Þjóðviljinn - 10.05.1952, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.05.1952, Qupperneq 1
Laugardagur 10. maí 1952 argangur 103. tölublað Dómari í París hefur kveðið upp dóm í máli, sem tveir land- flótta afíurhaldsforingjar frá Austur-Evrópu liöfðuðu gegn tveim frönskum blaðamönnum, Sem höfðu kallað þá landráða- menn. Dómarinn dæmdi kær- endum sinn frankann hvoium í skaðabætur. Gengi fankans er nú ísl. kr. 0.04663. Gísli Sveinsscn fyrrv. sendiherra, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og Isgeir Ásgeirsson hankasfjóri Kunnugt er nú um þrjá frambjóðendur við væntanlegt forsetakjör og eru það þeir Gísli Sveinsson fyrrverandi sendiherra, sr. Bjarni Jónsson vígsiubiskup og Ásgeir Ás- geirsson, bankastjórti. Stofnuð hafa verið „samtök frjálsra kjósenda“ til að vinna að kosningu Gísla Sveinssonar og er söfnun meðmælenda haf- in. — Var frá þeim skýrt í upp-r hafi kvöldfrétta útvarpsins. í gærkvöldi barst Þjóðvilj- a.num eftirfarandi tilkynning (óundirrituð): Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, hefur í dag ákveðið að verða við áskorun stuðnings- fiokka ríkisstjórnarinnar um að gefa kost á sér við kjör for- seta íslands, en flokkarnir hafa undanfarið leitað samkomulags •um framboð og kjör forseta og Samrtingur um Trieste Undirritaður var í London í gær samningur milli Bandarikj- anna, Bretlands og Italíu um að Itölum skuli afhent stjórn bæj- armála og efnahagsmála í Tri- este. Herlandstjóri Vesturveld- anna fer þó áfram með æðsta vald í öllum málefnum borgar- innar. orðið ásáttir um, að skora á séra Bjarna til að verða í kjöri og heitið honum eindregnum stuðningi. Seinna í gærkvöldi var Þjóð- viljanum skýrt frá því að Ás- geir Ásgeirsson bankastjóri hefði ákveðið að vera í kjöri, cg væri söfnun stuðningsmanna hafin. Neita ítölskum yfirforingga Bandaríski aðmírállinn Carn- ey, yfirforingi Suður-Evrópu- svæðis A-bandalagsins, tilkynnti í Aþenu í gær að hann myndi hafa sjálfur á hendi yfirstjórn flugherja og landherja Grikk- lands og Tyrklands. Italski hers höfðinginn Castiglione liefur verið skipaður yfirmaður flug- og landhers á Suður-Evrópu- svæðinu en stjórn Grikklands og Tyrklands neituðu að láta heri sína undir stjórn hans. Flogið hefur fyrir að Castigli- one sé stórmóðgaður yfir þess- ari framkomu við sig og muni segja af sér. Randaríska herstjórnin í upp- námi yfir handtöku Dodds Hótar að beita stríðsíangana á Koje ofbeldi Erfiðasta viðfangsefni bandarísku herstjórnarinnar í Kóreu er sem stendur að ná bandaríska hershöfðingjan- um Dodd úr höndum kóreskra og kínverskra stríðsfanga. Dodd hershöfðingi er yfir- maður stríðsfangabúða Banda- rikjamanna á eynni Koje suður af Kóreu. Fangarnir handsöm- uðu hann fyrir þremur dögum og hafa haldi'ð honum í gisl- ingu síðan. Segjast þeir ekki muni láta hann lausan fyrr en gengið hefur verið að ýms- um kröfum þeirra. Vilja fá rétt til féiagsstarfsemi Jam.es Van Fleet hershöfð- ingi, yfirforingi landhers Banda ríkjamanna í Kóreu, kom ti'. Koje i gær í eigin persónu til að kynna sér aðstæ’ður. Lýsti hann yfir að valdi yrði beitt ef með þyrfti til að ná Dodd úr höndum fanganna. Hann kvað ekki koma til mála að ganga að kröfum fanganna. Fréttritarar hafa hlerað að þeir vilji fá sima, skrifpappír og rétt til félagsstarfsemi í fangabúðun- um. Fréttartturum meinaður íjðgangur Bandaríska herstjórnin bann- aði fréttariturum í gær að fara út í Koje, en eyjan er um 40 km undan- Fusan, helztu hafn- arborg Suður-Kóreu. I fanga- búðunum, þar sem Dodd hers- höfðingi er í haldi, eru um 6000 fangar en alls um 80.000 á Koje. — Bandarískir fanga- verðir skutu 81 fanga til bana í tveimur uppþotum í fangabúð- unum á eynni á útmánuðunum í vetur. Dodd sviptur embætti Dodd hershöfðingi talaði í gær í síma við bandaríska verði úti fyrir fangabúðunum þar sem hann dúsir. Kvaðst hann vera heill á húfi og ekki í neinni hættu. Bandaríska her- stjórnin tilkynnti að Dodd hefði verið vikið frá starfi yfirmanns yfir fangabúðunum og neitaði a’ð svara því, hvort hann yrði settur í það aftur ef hann losnaði úr prísundinni. 50M00 á fas- istafundi Nýfasistaflokkurinn MSI á Italíu efndi nýlega til útifund ar á torgi í Róm. Um 50.000 manns sóttu fundinn og fögn- uðu ákaflega ræðu flokksfor ingjans Marsanich, sem var einn þeirra sem tóku þátt i her- göngu Mussolinis til Róm. - Marsanich líkti eftir ,,1] Duce“, stóð með hendur á mjöðmum á ræðustólnum. Látrabjargsmynd- • /’HP* 1 r r • m i Ijarnarbioi Björgunarsveitir S.V.F.Í., 60 að tölu eru allar starfræktar af sjálfboðaliðum og sjást liér nokkrir þeirra við björgunar- æfiugu á Hofsósi. Klukkan 1,30 í dag verður hin vinsæla kvikmynd Slysa- varnafélags Isl. sýnd í Tjarnar- bíói. Þetta er norsk tal- og tónútgáfa af myndinni og tekur sýningin rúman hálfan klukku- tíma. Verða því jafnframt sýnd- ar nokkrar aðrar slysavarna- myndir. Aðgöngumiðar kosta 2 kr. og verða seldir við inngang- inn. I tilefni dagsins verður og opnuð gluggasýning um sjó- slysavarnir og í kvöld sér slysa- varnadeildin „Ingólfur" um sérstakan útvarpsþátt. Vopnaféð rann í vasa ráðherranna Abbas Halim prins, sem er fyrir rétti í Kairo sakaður um að hafa stungið í eigin vasa stórfé af fjárveitingum til vopnakaupa fyrir egypzka. her- inn, hefur skýrt frá því fyrir réttinum að Nosrat Pasha fyrr- verandi landvarnaráðherra og Azmi Bey fyrrverandi opinber ákærandi hafi tekið þátt í fjár. drættinum með sér. Þeir áttu báöir sæti í stjórn Wafdista og Azmi Bey stjómaði í fyrstu rannsókninni í máli prinsins. Zeppelínsprengja frá fyrra stríði Verkamenn, sem eru að grafa fyrir barnaleikvelli í London, komu í gær niður á sprengju, sem talið er að varpað hafi ver- ið á -borgina’ ídieimsstyrjöldinni fyrri, þegar þýzk Zeppelinloft- för gerðu nokkrar árásir á hana.. Þing 800.000 brezkra vél- smiða á nióti liervæðingu Kreíst friðarsáftmála sfórveidanna, afvepnunar og banns við kjarnorku- og sýklahernaði Á þingi þriðja stærsta verkalýösfélags Bretlands voru í gær samþykkt mótmæli gegn hervæöingunni og krafizt afvopnunar og samninga milli stórveldanna. Samband vélsmiða, sem hefur 800.000 meðlimi, heldur árs- þing sitt þessa dagana og þar var í gær gerð samþykkt um utanríkis- og hermál Bretlands. Stjórn sambandsins var falið að koma samþykktinni á fram- færi við brezku ríkisstjórnina. Samþykkt samhljóða Þingið ályktaði áð hervæðing- arstefnan ,sem stjórn Verka- mannafljokksins tók upp ogi stjórn íhaldsmanna hefur einn- ig fylgt, væri að sliga Bret- land. I stað þess að ausa fé í vopnabúnað lagði þingið til að ríkisstjórnin tæki jákvæða af- stöðu til kröfu heimsfriðarhreyf ingarinnar um friðarsáttmála milli Bandaríkjanna, Bretiands, Frakklands, Kína og Sovétríkj- anna, beitti sér fyrir alþjóða afvopnun undir tryggu eftirliti Lýgur um M í einni grein sini’.i úm lífs- kjör almennings í Sovétríkj- unum birtir Benjamín Eiríks- son töflu um verðlag nokk- urra matvörutegunda í Rvík og Moskvu. Segir þar að kíló- ið af nautakjöti í Reykjavík kosti kr. 13,35 og er tekið fram að um 1. fl. sé að ræða. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi kjöttegurd er seld á kr. 19,95 í kjötbúðum hcr í bænum eða 50% hærra en hinn bandaríski eftirlitsmað- ur heldur fram. Það segir sig sjálft hvern- ig Benjamín Eiríksson muni hagræða tölum um verðlag og kaupgjald austur í Rúss- Iandi þegar hann lætur sig ekki muna um að l.júga um 50% upp í opið geðið á öll- um Reykvíkingum. _______________________s Gengur hvorki né rekur Vopnahlésnefndirnar í Kóreu ræddust við í Panmunjom í gær en gerðu ekki annað en ítreka fyrrí afstöðu sína. Ákveðið var að halda nýjan fund í dag. og styddi bann við kjamorku- vopnum og sýklahernaði og eft- irlit með að það yrði haldið. Enginn þingfulltrúi greiddi at- kvæði gegn þessari ályktun. Bretar tapa mörkuðum Áður hafði þingið fellt tillögu frá sambandsstjórninni um að h'afa ályktunina almennt orð- aða en krefjast ekki tiltekinna ráðstafana. Ýmsir þingfulltrúar tóku það fram í umræðunum að afstaða þeirra mótaðist ekki af fylgi við Aneurin Bevan og aðra Verka- mannaflokksþingmenn, sem .haia mótmælt hervæðingunni. Þeir færu eftir reynzlu sinni í verksmiðjunum, þar sem sjá mætti hvernig hervæðingin færi í handaskolum vegna hráefna- skorts og Bretar töpuðu mörk- uðum sínum erlendis. Þingið samþykkti kröfu um rannsókn á kjörum verkamanna í þeim löndum, sem eru að bola Bret- um af lieimsmarkaðinum, fyrst og fremst Japan og Þýzkalandi. Sambandsstjórn vglsmiða bar fyrir nokkru fram kröfu um tveggja sterlingspunda kaup- hækkun á viku fyrir meðlimi sambandsins. Sambönd brezkra járnbrautarstarfsmanna kröfð- ust í gær 10% kauphækkunar. Verkamanna- flokkurinn vinnur 20 borgir Verkamannaflokkurinn brezki hefur unnið meirihluta af íhalds mönnum í yfir 20 borgum í bæjarstjórnakosningum, sem nú fara fram í Englandi og Wales. Flokkurinn hefur unnið. 641 fulltrúa eða næstum tvöfaldað fulltrúatölu sína. Ihaldsmenn og óháðir borgaralistar hafa hvarvetna tapað. Þrátt fyrir sigra Verkamannaflokksins vantar enn nokkuð á að hann hafi unnið upp það sem hann tapaði í siðustu bæjarstjómar- kosningum fyrir þrem árum. Aðeins 70 skráðir atvinnulausir Vií atvinnuleysissliráninguna létu 70 menn skrá sig. Sýnir það enn einu sinni hið fullkomna trúleysi er at- vinnuleysingjarnir hafa á skráning’unni, énda hafa stjórn- arvöldin haft kröfur atvinnuleysingjanna á s.l. vetri að engu, og næstum öiil þeirra fyrirheit um atvinnuaukn- ingu reynzt haldiítið hjal. Atvinnuleys:«gjarnir voru í 15 starfsgreinum, voru 50 verkamenn , 4 vörubílstjórar, 3 trésmiðir, 2 rafvirkjar og 11 úr' ýmsum- starfsstéttum. Samtals höfðu þéir 50 börn á framfæri. c

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.