Þjóðviljinn - 11.05.1952, Síða 6

Þjóðviljinn - 11.05.1952, Síða 6
161. DAGUR 6) — ÞJÖÐVÍLJTNN — Sunnudagur 11. maí 1952 Feðgar — Frænd- ur — TengdaliS Framhald af 3. síðu. frændsemi langt í ættir aftur. og aldrei óbrigðulir jábræður í stjórnmálum að öðru en því er til hjartans kom og engin efn- isleg hagsmunatengsl þokuðu okkur saman. Mér ætti því að vera nokkurnveginn hægt um vik að meta persónu og störf Sigfúsar að verðleikum. Smátt og smátt fékk ég að vita að Sigfús Sigurhjartarson var gæddur meira mannviti en flestir þeir er ég hefi kynnzt. Meiri hugsuður og djúpfari um mannleg efni og rök lífsins en allur þorri manna. Maður hug- sjónaríkur, langsær og líka viðskyggn,' svo að andleg sjón hans nam í ómælisf jarlægð það sem miðlungs manni dylst. Hann var og ólatur og aldrei sérhlífinn að efla fylgi hugðar- málum sínum. Hann vissi sem var að fátt er það nytsamt og gott er mannsbarninu hlotnast án fórna og fyrirhafnar. Og hann var maður rökvís og rök- fastur með afbrigðum. Byggði vel og skipulega ræður sínar svo að sæmd var að, enda ó- deigur til áræðis við hvern sem var að eiga. Varð honum því eigi fálmsamt hvorki í sókn né vörn. Sigfús var maður brjóst- hlýr og góðgjarn og unni hverjum manni jafnaðar við sjálfan sig. Þá var og skap- gerðin traust og brestalaus. Það mátti segja um Sígfús frá Urðum að hann væri stöðugur í rásinni. Um siðan alla var hann einn hinn grandvarasti maður, allt frá æsku til æfiloka svo að vart skruppu honum ^fætur og hvergi vissi ég hann lausan á velli. Var því sál- rænn búskapur hans með meiri snyrtibrag en viða þekkist. Ég hefi hér að framan eins og sjá má brugðið upp dálítilli mynd af foreldrum Sigfúsar og nokkrum nánum ættmönnum hans og ýtt í sjónmál svipmóti ætta og erfða. Mér kom líka í hug að einhverjir þeir er kynntust Sigfúsi sem full- þroskuðum starfandi mennta- manni, en hafa verið fjarlægir ættarsveit hans og uppeldishög 'um kynnu að hafa gaman af að frétta eitthvað um fortíð hans og æsku hérna heima í Svarfaðardalnum. Þá fannst mér og að illa væri til skila haldið heilbrigðum metnaði, hlýhug og ræktarsemi, ef eng- inn sveitungi Sigfúsar yrði til þess að minnast hans að nokkru. Þetta og jafnvel fleira, sem eigi verður frekar greint, varð til þess að ég leyfði mér orðið. Rúnólfur í Dal. Sýning Hjörleiís Framhald af 3. siðu En ég he!d að það sé einmitt gallinn við mikið af íslenzkri list, að „fúttið" vill verða of mikið, hrá yfirborðmennska vill bera listræna fágun ofurliði. Því er það óblandið fagnað- arefni að hafa séð hér í vor tvo unga listamehn, þá Sverri og Hjörleif, sem virðast vera 'komnir yfir þetta frumbýlis- stig íslenzkrar listar, þar sem mönnum er gefinn plús fyrir trumbuslátt en mínus fyrir fág- aða hógværð. En framtíðarþróun íslenzkrar myndlistar, sem er vafalaust sú listgrein sem nú stendur hæst í landinu, getur ekki byggst á listamönnunum einum. Til þess þárf brautargengi alls almennings, vakandi áhuga og vaxandi dómgreind, — annars visnar þessi vorblómi íslenzkr- ar menningar fyrir sumarmál. B, Th. B. ttf/1 EítS'u' THEnDORF DREISER m mt um að ræða eitt hinna ógeðfelldu æskubreka, sem byggðust á lausung og siðspillingu. Hún var svo ung, hraustleg og aðlaðandi — og þessi mál voru orðin svo algeng — jafnvel þar sem hinar siðprúðustu stúlkur áttu í hlut. Og ævinlega hafði þetta vandræði og erfiðleika í för með sér fyrir læknana. Sjálfur var hann fá- skiptinn og hlédrægur eins og flest fólk í nágrenninu og honum var þvert um geð að hafa afskipti af slíkum málum. Þau voru ólögleg, hættuleg, gáfu lítið eða ekkert i aðra hönd og brutu í bága við almenningsálitið í sveitinni. Auk þess hafði hann sjálf- ur megnustu óbeit á þessum léttúðarfullu unglingum, sem hikuðu ekki við að gefa hvötum sínum lausan tauminn, en reyridu svo að skjóta sér undan öllum skyldum — svo sem hjónabandi. Og þótt hann hefði í nokkur skipti undanfarin tíu ár, þegar ætterni, kunningsskapur og annað þvíumlíkt hafði sannfært hann um nauðsyn þess, losað ungar stúlkur af góðum ættum sem höfðu ratað í ólán, við afleiðingarnar af heimsku sinni, þá var hon- um þvert um geð að veita slíka aðstoð, hvort heldur var með ráðum eða dáð. Það var of hættulegt. Venjulega stakk hann upp á hjónabandi hið bráðasta. Og þegar það kom ekki til greina og sökudólgurinn hafði horfið af sjónarsviðinu, var það ófrávikjanleg regla hans að skipta sér ekkert af málinu. Það var hættuiegt, rangt frá siðferðilegu og þjóðfélagslegu sjónar- miði og auk þess glæpsamlegt. Og því horfði hann nú rannsakandi á Róbertu. Hann sagði við sjálfan sig að hann mætti með engu móti láta tilfinningar sínar hlaupa með sig í gönur í þetta sinn. Og til þess að þeim gæfist báðum tækifæri til að jafna sig, tók hann upp dagbók sína, opnaði hana og sagði: „Jæja, eigum við þá að reyna að finna hvað amar að. Hvað heitir þér?“ „Rut Howard. Frú Howard,“ svaraði Róberta vandræðalega og notfærði sér uppástungu sem Clyde hafði komið með. En hann varp öndinni léttara þegar hún gat þess að hún væri gift. En af hverju stöfuðu þá tárin? Hvaða ástæða gat ung, gift kona haft til að vera svona vandræðaleg og taugaóstyrk ? „Skímarnafn manns yðar?“ hédt hann áfram. Þótt spurningin væri einföld og svarið hefði átt að vera eftir því, þá hikaði Róberta áður en hún gat sagt ,,Gifford“ nafn eldra bróður síns. iBúið þið hérna í nágrenninu?" „1 Fonda.“ „Já. Og hvað eruð þér gömul?“ „Tuttugu og tveggja ára.“ „Hvað hafið þér verið gift lengi?“ Þessi spurning var svo nátengd vandamáli hennar, að hún hikaði aftur áður en hím svaraði: ,,Við skulum sjá ■— þrjá mánuði.“ Glenn læknir varð aftur tortrygginn, þótt hann léti ekki á neinu bera. Hik hennar vakti athygli hans. Hvers vegna var hún svona óviss? Hann fór aftur að velta fyrir sig hvort þetta væri heiðarleg stúlka eða hvort fyrri grunur hans væri á rökum. byggður. Og nú spurði hann: „Jæja, hvað amar svo að yður, frú Howard? Þér þurfið ekki að vera hrædd við að segja mér það — alls ekki. Ég er orðinn ýmsu vanur í öll þessi ár. Það er mitt starf að hlustá á vandamál fólks.“ „Já,“ sagði Róberta vandræðaleg; þessi hræðilega játning stóð föst í hálsi hennar og henni vafðist tunga um tönn. Hún liélt áfram að fitla við kápuhnappinn sinn og horfa niður fyrir sig. „Það stendur þannig á . *. Skiljið þér... maðurinn minn er fátækur... og ég verð að vinna til að hjálpa til og við vinnum hvorugt fyrir miklu.“ (Hún furðaði sig á því hve auðvelt hún átti með að segja ósatt — hún hafði alltaf hatað lygar). ,,Og.. auðvitað... höfum við ekki efni á.. að eignast... eignast börn, skiljið þér, svona fljótt, og...“ Hún þagnaði, greip andann á lofti og gat ómögulega haldið þessum lygum áfram lengur. Læknirinn þóttist sjá af þessu í hverju vandamálið lá — að hún væri nýgift stúlka sem stæði nú andspænis þeim erfiðleik- um sem hún var að reyna að lýsa — en hann vildi ekki aðhaf- ast neinn hæpinn verknað og var þó óljúft að valda vonbrigð- um ungum hjónum, sem voru nýkomin út í lífið. Hann horfði á hana með samúðarfullu áugnaráði og fann innilega til með henni og geðjaðist vel að feimnislegri framkomu hennar. Þetta var mjög leitt. Ungt fóLk á þessum tímum átti oft í miklum erfið- leikum áður en það náði fótfestu. Og flest var það í fjárhags- kröggum. Nær undantekningarlaust. En þessar fóstureyðingar og afskipti af hinni eðlilegu rás hlutanna, sem guð hafði ákveðið, voru honum hvimléið og ógeðfelld og hann vildi ekki koma ná- lægt slíku. Og ungt og heilbrigt fólk þótt fátækt væri vissi að hverju það gekk, þegar það gekk í heilagt hjónaband. Og þau gátu unnið, að minnsta kosti maðurinn, og urðu þyí að reyna að bjarga sér á einhvern hátt. , Og nú rétti hann úr sér í stólnum, setti upp mynduglegan læknissvip og sagði: „Ég þykist vita hvað yður liggur á hjarta, frú Howard. En ég veit ekki hvort þér hafið athugað hversil alvarlegt og hættulegt svona athæfi er. En,“ bætti hann allt í einu við og flaug í hug hvort nokkur skuggi hefði fallið á nafn lians vegria fyrri athafna hans, „hvernig stendur á því,, að þér leitið tii mín?“ Eitthvað var í raddhreim hans og svip þegar hann bar franr spurninguna — varúð hans og ef til vill yfirvofandi reiði, ef gefið væri í skyn að hann hefði framkvæmt svona verknað —• varð til þess að Róberta hikaði við og óttaðist að hættulegt væri að segja að hún hefði farið eftir upplýsingum annarra, þótt Clyde hefði ráðlagt henni hið gagnstæða. Bezt væri sjálf- sagt að segja ekkert um það. Ef til vill fyndist honum það móðgun við sig sem heiðarlegan lækni. Einhver nýáunnin tungu- lipurð kom hecni til hjálpar og hún svaraði: „Ég hef oft tekið eftir nafnspjaldinu yðar, þegar ég hef átt leið hérna framhjá og ég hef heyrt marga segja, að þér væruð góður læknir.“ Honum létti og hann hélt áfram: „í fyrsta lagi er það sem þér hafið í hyggju þess eðlis að samvizka mín gæti aldrei sam- þykkt það. Mér er auðvitað ljóst að þér álítið þetta nauðsyn- legt. Þér og maðrir yðar eruð íbæði ung og hafið trúlega úr litlu að spila og óttizt að þetta verði ykkur til mikilla örðug- leika. Og ugglaust verður það það. En ég lít svo á að hjóna- bandið sé heilög stofnun og börnin guðsblessun — ekki bölvun. Og þegar þið genguð upp að altarinu fyrir þrem mánuðum hafið þið sjálfsagt gert ráð fyrir, að eitthvað þessu líkt gæti komið fyrir. Allt gift fólk gerir ráð fyrir því.“ („Altarinu,“, —oOo— —oOo— — oOo— •—oOo— • oOo— —oOo— oOo a BARNASAGAN TÚKK TÚKK 4.. DAGUR Við stóðurn á öndinni og biðum. Höggin hættu. Þetta hefur kannski ekki verið annað en mis- heyrn, husguðum við báðir í senn og hvor um sig. Túkk — túkk .—túkk. Túkk — túkk — túkk — heyrðum við skyndilega enn á ný. Þey, hvíslaði Gústi. Við þurfum ekki að svara. Það getur vel verið að það hætti að berja og fari burtu. Og við biðum. Túkk — túkk — túkk. Túkk — túkk — túkk, ' Nei, það ætlar ekki að hætta. Hvað getur þetta verið? I Kannski er einhver kominn úr borginni, sagði ég heldur en ekki neitt. Hver ætti svo sem að koma svona seint? Nú skulum við bíða svolitla stund, og ef það verður barið einu sinni í viðbót, þá spyrjum hver það sé. Við biðum. Enginn barði. Nú er bað áreiðanlega farið, sagði Gústi, og við urðum dálítið rólegri. Tra — ta — ta —. Þetta hljóð kom svo óvænt að ég lyftist upp í beddanum. Komdu, við skulum spyrja -hann hver hann sé. Við læddumst að dyrunum. Hver er þar? spurði Gústi. Það var steinhljóð. Engi-nn svaraði. * Hver er þar? Þögn. Hver er þar? Ekkert svar. i Hann er líklega farinn Við lögðum okkur aftur fyrir. En við vorum varla búnir að breiða ofan á okkur, þegar það byrjaði ennþá einu sinni: Túkk — túkk — túkk. Takk — takk — takk. Við þutum til dyranna. Hver er þar? En það var steinhljóð. 1 1i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.