Þjóðviljinn - 30.05.1952, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 30. maí 1952
Norrænir bændor
Dagana 19. og 20. maí s.l.
var haldinn í Stokkhólmi stjórn
arfundur Sambands bændasam
taka á Norðurlöndum (N.B.C.)
Mættir voru tveir til þrír full-
trúar frá hverju hinna fimm
norðurlanda. Bjarni Ásgeirs-
son, sendiherra í Osló, sem er
forseti sambandsins, ^tjórnaði
ftmdunum.
A fundum þessum voru rædd
mál þau er leggja á fyrir aðal-
fundinn, sem haldinn verður í
Reykjavrk í sumar. Þá var og
rætt um allan annan undirbún-
ing fyrir aðalfundinn.
Aðalfundurinn verður haid-
inn í Reykjavík dagana 4. og
5. ágúst n.k. Hinir útlendu
fulltrúar verða um 50 taisins
og koma með flugvélinni Gull-
faxa að kvö'di þess 3. ágúst.
Að fundardögunum loknum
vercur farið í tveggja daga
ferðalag um Borgarfjörð og
Suðuriandsundirlendið en út-
lendingarnir fara svo heimJeið-
is laugardagsmorguninn þann
9. ágúst.
Stéttasamband bænda sér
um undirbíming að fundi þess-
um enda er það meðlimur í
‘þessum norrænu búnáðarsam-
tökum.
(Fréttatilkynning frá
Stéttasamtoandi
bænda). *
Landhelgín
Framhald af 5. síðu.
miklu hærra en þeirra sjáifra í
styrjöldinni. Það fer lítið fyrir
sanngirni hjá stórþjóðinni, sem
flaggar með frelsisást sinni, og
teiur sig vera sjálfskipaðan
verndara smáþjoðai, ef Jjún
hygst beita okkur nauð-
ung og kúgun, þegar við í eitt
skipti tökum brot af þeim
rétti sem við eigum, og höf-
xun alltaf átt. Það er ekki
undarlegt þó menn . hafi hér
spurt síðustu daga, og spyrja
■enn: Er þetta sýnishorn af
þeim rétti sem stórveldin í
Atlanzhafsbandalaginu setla að
skammta smáþjóðunum, sem
þau hafa dregið til fylgi'ags
við sig?
Hér stendur þjóðin einhuga
■saman í vörn sinni gegn erlend-
um yfirgangi. Landhelgic er
fjöregg þjóðarinnar og það
fjöregg mun verða varið, því
undir þeirri vörn er kominn
efnahag3leg afkoma þjóðarinn-
ar um langa framtíð. Máístað-
ur okkar í landhelgismálinu er
góður, hann er ótvíræðiu bæði
lagalega, sögulega og siðferðis-
iega séð. Nýja landhelgislínan
•er heldur ekki einungis ísienzk
þjóðarnauðsyn, heldur er hún
jafnframt alþjóða nauðsynja-
1 mál fii veyndpnar fiskistofnin-
íim Rétturinn ér því allur okk-
ar, Islendinga, enda mun eng-
t um valdhöfum líðast að hvika
frá honum, hvað hart sem eftir
yrði leitað af framandi þjóð-
um. Jóhann J. E. Kuið.
Fyririestrar Becks
Framhaid af 8. síðu.
nýlega afstöðnu fimmtugsaf-
mæli hans, en þá um kvöldið
flutti hann einnig í hátíðar-
veizlunni í sambandi við fund-
Inn ræðu um frelsishugsjón
norrænna manna. Háskólakenn
arar í norrænum fræðum víðs-
vegar úr Bandaríkjunum tóku
þátt í fundinum og fluttu er-
Jndi. Á 1 augardagskvöld ið hált
dr. Beck fyrirlestur um „Is-
land nútíðarinnar“ á fundi
„Symra“-félagsins í Décorah,
sem er gamalt og góðkunnugt
jnenningarfélag Aar í börg.
175. DAGUR
þvert um geð. Samt vona ég að þú sért ánægður yfir
því að hafa losnað við mig úr Lycurgus og sent mig
hingað til að þú getir skemmt þér. En skemmtirðu þér
betur en þegar við vorum saman í sumar sem leið, sigld-
um út á vötnin eða fórum í gönguferðir? En hvað sem
því líður, Clyde, þá ættirðu að geta gert þetta fyrir mig,
án þess að vera of gramur yfir því. Ég veit að þér
finnst það erfitt, en þú mátt ekki gleyma því að sumar
stúlkur myndu í mínum sporum gera miklu meiri kröfur.
En ég er ekki þannig og verð aldrei. Ef þú vilt ekkert
með mig hafa, þegar þú ert búinn að hjálpa mér út úr
þe3sum ógöngum, þá ertu laus allra mála og mátt fara,
eins og ég hef áður sagt þér.
Clyde, skrifaðu mér nú langt og fjörugt bréf, þótt þú
sért ekki í skap: til þess, segðu mér að þú hafir ekki
nugsað til mín í eitt einasta skipti eða saknað mín —
einu sinni gerðirðu það þó —- og þú viljir ekiki að ég
komi aftur, og bú getir alls ekki komið fyrr en eftir
halfan mánuð, ef þú getur það þá.
Elsku vrnur, mér er ekki alvara þótt ég skrifi svona
biturlega, en ég er svo einmana, þreytt og döpur að ég
get ekki að þessu gert. Mig vantar einhvern til að tala
við — ekki fólkið héma, af því að það skilur ekki hvað
að mér amo.r og ég get ekki létt á hjarta mínu við neinn.
En svona er þetta. Ég ætlaði ekki að vera döpur, önug
eða leiðinleg, en mér hefur ekki tekizt mjög vel, þetta
3inn. Eu ég lofa því að láta mér takast betur næst —
á morgun eða hir.n, því að mér léttir við að skrifa þér,
Clyde. Og viltu ekki vera svo vænn að skrifa mér
. iiokkrar línur til að hressa mig upp, meðan ég bíð, hvort
s?m þér er nokkur alvara eða ekki? Og auðvitað kem-
urðu. Ég verð svo fegin og þakklát og ég skal gera allt
sem ég get til að verða þér til sem minnstra óþæginda.
Þín einmana
Berta.
Og það var mismunurinn á þessum tveim bréfum sem gerði
honum endanlega ljóst, að hann gengi aldrei að eiga Róbertu
— aldrei — færi ekki einu sinni til hennar til Biltz eða leyfði
henni að koma hingað til hans, ef hann kæmist hjá því. Því
að brottför hans eða endurkoma hennar myndi um tíma binda
endi á allar þær skemmtanir sem hann gæti fengið að njóta
með Sondru — hann gæti ekki verið hjá Sondru við Tólfta
vatn — gæti ekki hlaupizt á brott með henni og kvænzt henni.
Guð á himnum, var þá engin útgönguleið? Engin lausn á iþessu
hræðilega vandamáli?
Þetta hlýja júníkvöld þegar hann ihafði fundið bæði bréfin
heima á herbergi eínu að loknu starfi, gagntók örvæntingin
hann svo, að hann fleygði sér upp í rúmið og stundi. Hvílíkt
vonleysi! Þetta hræðilega vandamál, sem virtist óleysanlegt!
Var ómögulegt að telja hana á að fara burt — og vera í burtu
— vera kyrr heima og hann sendi henni tíu dollara á viku,
eða tólf — jafnvel helming launa sinna? Eða gæti hún ekki
farið til einhverra nágrannabæjanna — Fonda, Gloversville,
Schenectady — hún var ekki komin svo langt á leið að hún
gæti ekki séð um sig sjálf, og leigt þar herbergi þangað til að
því kæmi að hún þyrfti að leita til læknis eða ihjúkrunarkonu?
Hann gæti hjálpað henni að finna lækni, þegar þar að kæmi,
ef hún fengist til að leyna nafni hans.
En nú ætlaðist hún til að hann kæmi til Biltz eða hitti hana
einhvers annars staðar innan hálfs mánaðar. Hann vildi það
ekki, hann vildi það ekki. Hann tæki til einhverra önþrifaráða
ef hún reyndi að neyða hann til þess — stryki á brott — eða
færi upp að Tólfta vatni innan þess tíma, og reyndi jafnval —
en var það ekki vitfirrt hugmynd? — að fá Sondru til að
strjúka með sér, giftast sér, þótt hún væri -ekkr fuilra* átján
ára — og þá gæti f jölskylda hennar ekkert aðhafzt, og Róberta
gæti ekki haft upp á honum, aðeins ákært þann — og hann
gat neitað öllu — sagt að þetta væri uppspuni frá rótum —
hann hefði aldrei haft nein afskipti af henni, nema sem deildar-
stjóri við verksmiðjustúlku. Hann hafði ekki verið kynntur fyrir
Gilpinsfjölskyldunni, hann hafði ekki farið með Róbertu til
Glenns læknis í Goversville og hún hafði ekki nefnt nafn hans
þá.
En það þurfti ósvífni til að afneita öMu!
Það krafðist hugrekkis.
Það þurfti hugrekki til að standa andspænis Róibertu, þegar
róleg, ásakandi, skelfd og sakleysisleg blá augu hennar voru
annars vegar. Og gæti hann það? Hafði hann þrek til þesa? Og
gengi allt að óskum ef hann gerði það? Tryði Sondra orðum
hans — ef hún frétti það?
En hvort 3em hann gerði alvöru úr þessari hugmynd eðá ekki
og þótt hann færi upp að Tólfta vatni, þá varð hann nú að
skrifa Sondru og segja henni að hann kæmi. Og það gerði hann
undir eins’ og skrifaði ástríðuþrungið og innilegt bréf. Um leið
ákvað hann að skrifa Róbertu alls ekki. Ef til vill gat hann
hringt tiil hennar, því að hún hafði nýlega sagt honum að eimi
nágranninn hefði síma sem hann mætti nota, ef hann þyrfti að
r.á í hana af einhverjum ástæðum. Ef hann skrifaði henni urn
þessi mál, þótt hann gætti sín í hvívetna, þá hefði liún öll ráð
hans í hendi sér og allar þær sannanir sem hún þyrfti á að halda.
einkum fyrst hann var staðráðinn í að kvænast henni ekki.
Hvílík forsmán. Allt var þetta ljótt og lágkúrulegt. En ef
Róberta hefði tekið þessu með ró og stillingu, iþá hefði honum
aldrei dottið í hug að grípa til svo auðvirðilegra ráða. En,
Sondra! Sondra! Og stóra landareignin, sem hún hafði lýst við
vesturbakka Tólfta vatns. Það hlaut að vera dásamlega fagurt.
Hann gat ekki að þessu gert. Hann varð að taka til jiessara
ráða. Hann mátti til.
Hann reis á fætur og fór út með bréfið til Sondru. Meðan
hann var úti keypti hann kvöldblað í þeirri von að geta skemmt
sér við að lesa fréttir um kunningja sína, en á fremstu síðu á
Times-Union rak hann augun í eftirfarandi fyrirsögn:
TVÖFALT DAUÐASLYS Á PASS LAKE — EiÁTUR
Á HVOLFI, HATTAR Á FLOTI. SENNILEGT AÐ
TVENNT FRÁ PITTSFIELD HAFI DRUKKNAÐ —
ÓÞEKKT STULKULÍK FUNDIÐ — LÍK FÉLAGANS
ÓiFUNDIÐ.
Hann hafð[ mikinn áhuga á róðri og öllum vatnaíþróttum,
vegna þess hve duglegur hann var að róa, synda, stinga sér,
og hann hélt áfram að lesa með miklum áhuga:
Pancoast, Mass, 7. júní.... Tvennt ókunnugt fólk,
sennilega frá Pittsfield, fór í gær í siglingu, sem senni-
lega hefur lyktað með dauða þess.
Á þriðjudagsmorguninn um tíuleytið tók maður og
kona, sem sögðu Tómasi Lucas eiganda spilaklúbbsms
og bátaskýlanna, að þau væru frá Pittsfield, bát á Ieigu
—oOo— —oQo— —oOo— —-oOo—— —oOo— —oOo— --oOd--»
BARNASAGAN
Töfrahesturiim 1
7. DAGUR
Konunqnr varð mjög hugsjúkur af orðum þess-
u.m, og skildi þegar, að sonur sinn myndi vera í
ögurlegum háska, ef það væri satt, sem Indverjinn
sagði, að það væri annar leyndardómurinn til
hvernig hestinum yrði vikið til heimfarar. Spurði
hann, því hann hefði ekki kallað til sonar síns,,
undir eins og hann sá hann hverfa burt.
„Herra!” svaraði Indverjinn, „þár sáuð sjálfur,
með hvílíkum geysihraða hesturinn þaut burt með
son yðar. Ég varð svo skelkaður af því í fyrstu,
að ég gat ekki talað, en er ég fékk aftur málið,
var hann kcminn lengra burt en svo, að hann gæti
heyrt til mín. Og þó hann hefði heyrt til mín, þá
mundi hann samt ekki hafa getað snúið hestinum
við, fyrst hann vissi ekki um lauhvélina þá, er
til þess skal hafa. Vonandi er samt, að hann í vand-
ræðum sínum sjái annan sneril, sem á hestinum
er, og snúi honum; þegar það er gert, líður hest-
urinn hóglega ofan til jarðar, og má þá stýra
honum með taumnum hvert sem vera skal."
Þetta var viturlega mælt af Indverjanum, en
konungurinn var kvíðafullur út af háska þeim, er
sonur hans var í, og mælti: „Setjum nú, að son-
ur minn finni hinn snerilinn, þó mjög sé það
hæpið, og hafi þá aðferð, sem þú greinir frá, þá
er samt ekki sagt, að hesturinn líði ofan til jarð-
ar; hann getur steypt sér ofan í flugabjörg eða
sjóinn þar sem hann er dýpstur."
Indverjinn reyndi að hughreysta hann, og sagði
honum, að hesturinn flygi yfir láð og lög og félli
aldrei niður á fluginu; bæri hann jafnan þann,
sem riði honum, þangað er hann vildi. Sagði hann,
að svo framalega sem kóngsson sæi hinn snerilinn*