Þjóðviljinn - 11.05.1952, Page 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. maí 1952
þióeviuiNN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Hitstjórar: Magnús Kjartanssön cáb.), SigurSur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Síml 7500 (3 línur).
Askriftarverð kr. 18 á mánuði í Keykjavík «g nágrenni; kr. 16
annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
„Traustur vinur ættjarðar sinnar"
í vitund allra þjóðhoilra íslendinga skipar núverandi
utanríkisráöherra sama rúm og franeki kvislingurinn
Laval í hugum Frakka meðan járnhæll nazismans hvíldi
á landi þeirra á stríðsárunum. Ástæðan er sú að báðir
hafa þessir menn fetað nákvæmlega sömu braut í svik-
um við þjóð sína á örlagastund.
Þrátt fyrir svikastarfsemi Lavals hins franska og alla
þjónustu hans í þágu kúgara Frakklands átti verknaður
hans sér verjendur. Áhrifamikil og voldug málgögn úr-
kasts frömsku þjóðarinnar gegndu því hlutverki á niður-
lægingartímum Frakklands að bera væmið lof á Laval
og liösmenn hans meðan frönsku þjóðinni blæddi út í
fjötrum nazismans.
Samskonar verknaður Bjarna Benediktssonar og sam-
herja hans í bandarísku fiokkunum á íslandi á einnig
sína talsmenn og aðdáendur. Blöð marsjallflokkanna, og
þá ekki sízt Morgunblaðið, lofa hástöfum hvert illvirki
sem framið er gegn hagsmunum íslands af Bjarna Bene-
diktssyni og samherjum hans í umboði og eftir fyrir-
skipunum hins erlenda valds.
Á ársafmæli bandaríska hernámsins fann Morgunblað-
ið alveg sérstaka ástæðu til að lýsa ágæti Bjarna Bene-
diktssonar og þeirrar stefnu sem hann er fulltrúi fyrir.
Gripiö var til sterkustu lýsingarorða tungunnar um
þjóðhollustu þess manns sem verið hefur íslandi óþarf-
astur allra núlifandi stjórnmálamanna. Hann er á máli
Morgunblaösins „traustur vinur ættjarðar sinnar“ og
„allt hans istarf hefur stefnt aó því að treysta öryggi
landsins og sjálfstæði hins unga íslenzka lýðveldis. Fyrir
þetta starf og þessa viðleitni á hinum erfiðustu og
hættulegustu tímum á utanríkisráðherrann hinar mestu
þakkir skildar". — Skyldu menn ekki kannast við skyld-
leikann með Morgunblaðinu og þeím systurblöðum þess
sem hvarvetna gerðust talsmenn fjandmanna þjóðar
sinnar og anðvirðilegustu þýja þeirra þegar mest á
reyndi.
En hvers vegna þótti Mbl. sérstök ástæða til þess aö
gefa mesta óhappamanni íslenzkra stjórnmála þetta sið-
ferðisvottorð í tilefni af því áð eitt ár var liöið frá því
að stjómarskrá landsins var þverbrotin og þjóðin ofur-
seld erlendu hernámi. Einfaldlega vegna þess aö jafnvel
þessu málgagni heimskunnar og þjóðsvikanna duldist
ekki að einmitt þá beindist þungur hugur særðrar þjóðar
að þeim leiðtogum sem sviku hið unga sjálfstæöi hennar
og nýfengna frelsi, og þá ekki sízt að þeim manninum
sem lengst hefur gengið og auðsveipastur reynst 1 hunds-
legri þjónustu við hiö bandaríska hervald.
Svo seinheppið er Morgunblaöiö í lofi sínu um Bjarna
Benediktsson að ummæli þess hljóma sem naprasta háð,
efu eins og vel útilátinn löðrungur í andlit þess
manns, sem níðingslegast hefur tsvikið ættjörð sína og
gerst þægasta handbendi þeirra sem traðka á frelsi
hennar og rétti.
Niðurlagið í tilvitnuðum orðum Morgunblaðsins ber
þess vott að þetta málgagn bandarísku kúgunarstefn-
unnar finnur Bjarna Benediktsson standa höllum fæti.
Höfundur forustugreinarinnar í Morgunblaöinu auglýsir
eftir viðurkenningu fyrir þann skjólstæðing sinn, sem
reynst hefur svo „traustur vinur ættjaröar sinna'r“! En
mikil er glámskyggni Valtýs Stefánssonar haldi hann aö
þakkætis og viðurkenningar sé að vænta frá þeirri þjóð,
sem Bjarni Benediktsson og nánustu samverkamenn
hans hafa svikið undir erlent vald. Eigi ólánsmaðurinn
Bjarni Benediktsson ógoldnar þakkir fyrir afskipti sín af
frelsismálum íslsndinga ber að ganga eftir þeim hjá
róttum aðilja: auðvaldi og hervaldi Bandaríkjanna sem
lagt hefur kúgunarfjötrana á íslenzkt sjálfstæöi og efna-
hagslíf og notið til þess dyggilegrar aðstoðar Bjama
Benediktsscnar og þeirra sem næstir honum standa.
Það er vonlaust fyrir Morgunblaðið og önnur málgögn
bandarísku yfirgangsstefnunnar á íslandi að ætla ser þá
dul að falsa staðreyndir sögunnar. Nafn Bjarna Bene-
diktssonar verður jafnan í hugum íslendinga tengt þeirri
niðurlægingu sem störf hans og annarra valdamanna
spilltrar auóstéttar leiddu á tímabili yfir þá kynslóð
þjóðarinnar, sem endurheimti frelsi og sjálfstæói lands-
ins eftir sjö alda svartnætti og kúgun.
Rvík 8.5. til vostur-
lapdsins.
og norður-
Salt jarðar —
BERNHARD SHAW, sá er
Moggamenn halda, að hafi al-
ið mést allan aldur sinn við
að semja brandara handa Les-
bókinni, sagði einu sinni að
hundrað prósent Ameríkani
væri nitíu prósent idjót. Margt
fleira hefur hann sagt og
skrifað um Ameríkana pg
Morgunblaðsmenn allra landa,
en þáð hafa Moggatetrin á-
reiðanlega ekki lesið. Annars
hefðu þeir ekki skrifað um
hann ljúflegar minningargrein
ar þegar hann dó.
★
LlFFRÆÐINGAR hafa haldið
fram, að heili mannsins þrosk-
ist ekki mikið eftir 12 ára
aldur. Þareftir vex andlegur
þroski mannsins sökum þjálf-
unar og reynslu. — Áður en
Ameríkanar fóru að taka
sjálfa sig svona alvarlega,
hættu þeir vi'ð og við á að láta
fara fram almenn gáfnapróf i
landi sínu, og er það gert með
sama fyrirkomulagi og skoð-
anakönnun. Þeir komust að
hinni sorglegu niðurstöðu að
þorri fullorðinna manna í
Bandaríkjunum er á andlegu
þroskastigi 12 ára barns. — I
rauninni er þetta engin furða.
Heimskunarpólitík auðvalds-
ins miðast öll vi'ð að • fólk
hugsi sem minnst. Auðvaldinu
stafar engin hætta af sljóu
fólki. 1 amerískri stórborg er
hægt að ganga götu úr götu
án þess að rekast á bókabúð,
nema hvað hægt er að kaupa
glæpareyfara og kábojsögur í
flestum lyfjabúðum. Á amer-
iskum heimilum eru bækur
jafn sjaldséðar og fullir vín-
skápar á íslandi. Aftur eru
■\nðast stórir hlaðar af hasa-
blöðxun, Colliers og Post. Þeir
sem eru sérlega litterer lesa
Readers Digest (Úrval). Chi-
eago Tribune sem hefur um 9
milljónir lesenda og er gi’ímu-
klætt fasistablað, byggir út-
breiðslu sína mest á því að
hafa beztu hasaseríur allra
biaða m. a. Dick Tracy leyni-
lögregkxmann. Einu sinni var
alllangt prentaraverkfall þar
vestra og engin blöð komu út.
Það þótti þá svo mikið við
liggja, að óvitlaus maður eins
og La Guardia borgarstjóri í
New York var fenginn til þess
að lesa upp úr Dick Tracy í
útvarp, um öll Bandaríkin.
Þetta samsvarar því áð Gunn-
ar Thoroddsen yrði fenginn til
að lesa upp úr Hjartaás-útgáf
unni í Ríkisútvarpið.
★
í BANDARÍKJUNUM er hægt
að fara gegnum heil fylki,
talá við menn af ýmsum stétt-
um og það er eiginlega eins og
maður sé aUtaf að tala við
sama manninn. Allir eru of-
urseldir sömu tegund for-
heimskunnar og draga dám
af því. Eltingaleikur amer-
ízkra hermanna hér við smá-
stúlkur er kannske að vissx:
leyti skýranlegur. Þeir eru jáir
leitt á sama andlega þroska-
stiginu og þessi börn og
finna skyldleika sinn við þau.
Þetta sjálfkjörxxa salt jai’ð-
ar, Ameríkanar, á eftir að
verða biturt heiminum.
★
BA'KHLUTAMAÐUR skrifar:
— Kæri Bæjarpóstur. Mér
þykir furðulegt, hve' mikið er
skrifað um hvernig fólk á að
ganga til sætis í kvikmynda-
ov leikhúsum. Ég fyrir mitt
Bakhlutámaður
leyti er eindregið með gömlu
aðferðirmi, sem ég nefni bak-
hlutaðferð. Kostir hennar eru
þeir að maður getur varast
að rugla til höfðum þeix’ra sem
fyrir framan sitja, og tekur
uní leið mimia pláss. Ókostur-
’hennar er aðeins sá, að mað-
ur snýr bakhlutanum í bekkj-
arfélagana og finnst mér að
þeir eigi að gjalda þeiiTa leið-
inda, sem af því kurma a'ð
stafa, frekar en memi í öðr-
um bekkjurn. Nýja aðferðin,
sem ég nefni framhluta-að-
ferð, hefur fleiri ókosti, t. d.
rekur maður oft óæðri endann
í þá sem fyrir framan sitja,
og annað það að maður kemst
varla hjá áð anda bakteríum
ef um þær skyldi vera að
ræða framan í bekkjarfélaga
sína, og þeir á móti. Siðast
og ékki sízt er þetta mikið
óþægilegra. En svo er það
annað sem hér ber að athuga,
að þeir sem kjósa framhluta-
aðferðina eru kannske að
sækjast eftir einhverri örfandi
snertingu, kannske myndarleg
stúlka, myndarlegur máður,
og þá er sjálfsagt að nota
framhluta-aðferðina, og geta
menn -þá snúið við eftir því
sem hentar. Og vanti menn
eitthvað þ. h. skal þeim bent
á strætisvagnana einkum ef
um þrengsli í þeim er að
ræða. Það er fjölbreytilegra
-og kostnaðarminna.
Bakhlutamaður.
SkiiiadeUd S.I.S.:
Hvassaféll fór fiá Kotka x g'ær,
. áleiðis til tsafjarðar. Arnarfell fór
frá Kótka 7. þ.m., til Hjóþávógs.
Jökulfell er i Reykjavík.
ltíkisskip
Hekla fór frá Reykjavík í gæx-
kvöldi kl. 20 austur um land til
Akureyrar og þaðan til Noi-ðui--
landa. Esja er í Rvík og fer
þaðan upp úr helginni vestur unx
land í hringferð. Skjaldbx-eið er
væntanleg til Reykjavikur í dag
að vestan og norðan. Þyrill er i
Rvík. Ármann fer frá Rvík á
moi-gun til Vestmannaeyja.
Flugfélag Islands:
1 dag verður flogið til Ak., og
Ve., — Á morgun til sömu staða.
Sunnudagur 11. mai (Mamertus).
132. dagurs ársins. — Vetrai-ver-
tíðai-lok. — Tungl i hásuðri kl.
1.29. — Árdegisflóð kl. 6.15. Síð-
degisfióð kl. 18.40. •*— Lágfjara kl.
12.27.
EIMSKIP:
Bx-úarfoss fór frá Vestmanna-
eyjum 6.5. til London, Hamborg-
ar og Rotterdam, Dettifoss fór frá
N.Y. 3.5. kemur tii Rvíkur á morg-
un. Goðafoss kom til Antverpen
9.5. fer þaðan til Hull og Rvíkui-.
Gullfoss fór frá Rvík á hádegi í
gær til Leith og Kaumannahafn-
ar. Lagarfoss - fór frá Keflavík í
gærkvöld til Vestmannaeyja og
útlanda. Reykjafoss fór frá Rvík
8.5: til Álaboxgar og Kotka. Sel-
foss er í Rvik. Tröllafoss fór frá
Rvík 7.5. til N.Y. Foldin fór frá
Sl. fimmtudag op-
inberuðu trúlofun
sína ungfrú Sigur-
veig Ragnarsdóttir
-Víðimel 52, ög Sig-
ui'ður Markússon, Grettisgötu 92.
Helgidagslæknir er Gunnar Coi-t-
es, Barmahlíð 27. — Sími 5995.
Læknavarðstofan Austurbæjarskól-
anum. Sími 5030. Kvöldvörður og
nseturvörður.
Næturv^rzla er í Laugavegsapó-
teki. Sími 1618.
LRINN
Málverkasýning Hjörleifs Sigurðs-
sonar er opin daglega kl. 1—10.
Rafmagnstakmörkunin í dag
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabrautar og Aðaistrætis,
Tjarnargötu, Bjarkargötu að vest-
an og Hringbraut að sunnan.
Rafmagnstakniörkunin á morgim
Vesturbærinn frá Aðalstræti,
Tjarnargötu og Bjarkargötu. Me!-
arnir, Grímsstaðaholtið með flug-
vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með
örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn-
arnes frem eftir.
I gaer var dregið í Happdrætti
Háskóla Islands, 5. flokki. Vinn-
ingar voru samtals 652, vinnings-
upphæð 295.800 kr. Hæstu vinning-
arnir komu á þessi númer: ^5000
kr. á íir. 840, ■ hálfmiðar. 10000 kr.
á nr. 23934, fjórðungsmiðar. 5000
kr. á nr. 22322, fjórðungsmiðar.
Borgfiröingafélagið í Reykjavík
vi)l vekja athygli á gestaleik 2ja
borgfirzkra leikflokka er sýna
sjónleiki i Iðnó nú um helgina,
þ. e.: U.M.F. Skallagrímur í Borg-
arnesi, er sýnir sjónleikinn „Ævin-
týri á gönguför", og Leikfélag
Akraness er sýnir gamanleilcinn
„I Bogabúð".
11.00 Morguntón-
leikar: a) Kvart-
ett í Es-dúr op.
51 nr. 1 eftir Dvor-
ák (Lenérkvartett
inn leikur)-. b)
Framhald á 7. síðu.
Mussólínldýrkun á iTauu
EinrœSisherrahum búin hetjugreftrun - De
Gasperi vill þóknast nýfasistum
Jarðneskar leiíar Benito Mussolinis, sem verið
haía á flækingi um ítalíu þau sjö ár sem liðin eru
síðan hann var tekinn af lífi í Mílanó, verða bráð-
lega greftraðar með mikilli viðhöfn í Predappio
helgistað ítalskra fasista. Fréttaritari brezka blaðs-
ins Ðaily Express, sem skýrir frá þessu, segir að
það sé gert með samþykki stjórnar De Gasperi.
Sumiudagixr 11. xriaí 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Ríkisstjómin er talin vonast
til að þessi ráðstöfun hennar
á líki fasistaforingjans verði
til þess að nýfasista.r þakki
stjórnarflokkunum með at-
kvæðum sínum í bæjarstjórn-
: arkosningunum á Mið- og Suð-
ur-ítalíu, sem fara fram 25.
þessa mánaðar.
Blómum stéáð úr flugvél.
Brezki fréttaritarinn skýrir
frá því að sandsteinskista mik-
il bíði í grafhvelfingu Mússó-
línifjölskyldunnar í Predappio,
fæðingarbæ einræðisherrans
fyrrverandi. Homin prýðir
merki fasista, hið foma róm-
verska vandaknippi með öxum
buhdnum í. Krossar eru á göfl-
um og eina áletrunin er „Mussó-
; líni 1833—-1945“.
Donna Rachaele, ekkja Mussó-
línis, sér um greftrunina. Hún
vonast til að sonur þeirx'a Vitt-
orio komi frá Argentínu.
Dóttirin Edda, ekkja Cianó
greifa, sem faðir hennar gerði
að utanríkisráðherra sínum og
lét síðan skjóta, verður við-
stödd. Graziani marskálkur,
sem lagði Abbesiníu xmdir
Mussólíni, hefur lofað að koma.
Hámark greftnmaxinnar verður
það er vopnabræður Brunó,
sonar Mussólíni sem féll í stríð-
inu, fljúga yfir Predappio og
strá rauðum nellikum yfir
. grafhvelfing-una.
Feluleikur með líkið.
Eftir að lík einræðisherrans
og Claretta Petacc.i, hjákonu
hanc, höfðu verið skorin niður
úr benzínstöðinni í Mílanó, þar
sem þau voru hengd upp á fót-
unum eftir aftökuna, var lík
Mussólínis srrafif á laun á víöa-
vangi. Skjótt kvisaðist þó hvar
legstaðurinn var og svartklædd-
ar kónur, mæður, ekkjur og
unnustur manna, sem féllu í
stríðinu, komu þangað hópum
saman til að hrækja á gröfina.
Þetta gátu nýfasistarnir ekki
þolað og nóttina sem ár var
liðið fri aftöku foringjans,
grófu þeir líkið upp.. 1 þrjá
mánuði var það flutt stað úr
stað í stöðugum eltingaleik
undan lögreglunni og í lmjask-
inu týndist annar fóturinn.
Fullyrt er á ítalíu að eitt tá-
bein úr honum hafi nýlega ver-
ið selt fyiir 10.000 krónur.
Fasistar áhrifamildir á Italíu.
Lögreglan faxm loks mestallt
hræið í klaustri nálægt Pavía.
Siðan hefur það verið svo vel
geymt, að ekki hefur konxizt á
almanna vitorð. En nú hefur
De Gasperi forsætisráðherra
tilkynnt Donna Rachaéle, að
henni verði afhentar jarðnesk-
ar leifar manns heimar.
De Gasperi hefur sýnt það
fyrr að honum er ximhugað um
að vixlgast við nýfasista og afla
sér fulltingis þeirra í barátt-
uxmi við ítalskan verkalýð. Níu.
af hverjum tíu embættismönn-
um Mussólínis hafa fengið sin
fyrri störf. Nú síðast hafa
100.000 mörrnum úr „varnar-
liði“ fasista, einkaher einræðis-
ans, verið veitt hermannaeftii’-
laxm.
Islenzk hraun
sanna segulsvið-
snúning
Brezki jai’ðfræðingui’inn dr.
J. Hospers frá Cambridgehá-
skóla skýrir í ritinu „Nature“
frá því að liann telji x-annsókn-
ir sínar á. gosmyndunum á ís-
landi taka af allan vafa um að
segulsvið jarðarirmar hafi snú-
izt við fyrir 30.000 árum og
síðan færzt í sitt fyrx-a horf fyr
ir 5000 ái*um. Margir vísinda-
menn hafa komizt að svipaðri
niðurstöðu á undan Hospers en
sú mótbára hefur ætíð verið
borin fram að grjótið sem þeir
rannsökuðu, hljÓti að hafa
færzt til eftir að það segul-
magnaðist. Það segir Hospers
ekki geta komið til greina með
íslenzka bergið.
Fljúgandi diskar6
reyndust loft-
steinar
Fjöldi manns í Ástralíu þótt-
ist í síðustu viku sjá kynleg
loftför, sem strax voru skírð
„fljúgandi diskar“. Sjónarvott,-
ar lýstu þeim sem „ljómandi
vindlum“ og hvítglóandi disk-
um“. Stjömufræðingurinn Ric-
hard Woolley hefur nú skýrt
fyrirbærið. Vísindamenn í
stjömuturninum . á Stromlo-
fjalli ‘hafa í kýkjum sínum
komið auga á loftstein, sem
ekki líkist venjulegu stjörnu-
hrapi. Hann er mjög skær og
dregur á eftir sér langan hala.
Woolley segir að þesskonar
loftsteinar séu mjög sjaldgæf-
ir og berum augum virðist þeir
vera bjart ljós, sem sést í allt
að tíu mínútur.
AtYiiiirálliiiii
barði prestínn
fyrir ritningargrein
Fjn-ir hálfum mánuði var
Emest William Leir, aðmíráll
á eftirlaunum og fyrrverandi
aðstoðarmaður Georgs V. Bréta
konungs, sektaður um 900 krón-
ur fyrir að berja sóknarprest
sinn ,á nefið fyrir stólræðu.
Dómarinn áminnti aðmírálinn
um að hann ætti að „skamm-
ast sín rækilega11.
Verjandi ákærða skýrði frá
því að skjólstæðingur sinn
hefði haldið að ritningargrein,
sem prestur las, hefði átt við
sig. Ritningargreinin er úr ap-
ókrýfisku bókunum og hljóðar
þannig: „Formælingar munu
koma hárinu á höfðinu til að
rísa og vegna guðleysis þeirra
munu menn stinga fingrum í
ey.run“. Vitni báru að aðmíráll-
inn hefði falið sig bak við bíl
prestsins eftir messuna og
greitt 'honum Imefahögg á nef-
ið þegar hann kom út úr kirkj-
unni.
Sá skeggrjaði stökk órólegur á fætur og
fann skjótlega annan prest, enn óhreinni
og þvi enn heilagri, en hann krafðist ó-
heyrhegs gjalds. Til rnerkis um holgi sína
greip hann lófafylli af lúsum undan húfu
ainni. .
Sá skeggjaði leit sigrihrósandi á bróður
sinn, er presturinn kraup á kné og með
bassarödd sinni yfirgnæfði tuldur hins
prestsins. Sá sköllótti varð órór og gaf
presti sínum meiri peninga. Síðan hróp-
uðu prcstarnir hvor i kapp við annan.
Geitin, sem stóð við stólpann og nartaði
í hann, fór að jarma, cymdarlega' og með
löngum seimi. Sá sköllótti kastaði ofur-
litlu grasknippi fyrir hana, en þá öskraði
sá skeggjaði: Hvað vilt þú .ve.ra að kasta
óþverra fyrir mína gelt!
Hann sparkaði grastuggunni eitthvað út í
buskann og sétti í staðinn krukku með
hrisklíði fyrir geitina.. — ■ Nei, öskraði nú
sá •sköilótti, alveg æfur. Ég skal láta þig
vitá. að mín geit. étur ekki þitt bölvaða
gunis tL nei.
Baikal-vatn
BAIKALVATN í Síberíu aust-
anverðri er ekki einungis eitt
stærsta stöðuvatn í heimi held-
ur Hka það lang nierkasta frá
sjónarmiði jarðfræði, dýrafræði
os jurtairæði. Á síðustu .150
árum hafa vísindamenn frá 13
löndum skrifað 1400 vísindarií-
gerðir um Baikalvatn, myndun
þess, dýralíf í því og gróður
umhverfis það. Frá þ\í 1927
hefur sérstök vísindastofnun
starfað að rannsóknum á vatn-
inu. Sérfræðingar hennar hafa
fundið um 2000 dýrategundir
í Baikalvatni og margar þeirra
eru hvengi annarsstaðar til. —
Myndirnar sýna stúdenta frá
háskólanum í Irkútsk að rann-
sóknum á BaikaJvatni. — Á
þeirri stærri lesa þeir á hita-
mæli, sem nýbúið er að draga
upp úþ djúpinu og liin sýnir
þá innbyrða háf með sýnishomi
af dýrálífinu í vatninu.
Yfírlýsing frá sfgérn Sinfóníu>
hiiómsveitarinnar
Herra ritstjóri.
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar-
innar vill biðja yður að birta
í blaði yðar eftirfarandi upp-
lýsingar, sem henni þykir eft-
ir atvikum rétt að komi fj'rir
aimenningssjónir:
Þegar Sinfóníuhljómsveitin,
sú er nú starfar, var stofnuð
snemma á árinu 1950, var hún
algerlega ný stofnun og án
nokkurs sambands við aðrar
hljómsveitir, sem hér höfðu
starfað áður, að öðru leyti en
því, að meðal þeirra hljóðfæra-
leikara, sem hún réði í þjón-
ustu sína, voru allmargir, sem
einnig höfðu leikið í fj'rri
hljómsveitum. Sinfóníuhljóm-
sveitin gerði enga fasta samn-
inga við neinn hljómsveitar-
§tjóra, heldur voru stjórnend-
ur aðeins ráðnir fyrir eina tón-
leika eða tveuna í senn, og
gildir það jafnt um þá, sem hér
eru búsettir, og um erlenda
gesti. Hljómsveitin stendur að
sjálfsögðu í þakkárskuld við
alla þessa menn fyrir þann list-
ræna árangur, -sem hún hefur
náð, þótt ekki sé hún þeim að
Öðru leyti vandabundin, en þeir
nálgast. nú tuginn, þótt ekki
séu taldir þeir, sem aðeins liafa
stjórnað hljómsveitinni í út-
varpstónieikum. Hljómsveitar-
stjórnin vill ekki láta hjá líða
að flytja þakkir sínar þessum
mönnum öllum og þeim öðr-
um, sem unnið hafa að fram-
gángi íslenzkra hljómsveitar-
mála.
Er hljómsveitin hóf nú starf
að nýju, kom til álita, livort
tímabært væri að ráða henni
fastan listrænan leiðbeinanda.
Þeirri skoðun hafði verið lialdið
fast fram af liljómsveitarstjór-
unitm Róbert Á. Ottóssyni og
dr. .Victor Urbancic. Taldi
stjómin nauðsynlegt, að til
þess starfs veldist maður, scm
jafnframt stjórnaði tónleikum
hljómsveitarinnar verulegan
hluta starfstímans á ári hverju
og gæti þann tíma helgað
hljómsveitinni alla krafta sína,
en legði áuk þess með hljóm-
sveitarstjórninni ráðin á um
starf hljómsveitarinnar aðra
tíma ársins. Urn val þessa,
mánns' 'lmfði hljómsveitarstjórn
in samkvæmt framansögðu al-
gerlega óbimdnar hendur, og
var það einróma álit hennar,
að ekki mundi fáanlegur með
aðgengilegum skilj'rðum hæfari
maðúr til starfsins en Olav
Kielland. Var því leitað til-
hans með þeim málaiokum,
sem kunn eru.
Það var ágreiningslaust í
hljómsveitarstjóminni, er til á-
lita kom.að ráða liljómsveitinni
fástan stjórnanda, að ekki væri
fært að binda sig við íslenzka
mcnn eingöngu eða þá, sem
hlotið hafa íslenzkan borgai’a-
rétt, enda þótt þeir kæmu að
sjálfsögðu jafnt til álita og
aðrir. Það er og staðreynd, að
þeir hljómsveitarstjórar, scin
mest hafa starfað hér undaii-
farna áratugi, liafa undantekn-
ingarlaust verið útlendir menn.
enda þótt sumir þeirra hafi
síðar fengið íslenzkan borgara-
rétt. Verður því ekki sagt, að
farið hafi verið inn á nýja.
braut með ráðningu Olavs’
Kiellands.
Hljómsveitarstjórnin er þeps
fullviss, að l>essi ráðstöfmi
muni reynast hljómsveitinni
lieillarík í framtíðin.ni, starf
Kiellarids muni marka stefnu:
hljómsveitarinnar fram á við
til vaxandi þroska og hafa ó-
metanlegt uppeldisgildi. En 'á.
Fiumhald á 7. síðu.