Þjóðviljinn - 06.05.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. maí 1952 ' Rányrkjan . . . Framhald af 5. síðu. togveiðar á ákveðnum svæðum landgrunnsins, utan þeirrar landhelgislínu sem nú er að taka gildi. Það er mjög trúlegt, að þró- un flotvörpunnar í ennþá öfl- ugra veiðitæki heldur en hún er nú í byrjun, sé skammt undan. Það er því enginn vafi á því að þetta nýja veiðitæki getur orðið liættulegt vopn i framtíðinni verði því beitt hér á landgrunninu af hundruðum eða jafnvel þúsundum erlendra veiðiskipa án alls tillits til ís- lenzkra hagsmuna. Þá gæti svo farið, að fiskurinn næði aldrei að komast upp á grunnmiðir að neinu verulegu magni, held- ur yrði honum ausið upp áður. En þegar slík rányrkja hefði verið stunduð um skamman tíma, þá er hætt við að við færum brátt að fá regluleg fiskleysisár, og það þrátt fyrir rýmkun landhelginnar. Við íslendingar, sem á und- anförnum árum og áratugum höfum byggt lífsafkomu okkar á framleiðslu og sölu fisks og fiskafurða, við stöndum nu frammi fyrir þeim vanda sem flotvarpan mun óhjákvæmilega skapa í náinni framtíð, verði erlendum togurum leyft að sópa landgrunnið með slíku tæki, þó fyrir utan hina nýju landhelgislínu sé. Bein afleiðing þess yrði i öllu falli verðfall á íslenzkum fiski í núverandi markaðslöndum og jafnvel ai- gjör lokun sumra markaðanna, á meðan erlendu togararnir gætu ausið upp nógum fiski. Þegar fram liðu stimdir, þá er hætt við að slík ránvrkja segði greinilega til sín í minnkandi aflamagni. Því það er aldrei hægt að brjóta lögmál náttúr- unnar án þess að bíða við það skaða. Sé eytt meira en viðkom- unni af fiskinum þá kemur það fram í síminnkandi stofni. FBAM—KB Framhald af 8. síðu. Ari fær knöttinn fram, Steinar hleypur út til hægri, Ólafur skiptir stöðu við Ara, hleypur inn, Ari sendir knöttinn til Ól- afs sem stendur fyrir. Ólafur spyrnir strax föstu skoti í mark. Mark Framara setti Sæmundur úr skoti af löngu færi. Rétt áður átti Sæmundur skot í stöng sem hrökk þvert fyrir mark en ekkert skeði. í fyrri hálfleik fékk Fram á sig vítis- spyrnu en Gunnar Guðmannss. „brenndi" yfir. Þessi úrslit, 1:1. virðast nokkuð sanngjörn. Samleikur var yfirleitt i mol- um og ónákvæmari í spyrnuni og staðsetningu. En við skul- um að þessu sinni kenna veðr- inu um það. Framlína Fram virtist eiga erfitt með að sam- einast um verkefnið. Vörnin var þeirra betri hlið. KR-liðið var jafnara í sókn og vörn. KR-inga vantar Berg í markið og Stein Steinsson í stöðu mið- framvarðar. Þessi leikur gaf ekki sérstaka ástæðu ti! að draga ályktanir af fjærveru þessara tveggja manna. Mörg- um til nokkurrar undrunar leikur Kristján Ólafsson nú aft- ur með Fram, eftir að hafa leikið með Viking undanfarin ár. Bæðd liðin höfðu meira út- hald en búast mátti við og þó sérstaklega KR, sem hefur haft slæm æfingarskilyrði í vor. Beztir í liði Fram voru Karl Guðm. og Sæmundur Gíslason, en í liði KR Hörður Óskars. Helgi H. Helga. og Gunnar Guð mannss. í siðari hálfieik. Guð- björn var líka frískur Annars var liðið nokkuð jafnt og erfitt að gera upp á milli margra '1eikmannanna. — Dómari var Þorlákur Þórðarson. Áhorendur ;voru um 1000. 156. DAGUR „Farðu ekki að gera þér neina rellu út af því,“ sagði hann. „Ég veit að það sakar þig ekki vitund. En við megum víst telj- ast heppin ef við finnum einhvern sem fæst til að hjálpa okkur. En ég var að spyrja þig að því, hvort þú fengizt til að fara ein til læknisins, ef ég hefði upp á einhverjum líklegum?" Henni varð hverft við, en hann hélt áfram eins og ekkert væri: „Eins og allt er í pottinn búið, kemur ekki til mála að ég fari með þér. Hér kannast svo margir við mig, og auk þess er ég svo líkur Gilbert, sem allir þekkja. Ef einhver tæki mig fyrir hann eða sæi að ég væri frændi hans eða ættingi, þá væri allt kom- ið í óefni.“ Or augum hans mátti ekki aðeins lesa, hversu skelfileg sú tilhugsun var að verða afhjúpaður frammi fyrir öllum í Lycur- gus, heldur leyndist einnig í þeim skuggi hins svívirðilega hlut- verks sem hann var að reyna að leika — með því að reyna að dyljast bakvið ógæfu hennar. En svo ríkur var ótti hans við það sem yfir hann dyndi ef allt kæmist upp, að hann var stað- ráðinn í að láta engan bilbug á sér finna, hvað svo sem Róberta segði eða hugsaði. En Róberta gerði sér ekkert 1 jóst nema það citt, að hann hafði í hyggju að láta hana fara eina til læknis- ins, og nú hrópaði hún: „Ekki alein, Clyde! Nei, það er mér aiveg ómögulegt. Guð minn góður. Ég myndi deyja úr hræðslu. Ég vissi ekki hvað ég ætti af mér að gera. Hvemig heldurðu að rnér liði, ef ég þyrfti að skýra þetta allt út fyrir honum alein? Ég gæti það alls ekki. Og hvað ætti ég að segja — hvemig ætti ég að byrja? Þú kemst ekki hjá því að fara með mér í fyrsta skipti og skýra þetta fyrir honum, annars fer ég ekki — hvað sem af því leiðir.“ Augu hennar voru galopin og æst og í and- liti hennar var þrjózka- og einbeitni, þrátt fyrir óttann og skelfinguna. En Clyde var jafn þver. „Þú veizt hvernig afstaða mín er hérna, Berta. Ég get ekki íarið og það er tilgangslaust að tala meira um það. Og ef einhver kæmi auga á okkur — og þekkti mig? Þú veizt hvað ég hef komið víða við, síðan ég kom hingað. Það er hreinasta fjar- stæða að hugsa sér að ég fari. Auk þess er miklu auðveldara fyrir þig að fara en mig. Engum lækni þætti neitt mikið þótt þú ieitaðir til hans, einkum ef þú værir ein. Hann sæi strax að þú værir í vandræðum og hefðir engan að leita til. En ef ég færi og læknirinn fengi hugboð um að ég væri skyldur Griffithsfjöl- skyldunni, þá væri fjandinn laus. Og hann héldi strax að ég vissi ekki aura minna tal. Og ef ég gerði svo ekki allt sem hann skipaði mér eftir á, þá gæti hann farið til föðurbróður míns og frænda og þá væri ég búinn að vera. Ég ætti mér ekki viðreisn- ar von. Og ef ég missti stöðu mína og hefði svona hneyksli vofandi yfir mér, hvernig heldurðu þá að ég væri staddur og þú sömuleiðis? Þá er ég hræddur um að ég ætti erfitt með að hðsinna þér. Og hvað gætirðu þá gert? Ég er hræddur um að þú sért neydd til að gera þér ljóst að tilJaga þín er óframkvæm- anleg. Það er ekki hægt að draga nafn mitt niður í svaðið án þess að leiða ógæfu yfir okkur bæði. Það verður að halda því J.reinu, það er útrætt mál, og ég verð fyrst og fremst að forð- ast að fara á fund nokkurs Iæknis. Auk ,þess myndi hann vor- kenna þér miklu meira en mér. Á því er enginn vafi.“ Það var örvæntingarfull festa í augnaráði hans, og Róberta tók eftir hörku og þrákelkni í. framkomu hans. Hann var stað- ráðinn í að ver’nda sitt eigið nafn, hvað sem fyVir kæmi — og ósjálfrátt fyllti sú staðreynd hana lotningu. „Guð minn góður! Guð minn góður!“ hrópaði hún í örvæntingu, því að henni var farið að skiljast hve mikið var í húfi. „Ég get ekki ímyndað mér hvað við getum tekið til bragðs. Svei mér þá. Því að þetta get ég ekki gert, og það er tilgangslaust að tala meira um það. Þetta er allt svo erfitt — svo hræðilegt. Ég skammast mín svo hræðilega ef ég ætti að fara ein. En um leið og hún sagði þetta, fann hún að hún gæti sjálf- sagt farið ein, ef ekki yrði hjá því komizt. Hvað gat hún annað gert? Og hvernig gat hún neytt hann til að leggja stöðu sína í sölurnar fyrst hann var svona hræddur? Hann tók aftur til máls, aðallega í þeim tilgangi að verja sjálfan sig: „Auk þess veit ég ekki hvernig ég á að bjarga þessu við, ef það kostar einhver ósköp, Berta. Svei mér þá. Ég hef ekki sér- lega mikið í laun, skilurðu — ekki nema tuttugu og fimm doll- ara enn sem komið er“. (Nauðsynin neyddi hann loks til að tala hreinskilnislega við Róbertu). „Og ég hef ekkert lagt fyrir — tkki sent. Og iþú veizt hvers vegha. Við höfum eytt megninu af því saman. Og ef ég færi og hann héldi að ég hefði yfir einhverju fé að ráða, þá gæti verið að haim setti meira upp en ég gæti með nokkru móti borgað. En ef þú ferð og segir honum allt af létta — að þú sért allslaus — segðir honum jafnvel að ég hefði hlaupizt á brott —“ Hann þagnaði vegna þess að hann sá bregða fyrir blygðun, fyrirlitningu og örvílnun í svip hennar um leið og hann sagði þetta yfir því að vera sett í samband við svo lágkúrulegt og, svívirðilegt athæfi. En þrátt fyrir slungin og lúaleg undan- brögð hans -— svo sterkur er máttur neyðarinnar — gat hún séð að hann hafði nokkuð til síns máls. Ef til vill var hann að reyna að nota hana sem grímu sem hann — og hún líka —• gæti dulizt bakvið. En hversu skammarlegt sem það var, þá blasti hú við þeim nakið berg staðreyndanna sem ólgandi brot- sjóir nauðsynjarinnar skullu á. Hún heyrði að hann sagði: „Þú þyrftir ekki að segja þitt rétta nafn eða hvaðan þú ert. Ég hef ekki. hugsað mér að þú farir til neins af læknunum hérna. Og ef þú segðir honum, að þú værir alveg félaus — hefðir ekkí annað en vikukaupið þitt —“ Hún lét fallast veikburða niður á stól meðan hann hélt þess- v.m ísmeygilegu fortölum áfram — og flest rök hans féllu í góðán jarðveg. Hversu óheiðarleg og ósiðleg sem þessi ráða- gerð var, þá var henni ljóst að aðstaða þeirra beggja var vonlaus. Og þótt hún væri í eðli sínu heiðarleg og samvizkusöm, þá var hún nú komin inn í slíka hringiðu staðreynda að hin venjulegu siðalögmál voru lítils virði. Og þegar hún var búin að benda honum á að þau yrðu að leita! til læknis langt í burtu, í Utica eða Albany — og viðurkenna með því að hún yrði að fara — létu þau málið niður falla. Og þeg- ar hann var búinn að hafa fram sitt mál um að enginn skuggi félli á nafn hans, létti honum um hjartað, og nú var næsta verk-' efni að hafa upp á einhverjum lækni, sem hann gæti sent hana til. Þá yrðu allar .þessar áhyggjur hans úr sögunni. Og eftir það gat hún farið sína leið; og þegar hann var búinn að veita henni alla þá hjálp sem honum var unnt, gat hann haldið áfram eftir hinni dýrlegu framtíðarbraut. sem framundan lá, strax og búið var að kippa þessu í lag. —oOo— —oOo— —oOo— — —oOo-— - oOo ■■ oOo" ■ ■ oOo - BARNASAGAN GRAUTURINN HANS MiKKA 8. DAGUR Mikki tók pottinn, fjarlæði hann ofurlítið brunn- inum, en ég tók að ausa upp vatninu. Er við komum aftur heim með pottinn var graut- urinn orðinn kaldur, og eldurinn meira að segja slokknaður. Við kveiktum upp í stónni öðru sinni, og byrjuðum aftur á byrjuninni. Að lokum tók grautur- inn að sjóða, fór því næst að þykkna og bólur stigu upp á yfirborðið. Ah, sagði Mikki. Dásamlegur grautur ætlar þetta að verða. Ég tók mér skeið í hönd og smakkaði. 'Svei. Þvílíkur óþverri. Ósaltaður og viðbrunninn- Mikki smakkaði líka á honum, en hann skyrpti út úr sér á samri stund og sagði: Þó ég ætti að deyja þá gæti ég ekki borðað þennan óþverra. Það er hættulegt að borða þetta, sagði ég. Alveg sammála, sagði Mikki. En hvílíkir afglapar getum við verið, sagði ég- Við eigum þó ennþá silungsbröndurnai. Það er alltof seint að fara að sjóða þær núna. Við þurfum ekki að sjóða þær. Við getum steikt þær. Það er fljótlegra. Jæja þá, ef það er fljótlegra — allt í lagi. En ef það gengur eitthvað svipað og með grautinn þá held ég betra væri að eiga ekkert við það. Mikki skóf hreistrið af silungunum, og setti þá síðan á steikarpönnuna. Hún hitnaði brátt, og þá festust silungarnir við hana. Er Mikki ætlaði að losa einn þeirra sat roðið á pönnunni. Þú ert alltaf jafnvitlaus! Hver heldurðu að steiki fisk án þess að nota feiti! Mikki fór að leita og fann að lokum hárfeiti £ glasi. Hann hellti úr því á pönnuna, og setti hana síðan beint á glóðina svo þetta gengi fljótar. Það hvæsti og fnæsti í feitinni, og allt í einu tók hún að loga. Mikki kippti steikarpönnunni burt — feitin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.