Þjóðviljinn - 10.05.1952, Qupperneq 8
Verzlunarj öftiuðuriim er
óhaafstæður um 102,8 mi
Á sama tíma í lyrra vaz haim óhagstæðus um 29,8
miíljónis kEÓna
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var verzlunarjöfn-
uðurinn fjóra fyrstu mánuði þessa árs óhagstæður um 102,8 millj.
kr. og er það nær f jórum sinnum verri útkoma en á sama tíma
í fyrra, þá var vcrzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um 29.8 millj.
Á tímabilinu janúar-apríl ó'
'þessu ári var flutt út fyrir J.83
millj. 619 þús. kr. en inn fyrir
286 millj. 413 þús. kr. og vöru-
skiptajöínuðurinn óhagstæður
um 102 millj. 794 þús. kr. Á
sama tíma í fyrra var hann
óhagstæður um 29 millj. 805
þús. kr.
I aprílmánuði var flutt út
fyrir 31 millj. 824 þús. kr., en
inn fyrir 79 millj. 135 þús.
kr. og vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæ'ður um 47 millj. 311
þús. Á sama tíma í fyrra var
hann óhagstæður um 35 millj.
41 þús. kr.
m:
Æ.F.R. — Skíða-
ferð i dag frá I>órs
götu 1. Lagt verð-
ur af stað kl. 2.30.
Sími 7510.
Meiri bókmennta-
fræðslu
Félag íslenzkra rithöfunda
hefur skorað á fræðslumála-
stjórnina aö fyrirskipa á næsta
skólaári aukna kennslu í bók-
menntum landsins. Ennfremur
skorað á Ríkisútvarpið að auka
'bókmenntafræðslu og sömuleið-
is á stjórnir allra félaga að
ætla ísl. bókmenntum meira
rúm á skemmtunum og fund-
um. Loks skorar það á bóksala
að velja starfsfólk eftir bók-
menntalegri þekkingu þess.
Hernaðarfram-
lag íellt í Bonn
Efri deild vesturþýzka þings-
ins í Bonn felldi í gær tillögu
ríkisstjórnarinnar um að leggja
á sérstakan skatt til að standa
straum af fyrirhugaðri hervæð-
Ingu Vestur-Þýzkalands. Þetta
var fyrsta atkvæðagreiðslan í
efri deildinni síðan ríkisstjórnin
missti meirihluta þar vegna
aukakosninga í hinu nýja suð-
vesturfylki Vestur-Þýzkalands.
Atkvæðagreiðslan í gær er
álitin bending um þá erfiðleika,
sem vesturþýzka stjórnin mun
eiga við að stríða þegar hún
reynir að fá þingið til að stað-
festa samning þann um stofn-
un Vestur-Evrópuhers með
þýzkri þátttöku, sem undirskrif-
aður var til bráðabirgða í París
í gær. Undirritunin fór fram
enda þótt ekki hafi enn náðst
samkomulag um ýmis atriði,
sem sérstakur ráðherrafundur
verður að fjalla um. Búizt er
við sízt minni andstöðu gegn
samningnum á franska þinginu
en því vésturþýzka.
Síðustu sýningar
hjá L.R.
Stjórn Leikfélags Reykjavík-
ur vill vekja athygli á því,
að starfstímabili félagsins á
þessum vetri lýkur í mánuðin-
um, svo að . næstu sýningar
félagsins á leikritinu „Djúpt
liggja rætur“ eru hinar síð-
ustu á starfstímabilinu. — Af
þessum sökum hafði félagið
ákveðið síðustu sýningu á sjón-
leiknum Pi-pa-ki í gærkvöldi,
en vegna' svo mikillar aðsókn-
ar, að margir. urðu frá að
hverfa, mun félagið -hafa auka-
sýningu á leikritinu á föstu-
daginn kemur. — Sjónleikurinn
Djúpt liggja rætur verður sýnd-
ur annað kvöld og á miðviku-
dagskvöld.
þJÓÐVILIINN
Laugardagur 10. maí 1952 — 17. árgangur — 103. tölublað
Listvinasaloriim hefur starfað í 1 ár
Heíur kvikmyndasýningu á mergun fyrir félagsm.
I dag er starfsemi Listvinasalarins eins árs gömul. Á þessu
fyrsta starfsári hefur meira verk verið unnið en margur hefði
ætlað, eða haldnar samtals 16 sýningar og kynningarkvöld.
í tilefni afmælisins verður kynráng á verkum tveggja er-
lendra málara á morgun og hefst hún kl. 1,30. Er hún fyrir
styrktarfélaga og listmálara.
Tvær kvikmyndir verða sýnd-'
ar, önnur um franska málarann
Maurice Utrello. Ævisaga hans
leikin af þekktum frönskum
leikara og myndum Utrellos
fléttað inní. Hin kvikmjmdin er
um ameríska málarann Frank-
lin Watkins. Undirleikur við
myndina er músik eftir Beet-
hoven, leikin af Paganinikvart-
ettinum.
Starfsemi Listvinasalarins
var á sl. ári sem hér segir:
1. Kynningarkvöld: Þórberg-
ur Þórðarson las upp endur-
minningar, frú Ólöf Norðdal las
upp kvæði eftir Sigurð Nordal
og Lanzky Ottó flutti píanó-
verk.
2. Sýning á myndum eftir
börn.
Framhaid á 7. síðu.
Samið orn gagnkvæm réttindi í
sjfikrasamlögum Norðurlandanna
Haraldur Guðmundsson for-
stjóri Tryggingarstofnunar rík-
Þátftaka Islendin^a i
ÓlympíuIeikÉ^M
-r Meiri breidd, minni liæíí cn iZnt
Þegar í haust var hafizt handa um undirbúning að þáttíöku
Islendinga í Olympíuleikjunum í Helsingfors í sumar. Munum
við ef til viil senda stærri sveit þangað en á fyrri ólympíuleiki, cn
hins vegar hafa steðjað að ýms óhöpp sem vaJda því að ósýnt er
um að við vinnum sambærileg einstaklingsafrek og stundum áour.
Formaður Frjálsíþróttasam-
bands Islands, Garðar Gíslason,
og varaformaður þess, Jóhann
Bemhard, kvöddu fréttamenn
á fund sinn í gær og skýrðu
þeim frá ýmsu varðandi undir-
búning að þátttöku Islendinga í
Ólympíuleikjunum í sumar. 17.
júni-mótið og annáð mót, hald-
ið nokkrum dögum síðar, verða
úrtökumót undir leikina. Eftir
úrslitum í því móti verður í
höfuðdráttum ákveðið hverjir
Tveir bæjartogarar
að veiðum í
Hvítahafinu
Tveir af togurum Bæjarút-
ger'ðar Reykjavikur eru farnir
á veiðar í Hvítahafinu, en það
eru Jón Baldvinsson og Skúli
Magnússon. Auk þeirra eru á
saltfiskveiðum Ingólfur Arnar-
son, Skúli Magnússon, Þorst.
Ingólfsson, Pétur Halldórsson
og Þorkell máni. Hinsvegar eru
Hallveig Fróðadóttir og Jón
Þorláksson á ísfiskveiðum fyrir
innlendan markað.
Skákmeistarinn Prinz
Fjöltefti — Ejnvígi við Baldur MöUer
Hollenzki skáksnillingurinn Prinz er nú kominn hingað til
bæjarins. Hann liefur dvalizt á Akureyri að 'unda.nförnu, eins
og getið hefur vérið um.
----------------------------- 1 gærkvöldi átti Prinz að
tefla við 10 skákmenn úr meist-
araflokki að Þórskaffi. — Á
morgun teflir hann opið fjöl-
tefli í Mjólkurstöðinni. — Ö,ll-
um er heimil þátttaka, en menn
þurfa að leggja sér til töfl.
Þá er og ráðgert að Prinz heyi
einvígi við Baldur Möller. Tefla
þeir tvær skákir, þ'á fyrri á
mánudagskvöld, en ekki er af-
ráðið hvenær þeir tefla seinni
skákina. Prinz mun einnig tefla
í Hafnarfirði og sennilega fieiri
fjöltef i hér.
Prinz er maður um fertugt.
Han.n hefur teflt síðan hann
'•a- barn aí aldri eg teki'ð þátt
í mörgum mótum fyrir Hol-
vnds hönd, en hann hefur að-
eins tvisvar keppt um meist-
áratign Ho"andg, 1931 og 1949.
I síðara skiptlð vann hann tit-
ilim.
Prinz er blaoamaður að at-
vinnu; ritar einkum um músík
Framhald á 7. síóu.
sendir verða, en hámarksfjöldi
í hverri keppnisgrein frá hverju
landi er 3 menn. F.R.I. 'hefu
ákveðið eftirfarandi afrek sem
Iágmark til þátttöku í Ólympíu-
leikjunum:
100 m hlaup .... 10.8 sek.
200 m hlaup .... 21.8 sek.
400 m hlaup .... 49.0 sek.
800 m hlaup .... 1.54.0 mín
1500 m hlaup .... 3.57.0 mín
5000 m hlaup .... 15.15.0 min
10.000 m hlaup . . 32.00.0 mín
3000 m grindahl. 9.40.0 mín
100 m grindahl. . . 15.00 sek.
400 m grindahl. . . 55.00 sek.
4x100 m bo'ðljj. . . 42.00 sek.
4x400 m boðhl. .. 3.18.0 mín
Hástökk 1.90 m
Langstökk 7.20 m
Þrístökk 14.60 m
Stangarstökk .... 4.00 m
Kúluvarp 15.00 m
Kringlukast 47.0 m
Spjótkast 65.0 m
Tugþraut 6500 st.
(samkv. finnsku stigatöflunni).
Konur:
100 m. hlaup .... . 12.6 sek.
Framhald á 7. síðu.
isins og Gunnar Möller, form.
tryggingarráðs og forstjóri
Sjúkrasamlags Rvíkur taka sér
far í dag til Kaupmannahafnar
til að sitja fund með fulltrú-
um dönsku, norsku og sænsku
sjúkrasamlaganna.
Framhald á 7. siðu.
Landnemainnheimtan
í dag er skiladagur í inn-
heimtuherferð Landnemans. —
Eftir fyrsta skiladag var búið
að innheimta 69% af þeirri upp-
hæð, sem ákveðið var að inn-
heimta í þessari herferð. í dag
þurfa allir félagar sem inn-
heimtublokkir hafa að koma í
skrifstofu Æ.F.R. og gera skil.
— Landnemanum hafa borizt
að gjöf bækur, sem útgáfustjórn
blaðsins liefur áltveðið að veita
þelm er beztum árangri nær í
innheimtunni. — Munið skilia-
daginn í dag. — Förum fram
úr settu marki.
18 þús. kr. til
Arnasafns
Framlögum sem þjóðminja-
verði og stjórn Stúdentafélags
Reykjavíkur berast til Árna-
safns fjölgar stöðugt. Samkv.
bráðabirgðauppgjöri í þessari
viku höfðu borizt 18 þús. 110
kr. Auk þessa er kunnugt um
fjölda framlaga utan af landi
og verður skýrt frá þeim þeg-
ar þau berast.
Nýjar sýndarað-
gerðir í verðlags-
inálunum?
Samkvæmt ósk viöskipta-
málaráðherra settu handhafar
valds forseta Is’ands hinn 6.
þm. bráðabirgðalög um viðauka
við lög nr. 35, 1950, um verð-
lag, verðlagseftirlit og verð-
lagsdóm.
I bráðabirgðalögum er kveð-
i'ð svo á, að verðgæzlustjóri
skuli fylgjast með verðlagi í
landinu og hafa sömu heimild
Framhald á 7. síðu.
30 ára:
K a r 1 a k 6 r
ísafjarðar
Isafirði.
Frá fréttar. Þjóðviljans.
Karlakór Isafjarðar varð ný-
lega 30 ára. I kvöld heldur
hann afmælissöngskemmtun og
verður þá sungið m.a. nýtt lag
eftir Jónas Tómasson.
Fyrsti söngstjóri kórsins var
Jónas Tómasson, var það í’ 18
ár. Þá var Högni Gunnarsson
í 8 ár, en núverandi söngstjóri
er Ragnar H. Ragnar skólastj.
Tónlistarskólans á Isafirði.
Hraunsteypan — ný holsteinagerS
Sfeypir holsteina úr hraungjalli
Hraunsteypan h.f. nefnist fyrirtæki í Háfnarfirði sem hafið
hefur framleiðslu á holsteinum úr hraungjalli. Byggingarefni
þetta á að sameina styrkleika og einangrunarhæfni.
Tjén af eldsvoða á ísafirði
Isafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
1 gær brann efri hæð hússins Grund á fsafirði, en þar bjó
verkamaAur með konu sinni og þrem börnum. Fólkið bjargaðist
út um glugga. Búslóð þeSs brann.
Eldurinn kom upp um kl.
10 í hornherbergj á efri hæð-
inni, er óvíst um upptök en
talin stafa frá rafmagni.
Slökkviii'ðið kom þegar á
vettvang og stóð þá eldur út
um gluggann. Pétur Einars-
son, er þarna bjó með konu
sinni og þreroui- börnum 2ja,
3ja og 5 ára, var ekki heima,
en konan og börnin sluppu með
nauminum fáklædd út um
glugga á hæðinni. Búslóðin
brann öll. Var hún lágt vá-
tryggð. Efri hæðin b-ann að
mestu öll. Á neðri hæðinni var
búslóð bjargaö út, en skemmdir
urðu af vatni. Húsið var lágt
vátryggt.
Framleiðsla holsteina þessara.
er fyrir skömmu hafin og eru
bæði hrærivél og steypuvélin
smíðaðar í Vélsmiðju Hafnar-
fjarðar að mestu, eftir hug-
myndum Jóhannesar Teitsson-
ar húsasmiðs, sem er aðalhvata-
maður að framleiðslu þessari,
en hann hefur notað banda-
rískar vélar til fyrirmyndar.
Byggingarefnið er sótt í hraun-
ið suður við Vatnsskarð. Hægt
er að framleiða 280—300 steina
á dag, mcðað við 8 stunda vinnu
á dag og 4 starfsmenn. Þykkt
steinanna (veggþykkt) er 26
cm en hliðarflötur um 20x50
cm og þarf 10 steina í fermetra
í vegg. Um verð framleiðslunn-
Framhald á 7. síðu.