Þjóðviljinn - 06.05.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1952, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. maí 1952 — ÞJÖÐ.VILJINN — (3 4- ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON 1 v.- X 'l ^ SKÍÐALANDSMÓTIÐ Á 3. dagur. Haukur Sigurðsson vinnur svigið. Á páskadag kl. 2 hófst svig í A-fl. Fór það fram í svoköll- uðum Snæhólum fyrir ofan Ak- ureyri. Veður var geysigott, sólskin, og logn. Létu Akureyr- ingar ekki á sér standa og skiptu áhorfendur hundruðum. Svigbrautin var mjög brött 600 m. löng og með 42 hliðum. Var snjór laus og grófst brautin mjög mikið og voru úrslitin mikið undir rásnúmerum kom- in. Og þeir sem voru ræstir síðastir af stað höfðu sama og enga sigurmöguleika. Beztan tíma í fyrri ferð náði Magnús Guðmundsson frá Reykjavík 54 sek. sem varð brautarmet. Haukur Sigurðsson frá Isafirði íslandsmeistari frá því í fyrra „keyrði“ mjög vel, og náði næst bezta tíma í fyrri ferð. Ásgeir Eyjólfsson sem var tal- inn hafa mikla sigurmöguleika, datt rieðst í brautinni og náði iélegum tíma. Islandsmeistari varð svo Haukur Ó. Sigurðsson í annað sinn sem er mjög glæsilegt og engin svigmaður hefur gert. Úrslit. 1. Haukur Ó. Sigurðsson SRÍ 110,5 (54,5—56.0). 2. Magnús Guðmundsson SRR 115,1 (54.0—61,1). 3. Sigtr. Sigtryggsson SRA. 118.5 (59,0—59,5). 4. Jóhann Símonarson SRl 120.7 (54,8—65,9). 5. Jón K. Sigurðsson SKl 124,1 (55,6—68,5). 6. Ármann Þórðarson Ib. Ól. 125,9 (57,5—68,4). 7. Sveinn Jakobsson SRS 126.7 (61,0—65,7). 8. Hallgr. Njarðvík SRÍ 131,0 (65,5—65,5). Stökk. Guðmundur Arnason íslandsm. Stökkið hófst kl. 4 á sama stað, hafði snjóað mikið í stökk brautina og vár gengið rösk- lega að því að moka úr henni. Og var það rétt búið áður en stökkkeppnin hófst. Sjálft stökkið var frekar áhrifalítið. Var sólbráð á meðan A og B- fl. keppnin fór fram og stukku keppendur því styttra en við var búizt. I þrem fyrstu sæt- um voru Siglfirðingar eins og oft áður enda bera þeir höfuð og herðar yfir íslenzka stökkv- ara. Islandsmeistari varð hinn ágæti skíðamaður Guðm. Árna- son og var hann vel að sigrin- um kominn. Jafnframt stökk- keppninni lauk norrænni tví- keppni og varð sigurvegari hinn vinsæli keppándi Magnús Árnason. tírslit. Stökk A-fJokks. 1. Guðmundur Ámason SRS 227.3 stig. 2. -3. Skarphj. Guðmundsson SKS 223,3 stig. 2.-3. Jónas Ásgeirsson SKS 223.3 stig. B-flolvkur. 1. Einar Þórarinsson SRS 213.5 stig. 2. Sveinn Jakobsson SRS 211.8 stig. 3. Magnús Andrésson SRHS 201.5 stig. 17—19 ára. I þessum flokki komu fram margir mjög efnilegir stökk- menn sem gefa þeim fullorðnu lítið eftir. • • Onnur grein 1. Hartmann Jónsson SKS 222.7 stig. 2. Eysteinn Þórðarson SRR 219,4 stig. 3. Stefán Árnason UMSE 213.9 stig. Lengsta stökk mótsins átti Hartmann Jónsson 37 metra. íslandsmeistari í Norrænni tvíkeppni. 1. Magnús Andrésson SRHS 442.9 stig. 2. Sveinn Jakobsson SRS 440.7 stig. 3. Skarphj. Guðmundsson SRS 410.7 stig. 4. dagur. Ebeneser vinnur 30 km. göngu. Brun karla A-B-fl. Brun í öllum fl. var háð við Snæ hóla kl.2. Veður var frekar leið inlegt, þoka og norðanhríð. Vár brautin geysilöng og létu kepp- endur mjög vel af henni. I fl. kvenna sigraði Marta B. Guð- mundsdóttir með yfirburðum. Brun kvenna A-fl. Úrelit: 1. Marta B. Guðmundsdóttir SRl 46,3 sek. 2. Björg Finnbogadóttir SRA 53,0 sek. 3. Ásthildur Eyjólfsdóttir SRR 51,1 sek. Brun karla A-fí. 1. Valdimar Ömólfsson SRR 1.27.0 mín. 2. -3. Magnús Guðmundsson SRR 1.28.0 mín. 2. -3. Þórarinn Gunnarsson SRR 1.28.0 mín. 4. Vilhjálmur Pálmason SRR 1.29.0 mínútur. B-flokkur.’ 1.-2. Einar V. Kristjánsson SRÍ 1.19.0 mínútur. 1.-2. Magnús Guðmundsson SRA 1.19.0 mín. 3. Eysteinn Þórðarson SRA 1.20.0 mín. 4. Steinþór Jákobsson SRÍ 1.23.0 mín. 30. km. ganga. Seinna um daginn kl. 4.30 var ræst af stáð í 30 km. göngu — varð hún ein af skemmtilegustu keppnum móts- ins. 13 voru skráðir til leiks og mættu allir. Gangan var lögð þannig að fyrstvar genginn 10 km. boðgönguhringur síðar Reykjavíkurmótið 1. leikur Fram—KR 1:1 Lið Fram: Magnús Jónsson, Karl Guðmundsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Sæmundur Gíslason, Haukur Bj., Kristján Ólafsson, Óskar Sigurbergsson, Guðm. Jónsson, Lárus Hallbj., Hermann Guðmundsson og Karl Bergmann. Lið K.R.: Halldór Sigurðsson, Helgi H. Helgason, Guðbjörn Jónsson, Hörður Felixson, Hörður Guðmundsson, Steinar Þorsteinsson, Ólafur Hanness., Ari Gíslason, Hörður Óskarss., Gunnar Guðmannss. og Sigurð- ur Bergsson. Veðurhamurinn þennan fyrsta AKUREYRI var 10 km. hringur upp til fjalls og svo annar boðgöngu- hringur. Göngumönnunum gekk illa að finna rétta smurningu fyrirsnjóinn, en fóru þó samt af stað án þess að það rynni nokkuð. Síðar kom árangurinn í ljós. Eftir nokkra kíiómetra hætti Matthías, síðan Stefár. Þórarinsson, Oddur og Gunnar Péturssynir. Eftir 6 km. hafð' Ebeneser forustuna, 29,28, Jón Kristjánsson 30,12, Hreinn Jónss. 31,34 og Magnús Andrés son 31,37. Næst var tekinn tími af þeim þegar 20 km. voru búnir þá hafði forustu Magn- ús Andrésson 1.35.56. Ebeneser 1.36.37 Finnb. Stefáns 1.36.48 og Jón Kristjáns 1.36.51. Þetta var spennandi. Nú voru aðeins 10 km. eftir og Magnús hafði 40 sek. fram yfir næsta mann. Þettri var mjög glæsilegt, en margt getur skeð. Eftir 26 km. er Ebeneser aftur tekin við for- ustunni og gengur all greitt. I annað sætið var kominn ung- ur Þingeyingur Finnbogi Stef- ánsson ög hafði dregið mjög á Magnús sem var orðin slappur, aðeins 4 km. eftir 16 sek. á milli Finnboga og Ebenesar. Baráttan var hörð og lauk með sigri Ebenesar sem fékk nú uppreisn frá 18 km. Smurn- ingin hafði mistekizt hjá öllum og sagði Ebenesar eftir á að hann hefði borið „parafín“ m. k. 30 sinnum neðaní. Einu sinni fyrir hvern kílómeter. .A-flokkur. 1. Jón Kristjánsson ASÞ 2.26.56 klst. 2. Ivar Stefánsson HSÞ 2.31.15 klst. B-flokkur. 1. Ebeneser Þórarinsson Is- landsm. SRI 2.24.51 klst. 2. Finnbogi Stefánsson HSÞ 2.25.35 klst. 3. Páll Guðbjömsson Flj. 2.30.41 klst. Um kvöldið var svo mótinu slitið að Hótel KEA, þar voru verðlaun veitt. Þar hélt Her- mann Stefánsson ræðu og þakk- aði skíðamönnum góða keppni og aðstoðarmönnum gott starf. Mótið fór mjÖg vel fram og byrjaði ætíð stundvíslega sem mun vera all óvenjulegt. Er það rið þakka Björgvini Júníussyni og Hermanni Stefánssyni sem unnu geysi gott og mikið starf. H. J. leikdag var þann veg að erf- itt er að slá neinu föstu um getu þessara liða. Norðanstorm- urinn og kuldinn er ekki til þess að laða fram það helzta í mönnum. Það fór þó svo að leikurinn var mun jafnari en búizt var við. KR lék undan vindi í fyrri hálfleik og lá heid- ur á Fram sem þó gerði við og við allsnörp áhlaup. I síðari hálfleik til að byrja með kom knötturinn varla fram fyrir miðju, en er á leið tóku KR- ingar að sækja á og stundum all-hættuiega. Undan vindinum áttu bæði liðin nokkur hættu- leg og góð tækifæri, sem mis- heppnaðist að nota. KR setti sitt mark fyrst, eða eftir 7 mín. Laglegur aðdragandi og gott skot, óverjandi fyrir Magnús. Framhald á 6. síðu. íslandsmeistarar Þróttar í H. flokki kvenna 1952 — Aftari röð, talið frá vinstri: Ásgeir Benediktsson, þjálíari liðsins, Helga Em- ils, Edda Baldursdóttir, Ólafía Lárusdóttir, Aðalheiður Stein- grímsdótiir — Fremri röð: Elín Guðmundsdóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Lára Fahning — Á myndina vantar Grétu Hjálmarsdóttur. FjðSþæit félagslegt starf hjá Þrótti Óíi B. lónsson ráSinn þjálfaii í knattspyrnu Það mun ekki þykja að mik- ið fari fyrir samkomuskálanum á Grímsstriðaholtinu sem stend- ur niður við sjóinn beint á móti forsetabústaðnum á Bessastöð- um. Eigi að síður er það stað- reynd að undir hálfhringþaki húss þessa hittist æskufólk Grímstaðaholts og víðar rið undir merki unga knattspymu- félagsins Þróttar, þar á staðn- um. Þar iðar líf félagsins löng vetrarkvöld i spilum, tafli, upp- lestri, kvikmyndasýningum, dansi og fleiru þvílíku. Ef til vill á þetta lágreista hús sinn drjúga þátt í þeim öra vexti sem Þróttur hefur tekið á þess- um tæpum þrem árum sem hann hefur lifað. Fyrir skömmu síðan var þeim er þetta ritar gefið tækifæri til að vera á einni venjulegri kvöldskemmt- un hjá Þrótti. Að víóu var þetta ekki alveg venjulegt kvöld, því að skemmtunin var til heiðurs hinum nýbökuðu Is- landsmeisturum Þróttar í II. fl. kvenna í handknattleik. Það var ekki svo litið, eftir ársstarf í handknattleik! Skemmtunina setti þreklegur Þróttari með hvatningarræðu til félaganna og þökkum til heiðursgestanna, ungu kvennanna — kvikmynd- ir voru sýndar, og fyndinn ná- ungi sagði smellnar skemmti- sögur. „Hljómsveit hússins“, já og félagsins — þrír Þrótt- arar teygja hannonikur sínar, berja bumbur og blikkdiska og dansinn dunar. -— Mér er sagt að harmonikuleikarinn til hægn sé eiginlega „pabbi“ stúlkna- flokksins. Hann getur þá meira en þanið ,,nikku“ sína, hugs- aði ég. Pilturinn heitir Ásgeir Benediktsson. Það va.r því ekki að ástæðulausu að Ásgeir tók rösklega til harmonikkunnar þetta kvöld. Eg náði í Ásgeir og spurði hann hvaða aðferðir hann hefði til að búa til ís- landsmeistarana í handknatt- leik á 8—10 mánuðum ? Ásgeiri varð heldur svarafátt og kvað frá litlu rið segja eftir þennan stutta ,tíma. I fáum orð- um sagði hann þó: „Við aug- lýstum í fyrrasumar æfingar úti í tilraunaskjmi. Stór hóp- um stúlkna mætti og þá var ekki annað að gera en halda áfram, og það var gert í fyrra sumar úti. I vetur fengum við húsnæði tvisvar í viku í Aust- urbæjarskólanum og þar var æft. Við tókum fyrst þátt í Reykjavíkurmótinu í nóv. 1951 og svo næst í Islandsmótinu í vetur; og vann flokkurinn þá meistaratitil, setti 9 mörk gegn. 1. Enginn stúlknanna er eldri en 14 ára svo við bindum von- ir við framtíð þeirra. Engin stúlknanna hafði áður snert á handknattleik. Við þessa frá- sögn hef ég litlu að bæta nema því að þær hafa sýnt framúr- skarandi áhuga og nýtt þjálf- unaraðstæður vel“. — Yfirlætis lausari gat þessi frásögn varla' verið, hjá þessum duglega á- hugamanni, hugsaði ég með mér. Ef til vill veit hann ekki af því að hann er fagurt for- dæmi í íþróttahreyfingunni, þar sem svo mjög skortir á að menn hafi vilja til að taka að sér hluta af þeim fjölda sem þráir að komast inn í íþrótta- starfið, en kemst ekki vegna vöntunar á leiðtogum og áhuga leiábeinendum i iþróttafélögun- um. En fyrst við erum famir að rabba saman, hvað getur þú sagt mér um aðra starfsemi Þröttar ? „Félagið hefur ráðið Öla B Jónsson sem þjálfara félagsins í sumar, og hyggjum' við gott til þess, fyrir alla flokka félagsins. Virðist áhugi knattspyrnumannanna á öllum' aldri vera mikill. Við göngum með það í höfðinu að koma' okkur upp völlum til æfinga, en unglingur á Þróttaraldri á við fjárhagsörðugleika að etja. Vonum þó að fá land skammt frá okkur og kannske getum: við þá byrjað á handknattleiks- velli“. Ég skil vel að stúlkurn- ar standi hjarta hans næst’. „Þetta hús og starfsemin í því“, segir Ásgeir „hefur í raun og veru verið lífakker félagsins. Þar hittast félagamir oft í viku á vetrarkvöldum; spila, tefla, horfa á kvikmyndir, rabba saman um félagið og þau mál sem efst eru á baugi. III. flokks-drengirnir hafa séð um Framhald á 7. síðu. Getraunaspá Fram-Víkingur ...... 1 Valur-KR............1 Hálsingborg-Malmö .... Örebro-Norrköping .... Djurgárden-Göteborg . . 1 Átvidaberg-Degerfors ■ • Skeid-Odd .......... 1 Örn-Áhstad.......... 1 Viking-Válerengen ..1 Brann-Asker ........ 1 x Sparta-Fredrikstad .... ‘Lyn-Sarpsborg ..... N N M M

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.