOo— ■—-oOo'— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—■■
BARNASAGAN
N. NOSSOW: ]
K á t i r p i I f a r
SSMINN !'
8. DAGUR
Og hann hljóp niður til sín.
£g tók heyrnartólið upp. í fyrstu heyrði ég ekki
nokkurn skapaðan hlut, en svo byrjaði þaðrkrumm
krumm krumm.
Það rýtir, kailaði ég inn í heyrnatólið.
Krumm krumm krumm, var svarað.
Fjandinn hirði 'það allt saman, öskraði ég og
hljóp til Mikka.
Nú nú, hvemig er það? spurði hann.
Það rýtir.
Líka hjá mér.
Þarna sérðu, sagði ég, þú hefur eyðilagt báða
símana.
Bíddu rólegur, sagði Mikki, ætli maður verði
lengi að kippa því í lag.
Og sá kippti nú í lag. Þarna lá hann yfir sím-
anum, skrúfaði cg skrúfaði, enda lauk því þannig
að það heyrðist yfirleitt ekkert meir. Það var meira
að segja hætt að rýta. Þvílík framför.
Hvað gerum við nú? spurði ég.
Það er svo margt hægt að gera, svaraði hann.
Við förum í verzlunina þar sem við keyptum tæk-
in; kannski gera þeir við þau fyrir okkur.
En verzlunin gerði alls ekki við neina síma, og
við gátum ekki einu sinni fengið upplýsingar um
hvar það væri gert. Við vorum hálfeyðilagðir allan
daginn. 411t i einu fékk Mikki stórbrotna hug-
mynd.
Óskaplegir heimskingjar getum við verið. Við
getum þó alla daga hljóðritað.
Hvernig hljóðritað?
Svona með striki og punkti. Það heyrist nóg í
símanum til þess. Stutt hljóð merkir punktur, langt
hljóð merkir strik. Við lærum bara hljóðritunar-
stafrófið, og svo getum við talað hvor við aiman„